Verðlaunaskrímsli | The Icelandic Literary Prize 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017:
Þriðjudaginn 30. janúar voru Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Heiðurs aðnjótandi að þessu sinni voru: Unnur Þóra Jökulsdóttir fyrir Undur Mývatns: – um fugla, flugur, fiska og fólk, í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Kristín Eiríksdóttir fyrir Elín, ýmislegt, í flokki fagurbókmennta og Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler fyrir Skrímsli í vanda, í flokki barna- og ungmennabóka. Við skrímslahöfundar erum auðvitað himinlifandi og þakklát!

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Árið 2013 var í fyrsta sinn tilnefnt í flokki barna- og unglingabóka. Skrímsli í vanda er fyrsta myndabókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

„Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal er litríkt og fallegt verk sem tekur á viðfangsefni sem snertir okkur inn að kviku; marglaga saga fyrir alla aldurshópa, sem sómir sér vel í hinum glæsilega skrímslabókaflokki.“

Hér neðar á síðunni eru tenglar á fréttir um verðlaunin og neðst má lesa ræðustúfinn sem ég flutti af tilefninu.

Winners of the Icelandic Literary Prize 2017:
The Icelandic Literary Prize was presented on 30 January 2018 by President Guðni Th. Jóhannesson. The event took place at Bessastaðir, the presidential residence. Unnur Þóra Jökulsdóttir received the award for her book Undur Mývatns (The Wonder of Mývatn), in the category of non-fiction. Kristín Eiríksdóttir received the award for her novel Elín, ýmislegt (Misc.), in the category of fiction. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler received the award for the book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) in the category of children and young adult’s fiction.

This is a great honor for us authors and we are sincerely happy and grateful! The Icelandic Literary Prize was founded in 1989 and the category for children’s books was added in 2013. Skrímsli í vanda is the first picturebook to receive this prize. The jury’s motivation reads as follows:

“Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is a colorful and beautiful work that deals with subjects that touch us all deeply; a multilayered story for all ages, and an impressive addition to the Monster Series.”

Further below are links to news sites and articles, and at the bottom is my speech (in Icelandic) given at the prize celebration.

Áslaug Jónsdóttir (author and illustrator), Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir (editor at Forlagið), Kalle Güettler (author).


FRÉTTATENGLAR  |  NEWS LINKS:

Rithöfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – RÚV – (The Icelandic National Broadcasting Service) – ruv.is
• RÚV – Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent [myndband | video] ruv.is
• RÚV – Þakkarræða Áslaugar Jónsdóttur [myndband | video] ruv.is
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Miðstöð íslenskra bókmennta – Islit.is
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Forseti.is
Konur hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin – Skáld.is
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Félag íslenskra bókaútgefenda – fibut.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Reykjavík bókmenntaborg Unesco – bokmenntaborgin.is
Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna – Vísir – visir.is
• Kristín, Unnur og Áslaug hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin – DV – dv.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Rithöfundasamband Íslands – rsi.is
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda – IBBY – ibby.is 
Mývatn, Elín og skrímsli best – Morgunblaðið – mbl.is 

• Úr grein Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu 31. janúar 2018: Viðtal við Áslaug Jónsdóttur (pdf).

IN ENGLISH
• The Icelandic Literary Prize 2017 presented by President Guðni Th. Jóhannesson – Icelandic Literature Center
• Icelandic Literary Award Winners 2017 – Iceland Review – icelandreview.com
• Icelandic Literary Prize awarded – The Iceland Monitor – icelandmonitor.mbl.is
The Icelandic Literary Prize for 2017 – Reykjavík UNESCO City of Literature – bokmenntaborgin.is

IN SWEDISH: 
Norrteljetidning – norrteljetidning.se
Kalle Güettler hemsida30. jan + 31. jan
Bokförlaget OPAL – Vinnare av Islands litteraturpris!

IN FAROESE:
Rakel Helmsdal – Tíðindi


Forseti Íslands, ágætu gestir og áheyrendur;

Fyrir hönd okkar bókarhöfunda vil ég þakka hjartanlega fyrir þessa góðu viðurkenningu. Rakel Helmsdal átti því miður ekki heimangengt en biður fyrir góðar kveðjur og þökk.

Það er mér sérstök ánægja að standa hér, ekki einasta í hlutverki rithöfundarins, heldur líka sem myndhöfundur og bókateiknari. Ég veit að við unnum öll íslenskri tungu og viljum veg hennar sem mestan. En í baráttunni fyrir tungu og texta má ekki gleyma máli myndanna. Áhrifum þeirra getur verið erfitt að koma í orð, því þær höfða beint til tilfinninganna og oft er sjón sögu ríkari.

Í einni bóka Vilborgar Davíðsdóttur um Auði Djúpúðgu er eftirminnileg lýsing á aðförum norrænna manna í víkingi: þeir köstuðu á bál fagurlega myndlýstum ritum kristinna munka, en hirtu góðmálma og eðalsteina af spjöldum og bókarspennslum. Mér er nær að halda að bókaböðlar af þessu tagi eigi kannski nokkra afkomendur, ef marka má verðmætamatið og hve lítill greinarmunur virðist stundum gerður á því sem vel er unnið og lakar.

Sláum ekki slöku við þegar kemur að myndlýsingum og útliti bóka. Eflum myndlæsi og gerum alvöru úr því að hvetja íslenska bókateiknara til dáða. Til þess þurfa þeir meira en orðin tóm.

Á stundum hljómar misskilin umhyggja fyrir barnamenningu eins og hún sé þjálfun og undirbúningur fyrir æðri listir: fyrir „alvöru“ leikhús, „alvöru“ bókmenntir. Allt léttvægar æfingar fyrir börn og jafnframt fremjendur listarinnar – en hafi ekki raunverulegt listrænt gildi í sjálfu sér, sé ekki fullburða listsköpun því þeir sem njóta eru „bara“ börn.

Það má vel vera að starf okkar barnabókahöfunda stuðli að því að skaffa lesendur og áheyrendur framtíðar, læsa þegna í sífellt flóknara samfélagi, en við skrifum og myndlýsum vegna ástar okkar á þessari listgrein: bókum fyrir börn. Það eru listirnar sem gera okkur mennsk og öll menntun er til lítils ef þar skortir listina. Það sem mestu máli skiptir er ekki að sjá nafnið sitt á bókarkápu, jafnvel ekki það að fá stórkostlegar viðurkenningar eins og þessa, heldur sú nautn að hafa fengið að dvelja um hríð í heimi mynda, orða og sagna – og svo vonandi ná að opna þann heim fyrir fleirum.

Og heimur sagnanna er svo óendanlega fjölbreyttur. Ég er svo heppin að hafa eignast þar góða vini sem hafa fylgt mér í tæp sautján ár. Þessir vinir mínir eru loðnir og dálítið ljótir … Litla skrímslinu og stóra skrímslinu fylgdu ekki síðri vinir: meðhöfundar mínir Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Með þeim hef ég átt frjótt og einstakt samstarf með líflegum samræðum um hugmyndir, tungumál, tilfinningar og gildi. Við þekkjum skrímslin gerla og vera má að titrandi hjörtu, tannhvöss og hávær skrímsli eigi sér fyrirmyndir í samvinnu okkar. En það gildir líka um vináttuna og samhygðina.

Öll stjórnumst við af margvíslegum tilfinningum – jafnvel þegar við höldum að vitsmunirnir ráði. Að geta sett sig í spor annarra er öllum lífsnauðsyn því enginn er hólpinn fyrir óvæntum spuna örlaganna. Að skoða tilfinningar sínar – jafnvel í gegnum loðinn ham skapheitra skrímsla – getur kannski hjálpað stórum og smáum lesendum til að vega og meta mikilvægustu tilfinningar mennskunnar: samlíðun og réttlætiskennd. Við þurfum á því að halda, nú sem aldrei fyrr.

Ég vil að lokum þakka dómnefndinni fyrir að treysta okkur skrímslunum fyrir heiðrinum. Útgefendum okkar á Forlaginu og ritstjóra, Sigþrúði Gunnarsdóttur, þökkum við ljúft samstarf; – kærar þakkir.

Ljósmyndir | Photos: Valgerður B / Forlagið 30.01.2018

Monster i knipa | Book release in Sweden!

Skrímsli í vanda – á sænskuÞá er komið að útgáfudegi í Svíþjóð á sænsku útgáfunni af Skrímsli í vanda. Þar sér annar meðhöfunda minna, Kalle Güettler, um að kynna nýju bókina: Monster i knipa sem kemur út hjá bókaútgáfunni Opal. Um útgáfuboðið má lesa hér á heimasíðu Kalle, en það fer fram n.k. laugardag, 27. janúar kl. 13, í Bokslukaren við Maríutorg í Stokkhólmi. Bókin um skrímslin þrjú í vanda verður þá komin út á frumtungumálunum þremur: íslensku, færeysku og sænsku.

Monsters in Trouble – in SwedenThe Swedish version of Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler) is soon to be released. My co-author Kalle Güettler will introduce the new book: Monster i knipa, published by Opal, on Saturday 27 January at 1 pm at Bokslukaren, Mariatorget 2, in Stockholm. Read more about the event on Kalle’s website here or the book store’s homepage: here – in Swedish.

To read more about the Monster series click here.
For illustrations from the books and quotes from reviews: click here.
For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Neyðars skrímsl | Monsters in Trouble – in the Faroe Islands

Skrímslin á færeyskuÞá er hún komin út hjá Bókadeildinni í Færeyjum, Skrímsli í vanda, eftir okkur skrímslin þrjú: Rakel, Kalle og Áslaugu. Færeyska útgáfan ber titilinn: Neyðars skrímsl. Í frétt á vef Bókadeild Føroya Lærarafelags segir:

„Nú er níggjunda bókin um skrímslini komin! 

Hetta samstarvið og hesar myndabøkurnar um tey smáu skrímslini, sum, hóast navnið, eru sera fitt, eru væl umtóktar í mongum londum. Fyrst og fremst í teimum londum, har rithøvundarnir eru frá, men tær eru eisini týddar til nógv mál; í løtuni eru tær í hvussu er á 17 ymiskum málum.

Neyðars skrímslið í hesari bókini er Loðskrímslið, sum ongastaðni hevur at búgva og er illa fyri. Og sjálvandi má lítla skrímsl taka sær av tí, sjálvt um tað kanska fer at hava við sær, at Loðskrímslið ongantíð fer av stað aftur!

Hetta broytir alt tað, sum Stóra Skrímsl og lítla skrímsl høvdu ætlað sær at gera, men skrímslunum so líkt verður alt loyst í sátt og semju, tí vit eiga at hjálpa einum vini í neyð.

Bókin er 30 bls. og innbundin. Rakel Helmsdal, Kalle Güettler og Áslaug Jónsdóttir hava skrivað, og Áslaug hevur myndprýtt.“

Skrímsli í vanda er væntanleg á sænsku í byrjun ársins 2018. Útgefandinn er Opal í Stokkhólmi.

Book releaseThe new book in the Monster series, Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by Áslaug, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler, is now out in Faroese, published by BFL, Bókadeild Føroya Lærarafelags.

Read more about the three authors collaboration here. More information and illustrations from the previous books in the series here.

Fyndin og sorgleg í senn | Four star review!

Bókadómur: Í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 27. október, birtist ljómandi góður bókadómur um Skrímsli í vanda. Helga Birgisdóttir fjallar um texta, myndir, umbrot og hönnun og segir í niðurstöðu:
„Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa“.

Book reviewFréttablaðið newspaper brought a fine book review for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble  this morning. Critic Helga Birgisdóttir writes about text, illustrations, layout and design and concludes:
“A wonderful addition to a great book series, funny and sad at the same time, with reference to problems the whole world is dealing with and needs to solve.”

 

Skrímsli í vanda! | Monsters in Trouble!

Ný bók um skrímslin! Þá er hún komin úr prentun og út í búðirnar, nýja bókin um litla og stóra skrímslið eftir okkur norræna teymið: Áslaugu, Kalle og Rakel. Það ber nú helst til tíðinda að loðna skrímslið kemur á ný í heimsókn til litla skrímslisins. En það innlit er ekki vandalaust. Í kynningartexta á kápu segir:

„Æ, nei! Loðna skrímslið er aftur komið í heimsókn til litla skrímslisins. Stóra skrímslið vonar að það staldri stutt við. En það er nú eitthvað annað! Loðna skrímslið segist aldrei ætla heim til sín aftur!
Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.“

Hér má lesa eitt og annað um samstarf okkar höfundanna og ennfremur kynna sér hinar bækurnar átta hér.

New book! It’s here! It’s out in the stores, our new book: Monsters in Trouble, – by yours truly and my co authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. Furry Monster is back for a visit but this time it says it is never going home again! This must mean trouble!

Monsters in Trouble is the ninth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from previous books in the series here.

Forlagið – vefverslun | Forlagid online shop. 

Skrímslabækurnar á Spáni | Book release in Spain

         

Tveir titlar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið komu út á dögunum hjá Sushi Books á Spáni. Það eru Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest á tveimur tungumálum: spænsku (kastilísku) og galisísku. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte sem hefur áður þýtt og gefið út fyrstu tvo titlana, Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Fyrstu tveir titlarnir komu út á fjórum tungumálum árið 2014: kastilísku, galisísku, katalónsku og basknesku. (Sjá neðar).

Með því að smella á bókakápurnar má lesa nokkrar síður úr bókunum. Meir um skrímslabækurnar má lesa hér.

Book releaseSushi Books in Spain have just launched two new titles in the Monster series in Spanish (Castilian) and Galician. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte that have previously published the first two books in the series, No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry in the Castilian, Galician, Catalan and Basque languages (2014), see below.

You can click on the book covers to read a few pages from the books. To read more about the Monster series click here.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

Skrímslin af borðinu! | Monsters in the making

Verkalok: Það er undurgott að ljúka verkefni sem hefur tekið langan tíma, hreinsa til á teikniborðinu, ganga frá verkfærum og ekki síst huga að nýjum verkum! Í síðustu viku lauk ég við myndlýsingar fyrir næstu skrímslabók sem verður eins og fyrri bækur gefin út á þremur tungumálum, móðurmálum höfundanna: á íslensku hjá Forlaginu, á færeysku hjá Bókadeildinni í Færeyjum og á sænsku hjá forlaginu Opal í Stokkhólmi.

Eins og ævinlega á síðustu metrunum er ég samt hlessa yfir því hvað þetta hefur allt tekið langan tíma og er jafnframt sannfærð um að verkið sé í alla staði ómögulegt. Þá er kominn tími til að halda áfram – og gera betur næst!

Hérna neðst í póstinum er lítið myndband frá vinnuborðinu. Ég væri auðvitað alveg til í að geta unnið svona hratt …

Cleaning the desk: Last week I finished the illustrations for the next book in the Monster series. As the previous books this ninth book in the series will be published in three languages, the mother tongues of the authors: Icelandic (Forlagið), Faroese (BFL) and Swedish (Opal).

It’s satisfying to clean the desk and stow away sketches and papers – and get ready to finish the layout and files for printing. Yet, as always when I wrap up a project and face delivery, I also feel frustrated: Why took it so long? Is this it, is this all I came up with? Then I know it’s time to move on, – and try to do better next time.

Down below is a short time-lapse video clip – showing some of my old-fashioned working methods: crayons and collage – in a wishful speed!

Monsters in the making – Áslaug from Áslaug Jónsdóttir on Vimeo.

Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Dagur barnabókarinnar | Happy International Children’s Book Day 2017

Skrímslafundur: Gleðilegur dagur barnabókarinnar er að kveldi komin. Það var vel við hæfi að ég eyddi deginum á ströngum vinnufundi með góðum vinum og samstarfsfólki: Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Við hittumst í þetta sinni í Þórshöfn í Færeyjum og fórum yfir nýjar sögur og handrit að bókum um litla og stóra skrímslið.

Við gátum líka fagnað opnun upplifunarsýningarinnar um skrímslin tvö, Skrímslin bjóða heim, sem opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, en ég birti án efa bráðlega myndir frá opnuninni og vinnunni við sýninguna.

Monster meeting! April 2nd 2017: I hope you all had a happy International Children’s Book Day! I spent the day accordingly, working on new stories and manuscripts for the series about Little Monster and Big Monster, collaborating with my friends and colleagues Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. This time we met in Tórshavn in the Faroe Islands where the interactive exhibition: a Visit to the Monsters opened in the Nordic House in Tórshavn on April 1st 2017. I will most definitely post information and photos from the opening very soon!

Skrímslin í Færeyjum | Travelling exhibition

Skrímsli á ferð: Brátt líður að því að litla skrímslið og stóra skrímslið bjóði færeyskum börnum heim og hreinlega inn á gafl til sín. Upplifunarsýningin um skrímslin tvö verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á barnmenningarhátíðinni Barnafestivalurinn 2017 og verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánar er sagt frá sýningunni og hátíðinni hér á heimasíðu Norðurlandahússins, en margar myndir og fleira um farandsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ má kynna sér á síðunni hér.

Einn þriggja höfunda skrímslabókanna er færeyska skáldkonan Rakel Helmsdal. Hún rekur líka eigið sitt brúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur og hefur sett upp brúðuleik um skrímslin tvö. Rakel undirbýr nú líka pappírsbrúðuleik þar sem hún nýtir myndlýsingarnar mínar úr skrímslabókunum sem efnivið og sprettibókarformið (pop-up) sem leiksviðið. Fyrstu drög má sjá á ljósmyndunum hér fyrir neðan.

Travelling Exhibition: The interactive exhibition Visit to the Monsters is soon to be opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as on of the events on the annual Children’s Festival. The exhibition will open on April 1st 2017 and is open until May 4th. Further information in Faroese here. The exhibition was originally on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. See photos and read more about the exhibition on the page here.

One of the three authors of the Monster series is the Faroese writer Rakel Helmsdal. She also runs her one-woman puppet-theater: the Karavella Marionett-Teatur and has played a puppet show with Little Monster and Big Monster. She is now preparing a show with paper puppets, basing her images and figures on my illustrations from the books, using the pop-up book art form as stage. The photos below show her first drafts. So, our Faroese friends of the two monsters may look forward to some exciting shows in Tórshavn in the coming months! See you in Tórshavn!

 

 

Hvað nú litla skrímsli? | What’s up Little Monster?

skrimslaskissjan-2017♦ MánudagsrissSkrímslin tvö eru alltaf eitthvað að bralla. Þau halda áfram að banka á dyr og setjast að mér við teikniborðið. Hvað þau taka sér næst fyrir krumlur og klær er leyndarmál eða öllu heldur óleyst mál! Við höfundarnir þrír: Áslaug, Kalle og Rakel, eigum handrit í skúffunum sem við höldum áfram að pússa og senda á milli. En vonandi verður ekki langt í næst bók.

Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim heldur brátt af stað í ferðalag og verður væntanlega opnuð í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 1. apríl næstkomandi.

Samið hefur verið um útgáfu á fleiri erlendum þýðingum á skrímslabókunum og verður sagt frá þeim útgáfum síðar.

♦ Monday sketchingLittle Monster and Big Monster tend to turn up at my desk time and again, bringing their odd stories to be told in pictures and words. We the three authors, Áslaug, Kalle and Rakel, have a few manuscripts we are working on. What the monsters are up to is still a secret, or still unsolved! But hopefully new books will come out of it before all too long.

The interactive exhibition Visit to the Monsters will go traveling and open in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands in April.

Rights have been sold for more books in the Monster series to be published abroad, more languages and titles. Further monster news about that when time comes!

Skissa dags. | Sketch date: Jan. 2017

Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.

Skrimslakisi Áslaug 2015

Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!

♦ International Literacy DayToday, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.

IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:

“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”

The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Celebrate the day: Read good books! Visit your library!

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

 

Bókadómur í Tékklandi | Yes. No means No!

NeTekk♦ BókadómarÍ vor komu fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Í viðskiptadagblaðinu Hospodářské noviny, sem gefið er út í Prag, var á dögunum bent á þrjár bækur eftir íslenska og norræna höfunda með stuttum bókadómum: það er Hálendið eftir Steinar Braga, Argóarflísin eftir Sjón og Nei! sagði litla skrímslið eftir okkur norræna tríóið, höfunda skrímslabókanna. Umfjöllun Petr Matoušek má lesa hér: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič.

Á heimasíðu bókmenntaverkefnisins Rosteme s knihou er einnig mælt með fyrstu skrímslabókinni eins og lesa má hér: Ne! Řeklo strašidýlko

Nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást víða í netverslunum og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ Book reviewThe first two books in the series about Little Monster and Big Monster in Czech were released in May, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. The daily newspaper Hospodářské noviny, published in Prague, reviewed three Icelandic/Nordic books last week, among them No! Said Little Monster or Ne! Řeklo strašidýlko by us three authors in the Nordic monster-team. The review and the book tips by Petr Matoušek can be read online: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič – as well as in the clip below.

Little monster’s outcry is also recommended by Rosteme s knihou – a literary project encouraging reading, see: Ne! Řeklo strašidýlko

To read more about the Czech publications click here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought in many online bookstores. To read a sample, click here and here.

Screen Shot Ne! Czech

Hospodářské noviny – Petr Matoušek: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič. 19.08.2016

Tilfinningaskrímsli | Emotional monsters

NeiSagdiLitlaSkrimslid ISFrontCoverlwr♦ BókadómurTímaritið Förskolan í Svíþjóð birti á dögunum bókadóm um Nei! sagði litla skrímslið, undir yfirskriftinni „Tilfinningaskrímsli“. Þar segir Marie Eriksson m.a.: „Söguþráður bókarinnar er afar skýr, en innihald bókarinnar vex að mikilvægi og merkingu við hvern lestur og í samtali við börnin.“

„Bokens handling är ganska tydlig, men vad boken egentligen handlar om växer i betydelse för varje läsning och i mötet med barnen. Just nu tänker jag att den handlar om vänskapens vindlande vägar om hur viktigt det är med relationer och hur svårt det kan vara med känslor och att uttrycka dem.“ – Marie Eriksson, Förskolan 22.06.2016

♦ Book reviewA short but nice review about No! Said Little Monster by Marie Eriksson was published just recently in Förskolan, a magazine for preschool teachers in Sweden, in an article called “Emotional monsters” (Känslomonster): “The plot is clear and simple but the book’s real subject grows in importance with every reading and meeting with the children.”  

 

 

Skrímslin á tékknesku | The Monster series in Czech

NeTekk StrasidlaciTekk

♦ ÚtgáfufréttirSkrímslin tvö halda áfram ferð sinni um heiminn. Tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið er nú komnar út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Lesa má nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo hér: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást m.a. í netverslun hér og hér – og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ New releasesThe two monster friends continue to travel the world! The first two books in the series about Little Monster and Big Monster have just been released in the Czech language, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. Read more about the publications here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought online here and here. To read a sample, click here and here.

Skrímsli-á-tékknesku

 

 

Arabísku skrímslin | The Monster series in Arabic

ArabicMonsterBooksweb

♦ Lesið á arabískuMikið væri gaman að kunna arabísku! Ég gat ekki annað hugsað þegar ég fékk í hendur nýju útgáfurnar af skrímslabókunum á þessu fallega og heillandi tungumáli. Það rifjaðist líka upp þessi gagntakandi tilfinning að stara ólæs í bók sem barn og langa til að þekkja galdurinn. Ég er hrædd um að það myndi nú ekki ganga eins greitt að læra að lesa arabískuna, ég kæmist ugglaust hvorki aftur á bak eða áfram! En hafi nú einhver hug á að næla sér í arabískar skrímslabækur þá er um að gera að hafa samband við útgefandann: Al Hudhud Publishing í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fimm titlar eru komnir út. Þýðandi er sýrlendingurinn Lama Ammar, þýðandi og fréttakona. Sjá fleiri fréttir um skrímslin á arabísku: hér og hér.

♦ Monsters in ArabicIt was such a delight to receive my copies of the five titles from the Monster series in Arabic. I so wished I could read that beautiful language! Browsing through the books felt as way back then when I didn’t know how to read but really wanted to get hold of that magic key. I don’t think it would happen as fast now, alas! But for those of you who can read Arabic and would like to get hold of copies of the books, do contact the publisher: Al Hudhud Publishing, based in Dubai in the United Arab Emirates. The Arabic translation is by Lama Ammar, translator and reporter.
Older news on the Arabic translations see here and here.

Page from زغبور وكعبور في الظلام - Monster In the Dark

Alþjóðadagur móðurmáls | International Mother Language Day

AslaugMonsterPuppets-2016
♦ Tungumálahátíð! 
Alþjóðadagur móðurmálsins var haldinn hátíðlegur í Gerðubergi menningarhúsi s.l. sunnudag, 21. febrúar 2016. Litla skrímslið og stóra skrímslið fögnuðu deginum á marga lund og nú bar svo vel í veiði að Rakel Helmsdal, færeyski höfundurinn í höfundaþríeykinu, var stödd í Reykjavík. Rakel hafði meðferðis tvo góða leikara úr brúðuleikhúsinu Karavella Marionett Teatur, sem hún rekur við góðan orðstír í Tórshavn. Litla og stóra skrímslinu var vel tekið af áhorfendum þó skrímslin tjáðu sig fyrst og fremst á færeysku. Á vegum Café Lingua var svo fjölbreytt dagskrá tengd móðurmálsdeginum með þátttöku fjöltyngdra Íslendinga og fólks af ýmsum þjóðernum. Meðal annars var bókin Nei! sagði litla skrímslið lesin upp á mörgum tungumálum. Þar hljómaði m.a. arabíska, japanska, spænska, ítalska, kóreska, pólska, quechua, katalónska, baskneska, tékkneska, lettneska, franska, rússneska og norska.

♦ Celebration of the Languages! International Mother Language Day was celebrated in Gerðuberg Culture House on Sunday February 21st 2016. Little Monster and Big Monster had a good reason to party along, the book series already translated to many languages. Multilingual children read No! Said Little Monster in Arabic, Japanese, Spanish, Italian, Korean, Polish, Quechua, Catalonian, Basque, Czech, Latvian, French, Russian and Norwegian. My co-author and multi-talented artist Rakel Helmsdal, the Faroese part in our co-authorship of the Monster series, was in Reykjavík and had brought along two actors from Karavella Puppet Theater she runs in Tórshavn. What a delight! This was the first time I met the two monster puppets, and it was a true pleasure. The puppets could speak in Faroese, Danish and French but had a little help to answer questions from the audience in Icelandic. Café Lingua, a multicultural project run by Reykjavik City Library | Culture house, had a big program for the day with multilingual participants and people from all over the world. See more photos from the event here on Facebook.

Photos: © Áslaug Jónsdóttir / © Borgarbókasafn – menningarhús: Ásta Þöll / Kristín R.

Listakonur | IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015♦ ViðurkenningÍ október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslista IBBY árið 2016 fyrir myndlýsingar, en þrjár bækur voru tilnefndar frá Íslandi: ein fyrir myndlýsingar, önnur fyrir texta og þriðja fyrir þýðingar – eins og lesa má um hér. Valið er á heiðurslistann annað hvert ár og nýlega var allur listinn birtur á heimasíðu alþjóðlegu IBBY samtakanna. Þá kom í ljós að samverkakona mín, Rakel Helmsdal er einnig á listanum fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“, en frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er svo ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Við Rakel fögnum því margfalt að vera listakonur á Heiðurslista IBBY árið 2016!
M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWebHonsumrodiweb
♦ Honour: Already in October last year IBBY Iceland announced their selection of books to The IBBY Honour List 2016: one for text, one for illustration and one for translation. I was very happy to see Skrímslakisi (Monster Kitty) by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal on the list for illustration as reported here. The IBBY Honour List is a biennial selection of “outstanding, recently published books”, honouring writers, illustrators and translators – one for each of the three categories from all IBBY sections around the globe.

Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal

The full list from all the IBBY sections was published in February, revealing the name of my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. So we two have more than one good reason to celebrate the IBBY Honour List 2016!

Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

HonSumRodi-CoverWeb

Skrímsladómar hér og þar | Reviews on book blogs

Bókadómar: Bókadómar um skrímslabækurnar birtast alltaf af og til á vefnum, á hinum ýmsu tungumálum. Hér fyrir neðan eru vísanir í umfjöllun á spænsku, litháísku og úkraínsku, en það skal tekið fram að síðastnefnda greinin fjallar um Monsterbråk, sænsku Skrímslaerjur.
Book reviewsThe books from the monster series are reviewed now and again on various websites and in webzines. Below are links to reviews in Spanish, Lithuanian and Ukrainian.


ES_Los_monstruos_grandes_no Spænska: Canal Lector – er vefur fyrir kennara og bókasafnsfræðinga sem vinna með bækur á spænsku. Stór skrímsli gráta ekki fær þar fimm stjörnur. Sjá: Los monstruos grandes no lloran.
Spanish: Canal Lector, is a service for teachers, parents and librarians working with books in Spanish, and provides articles, interviews and reviews on their website. See five star review here: Los monstruos grandes no lloran.

★ „El monstruo grande no quiere jugar con el pequeño porque cree que éste hace todo mejor que él. Todo le sale genial: sus dibujos son más bonitos, recorta figuras perfectas e incluso sabe utilizar el mando de la televisión. El grande piensa que es patoso, que todo lo hace mal, y como ya es mayor no debe llorar. Pero hay algo que el monstruo pequeño no sabe hacer… ¡nadar! Por fin puede enseñarle algo. Libro sencillo y directo, de ilustraciones coloristas y divertidas, y en el que se resaltan los valores que acompañan a la amistad.“ http://www.canallector.com


Litháíska: Í vefritinu NE!-LitDideli-pab-LitSkaitome vaikams eru myndbækur fyrir börn gagnrýndar. Þar er birt grein um skrímslabækurnar tvær: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Greinin birtist áður í ritinu Artuma, 2015 Nr. 6. Sjá nánar hér
LithuanianThe book blog Skaitome vaikams  reviews picture books for children. The two titles in Lithuanian: No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry are reviewed on the site. The article was also published in the magazine Artuma, 2015 Nr. 6. Read more here.

„Apie iliustracijas dera pakalbėti atskirai. Jos tipiškai minimalistinio skandinaviško dizaino (atliktos mišria aplikacijos technika, papildomai kai kurias detales išpiešiant ant viršaus), labai stambios, ekspresyvios. Objektyviai vertinant Lietuvos knygų rinkos kontekste – tai disonuojanti stilistika, mūsų akiai neįprastas net jų koloritas (dera nuraminti, kad antroji knygelė – gerokai spalvingesnė), tad ne visus tėvus knygos „įtikins“ savo vizualumu. Ir visgi – surizikuoti verta.“ – Rūta Lazauskaitė – Skaitome vaikams.

Meira um útgáfuna á litháíska leikskóla-vefnum ikimokyklinis.lt | More on: Mažasis Pabaisiukas sako NE! and Dideli pabaisiukai neverkia.


NorskMonsterbrakweb Úkraínska: Vefurinn Букмоль, er bókmenntaverkefni og barnabókmenntavefur sem m.a. er haldið úti af úkraínsku fræðafólki í Svíþjóð. Þar er fjallað um Skrímslaerjur eða Monsterbråk á sænsku og lesa má hér: Монстри посварилися.

UkrainianThis Ukrainian book project and book blog: Букмоль, is founded by Ukrainian speaking scholars in Sweden. The Swedish version of Monster Squabbles gets its review here: Монстри посварилися.

„На це натякає фінал книжки, лишаючи читача втішеним і впевненим у тому, що він має право помилятися, пробачати і бути пробаченим.“  – Букмоль – http://www.bokmal.com.ua

Sitthvað hjá sænskum | Links to Sweden …

Monsterforfattare Stockholm 2015

Áslaug, Kalle, Rakel – Författarnas hus, Stockholm, 2015 – photo©Rakel

Endurlit og umfjöllun. Árið 2015 leið undrafljótt. Ég hef ekki annað því að skrá jafnóðum inn ýmsar greinar og umfjöllun sem tengjast starfinu, en það hefur verið eitt af markmiðunum með heimasíðunni, að halda saman upplýsingum af þeim toga. Þessi póstur er því safn af „gömlum fréttum“ og myndum frá því í september eftir þátttöku í ýmsum viðburðum í Svíþjóð í september 2015.

♦ Last September in Sweden. Warning: Old news! I am just catching up on some old reports in my attempt to collect information about my work on this site. In brief: September 22. – 25. 2015, I visited Stockholm and Göteborg in Sweden.

RumförBarn2015©RakelHelmsdal

Áslaug , Kalle Güettler, Helena Gomér – Rum för barn, Stockholm. photo © Rakel Helmsdal

Skrímslaþing: Þann 22. september 2015 hittumst við skrímslahöfundarnir: Kalle, Rakel og Áslaug í bókaspjalli í Stokkhólmi sem bar heitið: Nordiska monsterböcker för barn och vuxna. Dagskráin var í boði Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Samfundet Sverige-Färöarna og fór fram í húsi sænska rithöfundasambandsins, Författarnas hus, á Drottninggatan. Fyrir heimsókninni stóð Nanna Hermansson formaður í Samfundet Sverige-Island og við nutum sannarlega gestrisni hennar í Stokkhólmi. Hér má lesa grein eftir Nönnu á vef samtakanna: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“ um heimsókn okkar í Författarnas hus.

Monsters in Stockholm: On Sept. 22., along with my co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, we had a book talk at Författarnas hus, the house of The Writers’ Union of Sweden in Drottninggatan. We were invited by the The Society Sweden-Iceland and The Society Sweden-Faroe Islands, arranged by our wonderful host Nanna Hermansson chief of the Society. Her article (in Swedish) about our visit is available here: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“.

Rum för barn: Í Stokkhólmi 23. september áttum við fund í Rum för barn, barnabókasafn og menningarmiðstöð barna í Kulturhuset við Sergels torg, en stefnt er að því upplifunarsýningin „Skrímslin bjóða heim“ fari í ferðalag og verði m.a. sett þar upp. Helena Gomér bústýra í Rum för barn tók á móti okkur.

Rum för barn: We visited the fabulous Children’s Library and Culture House, Rum för barn, in Stockholm and met with the chief librarian Helena Gomér. Hopefully will the exhibition „Visit to the Monsters“  find its way to this ideal home of books and creativity for children.

Hirðsiðir: Við vorum einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að hátíðlegum hirðsiðum þegar konungur sendi hestvagn sinn með fereyki eftir nýjum sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, svo hún mætti afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Að því loknu var okkur boðið í sendiherrabústaðinn og þar gátum óskað góðum fulltrúa Íslands til hamingju með nýja embættið.

Royal etiquetts: In Stockholm we witnessed parts of the ceremonial occasion when a new Icelandic Ambassador presented her credentials to the King of Sweden. A parade coupé drawn by four horses brought our new ambassador to the Palace. After the ceremony we were invited to Ambassador Estrid Brekkan residency to celebrate.

Bokmassan©IceLitCenterTwitter

Rakel, Áslaug, Kalle, Sigurður Ólafsson moderator – photo ©IceLitCenter

Bókamessa: Á bókamessunni í Gautaborg 2015, 24. september, bar fundum okkar skrímslahöfundanna svo aftur saman á Ung Scen. Sigurður Ólafsson umsjónamaður skrifstofu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði spjallinu.

Og undir þessum metnaðarfulla titli: „Stor litteratur för de små“  sögðum við Þórarinn Leifsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá bókunum okkar og ræddum örlítið um fullyrðingar og spurningar á borð við þessar: „Barnlitteraturen blomstrar på Island! Vilken betydelse har böcker för barn och unga i ett litet språkområde som det isländska?“ Umræðum stýrði Katti Hoflin, höfundur og aðalborgarbókavörður í Stockholms stadsbibliotek. Tenglar: Frétt á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þátt íslenskra höfunda í Gautaborg. Á vef bókamessunnar í Gautaborg: Stor litteratur för de små.

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hofliin, Stadsbibliotekarie

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hoflin, moderator – photo © Rakel Helmsdal

Book Fair: September 24.th at Göteborg Book Fair was a busy day. I had a book talk with my co-authors Kalle and Rakel at Ung Scen – and a longer session along with Icelandic authors Bergrún Íris Sævarsdóttir and Þórarinn Leifsson.
Links – in English: IceLit: a Great Success at Göteborg Book Fair 2015. Book talk at Göteborg Book Fair: Stor litteratur för de små.

Biskops Arnö: Á vef Biskops Arnö er fjallað um skrímslabækurnar og tengingu þeirra við norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö. Á bókamessunni í Gautaborg var kynnt ritverk Ingvars Lemhagen: Eftertankens Följetong, sem segir sögu námskeiðanna og þar er fyrsta skrímslabókin og samstarf okkar Kalle og Rakel kynnt rækilega.

Biskops Arnö: The seminars at Biskops Arnö are well known in amongst authors in the Nordic countries. And this is the place where the monster series had their start. A piece about this fact is here on Biskops Arnö’s website, also linking to news about Ingvars Lemhagen’s book release at Göteborg Book Fair in September 2015 where is book, Eftertankens Följetong, was introduced. A chapter in the book is dedicated to the collaboration between me, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal resulting in a series of eight books and perhaps more to come …

 

Skrímslaskraut | Christmas decorations

SkrimslaJolaseria

♦ ViðburðurÁ morgun, laugardaginn 12. desember, verður skreytt heima hjá skrímslunum í Gerðubergi menningarhúsi. Þar verður hægt að spreyta sig á alls konar jólaföndri að hætti litla skrímslisins. Stóra skrímslið gat ekki beðið og er búið að hengja upp jólaseríurnar (án þess að flækja þær saman!). En auðvitað þurfa skrímslin hjálp við að punta svona mörg hús og tré. Við skrímslavinir hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, kl 13:30-15:30. Nánari upplýsingar: Gerðuberg menningarhús og hér er viðburðurinn á FB. Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim stendur yfir í Gerðubergi.

♦ EventLittle Monster and Big Monster are preparing for the holidays and will be decorating their homes at Gerðuberg Culture House tomorrow, 12. Dec., from 1:30 pm to 3:30 pm. Big Monster could not wait and has already put up some fairy lights and Little Monster has been busy with the scissors. But they will sure need some help decorating all the trees and all the houses, windows and doors. We welcome all monster-friends to this event! Further information: Gerðuberg Culture House and a FB-event. The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House.

LSklippJolweb

Skapað með skrímslum | Monster merchandise

SkrimslaVorur1

♦ HönnunÍ tengslum við sýninguna Skrímslin bjóða heim og í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur hannaði ég litla vörulínu með gjafakortum, skissubókum o.fl. með myndum sem tengjst bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þessar vörur fást nú í safnbúðum lista- og menningarsafna Reykjavíkurborgar. Á Fb-síðu safnbúðanna er að finna myndir og upplýsingar um verð. Fleiri vörur eru væntanlegar síðar!

♦ DesignIn collaboration with Reykjavík Museum Shops I have designed a small line of products inspired by The Monster Series. Cards, wrapping paper that can also serve as posters, box of colors, sketchbooks and more – all available in Reykjavík library-shops, art and culture museums. Prices and more photos and information here on Reykjavík Museum Shops’ FB-page. More monster-merchandise to be introduced later!

Trélitir, skissubækur og blokkir. Með þessum trélitum er hægt að lita ENDAlaust – frá báðum endum. Og nei, þetta eru ekki litabækur og þess vegna má lita útfyrir, skrifa texta, minnislista, sögur, ljóð, hugmyndir; og teikna myndir, krassa og krota. Allskonar! Skapaðu með skrímslunum!

SkrimslaTeiknibok

 

Skrímslin á arabísku | The Monster series in Arabic

TheMonsterSeriesARABIC5covers

♦ BókaútgáfaÞá er komið að því að skrímslin tvö tali arabísku! Fimm titlar eru að koma sjóðheitir úr prentsmiðju. Útgefandinn er Al Hudhud Publishing í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þýðandi er sýrlendingurinn Lama Ammar, þýðandi og fréttakona. Þrír titlar voru til sölu og sýnis á alþjóðlegu bókamessunni í Sharjah í nóvember og tvær bækur til viðbótar eru væntanlegar úr prentsmiðju þessa dagana. Sjá einnig: fleiri fréttir um skrímslin á arabísku.
Page-Monster-Kitty-Arabic

♦ Book releaseLittle Monster and Big Monster are speaking in Arabic now! Five titles are being released from Al Hudhud Publishing in Dubai in the United Arab Emirates. The Arabic translation is by Lama Ammar, translator and reporter. Three titles were already for sale and on display at Sharjah International Book Fair in November and two more titles will follow any time soon.

See also: In Abu Dhabi 2015.

 

Skrímsli á þínu tungumáli | Book reading in 13 languages

Modurmal-28nov2015-02

Laura – las á lettnesku | read in Latvian

♦ Tvítyngi og upplesturMóðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!

♦ Bilingualism and book readingI took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House  where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!

Modurmal-28nov2015-12

 

Heima hjá skrímslum | The busy homes of monsters

Skrimslin-2015-03-©AslaugJ

♦ Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði laugardaginn 24. október 2015 í Gerðubergi menningarhúsi við afbragðsgóðar viðtökur og mikla aðsókn. Myndirnar hér fyrir neðan eru frá opnunardeginum og enn fleiri myndir má sjá á Fb-síðu Gerðubergs. Sýningin byggir á sagnaheimi bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sýningarstjórar og hönnuðir eru Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson.

Vinnan við sýninguna var mikið ævintýri og á sér langan aðdraganda. Þar dró vagninn Guðrún Dís Jónatansdóttir viðburðastjóri og svo verkefnastjórarnir Ásta Þöll Gylfadóttir og Stella Soffía Jóhannesdóttir hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Starfsfólk Gerðubergs Menningarhúss lét heldur ekki sitt eftir liggja og ber nú hitann og þungan af móttöku gesta. Helsta samstarfsmanni mínum, listasmið og hönnuði, Högna Sigurþórssyni, vil ég þakka ómetanlegt framlag og skapandi og skemmtilegt samstarf. Sýningin stendur allt til 24. apríl 2016, en er hönnuð sem farandsýning og mun án efa halda í langferðir þegar fram líða stundir.

♦ Exhibition for childrenSo at last the exhibition “Skrímslin bjóða heim” , Visit to the Monsters, was opened in Gerðuberg Culture House on October the 24th 2015. What a day! The house was bursting with monster friends who all wanted to enjoy playing and reading in the world of monsters.

Designing and working on the exhibition has been a long and exciting adventure. I would like to thank the enthusiastic staff at Reykjavík City Library and Gerðuberg Culture House – and not least my co-exhibition designer for this project: designer and artist Högni Sigurþórsson, who made this journey even more monstrously creative and amusing.

This interactive exhibition for children, based on the eight books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal will run through April 24th 2016 in Reykjavík. It has been designed for travelling and will hopefully travel abroad when time comes. More on that later. Enjoy the photos from the opening day and see even more images here on Gerðuberg Culture House Fb-page.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Móttaka skrímslanna og lestrarrými; sjósundstaðurinnThe Monster reception and reading area; The Sea:

Skrímslaparísinn og fiskitjörninThe Monster Hopscotch and The Fishing Pond:

Lestrarrými, NEI-veggurinn og gæludýrabúðin. | Reading area; The Wall of No’s, The Pet Shop:

Skrímslaskógurinn | The Monster Woods:

Skrímslaþorpið og skúmaskotinThe Monster Village and all The Monsters in the Dark:

Heima hjá stóra skrímslinuAt Big Monster’s House:

Heima hjá litla skrímslinuAt Little Monster’s house:

Skrifaði í skýin, skrímsla-segulmyndir, teiknitrönur litla skrímslisins, og vinatréð | Creative areas: Monster Magnet Portraits, Little Monster’s easels, The Black-mood Clouds and The Tree of Friends:

Hönnuðir, sýningar- og verkefnastjórar | Happy designers and project managers:

 

Skrímslakisi á kínversku | Monster Kitty in Chinese

Skrimslakisi Kina 2015

♦ BókaútgáfaBókin Skrímslakisi怪物与猫咪, er komin úr prentun í Kína og bætist nú í hóp fyrri bókanna um skrímslin sem einnig hafa verið þýddar á kínversku og gefnar út hjá Tianjin Maitian Culture Communication í Kína. Þýðandi er Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. Myndin er tekin í Gerðubergi Menningarhúsi, en þar heldur kisi sig um þessar mundir, ásamt litla skrímslinu og stóra skrímslinu sem eru að undirbúa sýningu og allsherjar heimboð. Þar gerir skrímslakisi gerir þó ekki annað en að týnast!

♦ Book releaseSkrímslakisi, Monster Kitty in Chinese: 怪物与猫咪, is hot off the press and joins the previous books in the monster series published by Tianjin Maitian Culture Communication in China. Translator is Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. This photo was taken in Gerðuberg Culture House where Monster Kitty is running around while Little Monster and Big Monster prepare an exhibition. How ever, Monster Kitty just keeps getting lost …

Skrímslakisi á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015

Skrímslakisi fer um öll skúmaskot Gerðubergs þessa dagana, en þó náðist af okkur þessi mynd. | Monster Kitty likes IBBY…

♦ Viðurkenning: Við Skrímslakisi kætumst! Samtökin IBBY á Íslandi völdu á dögunum Skrímslakisa sem eina þriggja bóka á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2016. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi.

Hver landsdeild IBBY nefnir til einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda á heiðurslistann sem birtur er annað hvert ár. Frá Íslandi er Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann; Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir Skrímslakisa og Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Bækurnar á heiðurslista IBBY fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 á Nýja-Sjálandi og þær fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn.

Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakv♦ HonourSkrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal has been selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. Nominated from Iceland are: author Ármann Jakobsson for Síðasti galdrameistarinn; illustrator Áslaug Jónsdóttir for Skrímslakisi and translator Magnea J. Matthíasdóttir for Afbrigði by Veronicu Roth.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UKThe Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

M8-Skrímslakisi-4-5-©AslaugJweb

M8-Skrímslakisi-10-11-©AslaugJweb