Sjáðu! kynningarmyndband | Book presentation

Sjáðu! Útgefendur mínir á Forlaginu gerðu röð myndbanda þar sem höfundar kynna nýútkomin verk sín. Það var ekki annað að gera en vippa af sér sóttvarnargrímunni og setjast fyrir framan upptökuvélina. Veskú!

Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“.
Útgefandi Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! My publishers at Forlagið have made a series of short video presentations where authors introduce their new books. (Did you know you can play videos on YouTube faster or slower? Much funnier that way…)

My new picturebook, “Sjáðu!” – is a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See! is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! – myndavers fyrir börn | Book release!

Ný bók: Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er komin út og í verslanir. Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“. Útgefandi er Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! Take a look! Here is my new picturebook, “Sjáðu!” – now in the stores! It’s a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  HeimkaupBóksala stúdenta

Sjáðu! | A new book off to the printers!

Verkalok: Í gær sendi ég af stað prentskjöl fyrir nýja myndabók. Loksins, loksins, er mér óhætt að segja, því ég hóf vinnu við verkefnið fyrir meira en tveimur árum. Útgáfan frestaðist af ýmsum orsökum en vonandi birtist gripurinn í bókabúðum í haust. Bókin heitir Sjáðu! og kemur út hjá Máli og menningu.

Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin en hugmyndin var að ná til eldri barna líka, því oft eru bækurnar lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri. Íslenskar harðspjaldabækur eða bendibækur eru fremur sjaldgæfar og ég var því harla ánægð þegar útgefendur mínir samþykktu hugmyndina og ég gat vikið frá því bókarformi sem ég hef annars unnið með hingað til.

Þar til bókin kemur út ætla ekki að afhjúpa mikið meira en titilinn og svo nokkar myndir frá vinnuferlinu, skissur og dóterí. Næstu verkefni bíða og alltaf góð tilfinning að hreinsa borðið og byrja á nýju.


See! Yesterday I sent a new picturebook off to the printers. Finally, finally, I dare say, since I started working on the project more than two years ago! The publication was postponed for various reasons, but if all goes well my little book will appear in the bookstores in the autumn. This is a board book for the youngest children, but my idea was that it could appeal to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age.

Icelandic board books are rather rare but we have huge stacks of toy books and translations of international board books as well as books with out words. I was therefore extremely happy when my publishers at Mál og Menning / Forlagið approved the project and I could deviate from the book format I have otherwise worked with so far.

I’m not going to reveal much more than the title “Sjáðu!” = “See!” and some snapshots from the working process. I am looking forward to clean my desk and make room for new projects. Yay!

 

Skrímslavaktin og sögustund á norsku | Monsters on watch and story time in Norwegian – Monsters in the Dark

Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.

Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.

 


Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket, sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Monster i mørket – sögustund á norsku

„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“


Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket. Click this link for the reading or on the video below.

Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Ný sögustund á norsku | Story time in Norwegian – Big Monsters Don’t Cry

Sögustund á norsku: Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið og annar sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter. Í þetta sinn er það Stór skrímsli gráta ekki. Sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Store monster græt ikkje – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om å vere liten sjølv om ein er stor. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men det er ikkje alltid det er så greitt å vera stor og sterk. I alle fall når bestevenen din heiter Veslemonster og FRYKTELEG FLINK til alt han gjer. Storemonster prøver og prøver, men får ingenting til. Han kjenner seg klossete og dum. Men store monster græt ikkje.“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Keep reading! We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. Here comes the second reading, from Big Monsters Don’t CryStore monster græt ikkje in Norwegian. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads and there are some nice animations in the video too.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sögustund á norsku | Story time in Norwegian

Sögustund á norsku: Sjö bækur um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið, hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke. Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr bókunum og fyrsti sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Nei! sa Veslemonster – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om det å vere stor sjølv om ein er liten. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men av og til er det ikkje så lett å være liten. Storemonster skal alltid bestemme. Og så lyg han. Og så hermar han. Veslemonster veit ikkje kva han skal gjere. Mest av alt har han berre lyst å rope NEI!“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Quarantine reading: Seven books from the monster series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books, starting with No! Said Little Monster. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Blái hnötturinn í Grikklandi | The Story of the Blue Planet in Greek

Á grísku: Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með upprunalegum myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur kom út nú í mars hjá forlaginu Patakis í Aþenu undir titlinum: Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Book release in Greece: The Story of the Blue Planet – Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη by Andri Snær Magnason, with original illustrations by Áslaug Jónsdóttir, has just been released by Patakis in Athens. The Story of the Blue Planet has received numerous prices and honors and has been translated to more than 30 languages.
For more information see: Forlagið Foreign Rights.


Best í Kína: Það má líka segja frá því að á síðasta ári bárust fregnir af því að börn í Kína hefðu valið Söguna af bláa hnettinum sem uppáhalds bókina sína.
Á vefsíðunni „Chinese books for young readers“ má lesa um þetta og fleiri bækur sem börnin í Kína kunna að meta.

Children’s favorite in China: In November last year we learned that theThe Story of the Blue Planet (蓝色星星的孩子国) was chosen the most popular book by children in China. Read more about the top 30 children’s books in China in 2019 on the webpage: „Chinese books for young readers“.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day 2020

Baráttudagur. Ég óska öllum gæfu og réttlætis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2020. Það er enn svo furðumargt sem betur má fara í jafnréttismálum, á Íslandi sem annars staðar. Myndlýsing hér fyrir ofan er gömul en á enn við því karlar tróna æði margir á stalli. Og það sem mér er efst í huga að morgni þessa dags er hið skelfing ósköp viðkvæma stolt karla sem kannski af þessu hlýst. Ég verð að segja að heimurinn þarf ekki fleiri móðgunargjarna karla með sitt særða stolt. Þetta kann auðvitað að vera eitthvert óviðræði í erfðunum. Njótið dagsins, farið varlega.

Beware falling pillars! I wish all and everyone good fortune, justice and equal rights on the International Women’s Day 2020. The image above is an old illustration but even now it may fit. We still put men on pedestals and thereby add fuel to the poisonous sense of pride, again leading to so much hurt pride, resentment and stubbornness. The world does not need more easily offended and stiff-necked men. More power to you sisters! Enjoy your day, take care all.

Við teikniborðið | At the drawing desk

Enginn dans á rósum … Nei, það er enginn dans á rósum þetta puð! Ég hef alltaf ímyndað mér að líf listamannsins yrði auðveldara með árunum, með gráu hárunum, með reynslu og þekkingu, en mér finnst það reyndar bara þvert á móti. Sem fyrr eru þó allskonar verkefni á vinnuborðinu, sum hafa lent í vandræðalegri frestun, sum gengið á afturfótum, sum eru langtímaverkefni, önnur eru ný af nálinni.

Í dag er Valentínusardagur, en rósirnar eru ekki gerðar í tilefni af þessum degi elskenda, þær birtast hinsvegar vonandi (í röð og reglu) í nýrri bók sem er í vinnslu. Og þá er rétt að minna á það að í dag er alþjóðlegur dagur bókagjafa (International Book Giving Day) sem væri vit í að taka upp: þá mætti færa ástvinum góða bók í tilefni dagsins, en merkisdagurinn er einkum ætlaður sem hvatning til fólks um að gefa börnum bækur. Það er aldrei of mikið af þeim dögum.

Not a bed of roses … I have always imagined that the artist’s life would get easier over the years, with all the gray hairs, with experience and knowledge, but in fact I feel it is just the opposite. And I am not referring to bad sight and arthritis, bad as that is. Anyways, there are all kinds of projects on my working table, some have been embarrassingly delayed, some have not worked out at all, some are long-term projects, others are new. Yes, maybe I just feel like a silly mouse dancing on the edge of the hat of a … something-something furry.

The roses were not made for the day, Valentine’s day, but will hopefully end up in a new book. Celebrating Valentine’s day is quite new in Iceland, traditionally other days celebrate love and friendship in Iceland: Konudagur (Woman’s/Wife’s Day), Bóndadagur (Man’s/Husband’s Day) 🔗 and Sumardagurinn fyrsti (First Day of Summer) 🔗. I would rather point out that today is the International Book Giving Day, and it would be a splendid idea to pick up that trend: to give a loved one a book – especially children since the day is “Devoted to instilling a lifelong love of reading in children and providing access to books for children in need, Book Giving Day calls on volunteers to share their favourite book with a young reader. Although the holiday originated in the UK, book lovers around the world now join in the celebrations every year.”  #bookgivingday

Umfjöllun um skrímslin á nýnorsku | New reviews in Norway

Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.

Á bókmenntavef Nynorsksenteret, Nynorskbok.no, er fjallað um báðar bækurnar og þar segir m.a.:

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.

Á bókmenntavefnum Svidal Skriveri er skrifað um Monsterknipe:

„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet.
Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.

Book reviews: Newly published translations of two books from the monster series, released earlier this summer by Skald in Norway, have received couple of nice reviews in online media. For reviews in Norwegian of Monsterbesøk (Monstervisit) and Monsterknipe (Monsters in Trouble) see following links: Nynorskbok.no / Nynorsksenteret and Svidal Skriveri: Ny sprett, 2019.


Fréttir og greinar vegna útgáfunnar: | Articles about the release:
• Sogn Avis: Monstersatsing på barnebøker: – Veldig stas å ta over stafettpinnen.
• Sunnmørsposten: Bles nytt liv i nynorsk barnelitteratur.
• Porten.no: Lokalt forlag satsar på dei yngste, har tilsett barnebokredaktør.

Skrímslaleikur | Playing with monsters at the Nordic House

Á bókmenntahátíð: Vinir skrímsla víða að úr veröldinni litu við í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta. Eftir upplestur á íslensku og arabísku úr bókunum um skrímslin var boðið til skrímslasmiðju og tóku bæði yngri og eldri gestir þátt. Túlkur í upplestri var Einar Jónsson, en á skjá mátti lesa myndir og enska þýðingu textanna. Viðburðurinn var hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík

At the Reykjavík Literary FestivalOn The First Day of Summer, April 25th, I gave a reading at the Nordic House in Reykjavík, as well as a workshop where both children and grown-ups took part. This was an Arabic-Icelandic program where I had good help from interpreter Einar Jónsson. We read from the book series about Little Monster and Big Monster in Icelandic and Arabic, while the illustrations and an English translation could be read from a screen. The program was a part of Reykjavík International Literary Festival.

Ljósmyndir | Photos: © Áslaug Jónsdóttir & © Thelma Rós Sigfúsdóttir / Norræna húsið

Börn og bókmenntahátíð | Program for children in Arabic at Reykjavík International Literary Festival

Íslenska og arabíska á bókmenntahátíð: Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður börnum flóttamanna og hælisleitenda boðið að fagna sumri með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins. Ásamt arabískumælandi túlki les ég úr bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og stýri myndlistarsmiðju fyrir skrímslavini. Viðburðurinn er hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl 14:00 í Norræna húsinu, sumardaginn fyrsta. Sjá hér á Fb. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á morgun 24. apríl 2019 og lýkur 27. apríl. Í dag, 23. apríl, má svo fagna Alþjóðlegum degi bókarinnar.

Workshop and reading: Reykjavík International Literary Festival offers an Arabic-Icelandic program for children in the Nordic House on The First Day of Summer, Thursday April 25th. Along with an Arabic interpreter, I will read from the book series about Little Monster and Big Monster. I will also hosts a workshop for monster friends of all ages. Place and time: The Nordic House, April 25 at 2-3 pm. See event on Facebook. The Reykjavík International Literary Festival starts tomorrow, April 24 2019, and runs until April 27. Today, April 23, is the World Book Day – so book lovers rejoice!

Ljósmynd | Photo: http://www.myrin.is

Gleðileg jól! | Happy holidays!

Jólin 2018Jólakort ársins er endurnýtt frá árinu 1995. Ég gerði það fyrir bókaútgáfuna Lindina, sem varð reyndar ekki langlíf, en gaf út vandaðar þýddar barnabækur og þetta sama ár safn greina í bók sem nefndist „Á upplýsingahraðbraut“. Árið 1995 voru menn að verða nokkuð samdóma um að internetið væri líklega ekki bóla og bara spennandi… Þau veraldarhjól öll hafa snúist talsvert hraðar með árunum og nú er svo komið að sjálft internetið mengar á við alla flugumferð í heiminum. 🔗 Höfum hægt um okkur um jólin! Gleðilega hátíð!

Yule 2018Here is to you, lovely blue planet! I am recycling: I made this card in 1995 for a small publishing house in Iceland that was probably the first to publish a book on the internet in Iceland, then a new and exciting thing. So many things have changed since then, some for better, some for worse. Merry Christmas and happy holidays to all earthlings! I hope we treat our planet better in the New Year.

Kvennafrí 2018! | Go on strike!

Kvennafrídagurinn 2018Þegar þessi póstur rennur út á veraldarvefinn verður klukkan 14:55 og ég lýk mínum vinnudegi. Ég vitna í KVENNAFRÍ 2018: „Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár!“

Myndina hér fyrir ofan teiknaði ég fyrir tímaritið VERU árið 1993, fyrir 25 árum!!! Karlarnir klifruðu upp af blaðsíðunni úr textaspöltunum, konan sat neðst á síðunni. Og þar er hún enn. Umræðuefnin nú eru líka flest þau sömu og 1993 en tímaritið VERA er ekki lengur til. Hægt gengur, þó launajöfnuður mjakist í rétta átt. Annað fellur undir bakslag, enn eitt. Gamlar og nýjar #MeToo sögur hafa hrannast upp og enn er margt ósagt og óunnið í baráttunni við kerfi og kenningar sem eru skaðleg og ósanngjörn konum.

Stöndum saman um jafnrétti allra kynja – í dag sem aðra daga! Áfram stelpur!


Women’s Strike 2018When I publish this post, the clock will be 14:55 GMT. And I’ll go on a strike. I quote Kvennafrí 2018 – WOMEN’S STRIKE: “According to the newest figures from Iceland Statistics, the average wages of women in Iceland are only 74% of the average wages of men. Women are therefore paid 26% less on average than men. Therefore, women have earned their wages after only 5 hours and 55 minutes, in an average workday of 8 hours. This means that, if the workday begins at 9 a.m. and finishes at 5 p.m, women stop being paid for their work at 2:55 p.m.” 

I made this drawing for the women’s lib magazine VERA in 1993!!! The men were climbing from the columns upwards at the top of the page, the woman from the bottom of the page – where she still is…  Some things may have changed for better, other for worse. There is still too much injustice, too many new and old #MeToo-stories have turned up, there is still so much unsaid about unfairness and harmful politics against women.

Fight for equality for all sexes! Protest and stand strong! Go on strike!

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Skrímslin á Barnamenningarhátíð | Reading at the City Hall of Reykjavík

Upplestur: Skrímslin taka þátt í Barnamenningarhátíð 2018 og hitta Krummaling! Næstkomandi sunnudag, 22. apríl, sýni ég myndir og les úr bókunum um skrímslin. Það verður hægt að glöggva sig á fyrri fundum loðna skrímslisins og skrímslafélaganna tveggja og auðvitað verður nýjasta bókin, Skrímsli í vanda lesin. Um klukkan 11.30 verður svo hægt að hlýða á Kvæðið um Krummaling úr samnefndri bók eftir Aðalstein Ásberg og Högna Sigurþórsson. Upplesturinn fer fram í „Ævintýrahöllinni“ í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl 11.00. Dagskrána má kynna sér hér.🔗

Book readingThe annual Children’s Culture Festival is currently held in Reykjavík: from 17-22 April 2018. I will be displaying illustrations and reading from the books about Little Monster and Big Monster, as well as their visiting friend, Furry Monster. The reading will take place in the City Hall of Reykjavík, or the The Adventure Palace, at 11 am. Read more about the festival events here: Children’s Culture Festival. 🔗

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Bókin var ennfremur tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Íslands. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction –read more about that here. Last month book was also nominated on behalf of Iceland to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Sagan af bláa hnettinum á fleiri tungumálum | The Story of the Blue Planet in Romanian and Macedonian

Myndlýsingar: Það er orðið langt síðan ég hef sagt fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason, en fyrir 20 árum vann ég við að myndlýsa fyrstu útgáfuna sem svo kom út hjá Máli og menningu árið 1999. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og nú síðast m.a. á rúmensku og makedónsku. Povestea planetei albastre kom út í Rúmeníu hjá Paralela 45; en hér á vefnum Delicatese Literare má lesa umfjöllun um bókina og fyrir neðan er skemmtilegt kynningarmyndband. Prikaznata za sibnata planeta kom einnig út í Makedóníu árið 2017, hjá bókaútgáfunni Antolog sem valdi sama brot og bandaríska og breska útgáfa bókarinnar.


Illustrations: Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, may now have reached more than 30 countries, and I am proud see that the illustrations and designs I worked on 20 years ago are still doing their bit. Amongst the latest translations are Rumenian and Macedonian. Povestea planetei albastre was published last year in Rumenia by Paralela 45 – see review here on the site ‘Delicatese Literare’ and the nice book trailer below. The Macedonian version, Prikaznata za sibnata planeta, was also published in 2017 by Antolog Publishing house, in the same format as the English US/UK versions.

Blái hnötturinn USA ISL UK

For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Monster i knipa | Book release in Sweden!

Skrímsli í vanda – á sænskuÞá er komið að útgáfudegi í Svíþjóð á sænsku útgáfunni af Skrímsli í vanda. Þar sér annar meðhöfunda minna, Kalle Güettler, um að kynna nýju bókina: Monster i knipa sem kemur út hjá bókaútgáfunni Opal. Um útgáfuboðið má lesa hér á heimasíðu Kalle, en það fer fram n.k. laugardag, 27. janúar kl. 13, í Bokslukaren við Maríutorg í Stokkhólmi. Bókin um skrímslin þrjú í vanda verður þá komin út á frumtungumálunum þremur: íslensku, færeysku og sænsku.

Monsters in Trouble – in SwedenThe Swedish version of Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler) is soon to be released. My co-author Kalle Güettler will introduce the new book: Monster i knipa, published by Opal, on Saturday 27 January at 1 pm at Bokslukaren, Mariatorget 2, in Stockholm. Read more about the event on Kalle’s website here or the book store’s homepage: here – in Swedish.

To read more about the Monster series click here.
For illustrations from the books and quotes from reviews: click here.
For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Þetta vilja börnin sjá! | Icelandic children’s book illustration 2017

MyndlýsingarÁ sunnudag, 21. janúar 2018 opnar í Menningarhúsinu Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2017. Myndhöfundarnir sem sýna fjölbreytt verk eru 14 talsins. Á sýningunni má meðal annars sjá myndir úr nýjustu bókinni um litla skrímslið og stóra skrímslið: Skrímsli í vanda. Venju samkvæmt verður sýningin svo sett upp í sýningarsölum víðsvegar um landið, svo sem flest börn megi njóta myndlistarinnar.

Myndir á sýningunni eiga: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Sýningin verður opin mánudaga – föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

IllustrationThe yearly exhibition of Icelandic children’s book illustrations will open in Gerðuberg Culture House next Sunday, 21 January. The illustrations are all from children’s books published in 2017, and as with previous exhibitions of the kind, they will later on be put on display in various museums and libraries around Iceland.

Fourteen illustrators exhibit their works: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring and Sigrún Eldjárn.

All welcome to the opening on Sunday 21 January at 2 pm! The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 6 pm and Sat-Sun from 1 pm to 4 pm.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Karl með spaug og kona með hníf | Or just: Cut the crap!

Ég þjáist af eftirkosningaþunglyndi. Fráfarandi ríkisstjórn féll vegna hneykslismála í tengslum við kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum, en hlutaðeigandi þingmenn og ráðherrar voru kosnir aftur á þing. (Svo ekki sé minnst á aðra holdi klædda siðferðisbresti á þingi). Konum á Alþingi fækkaði í kosningunum 2017. Þær eru nær helmingi færri en karlarnir. Það veitir því sannarlega ekki af því að hressa upp á baráttuna gegn rammskökku valdahlutfalli kynjanna á Íslandi.

Mig langar til að brýna kynsystur mínar til dáða. Til stöðugra andmæla, til þess að láta jafnvel ekki minniháttar yfirgang líðast. Stöndum keikar! Styðjum og hvetjum unga fólkið! Ekki bara með harmsögum heldur líka með sögum af konum sem þora. Ég dáist að stúlkunum og fjölskyldum þeirra sem stigu fram, höfðu hátt og breyttu atburðarás sögunnar. Þær þorðu. Það hlýtur þó að vera erfitt að horfa upp á hve lítil áhrif kuskið á hvítflibbunum hefur. En ég-líka-bylgjan (#metoo) sem fór um heiminn á sama tíma sýndi að mælirinn er löngu fullur.

Auðvitað berast þá að raddir sem verða hreint endilega að malda í móinn. Eins og að dólgsháttur sé dýrmætasta birtingamynd tjáningafrelsisins og að frelsi einstaklingsins muni aldrei þrífast nema það megi líka vera mannskemmandi. Það virðist ekki mega hafa hátt og segja nei, það nægir ekki að fordæma óhæfuna, það er ekki nóg að segja: nú get ég ekki meira. Konur eru settar í sakborningastúkuna og eiga að svara fyrir guði og djöfla: hvað tilheyrir hvorum, er ekki djöfullinn líka í konunni? Einmitt. Endilega. Beinum athyglinni annað, við erum öll sek. Að því sögðu, megum við þá aftur víkja að þessu með valdið og áreitið, niðurlæginguna og ómenninguna? Við erum nefnilega þúsundir, milljónir, milljarðar kvenna, sem því miður höfum allt of líkar sögur að segja.


Karl með spaug og kona með hníf

Fyrsta sumarvinnan mín eftir að ég byrjaði í menntaskóla var við afgreiðslustörf í stórri matvöruverslun. Þetta var sumarið 1980. Ég hafði unnið nokkrar vikur í sauðfjársláturhúsi og auðvitað öll venjuleg störf heima í sveitinni og þótti því kjörinn starfskraftur í kjötdeildinni, laus við allan tepruskap þegar kom að holdi og blóði. Kjötborðið í versluninni var þekkt fyrir að vera afbragðsgott, þarna komu stíflakkaðar og pelsklæddar frúr (já, þær skörtuðu sínu besta þó það væri sumar) og keyptu „tartar“ (þá þurfti ég að leita ráða og þýðinga hjá mér eldri og reyndari), eða létu hakka nautalundir í kjötdeig fyrir sig og sína, gott ef ekki kjölturakkana líka. Þetta var lærdómsríkur tími.

Verslunarstjórinn stormaði reglubundið um búðina og stjórnaði ekki hvað síst með nærveru sinni. Ég skynjaði að sumum stóð stuggur af manninum. Ekki síst á mánudögum þegar í gustinum brá fyrir áfengisdaun. Það var ljóst hver réði og að við vorum undirmenn, en mest unnu þarna konur. Sem nýliði taldi ég auðvitað rétt að bera hæfilega virðingu fyrir yfirmanni í ábyrgðarstöðu og fylgdist með ábendingum og ákúrum. Ég man ekki eftir því að neinum væri hrósað. En svo var það þetta furðulega fyrirbæri sem fylgdi ferðum verslunarstjórans um búðina, gjarnan þegar viðskiptavinir voru fáir: starfskonurnar hvíuðu og skræktu þar sem hann fór um. Sumar hlógu, aðrar hljóðuðu. Ég komst fljótt að því hvað olli fjaðrafokinu. Yfirmaðurinn lét ekki duga að benda á hvernig niðursuðudósirnar mættu betur fara í rekkunum heldur notaði hann tækifærið, þar sem konurnar bogruðu við kassa og hillur, og kleip þær í rassinn! Hann smaug fram hjá afgreiðsluborðum og kleip stelpurnar. Ég átti ekki til orð. Í alvöru? Hvað…? Af hverju…? Klípa í rassinn? Gera þeim bylt við þar sem þær voru á kafi í vinnu? Leita á þær? Átti þetta að vera fyndið? Hæfilega virðingin var fokin út í veður og vind.

Ég ákvað að leita ráða hjá reyndri samstarfskonu í kjötdeildinni. Anna var hörkudugleg, úrbeinaði stórgripi og saxaði eins og stormur, pakkaði öllu á methraða, hrærði rækjusalat og ítalskt salat (þið munið: niðursoðnar gulrætur og grænar baunir og soðnar makkarónur í majónesi) eins og heil deild í mötuneyti. Anna skutlaði til kjötstykkjum en ég áræddi að trufla hana og spurði gáttuð:
– Klípur hann alla svona?
– Ekki karlana, sagði Anna. – Og ekki Þóru, bætti hún við og kinkaði kolli til elstu og reyndustu konunnar í kjötinu.
Hún var að sönnu ekki árennileg. Ég hefði ekki reynt að kássast upp á Þóru á nokkurn hátt. Ég taldi í huganum: örfáir karlar, kannski tveir, unnu í versluninni. Og Þóra slapp.
– En þig?
Anna hætti að saxa gúllaskjötið og snéri sér að mér:
– Hann gerði það einu sinni og þá sagði ég að ef hann reyndi þetta aftur myndi hann finna fyrir þessum!
Blóðugur hnífurinn stóð eins og spjót á milli okkar.

Þessi kona var mín fyrirmynd! Vinstri höndin var brynjuð stálnethanska og sú hægri sveiflaði blóðugum kjöthníf. Einmitt! Reyndu bara að káfa, karl minn! Ég var staðráðin í því að láta ekki bjóða mér klípurnar, en óafvitandi reyndi ég líka að forðast að verða á vegi yfirmannsins. Svo kom að því að ég var á kafi í kótelettupökkun fyrir annasama helgi. Ég raðaði í plastbakka, feitustu eða lélegustu kóteletturnar aftast, þær kjötmestu og fallegustu fremst, plastað yfir og lokaði á hitaplötunni. Það þarf að hafa báðar hendur á pakkningunni þegar plastið er rifið og brotin hituð á botninum – þetta vita allir sem hafa unnið við þetta merkilega starf, að pakka inn í plastfilmu með vél. Og sem ég stend þarna, kappsfull við kóteletturnar, rennir durturinn sér að mér og klípur mig í rassinn. Var ég yfir höfuð með rass, sautján ára spíra?

Hvar var kjötsaxið? Öll vopn fjarri og ég föst við pökkunarvélina. Átti ég að hóta því að rúlla honum upp í plast? Hæpið að hóta drjóla vel á annan metra og örugglega yfir 100 kílóum. Ég var samt búin að ákveða að spyrja hann að einu, sem ég gerði:
– Tilheyrir þetta vinnunni?
Það kom smá hik og svo svaraði hann með þjósti um leið og hann skundaði burt:
– Já!

Hvort sem það var þessi spurning eða það að ég æpti ekki undan klípunum (því ég geri ráð fyrir að hljóðin í konunum hafi gefið honum kikk), þá var ég ekki áreitt aftur af þessum yfirmanni mínum. En hann hélt uppteknum hætti við annað kvenfólk sem starfaði þarna þetta sumar og ég var aldrei almennilega í rónni þegar hann var nálægt. Ég fyrirleit manninn innilega og þegar hann seinna var af mörgum dásamaður sem helsti verslunarfrömuður Íslands lagði ég lykkjur á leiðir mínar til að sneiða hjá verslunum í hans eigu. Svona get ég verið fullkomlega húmorslaus.

Athugasemdir: Anna og Þóra eru ekki rétt nöfn.

[Sorry! No English translation available! Well, it’s a long story and a lot of crap …]

Bleika slaufan | Pink ribbon

Bleiki dagurinnÞrettándi október er tileinkaður bleiku slaufunni og baráttu gegn krabbameini hjá konum. Á mínum einnar-konu-vinnustað gleymdist þetta með bleika búninginn í dag, en ég hugsa sannarlega til kvenna sem háð hafa baráttu við krabbamein, þær þekki ég margar.

Nýliðinn er líka alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, sem er 11. október. Báðir þessir dagar vekja margvíslegar tilfinningar sem bera að sama brunni: vonandi getum við bætt líf komandi kynslóða, vonandi verður baráttugleði kvenna óþrjótandi, það veitir ekki af.

Unnur, stelpan sem veit hvað hún vill, er fulltrúi minn með bleiku slaufuna – sem má kaupa hér. Við bindum vonir við stúlkurnar okkar og höldum áfram baráttunni fyrir bjartari framtíð þeim til handa.

Breast Cancer Awareness DayToday people everywhere are dressed in pink to raise awareness for breast cancer. Well, my one-woman’s-workplace somehow missed to send out the reminder … yes, my brownish outfit today is not the right thing for the occasion. But Jen here knows what she wants, and she wants the pink ribbon!

 

Skrímsli í vanda! | Monsters in Trouble!

Ný bók um skrímslin! Þá er hún komin úr prentun og út í búðirnar, nýja bókin um litla og stóra skrímslið eftir okkur norræna teymið: Áslaugu, Kalle og Rakel. Það ber nú helst til tíðinda að loðna skrímslið kemur á ný í heimsókn til litla skrímslisins. En það innlit er ekki vandalaust. Í kynningartexta á kápu segir:

„Æ, nei! Loðna skrímslið er aftur komið í heimsókn til litla skrímslisins. Stóra skrímslið vonar að það staldri stutt við. En það er nú eitthvað annað! Loðna skrímslið segist aldrei ætla heim til sín aftur!
Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.“

Hér má lesa eitt og annað um samstarf okkar höfundanna og ennfremur kynna sér hinar bækurnar átta hér.

New book! It’s here! It’s out in the stores, our new book: Monsters in Trouble, – by yours truly and my co authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. Furry Monster is back for a visit but this time it says it is never going home again! This must mean trouble!

Monsters in Trouble is the ninth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from previous books in the series here.

Forlagið – vefverslun | Forlagid online shop. 

Læsi og bókmenntir | Literacy and literature

Alþjóðadagur læsis er í dag, 8. september, en dagurinn er tileinkaður „læsi í stafrænum heimi“. Um það tilefni má lesa nánar á heimasíðu Unesco: International Literacy Day. Mikilvægi læsis verður vart ofmetið, það að skilja og greina texta, hvar sem hann birtist. Það sama gildir líka myndir og tákn, myndlæsi vegur ekki síður þungt í stafrænum heimi. Rétt eins og tungumál, þróast táknmál myndanna og litast af margvíslegri menningu og síkvikum heimi. Fátt þjálfar skilning betur en lestur bókmennta og því ekki hægt að gefa sér að litlu máli skipti hvað og hvernig lesið sé. Njótið því góðra bóka, mynda og texta! Gleðilegan dag læsis!

ReadingToday, September 8., is the International Literacy Day, celebrated under the theme: “Literacy in a digital world”. The importance of reading can not be overestimated, – to be able to understand and explore text – in what ever form. The same goes for images, pictures and symbols: visual literacy is also highly important in a digital world. But the matter matters, as well as „deep reading“ of both images and text. And we should read literature! So I wish you all the delights of literature and language, illustration and art! Happy Literacy Day!

Skrímslin af borðinu! | Monsters in the making

Verkalok: Það er undurgott að ljúka verkefni sem hefur tekið langan tíma, hreinsa til á teikniborðinu, ganga frá verkfærum og ekki síst huga að nýjum verkum! Í síðustu viku lauk ég við myndlýsingar fyrir næstu skrímslabók sem verður eins og fyrri bækur gefin út á þremur tungumálum, móðurmálum höfundanna: á íslensku hjá Forlaginu, á færeysku hjá Bókadeildinni í Færeyjum og á sænsku hjá forlaginu Opal í Stokkhólmi.

Eins og ævinlega á síðustu metrunum er ég samt hlessa yfir því hvað þetta hefur allt tekið langan tíma og er jafnframt sannfærð um að verkið sé í alla staði ómögulegt. Þá er kominn tími til að halda áfram – og gera betur næst!

Hérna neðst í póstinum er lítið myndband frá vinnuborðinu. Ég væri auðvitað alveg til í að geta unnið svona hratt …

Cleaning the desk: Last week I finished the illustrations for the next book in the Monster series. As the previous books this ninth book in the series will be published in three languages, the mother tongues of the authors: Icelandic (Forlagið), Faroese (BFL) and Swedish (Opal).

It’s satisfying to clean the desk and stow away sketches and papers – and get ready to finish the layout and files for printing. Yet, as always when I wrap up a project and face delivery, I also feel frustrated: Why took it so long? Is this it, is this all I came up with? Then I know it’s time to move on, – and try to do better next time.

Down below is a short time-lapse video clip – showing some of my old-fashioned working methods: crayons and collage – in a wishful speed!

Monsters in the making – Áslaug from Áslaug Jónsdóttir on Vimeo.

Gjugg í borg | Peek-a-boo

Myndskreytingar: HönnunarMars, hin árlega hátíð hönnunar og lista í Reykjavík, verður haldin dagana 23. – 26. mars með fjölbreyttri dagskrá og viðburðum. Ég tek þátt í sýningu á myndlýsingum pólskra og íslenskra bókateiknara, á sýningunni „Gjugg í borg“ í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin opnar 21. mars og stendur til 3. apríl.

Þátttakendur á sýningunni eru: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Ewa Solarz.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á heimasíðu Hönnunarmars og viðburðasíðu á Facebook.


IllustrationThe annual design festival DesignMarch in Reykjavík will be held from March 23. to 26. I will take a small part as one of the exhibitors of children’s books illustrations in the exhibition “Peekaboo” at the Culture House in Reykjavik.

The exhibition will tell the story of Polish and Icelandic illustrated children’s books by presenting the best works of illustrators from both countries. 16 Polish and 6 Icelandic authors will be featured. The event will be divided into two parts: an exhibition of illustrations and books, and a programme of workshops for children and illustrators.

The last decade has seen a revival of books for children in Poland. New publishing houses are constantly popping up and taking the risk of publishing contemporary and innovative books. And the world has taken note. Polish books regularly receive the Bologna Ragazzi Award – the most important international children’s book award. A similar development can be observed in Iceland’s children’s literature, where illustrated children’s books play a very important part. Iceland is fortunate to have committed, young illustrators, who are succeeding at recreating Icelandic children’s literature, which is the foundation of Icelandic literature as a whole. The Peekaboo Exhibition at the Culture House in Reykjavik showcases the most interesting children’s’ books illustrated by 16 Polish and 6 Icelandic artists. The books show the artists’ diversity and wit – the exhibition’s design allows children to explore the books’ characters. The exhibition will be accompanied by a lecture about contemporary Polish illustration, a meeting with some of the illustrators and a workshop programme for both Polish children living in Iceland and Icelandic children.

Participating artists: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir and Áslaug Jónsdóttir.

Ewa Solarz is the curating the exhibition. The exhibition will run until 2nd of April.

– http://honnunarmars.is/work/peekaboo/

Links:
Peek-a-boo / DesignMarch
Facebook event
article in Polish: Iceland News.

Skilaboð í hóstasaftsflösku | Message in a bottle

flaska-aslaugj

♦ Skilaboð: Röddin er rám og hóstaköstin héldu fyrir mér vöku í nótt. Ég ligg í flensu og finnst smávegis sjálfsvorkunn og dekur við hæfi. Held mig heima. Kannski hækka ég hitann á ofninum. Skrúfa frá krana, hita vatn og fæ mér te. Fæ mér hressingu úr ísskápnum sem er í það minnsta hálffullur af mat. Fer í heita sturtu. Kúri undir sæng og vinn þar á fartölvuna. Drep tímann með vafri á vefnum. Allt svo ómerkilega venjulegt. Og allt lúxus.

Ég velti því fyrir mér hvernig mér liði ef ég þyrfti að pakka í tösku og flýja heimili mitt. Núna. Ef ég ætti ekki afturkvæmt um ókomna tíð. Ef ég þyrfti að flýja ofbeldi og ógnir, hungur, stríð. Kvefpest væri þá kannski lítilmótlegt vandamál – eða öfugt: yrði að lífshættulegu ástandi. Hvað myndi ég afbera lengi að búa í skúr, í tjaldi – einhvers staðar án allra þæginda, án rennandi vatns, án hita og rafmagns; búa við skort á hreinlæti og fábreytt, lélegt fæði? Búa við óbærilegar aðstæður í flóttmannabúðum sem eru oftar nær því að vera fangabúðir því enginn eða fáir komast þaðan. Búa við æpandi skort á framtíð.

Ég geri ekki ráð fyrir því líf mitt sem flóttamaður yrði langt. Það má auðvitað segja að farið hafi fé betra og að heimurinn yrði hreint ekki verri án mín. Það er laukrétt. En það væri brjálæðislegt að snúa þeirri hundalógik upp á alla þá flóttamenn sem berjast fyrir lífi sínu og þurfa að flýja heimili og ættjörð.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki minn eini lúxus í augnablikinu að geta legið heima í rúmi þegar flensan hrjáir mig. Ég þarf heldur ekki vinna við lög og reglur sem hamla því að við sýnum örlæti gagnvart fólki á flótta. Að ákvarða um örlög annarra getur ekki verið létt verk. Flest erum við þó afkomendur einhvers konar flóttamanna.

Samfélag okkar er hvorki algott eða alvont. Það er í sífelldri mótun. Við erum einatt ósammála og ósamstíga, við látum of oft reka á reiða og klúðrum því að deila auði og lífsgæðum á sanngjarnan hátt. Við förum kæruleysislega með auðlindir okkar, náttúru og lýðræði. Aðstæður okkar eru þó hrein hátíð hjá því sem flest flóttafólk þarf að búa við. Við erum aflögufær. Við getum hjálpað því við myndum vilja að okkur væri hjálpað. Við eigum að geta tekið á móti fólki sem biður um það eitt að fá tækifæri til þess að lifa og búa við það öryggi sem felst í ómerkilega venjulegu lífi.

Skilaboðin um neyðina hafa ekki farið framhjá okkur, er það? Við vitum. Skipin koma stöðugt að landi. Svona þægilega fjærri okkur! En þó tekst sumum að brjótast alla leið til Íslands. Og nú eru að koma jól … það er sungið um frið og ljós og fjölskylduna sem hraktist um í Betlehem. Um leið og við spreðum í veisluhöld eins og enginn sé morgundagurinn rekum við börn á gaddinn. Finnst okkur það virkilega í lagi? Gerum þessar undanþágur sem til þarf og sýnum miskunn.

Njótið heil jólaföstu.

Mæli með myndbandinu hér fyrir neðan: Every Shirt Matters – unnið af Studio Flox.

♦ MessageSorry, no translation available. This is just my rant in a fog of flu – a message from a bottle of cough-mixture: few thoughts on refugees of war and disasters. I recommend the short video from Studio Flox below.

Every Shirt Matters from Studio Flox on Vimeo.

Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.

Skrimslakisi Áslaug 2015

Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!

♦ International Literacy DayToday, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.

IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:

“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”

The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Celebrate the day: Read good books! Visit your library!

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).