Föstudagurinn langi | Good Friday

FermingINRI♦ Myndlýsing: „Fermingarbarn, til fylgdar þig Hann kveður …“  Þessi mynd birtist í Degi heitnum og fylgdi pistli sem var skrifaður árið 1998 í tilefni af hinni árlegu fermingarvertíð. Dæmigerð íslensk ferming getur sannarlega verið vígsla inn í heim fullorðinna, en hefur, rétt eins og mammonskt jólahaldið, fátt sameiginlegt með hugmyndinni um lítillátan Jésú. Myndin rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá í dag raffíneraða mynd eftir Banksy: Jesus with Shopping Bags (2005).

♦ IllustrationThis is an old illustration (1998) I made for the long gone newspaper Dagur. For a short while I wrote a column in the paper and this collage accompanied an article about the Lutheran confirmation – the Icelandic style. The confirmand is usually showered with money and expensive presents at a big family gathering. For an 14-year-old it is almost impossible to turn down such a good deal, whether a religious youngster or not. The collage was made from the typical sesonal and associated advertisments.
Anyway, I saw Banksy’s elegant Jesus with Shopping Bags (from 2005) on the internet today so I remembered my own crucifix of the similar kind. And it is Good Friday.

Allar klær úti | A monster and a cat

SkrimslaKisiweb

♦ Myndlýsingar: Ég er að vinna að næstu skrímslabók sem kemur út í haust. Forlagið sagði frá því í smá frétt hér. Kattavinir geta farið að hlakka til. Ég skemmti mér að minnsta kosti vel með skrímslakisa.

♦ Illustration: I am working on the next book about Little Monster and Big Monster. Our publisher in Iceland, Forlagid, has already posted this illustration with news on their website. I am very much enjoying my meetings with the monster cat.

Á teikniborðinu | On my desktop

A-teiknibordinu-AslaugJ

♦ Myndlýsingar. Það er kominn föstudagur og pappírssneplarnir flögra um borð og bekki. (Á ég að taka til eða stinga af?) Njótið helgarinnar!

♦ Illustration. Just a little sneak peek at my desk. Amazingly tidy, all considered. So I am off. Have a nice weekend!

Sagan af bláa hnettinum | On the UKLA Book Awards 2014 shortlist!

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Tilnefning. Enn berast góð tíðindi frá Bretlandi því nú hefur Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason verið tilnefnd á fimm bóka úrtökulista til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014. Þau eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin var valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Verðlaunahafar verða tilkynntir í júlí 2014. Breski útgefandinn er Pushkin Press í London, en þýðandi er Julian Meldon D’Arcy. Sagan af bláa hnettinum er eina þýdda bókin á listunum þremur.

♦ Shortlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is shortlisted for the UKLA Book Award 2014 – for age 7-11. Winners will be announced in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is published in the UK by Pushkin Press, London, translated by Julian Meldon D’Arcy. Read more about the award and the selected books on UKLA’s homepage.

Tilnefndar bækur | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog.
Andri Snær Magnason’s homepage.

TheStoryOfTheBluePlanet2014

More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Blái hnötturinn USA ISL UK

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day

forstjorarnirAslaugJ

♦ Dagatalið: 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Já, já, það er enn þörf fyrir hann. Efast einhver? Teikningin hér fyrir ofan er meira en 20 ára gömul. Sumir gætu sagt að hún lýsti lúxusvandamáli miðað við það sem konur þurfa að kljást við víða um heim. Um leið og ég ímynda mér að eitthvað hafi breyst – þ.e. að konur í forystu geti átt fjölskyldu OG sinnt krefjandi starfi, þá heyri ég óminn af röddum sem hrósa körlum þessara sömu kvenna alveg sérstaklega: Þeir eru alveg einstakir, já, það er hreinlega merki um fyrirmyndar manngæsku ef þeir taka að sér að sjá um heimilið, um börnin, styðja sína konu… Þegar þessar raddir (ekki síður kvenna) gufa upp, hefur jafnréttinu verið náð – á því sviði. En launaseðlana vantar auðvitað á myndina …

Óska konum og körlum baráttugleði í dag!

♦ The Calendar: Today is International Women’s Day, March 8. The struggle for women’s rights is the fight for equality – for all, whatever the anti-feminists are gibbering. It is the fight  for everyone’s right to enjoy and develop both their feminine and masculine sides, if you like.
The illustration above is more than 20 years old. Perhaps something has changed, yes, maybe … still, not enough.

Have an enlightened International Women’s Day.

Öll þessi hjörtu … | All these hearts …

MartaogMarius-AslaugJweb

♦ Dagatalið: Það er allt löðrandi í hjörtum hvert sem litið er í dag, enda er víða haldið upp á dag elskenda, dag vináttunnar: Valentínusardag. Myndlýsingin hér fyrir ofan úr sögunni Marta og Maríus, sem var gefin út árið 1998 í bókinni Sex ævintýri (– ég var hörð á þessum bókartitli, man ég, þrátt fyrir asnalegar athugasemdir sumra hjá útgáfunni). Sagan hefur ekkert með Valentínusardag að gera, en hjartnæmi vissulega! Ég ætlaði annars bara að minna á V-daginn og vona að súkkulaðið fari ekki öfugt ofan í neinn sem horfir á myndbandið hér fyrir neðan. Í dag var dansað gegn kynbundnu ofbeldi – enn mikilvægara að halda því áfram í kvöld og öll hin kvöldin …

♦ The Calendar: Valentine’s day. No, I don’t celebrate Valentine’s day. I chose to stick to the traditional Icelandic days: Konudagur (Woman’s/Wife’s Day), Bóndadagur, (Man’s/Husband’s Day) and Sumardagurinn fyrsti (First Day of Summer) to celebrate love and friendship. Still, I thought I’d wave some hearts, with this illustration from my book Six Fairy Tales, but foremost remind you to stand up and dance on V-day, and demand and end to violence against women and girls. Strike! Dance! Rise! Happy V-day!

One Billion Rising (Short Film) from V-Day Until the Violence Stops on Vimeo.

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Böðvar Guðmundsson 75 ára | Birthday and finger counting

Ef-Krakkakvaedi-BG-AslaugJweb

♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:

Ef asl_krakkakv

Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir. 

En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta. 

♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.

Thingv2002AslaugJweb

Böðvar Guðmundsson og rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir
og Kristín Steinsdóttir á Þingvöllum árið 2006

Blái hnötturinn | The Blue Planet

BlaiSukk©AslaugJ

„Einu sinni var blár hnöttur lengst úti í geimnum. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera ósköp venjulegur blár hnöttur …“
“Once upon a time there was a blue planet far out in space. At first sight, it looked like a very ordinary blue planet …”
– Andri Snær Magnason: Sagan af bláa hnettinum / The Story of the Blue Planet.

♦ Bókamessa. Svona er líka hægt að myndskreyta Söguna af bláa hnettinum: með súkkulaði, eins og gert var í Alþjóðaskólanum á Íslandi í tilefni af Barnabókamessu skólans 2013 s.l. laugardag. Þar voru reyndar ótal litlir bláir hnettir gleyptir af ógurlegum svartholum …

♦ Book Fair. There are many ways to illustrate a book. Here it is The Story of the Blue Planet : 3D in chocolate, as done by students in The International School in Iceland to celebrate the Children’s Book Fair  2013 last Saturday But as you know, small planets tend to get swallowed by big black holes …

Tenglar | Links:
US: The Story of the Blue Planet – Seven Stories Press | US Amazon | Barnes and Noble |
UK: The Story of the Blue Planet – Pushkin Press | UK Amazon | Pushkin Press Shop
IS: Sagan af bláa hnettinum – Forlagið. 

Blái hnötturinn USA ISL UK

Illustrations by Áslaug Jónsdóttir

Skrímslavinnustofa| Monster workshop

photo♦ Skrímslaþing. Við höfundar bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið nýttum samfundi og góða daga Ósló til að vinna að nýjum bókum. Samband norsku barnabókahöfundanna léði okkur húsnæði fyrir vinnufundina og tók höfðinglega á móti okkur í Garmanngården sem hýsir Rithöfundasamband Norðmanna: Forfatterforeningen, Kritikerlaget, Oversetterforeningen, Barne- og ungdomsbokforfatterne og Dramatikerforbundet. Við skrímslin þökkum ekki síst Ellen Liland, framkvæmdastjóra hjá BU fyrir gestrisni og vinsemd.

♦ Monster meeting. We, the three Nordic authors of the Monster series: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, met in Oslo last week, as we were nominated to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. We used the opportunity to set up a workshop, working on new ideas and manuscripts. We were so fortunate to get a workroom in the fabulous historical building Garmanngården, dating from around 1650 or even as early as 1622. It is now the offices of the Norwegian Writers’ Union and other writers’ associations. We would especially like to thank Ellen Liland, administrator af the Union of Norwegian Children’s book’s Authors for great hospitality and kindness.

More about: our collaboration and our books, The Monster series.

MonsterSkiss©AslaugJ

Við vorum þarna að skrifa og skissa, pára og pússa. Allt var það í áttina …
Hopefully we improved our texts and book ideas …

Ég heiti Grímar – á Færeysku | My Name is Grímar

grimarFO♦ Þýðing og útgáfa. Ég heiti Grímar er komin út í færeyskri þýðingu (Eg eiti Grímar) hjá Bókadeild Føroya Lærarafelags. Bókadeildin er einnig útgefandi bókaflokksins um litla skrímslið og stóra skrímslið á færeysku.

Ég heiti Grímar kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2008 sem auðlesin sögubók fyrir miðstig og unglingastig. Hægt er að hlusta á hljóðbókina á vef Námsgagnastofnunar. Lesari er Friðrik Friðriksson leikari.

♦ Book release. My book “Ég heiti Grímar” (My Name is Grímar) is a ghost-story, an easy-to-read book for older children. A Faroese translation  (Eg eiti Grímar) was newly released by Bókadeildin, also the publisher of the Monster series.

Ég heiti Grímar was published by Námsgagnastofnun (The National Centre for Educational Materials) in 2008. It’s available in Icelandic for free as an audio book, at NCEM’s website, read by actor Friðrik Friðriksson.

Grimargluggiweb

Úr færeysku kynningarefni hjá BFL:
„Grímar er eingin vanligur drongur. Hann hevur eina fortíð, sum hevur vald á honum og fyllir hann við óhugnaligum ætlanum. Áslaug Jónsdóttir hevur skrivað og myndprýtt, og Hjørdis Heindriksdóttir hevur týtt.“
“Eg hvøkki við, tá ið eg gangi fram við einum stórum spegli. Eri eg hasin svarti drongurin við logandi eygum? Eg stari í speglið. Ein kaldur gjóstur fer um alt húsið. Tað er, eins og svørt skýggj troka seg inn í kamarið. Hvítt rím legst á glasið.”

– – –

Myndlýsingar úr Ég heiti Grímar.
Illustrations from My Name is Grímar.

Grimarkonahundurweb

Skáld í skólum 2013 | School visits

Skáld í skólum : illustration by Áslaug Jónsdóttir

♦ Skáld í skólum. Höfundamiðstöð RSÍ hefur milligöngu um þátttöku höfunda í ýmsum bókmenntaviðburðum og skipuleggur heimsóknir í skóla og stofnanir. Höfundamiðstöðin kynnir nýjar bókmenntadagskrár fyrir grunnskóla á hverju hausti. Dagskrá haustsins 2013 má finna hér. Við Sigrún Eldjárn sláum saman í púkk heimsækjum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.

♦ School visits. The Writers’ Center, administrated by The Writers’ Union of Iceland (RSÍ), arranges all sorts of author visits, among them programmes entitled “Storytellers in Schools”. New and varied programmes are introduced every autumn. This year I will be visiting pre-schools along with author and illustrator Sigrún Eldjárn.

Skáld á ferð með haustvindunum!
Myndlýsing | Brochure illustration by Áslaug Jónsdóttir.

SigrunOgAslaugweb

Sagan af bláa hnettinum | Longlisted for UKLA Book Award 2014

CoverTheStory-Pushkin-web♦ Tilnefning. Góðar fréttir frá Bretlandi! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014 sem veitt eru í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin er valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Úrtökulistinn telur 24 bækur, en styttri listi verður birtur í mars 2014 og verðlaunahafar tilkynntir í júlí 2014. Önnur bók eftir íslenskan höfund, Oliver eftir Birgittu Sif, er á listanum fyrir börn 3-6 ára. Þetta hlýtur að teljast harla góð frammistaða íslenskra höfunda! The Story of the Blue Planet er gefin út af Pushkin Press í London og er eina þýdda bókin á listunum þremur.

♦ Longlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is longlisted for the UKLA Book Award 2014! Shortlisted titles will be announced in March 2014, the winner in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is selected on a list of books for children age 7-11. It is the only translated book on the three longlists of altogether 70 books. It’s published in the UK by Pushkin Press, London. Read more about the award and the selected books on UKLA homepage.

More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Fréttir af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet

Blái hnötturinn USA ISL UK

♦ Þýðingar. Það eru ekkert nema góðar fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason. Útgefandinn í New York, Seven Stories Press, tilkynnti að vefsíðan GirlieGirl Army hefði mælt með The Story of the Blue Planet. Frétt á vef 7SP má lesa hér.

Útgefandinn í Bretlandi, Pushkin Presshefur gefið út áhugavert ítarefni og verkefnalista fyrir skólakrakka sem vel má mæla með. Efnið má finna hér í pdf-skrá: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

♦ Translations. All seems fine with the English editions of Sagan af bláa hnettinum by Andri Snær Magnason. The publisher in New York, Seven Stories Press, announced the other day that GirlieGirl Army had picked The Story of the Blue Planet for their kids. For the post on 7SP website: click here.

The publisher in the UK, Pushkin Press, has published a very nice study pack on their website, worth recommending. Click here for a pdf-doc: Ideas and activities for exploring The Story of the Blue Planet.

Hatturinn | The hat

KukaanEiOleSaari1WebAslaugJons ♦ Myndlýsingar. Einhvern tíma í vor gerði ég myndir við texta í smáriti um Ísland, Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart, ætluðum finnskum og skandinavískum lesendum. Eintak af finnsku útgáfunni hefur verið að þvælast á borðinu hjá mér. Flestar eru greinarnar dæmigerður fróðleikur um land og þjóð: landnám norrænna manna, Snorra Sturluson, jarðsöguna, eldfjöll og hveri, tungumál með eði og þorni, bókaþjóðina, o.s.frv. Í greininni um bókmenntasöguna eru nefndir nokkrir núlifandi höfundar og bækur sem hafa verið þýddar á finnska tungu; og sem eru kannski enn fáanlegar í bókabúðum þarlendum? Ekki var þar rými fyrir nýlegar barnabækur eins og: Ei! sanoi pieni hirviö eða Tarina sinisestä planeetasta. Bókmenntasagan er nefnilega oftast skrifuð fyrir barnlaust fólk. En barnabækur eru skrifaðar fyrir börn og fullorðna, af fullvaxta rithöfundum. Það er staðreynd sem kemur kannski á óvart. Og þó við njótum þess að sjá börnin vaxa úr grasi, þá þýðir ekkert að bíða eftir því að barnabókahöfundar „vaxi upp úr“ því að skrifa barnabókmenntir. En illa gengur þeim að „vaxa“ inn í bókmenntasöguna. Þar er oft svo lítið pláss.

KukaanEiOleSaari3WebAslaugJonsEn aftur að myndlýsingum: Sumar greinarnar voru þannig tilreiddar að það var erfitt að sneiða hjá klisjum eða lýsa staðreyndum um tungumálið eða jarðskorpuna á nýjan hátt. Áhugaverðast var að fást við grein eftir Eirík Örn Norðdahl, sem í bókmenntunum virkar reyndar dálítið eins og element úr jarðfræðinni: kraftmikið og duttlungafullt náttúruafl. (En þetta hljómar auðvitað líka eins og landkynningarklisja, Eiríkur Örn er sjálfsagt allra handa höfundur).

Greinin fjallar um sjálfsmynd og þjóðerni, er persónuleg og glúrin, reifar þversagnir og goðsagnir um eyþjóð úti í Ballarhafi. Og þar sem höfundurinn er einatt nálægur í textanum, sá ég stöðugt fyrir mér skáldið með hattinn, skáldið sem fjallar um sjálfsmyndir. Ef höfuðfat eins og hattur snýst ekki um sjálfsmynd, þá veit ég ekki hvað. Það er sama hvort um er að ræða vísun í gömul stöðutákn eða val á fati sem veitir hárlitlu höfði skjól: hatturinn er tákn. Það er táknrænt að setja upp hatt, rétt eins og það val að nota ekki hatt! Hattatískunni hrakaði víst mjög þegar stéttskiptingin riðlaðist og þeir sem á annað borð vildu halda höfðinu tóku ofan til að hverfa inn í húfuklæddan fjöldann. Hatturinn er enn auðvitað hluti af einkennisbúningum margskonar. En bæði myndrænt og táknrænt er hatturinn heillandi. Sá sem ber hatt í hattlausu samfélagi er tæplega venjulegur, hann er í það minnsta góður fyrir sinn hatt. Hatturinn fór þannig að dúkka upp í myndunum hér og hvar, ekki bara við grein Eiríks.

KukaanEiOleSaari2WebAslaugJonsMyndin efst á síðunni er reyndar alls ekki með í heftinu. Hún var þó gerð við grein Eiríks Arnar, sem heitir „Enginn er eyland“, (Kukaan ei ole saari) sem aftur fékk mig í mótþróakasti til að minnast þess að „maðurinn er alltaf einn“. Sjálfskipuð einangrun eða ásköpuð er mögulega harla einmanaleg og köld. Kannski óumflýjanleg. (Eða ó-af-flýjanleg, eins og af eyju, þó það megi hlaupa rófulaus hring eftir hring í eigin heimi, kringum kollinn, á hattbarðinu).

Hinar tvær myndirnar, sem birtust með greininni, er annars vegar einhvers konar portrett af Eiríki – sem ég þó vil helst ekki gefa mig út fyrir að gera. Ég legg mig í það minnsta ekkert fram um að teikna manninn eins og hann er útlits, heldur frekar eins og ég les hann út úr textanum, eða bara sirka eins og mér sýnist, þó myndin kunni að minna á hann. Á hinni myndinni eru það svo fjöllin sem skáldið sýnir syni sínum og er í mun um að hann geti nafngreint. Í stærra samhengi: faðir sýnir syninum veröldina, sem þó markast af hans eigin persónulegu (jafnvel takmörkuðu) sýn undan hattbarðinu. Barn af blönduðu þjóðerni getur þó kannski valið sér hatt, mögulega fleiri en einn og fleiri en tvo …

Það er að minnsta kosti ekki hægt að setja alla undir sama hatt.
Og kannski fæ ég skömm í hattinn fyrir þetta allt.

EyjafjallajokullWebAslaugJons

♦ Illustrations. I made these illustrations for a booklet about Iceland. It was published in Finland, earlier this year. It’s called Islanti on yllättävä – Ísland kemur á óvart. (Iceland surprises). The articles in the brochure are mostly basic information about the country: the history of the Norse settlers, the geology of Iceland, the language, the Sagas, the literature, etc. I found it a bit hard to avoid clichés when illustrating these subjects, I just hope I didn’t do too poorly.

Illustrating an article by writer Eiríkur Örn Norðdahl, was interesting though, as I found his writings more open to all sorts of interpretations. The article is called No man is an island, where he describes the dilemma of being an Icelander. It is personal and witty. I only know Eiríkur Örn from photos, where he is usually wearing a hat. The symbolic hat started to make it’s way in to the illustrations, also for the articles on geology (like Eyjafjallajökull on the right) and on literature (below).

The uppermost three illustrations here in this post were made for Eiríkur Örn’s article, although the first one was left out. The second is a sort of a portrait, illustrating the writer himself as more or less merged into the landscape, born from it or torn from it … The rivers are gushing cool water, the poet his words. The third illustration is connected to the writer’s thoughts on national identity and learning his bilingual son the names of the mountains closest to home.

Anyway, I enjoyed pondering about identity and hats, as the hat symbolically has so many meanings, referring to interesting idioms. The hat can be extremely simple in graphic form, even looking like something else (an elephant inside a snake?) but it can also be as mysterious as a magician’s hat. Finally, home is where you lay your hat, right?

Artwork by © Áslaug Jónsdóttir
Collages; monoprints and colored paper, oil base pencil.

LiteratureHatWebAslaugJons

Fiðrildaflug í London | A Blue Planet and butterflies in London

TalesOnMoonlaneUKweb

♦ Myndskreytingar. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd á Twitter í morgun! Bókabúðin Tales On Moon Lane fékk leyfi til að nota myndir úr Sögunni af bláa hnettinum til gluggaskreytinga. Bókabúðin er í Herne Hill í London og hlaut m.a. viðurkenningu árið 2011: The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011. Sagan af bláa hnettinum kemur út hjá Pushkin Press í London. Sjá einnig fyrri frétt um bókadóm.

♦ Illustrations. This image was on my screen via Twitter this morning: A lovely decoration in the bookstore Tales On Moon Lane in East London. Looks very inviting! This ambitious bookstore was chosen The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011.
The Story of the Blue Planet is published by Pushkin Press, London. Reviews and more here.

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum í Bretlandi | The Story of the Blue Planet: reviewed in Books for Keeps

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason var að fá góðan dóm í Bretlandi í tímaritinu Books for Keeps undir greinartitlinum „Editor’s Choice“. Hér má lesa dóminn og hér: Books for Keeps. Útgefandi bókarinnar í Bretlandi er Pushkin Press.

♦ Book Review. The Story of the Blue Planet by  Andri Snær Magnason is the Editor’s Choice in this month’s Books for Keeps, an online children’s book magazine in the UK. The Story of the Blue Planet published by Pushkin Press.

“With attractive illustrations by Áslaug Jónsdóttir, which have gained her international recognition, The Story of the Blue Planet has already been made into a play and translated into sixteen languages from the original Icelandic, before finding a publisher here in Pushkin Press, a company newly established with the express purpose of “sharing the very best stories from around the world.” This is an excellent choice to kick off their list. Ambitious and intriguing, it creates a fable whose contemporary relevance will be easily grasped by its intended readers. In its mix of social satire and religious overtones, it reminds me of Wilde’s fairy tales. … there is nothing that I can think of in contemporary English language writing for children that has this kind of ambition.” –  Clive Barnes

Tenglar: Fyrri frétt um dóma í Bandaríkjunum.
Heimasíða Andra Snæs.
Links: Post on reviews in the USA.
Andri Snær Magnason’s homepage.

The-Story-of-the-Blue-Planet-PushkinPress-2

Tilnefning til nýju norrænu barnabókaverðlaunanna! | Nomination to the new Nordic Children’s Book Award

Skrímslaerjur

♦ Tilnefning. Þá er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til nýju Norrænu barnabókaverðlaunanna og Skrímslaerjur eru þar á meðal! Við skrímslin erum glöð og stolt yfir heiðrinum, hneigjum okkur og beygjum.

Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna,
og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

♦ Nomination. Nominations to the new Nordic children’s book award have been announced and Skrímslaerjur (Monster Squabbles) are one of the honored books! We are a truly proud and happy monster-team! Thank you!

Monster Squabbles is the seventh book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal.

Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Hér er listi yfir tilnefndar bækur. | Here is a list of the nominated books.

Hér er umsögn dómnefndar: tengill
„Bækurnar um litla og stóra skrímslið hafa notið mikilla vinsælda hjá lesendum bæði á Íslandi og erlendis. Með þessum „mannlegu“ skrímslum hafa höfundarnir náð að búa til sérlega skemmtilegar og áhugaverðar persónur sem börn eiga auðvelt með að samsama sig við og fullorðnir hafa haft gaman af. Innbyrðis samband skrímslanna er bæði fallegt og flókið og í þessari bók, sem er sú sjöunda í röðinni, slær í brýnu á milli þeirra og lítur út fyrir að illa fari.
Í Skrímslaerjum má sjá mörg af bestu einkennum ritraðarinnar. Mynd og texti eru fléttuð saman í eina heild – listaverk – frá byrjun til enda. Á þann hátt er lesandinn hvattur til að lesa mynd og texta sem heild – og það er einmitt samspil þessa tveggja þátta sem er sérlega vel gert og hugmyndaríkt.
Texti bókarinnar er einfaldur og verður hluti af myndverkinu með einföldum myndum og formsterkum klippimyndum ásamt persónum með greinileg skapgerðareinkenni, ýkta andlitsdrætti og ofhlaðna líkamstjáningu. Bækurnar ná til barnanna með húmor og sálfræðilegri dýpt bæði tilfinningalega og vitsmunalega.“

The jury’s review:  link
“The books about the little and the big monster have found a large readership, both in Iceland and in other countries. With these “human” monsters the authors have created particularly funny and interesting characters which children can easily relate to and adults can have fun with. The monsters’ relationship with each other is both beautiful and complicated and in this book, which is the seventh in the series, there will be a split between the monsters and things are about to go wrong.
Skrímslaerjur (Monstergräl) brings out many of the series best features. Pictures and text are interwoven into a whole – a work of art – from start to finish. In this way, the reader is encouraged to read the pictures and the text as a whole – the interaction between these two factors is particularly well and creatively done.
The book’s text is simple and becomes part of the image artwork with simple pictures and strong collage design as well as with people clear characteristics, exaggerated facial expressions and sweeping body language. The books’ ingenuity and psychological depth reaches children both emotionally and intellectually.”

10MonsteriIsland2012

Viðtal í Pirion | Interview in Norwegian magazine Pirion

AslaugJonsdottirWeb2013♦ Umfjöllun. „Skapar på tvers av grenser“  er fyrirsögnin á viðtali sem Toyni Tobekk tók við mig fyrir tímaritið Pirion. Það birtist m.a. í vefútgáfu blaðsins og má lesa hér: Pirion.no: Bokprat. Pirion er tímarit um norska tungu, bókmenntir og menningu fyrir börn.

„Når tre forfattarar frå tre ulike land skapar barnelitteratur saman, kan magiske ting skje. Vi har snakka med Áslaug Jónsdóttir, den eine frå trekløveret som lagar dei populære monster-bøkene.“

♦ Interview. I was interviewed by Toyni Tobekk for the magazine Pirion in Norway. If you read Neo Norwegian the article is available here online: Pirion.no: Skapar på tvers av grenser.

Stórkostlega skemmtileg | Fabulously funny

SkrimslerjurMyndweb♦ Bókadómur. „Nefið á þér er eins og mygluð pylsa! – Hafið þið nokkurn tíma heyrt betri móðgun en þessa?“ spyrja gagnrýnendur BOKUNGE, sem er sænskur vefur um barnabækur fyrir yngstu lesendurna. Þar fá Skrímslaerjur góða umsögn: „Stórkostlega skemmtileg bók um ósætti og hve illa getur farið þegar reiðin tekur völdin og hvernig samviskubitið getur nagað bæði í höfði og maga.“
Hér er dómurinn á netinu: „Din näsa är en möglig korv!“

Monsterbråk (Skrímslaerjur) hefur fengið fína dóma í sænskum dagblöðum að undanförnu, sjá fyrri fréttir:
Beint í hjartastað – Bókadómur í Norrtelje Tidning.
Fleiri bækur! – Bókadómur í Borås Tidningen.

Upplýsingar um skrímslabækurnar og höfunda þeirra má ennfremur finna hér á sérstakri síðu um skrímslabækurnar.

♦ Book review. A Swedish reviewer at BOKUNGE, a blog on children’s books for the youngest, has nice remarks for Monster Squabbles: “A fabulously funny book about dispute and how wrong things go when rage gets out of control, and then how bad guilt can hit, in the stomach and the head.”
The review in Swedish available here online: „Din näsa är en möglig korv!“

Monster Squabbles in Swedish: Monsterbråk has been receiving good reviews lately. See previous news:
Straight to the heart – Review in Norrtelje Tidning.
Reviewer: More books! – Review in Borås Tidningen.

Find more information on the Monster-books and their authors by clicking here: The Monster series.

Beint í hjartastað | Straight to the heart

MonsterbraakSvCoverWeb♦ Bókadómur. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, fengu fínan dóm í dagblaðinu Norrtelje Tidning í morgun. Sænska útgáfan kom út á dögunum hjá Kabusa Böcker í Gautaborg. Í bókadóminum segir Margaretha Levin Blekastad m.a. eitthvað á þessa lund: „Bækurnar um litla og stóra skrímslið eru aðlaðandi á svalan hátt, með stórbrotnum myndum og djörfum sjónarhornum. … Það er eitthvað við sauðþráa kergjuna og hárbeittar tennur litla skrímslisins sem hittir beint í hjartastað.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 Book review. Monster Squabbles in Swedish received a good review in Norrtelje Tidning Newspaper today. Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, release the book about four weeks ago. The reviewer in NT says: “The books about Little Monster and Big Monster have a cool appeal, with impressive illustrations and bold points of view. … There is something about Little Monster’s resilient stubbornness and razor-sharp teeth that goes straight to the heart”.
For the whole review in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Norrtelje Tidning 14.05.2013

Skrifandi teiknari | The writing illustrator

Neiweb Myndlýsingar. Í Fréttatímanum í dag (bls 58) fjallar Gunnar Smári Egilsson um það framúrskarandi góða starf sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur unnið með vönduðum tónleikum og efni fyrir börn. Verður það starf seint oflofað. Í greininni er bent á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á færeyska tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ sem er tónverk eftir Kára Bæk, ævintýri skrifað af Rakel Helmsdal og myndlýst af Janusi á Húsagarði. Ævintýrið kom nýverið út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns og auðvitað fylgir tónlistardiskur með. Ég get heilshugar mælt með frábærri tónsmíð, sögu og myndum.

Rakel Helmsdal er ásamt okkur Kalle Güettler í þríeykinu sem semur bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið. Og loks kem ég mér að efninu: Eftir sjö bækur um skrímslin tvö, leikrit um þau í Þjóðleikhúsinu, umfjöllun í blöðum og tímaritum er ég enn afskrifuð sem höfundur textans. Ég get nefnilega teiknað. Og þá er stundum eins og það sé óhugsandi að ég geti jafnframt ritað texta. Eða öfugt. Gunnar Smári er ekki einn um þessa villu, ég var fyrir skemmstu að lesa sambærilegan misskilning í sænsku riti. Gott og vel, öllum getur yfirsést að lesa kreditsíðurnar, en hugsanavillan liggur þó fyrst og fremst og langoftast í þeirri meinloku að myndirnar séu fylgifiskar sem allt eins megi sleppa, en textinn aðalmálið. Jafnvel í hreinræktuðum myndabókum þar sem ég er ein höfundur texta og mynda hefur mér verið hrósað í lok umfjöllunar fyrir að teikna myndirnar sjálf! Sko til! Eins og ég hafi ákveðið á síðustu metrunum að smella nokkrum myndum með. Í myndabókum liggur sagan, frásögnin, höfundarverkið, jafnt eða meira í myndunum. Þær eru ekki skreyti við texta, þær eru sjálft lesmálið.

Ég veit að það dugar ekki að segja þetta einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar. Ég mun því tyggja þetta enn og aftur, jafnt oft og nauðsyn krefur:
1) Myndabækurnar um skrímslin eru höfundarverk þriggja höfunda. 
2) Við þrjú: Áslaug, Rakel og Kalle skrifum texta skrímslabókanna í sameiningu á þremur tungumálum. (Og já, það er hægt.) 
3) Ég, Áslaug, er myndhöfundurinn, ég sé líka um myndrænu frásögnina, myndlýsi eða myndskreyti – og hanna auk þess útlit bókanna, brýt um textann. 

Ég ætla fljótlega að segja nánar frá skrímslabókunum hér á þessum síðum, sem og kynna betur það sem meðhöfundar mínir eru að bralla. Þangað til má lesa sitthvað undir flipanum BÆKUR og með því að smella HÉR til að lesa síðustu fréttir af skrímslabókunum. Loks eru hér fyrir neðan tenglar á nokkrar viðtalsgreinar, vilji fólk glöggva sig enn frekar á starfsháttum okkar. Meira síðar.

Viðtal í Morgunblaðinu 19. nóv. 2007  |||  Viðtal í Fréttablaðinu 11. des. 2004   |||  Grein í Nordisk Blad 2005
Miðstöð íslenskra bókmennta – viðtal.

 Illustrations. An article in Fréttatíminn today made me wonder, once again, why illustrations in picture books are still considered a mere addition to a story, rather than the story itself. The whole concept of a picture book is the visual narrative – first and foremost, although it’s usually combined with text. Since the article in Fréttatíminn, as so many others, failed to count me in as a text-author of the Monsterseries (and as every illustrator can tell you: the text author is THE author, never mind the concept or the pictures) I will repeat this as long as necessary:
1) The picturebooks about the Little Monster and the Big Monster are created by three authors.
2) We are the three authors of the text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.
3) There is one illustrator (author of pictures) and graphic designer: Áslaug Jónsdóttir. 

I intend to add a page on the Monsterseries very soon, until then you can find information here on the BOOKS-page and also by scrolling through latest news on the monsterbooks here. For still further information I add two articles with interviews from Icelandic newspapers; one article in Danish with English summary and then one online interview on IsLit.is. I’ll be back soon …

Interview in Morgunblaðið19. Nov. 2007   |||   Interview in Fréttablaðið 11. Dec. 2004   |||  Article í Nordisk Blad 2005
The Icelandic Litterature Center – interview.

Gleðilegt sumar! First Day of Summer

 Dagatalið: Nokkrar gamlar myndlýsingar í tilefni dagsins! Gleðilegt sumar!
(Engin ábyrgð tekin á uppskriftinni enda ber að haga pönnukökubakstri eftir eigin höfði).

pönnsurVef

 Calender: Today is the First Day of Summer, a public holiday. Indisputable. No matter if it snows, summer is here. And we feast with pancakes or alike.

Þrír dagar | Three days

Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar Jarðar og dagar góðra bóka. Á vefnum The Children’s Book Review var bent á að Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason væri ákjósanleg lesning á Degi Jarðar og það sama gerði útgefandinn, Seven Stories Press.

Eftir tæpa þrjá daga er kosið til Alþingis. Ég mæli með því að þeir sem vanræktu Dag Jarðar og Dag bókarinnar rifji upp til dæmis Draumalandið eða Söguna af bláa hnettinum fyrir kosningar. Ryksugandi sölumenn hafa safnað fiðrildadufti, slá ryki í augu, slá um sig og bjóðast til þess að negla sólina fasta yfir Íslandi. Ekki kjósa Gleði-Glaum.

solglaumurwww

Events. Today, 24th of April, is the last day of winter in Iceland, so of course it snowed heavily this morning! Yesterday, 23rd of April, was World Book Day, which is celebrated the whole week in Reykjavik Unesco City of Literature, with many interesting book events. The day before, 22nd of April, was Earth Day. All in all a good reason to celebrate, although every day should be a day of the Earth and a day of a good book. In The Children’s Book Review, The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason was selected on a list of recommended reading on Earth Day. The publisher, Seven Stories Press, also pointed that out.

In less than three days we have parliamentary elections in Iceland. I recommend good reading before voting: two books by Andri Snær: Dreamland: A Self-Help Guide for a Frightened Nation, and The Story of the Blue Planet. I fear that too many will put their vote on Gleesome Goodday and his promises of flying in endless sunlight.

Lóa, lóa | Pluvialis apricaria

loan

 Föstudagsmyndin. Hún er komin, lóan. Tíðindin berast héðan og þaðan af suðurlandinu. Ég þóttist meira að segja heyra í henni í dag, þrátt fyrir slyddu og næðing. Ég fann ljósmynd af þessum fríða fugli, en mundi ekki hvort ég hafði nokkurn tíma myndlýst lóukvæði. Það rifjaðist þó upp: „Sá ég spóa, suð’r í flóa, syngur lóa úti’ móa …“  í Året i Norden frá árinu 1997.

 Photo Friday. When the first Golden Plover, Lóa, arrives to the island in the spring, it hits the news. And there have been several reports this week. I even thought I heard its mournful singing in Reykjavík today, despite the freezing rain. I knew I had a photo somewhere and even dug up an old illustration (1997) for a well-known rhyme about the coming of spring and singing of birds.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.06.2008

loa

Bókadómar í Bandaríkjum | Book reviews in USA

UsSaganAfBlaa Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær fína dóma vestan hafs. Lesa má meira um það hjá forlaginu Seven Stories Press í New York og heimasíðu Andra Snæs. Að vanda er teiknarans ekki alltaf getið, en hér plokkaði ég út hrósið svo því sé haldið til haga.

 Book ReviewThe Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason (illustrated by Áslaug Jónsdóttir), published by Seven Stories Press, New York, has received excellent reviews in the States. Read more about it here: at Seven Stories Press or on Andri Snær Magnason’s homepage. As usual the illustrator is not always mentioned but I still managed to pick out some praise.

Typographical Era:
“Magnason’s beautifully illustrated and expertly translated book is charming, eccentric, moving, and humbling – often reminiscent of Roald Dahl or William Steig.” – Karli Cude
Typographical Era:
“Of course any review of this particular tale would be incomplete with a mention about the artwork, some of which is sampled here. While it certainly won’t be to everyone’s liking, it does possess a uniqueness about it that binds the reader to the story, propelling them ever deeper into the world that Magnason has gleefully created. It’s both playful and innocent in a way that matches his young subjects.” – Aaron Westerman
Truthout:
“It’s a delightful and pointed tale. Indeed, The Story of the Blue Planet, aided by Aslaug Jonsdottir’s fanciful and evocative illustrations, raises important issues about greed, collaboration, friendship and trust that will kick-start discussions among children and their caretakers.” – Eleanor J Bader
Books for Kids:
“The illustrations are lovely and offer a visual stimulus for the story.  This is one of those books that I think every child should read.” – Dena / Books for Kids

The New York Times – Stealing the Sunlight by Amanda Little
Publishers Weekly – 
Kirkus
The Complete Review

Fréttir af bláa hnettinum | News of the Blue Planet

 Myndlýsingar. Sagan af bláa hnettinum  eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að kvisast út um heiminn. Nú fá til dæmis börnin í Brasilíu að njóta ævintýrsins. Útgáfan er að hætti hússins: með upprunalegum myndum og í umbroti frumútgáfunnar. A história do planeta azul  kemur út hjá Hedra, São Paulo.

Í september gaf norska forlagið Commentum í Sandnes út Det var engang en blå planet  og heldur sig einnig við upprunalegt útlit, með einhverjum útúrdúrum í leturmeðferðinni, eins og sjá má á kápu.

Og á dögunum kom svo út ensk útgáfa hjá bandaríska fyrirtækinu Seven Stories Press. Upprunalegar myndir fylgja The Story of the Blue Planet, en brot, kápa og annað útlit er talsvert frábrugðið frumútgáfu. Það skal tekið fram að um umbrot og hönnun sá TK / Seven Stories Press.

Ég hef enn ekki handleikið þessar útgáfur en bíð spennt eftir eintökum. Áfram Blái!

 Book illustration. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason is now being published in Brazil. It has the original illustrations and follows the design I made in 1999. A história do planeta azul  is published by Hedra, São Paulo.

In Norway it’s Commentum í Sandnes that publishes Det var engang en blå planet, also sticking to the original design and illustrations, though the cover typo looks somewhat different.

And then there is the English version: The Story of the Blue Planet, published by Seven Stories Press, making it available also in Canada, UK, Ireland and Australia. This English version has the original illustrations, but differs quite a lot from the original edition. Cover and book design by TK / Seven Stories Press. Though I have not yet received a copy of the book, I still think the original design is worth copying.

As in the other twenty-something countries the book has been published in, I am sure that many will enjoy this amazing book.