Blái hnötturinn í Grikklandi | The Story of the Blue Planet in Greek

Á grísku: Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með upprunalegum myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur kom út nú í mars hjá forlaginu Patakis í Aþenu undir titlinum: Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Book release in Greece: The Story of the Blue Planet – Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη by Andri Snær Magnason, with original illustrations by Áslaug Jónsdóttir, has just been released by Patakis in Athens. The Story of the Blue Planet has received numerous prices and honors and has been translated to more than 30 languages.
For more information see: Forlagið Foreign Rights.


Best í Kína: Það má líka segja frá því að á síðasta ári bárust fregnir af því að börn í Kína hefðu valið Söguna af bláa hnettinum sem uppáhalds bókina sína.
Á vefsíðunni „Chinese books for young readers“ má lesa um þetta og fleiri bækur sem börnin í Kína kunna að meta.

Children’s favorite in China: In November last year we learned that theThe Story of the Blue Planet (蓝色星星的孩子国) was chosen the most popular book by children in China. Read more about the top 30 children’s books in China in 2019 on the webpage: „Chinese books for young readers“.

Bókadómur í Galisíu | ‘Quero peixe!’ in El Correo Gallego

Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:

O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020

Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Ein af tíu bestu í Galisíu | Honor for ‘Quero peixe!’

Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Umfjöllun um skrímslin á nýnorsku | New reviews in Norway

Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.

Á bókmenntavef Nynorsksenteret, Nynorskbok.no, er fjallað um báðar bækurnar og þar segir m.a.:

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.

Á bókmenntavefnum Svidal Skriveri er skrifað um Monsterknipe:

„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet.
Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.

Book reviews: Newly published translations of two books from the monster series, released earlier this summer by Skald in Norway, have received couple of nice reviews in online media. For reviews in Norwegian of Monsterbesøk (Monstervisit) and Monsterknipe (Monsters in Trouble) see following links: Nynorskbok.no / Nynorsksenteret and Svidal Skriveri: Ny sprett, 2019.


Fréttir og greinar vegna útgáfunnar: | Articles about the release:
• Sogn Avis: Monstersatsing på barnebøker: – Veldig stas å ta over stafettpinnen.
• Sunnmørsposten: Bles nytt liv i nynorsk barnelitteratur.
• Porten.no: Lokalt forlag satsar på dei yngste, har tilsett barnebokredaktør.

Skrímsli í vanda og Skrímsli í heimsókn á norsku | New titles in Norwegian

Útgáfutíðindi frá Noregi: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin og nú eru nýkomnar úr prentsmiðju Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda undir titlunum Monsterbesøk og Monsterknipe. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest og MonsterbråkHér má lesa kynningar og nokkrar síður úr Monsterbesøk og Monsterknipe á vef forlagsins Skald. Hér er líka skemmtileg frétt um útgáfuna.

Translations – Book release in NorwayTwo new books from the monster series have just been released in Norway: Skrímsli í heimsókn (Monstervisit) and Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by the titles Monsterbesøk and Monsterknipe. Our publisher in Norway, Skald, has published introductions and few pages online from the books, see the publishers website: Monsterbesøk and Monsterknipe. Previous titles in Norwegian are Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest and Monsterbråk.

Mynd | Image: screenshot © http://www.skald.no

Bækurnar um skrímslin hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
The monster series have been translated into many languages and they have received several awards and honors. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Ég vil fisk! komin út í Galisíu | Quero peixe!

Útgáfutíðindi: Ég vil fisk! kom út á galisísku nú fyrir skemmstu. Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel. Í viðtalsgrein á netmiðlinum WORDS without BORDERS fjalla nokkir þýðendur um verkefnin sín, þar á meðal Lawrence Schimel um þýðinguna á Ég vil fisk!, sjá hér: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book release in Galicia, Spain: Quero peixe! is out! Happy to announce that Ég vil fisk! (I Want Fish!) is now available in Galician, fresh from the printers, published by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Quero peixe! is translated by Lawrence Schimel, who in an article and interview at the site WORDS without BORDERS talks about this task. Further reading: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Quero peixe! is the seventh language for Ég vil fisk! has also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician.

Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmyndir: | Photos: © Alvarellos – Facebook –  Verdemar – Facebook

Ég vil fisk! – á galisísku | I Want Fish! – in Galician

Quero Peixe! Ég vil fisk! er væntanleg á galisísku áður en langt um líður. Það er forlagið Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu sem gefur bókina út í þýðingu ljóðskáldsins og þýðandans óþreytandi: Lawrence Schimel. Ég vil fisk! hefur þá komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Á myndinni hér til hliðar fagna Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og útgefandi hjá Alvarellos nýjum og væntanlegum bókum forlagsins, en þýddar bókmenntir fyrir börn koma út undir merkinu Verdemar.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Coming soon in Galician: Quero Peixe! The publishing house Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain is soon to publish my book Ég vil fisk! (I Want Fish!) in Galician, translated by the wonderful writer and poet and energetic translator Lawrence Schimel. This will be the seventh language for Ég vil fisk!, that a part from Icelandic also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician. English, French and Spanish translations are available.

Photo above: At the Bologna Book Fair 2019 – Valgerður Benediktsdóttir from Forlagid Publishing and Henrique Alvarellos, celebrating new releases published by Alvarellos Editora by the label Verdemar. 

Ljósmynd  | Photo © Alvarellos / Facebook screenshot.

Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmynd  | Photo ©Alvarellos – Facebook screenshot.

Skrímsli í vanda – umfjöllun | Monsters in Trouble – new reviews

BókadómarVegna tilnefninga til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 birtust bókadómar í nokkrum frétta- og netmiðlum skömmu fyrir verðlaunaafhendinguna í Ósló þann 30. október, um bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Eins og áður hefur komið fram var Skrímsli í vanda tilnefnd og hér neðar eru brot úr umsögnum.

Book reviewsPrior the Nordic Council Award ceremony, new book reviews were published in several news and web media. Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) was nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, and below are few clips from these articles. 


„Hér er tekist á við stórar siðferðilegar spurningar í samræmi við þroska þeirra sem lesa eða lesið er fyrir en bækurnar eru ætlaðar yngstu bókormunum.“
– Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur – RÚV 28.10.2018 🔗

„Historien illustreres med sterke virkemidler, både i tegningene av monstrene, som kan se truende ut med pels og skarpe tenner, men som ikke er for farlige når det kommer til stykket, og i selve tekstens typografi, der enkelte ord står med tjukke typer.
Det er ikke unaturlig å assosiere til flyktninger eller andre nødstilte som trenger hjelp. Det finnes mange måter å vise omsorg på, uten at det skal gå på din egen integritet løs.“
– Anne Cathrine Straume, Med tro på fremtiden – NRK 26.10.2018 🔗

„Stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar bera söguna áfram og velta upp ýmsum möguleikum um hvað geti hafa komið fyrir loðna skrímslið án þess að veita nákvæm svör. Lesendur vita því ekki hvort loðna skrímslið missti hús sitt í eldgosi eða sprengjuregni. Þetta veitir foreldrum kærkomið tækifæri til að ræða við börn sín hlutskipti fólks sem lendir í náttúruhamförum eða stríðsátökum. Á endanum er það heldur ekki aðalatriðið hvers vegna sumir eiga engan tryggan samastað í tilverunni, það sem skiptir máli eru viðbrögð okkar og samhugur því með samkenndina að leiðarljósi getum við gert heiminn að betri stað.“
– Silja Björk Huldudóttir, Mbl 26.10.2018

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no er einnig hér – en þar er talsvert um rangfærslur/misskilning í endursögn o.fl. sem ber að taka tillit til.

Fyrri umsagnir má lesa hér. | More reviews (in Icelandic / English / Swedish) here.


Svolítið um öfund og samkeppni milli þjóðaÉg má til með að minnast á þessa fyrirsögn í frétt hjá Danmarks Radio – sem birtist rétt eftir að tillkynnt var að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs yrðu veitt Auði Övu fyrir bók hennar Ör. „Danir sniðgengnir… “ segir þar. „Danskere forbigået til stor nordisk litteraturpris.“ Auðvitað glöddumst við landar hennar Auðar. Það er gaman að vera með Íslendingum í útlöndum þegar vel gengur, við fögnum með vinum sem hljóta verðskuldaða viðurkenningu – en var þetta virkilega keppni milli þjóða? Áfram Ísland? Eru allir bara alltaf í boltanum? Nei, listaverkið vann. Listin og skapandi hugsun vann til verðlauna þetta kvöld. Verk og verkefni sem eru gagnrýnin, örvandi, stuðandi, hvetjandi, lýsandi, skarpskyggn og djúp. Þessi verk sem hreyfa við okkur.

Íslendingum er fullljóst að fámennið gerir margvíslega listsköpun, svo ekki sé minnst á varðveislu þjóðtungunnar, að kraftaverki. Bara það að vera til sem sjálfstæð þjóð með eigin tungu og menningu er afrek. Að vera listamaður á Íslandi er undur. Við erum í sigurliðinu á degi hverjum. Allt umfram það er fáránleg lukka. En einkum virðist öfund og brengluð samkeppni hrjá stærri Norðurlandaþjóðirnar, ég man a.m.k. ekki eftir því að vér fá og smá höfum tekið það nærri okkur að vinna ekki til verðlauna. Því hér tapar enginn.

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no kemur einnig inn á þessa skringilegu hugsun. Hér er það nefnt að við höfundar Skrímsli í vanda séum frá þremur löndum – tilnefnd frá Íslandi (þ.e. Skrímsli í vanda var tilnefnd, en ekki sænskar/færeyskar hliðstæður). „Det kan også være interessant å spørre seg hvilket nordisk land som bør få prisen, hvis boken skulle vinne? Siden bøkene er resultat av et nordisk samarbeid, bør vel da prisen deles.“

Þetta er aldeilis frumleg tillaga! Kannski hefði Ísland bara stolið öllu saman!? Ég veit ekki í hvað er vitnað, Smugudeiluna kannski? Ef einhver er í vafa, þá deilum við höfundarnir smáum ritlaunum okkar réttlátlega, og það höfum við ávallt og einnig gert þegar verðlaun eiga í hlut. En ef við hefðum unnið til verðlauna í síðustu viku, þá við hefðum aldrei deilt verðlaunafénu með neinu þjóðríki sérstaklega, öðruvísi en í gegnum lögbundna skatta. En við hefðum sannarlega deilt gleði okkar með vinum og vandamönnum, samverkafólki og listamönnum og hverjum þeim sem hefðu samglaðst okkur: vinum skrímsla, íslenskrar tungu og bókalistar – hvar á hnettinum sem þeir búa!

A thought on jealousy and the rivalry of brotherly nationsFor an Icelander it somewhat hard to understand the really tough competition other (bigger) nations are dealing with. Coming from a thin populated island with a nation of around 350.000 people speaking/writing in a language no one else understands, just about everything we do is a win. Artistic existence is a miracle. Every artist on our island is important and necessary and already just by existing we have won. Anything beyond that is an amazing fun. Or just: hah! We never expected that. Well done!

So when the Danish Public Radio writes: „Danes [Danish authors] shunned…“ – and: „The Nordic Council Literature Prize went to Icelandic Auður Ava Ólafsdóttir – you know there is something wrong with how some people think about literary and artistic awards. Here’s the surprise: It’s the ART that is awarded! All the works that got awarded were inspiring, creative, sharp, critical, encouraging, brave and deep. This year the awards went to artists and project leaders from Iceland, Faroe Islands, Greenland and Norway.

Also: a critic at the Norwegian website Barnebokkritikk.no wrote about our picture book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) – written by us three co-authors from Iceland, Sweden and Faroe Islands, published in the three countries, but only the Icelandic version (in Icelandic) was nominated by Iceland:
It might also be interesting to ask which Nordic country should receive the prize if the book should win? Since the books are the result of a Nordic cooperation, then the price should be shared.”

Really!? Shared? Wow… fancy that idea! If someone wonders, we, the three authors of the Monster series, share our small royalties fairly, – just as we have shared the prizes we have won so far (yes, we have won prizes) – and if we had won this time, we would NOT have shared the prize particularly with the three states or countries. We would surely have shared the joy with all our friends and family and colleagues and artists and whoever is happy for us and for our art, – and perhaps that weird Icelandic language – where ever they live!

Norrænar bókaveislur | Celebrating literature in Helsinki and Oslo

Katrín Jakobsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2018Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.

The Nordic Council awards 2018The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.

Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.

The Nordic nomineesTwelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki

Children’s book authors at Helsingfors Bokmässa. Moderator Karri Miettinen

Með „mömmu“ Einars ÁskelsÞað var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.

With Alfie Atkins “mom“It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.

Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gunnilla Bergström, Áslaug Jónsdóttir

VeturveðurVið Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!

Winter citiesDespite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!

Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Ég vil fisk! – á ýmsum tungum | I Want Fish! – in the sea of languages

Myndabókin Ég vil fisk! (أريد_سمكة) kemur út á allra næstu dögunum í arabískri þýðingu hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Áður hefur bókin komið út í þýðingum á sænsku, færeysku, grænlensku og dönsku. Bókadóma og fleira um Ég vil fisk! má lesa hér.

Book release! My picture book I Want Fish! (أريد_سمكة) has been published in Arabic and will be launched at the Sharjah International Book Fair next month. The publisher is Al Fulk, based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book has already been published in Swedish, Danish, Faroese and Greenlandic. Reviews and more about I Want Fish! here.


Þýðing á spænsku
A Spanish translation: no easy task!

Áhugasamir þýðendur hafa einnig snarað Ég vil fisk! á ensku, frönsku og spænsku, svo útgefendur megi glöggva sig á efni bókarinnar. Þar má nefna að Lawrence Schimel, rithöfundur, þýðandi og útgefendi, hefur þýtt bókina á spænsku. Í viðtali á inkygirl.com segir Lawrence frá ýmsum vandkvæðum og vali sem þýðandi getur staðið frammi fyrir, jafnvel þó textinn sé stuttur eins og í Ég vil fisk!. Þá var einnig viðtal við Lawrence í mexíkanska dagblaðinu Milenio í lok nóvember á síðasta ári. Greininni „El chícharo y el pez“ fylgdu myndir úr bókinni.

Mar sabe lo que quiere! A wonderful Spanish translation is available of the book, done by the skillful translator, writer and publisher Lawrence Schimel. In this interview on inkygirl.com Lawrence discusses the problems to solve and choices to make when translating children’s books, among them I Want Fish! Lawrence was also interviewed for the Mexican newspaper Milenio last year. The article “El chícharo y el pez” (The Pea and the Fish) was illustrated with images from the book.


French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.

Skrimslakisi Áslaug 2015

Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!

♦ International Literacy DayToday, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.

IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:

“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”

The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Celebrate the day: Read good books! Visit your library!

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

 

Bókadómur í Tékklandi | Yes. No means No!

NeTekk♦ BókadómarÍ vor komu fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Í viðskiptadagblaðinu Hospodářské noviny, sem gefið er út í Prag, var á dögunum bent á þrjár bækur eftir íslenska og norræna höfunda með stuttum bókadómum: það er Hálendið eftir Steinar Braga, Argóarflísin eftir Sjón og Nei! sagði litla skrímslið eftir okkur norræna tríóið, höfunda skrímslabókanna. Umfjöllun Petr Matoušek má lesa hér: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič.

Á heimasíðu bókmenntaverkefnisins Rosteme s knihou er einnig mælt með fyrstu skrímslabókinni eins og lesa má hér: Ne! Řeklo strašidýlko

Nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást víða í netverslunum og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ Book reviewThe first two books in the series about Little Monster and Big Monster in Czech were released in May, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. The daily newspaper Hospodářské noviny, published in Prague, reviewed three Icelandic/Nordic books last week, among them No! Said Little Monster or Ne! Řeklo strašidýlko by us three authors in the Nordic monster-team. The review and the book tips by Petr Matoušek can be read online: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič – as well as in the clip below.

Little monster’s outcry is also recommended by Rosteme s knihou – a literary project encouraging reading, see: Ne! Řeklo strašidýlko

To read more about the Czech publications click here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought in many online bookstores. To read a sample, click here and here.

Screen Shot Ne! Czech

Hospodářské noviny – Petr Matoušek: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič. 19.08.2016

Sagan af bláa hnettinum á tyrknesku | The Story of the Blue Planet in Turkish

Sagan af bláa Tyrkneska

♦ ÚtgáfufréttirÉg má ekki gleyma því að tíunda fregnir af sporbraut bláa hnattarins: Sögunnar um bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason – með myndum og útliti eftir ofanritaða. Bókin kom út á tyrknesku í byrjun apríl hjá Pegasus forlaginu í Istanbul. Brot bókarinnar er það sama og á bresku og bandarísku útgáfunni. Titillinn er Mavi Gezegenin Hikâyesi og má kaupa víða í netverslunum þegar leitað er eftir.

Tyrkneska forlagið notar í auglýsinguna hér fyrir ofan myndina af börnunum að kjósa: naglann úr sólinni eða áfram flug og stuð. Og það er nú eins og Gleði-Glaumur sagði: „Ykkar er valið, börnin mín“. Senn líður að forsetakosningum. Frambærilegir valkostir eru nokkrir, en gott ef það glittir ekki orðræðu Gleði-Glaums hjá öðrum. Í aðdraganda kosninga hjá börnunum á bláa hnettinum reitti Gleði-Glaumur af sér ósmekklega aulabrandara, var með hræðsluáróður um að allt yrði fúlt og leiðinlegt ef hann yrði ekki fyrir valinu og gaf auðvitað loforð um „meira stuð“. Hulda og Brimir áttu ekki miklu fylgi að fagna – en þau höfðu sannarlega siðferðilega yfirburði og fengu sitt fram að lokum. Gleði-Glaumur fékk vissulega að kalla sig kóng – því Hulda og Brimir voru glögg að greina valdasýkina og græðgina sem þau svo héldu frá raunverulegum yfirráðum.

Það þarf engan kóng á Bessastaði en þjóðinni getur gagnast forseti sem hugar að framtíðinni og mennskunni og minnir okkur á mikilvæg gildi. Andri Snær Magnason er ekki bara frjór og skemmtilegur hugsuður og snilldargóður rithöfundur heldur ákjósanlegur forseti fyrir þjóð sem er dálítið hart leikin af því að fljúga hátt, eins og börnin á bláa hnettinum. Andra Snæ er lagið að benda á fersk sjónarhorn og að beina athygli okkar að málum sem skipta sköpum fyrir þjóðina og stöðu okkar í veröldinni. Ég styð Andra Snæ til embættis forseta Íslands og treysti honum til þess að nýta embættið til góðra verka í anda Huldu og Brimis, villibörnunum á hnettinum bláa.

♦ Translation – book releaseI try not to forget to point out new translations of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason with illustrations by yours truly. So: this Turkish edition was out in April, published by Pegasus Publishing house in Istanbul. The title is Mavi Gezegenin Hikâyesi, available in many online stores.

Author Andri Snær Magnason is now running for the position as president of Iceland. I wholeheartedly support his candidacy! Vote for Andri Snær!

Ég vil fisk! tilnefnd til verðlauna | Nominations for Gourmand World Cookbook Awards

EgVilFisk-IslCover-2015

♦ Tilnefning! Stundum berst upphefðin að úr óvæntum áttum. Ég vil fisk! var endurútgefin á árinu og er nú tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í eftirtöldum þremur flokkum:
Best Scandinavian Cuisine Book
Best Children Food Books
Best Fish Book
Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi. Listi yfir vinningshafa í 209 löndum verður birtur á heimasíðu verðlaunanna í febrúar, en vinningshafar á heimsvísu kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

Þó að Ég vil fisk! sé ekki matreiðslubók, þá kemur matur, áhugi á mat og matarmenning vissulega við sögu og þessi óvænta og skemmtilega viðurkenning sannar að það er hægt að lesa barnabækur á mörgum plönum. Ég vil fisk! fjallar um sterkan vilja og mislukkaðan velvilja, tungumál og skilning – og auðvitað matinn sem sameinar okkur og seður. Á þessari síðu má sjá myndir úr bókinni, lesa greinar og umfjöllun og brot úr bókadómum. Bókin hefur komið út á fimm tungumálum og er til í þýðingu á fleiri tungumálum.

Gourmandlogo2♦ Nomination! Have I got a surprise for you! My little picturebook I Want Fish! – Ég vil fisk! just got nominated for the Gourmand World Cookbook Awards, – although it’s not a cookbook! I Want Fish! – Ég vil fisk! has been selected the winner in Iceland, and nominated for the next “Gourmand Best in the World”, in three categories:
Best Scandinavian Cuisine Book 
Best Children Food Books 
Best Fish Book
The results for all 209 countries will be posted on the Gourmand World Cookbook Award’s website in February. World wide winners will be announced on Saturday May 28, 2016 at the annual awards event that takes place in Yantai, China.

These nominations must be a proof for the fact that good children’s books can be read in surprisingly many levels! I Want Fish! – Ég vil fisk! is a picturebook for the youngest readers. It’s a book about a strong will and a failing goodwill, language and understanding – taken in with several spoonfuls of some very nice and varied dishes! It has been published in five languages and translations are available in English, Spanish and French. See illustrations from the book, read reviews and articles (mostly in Scandinavian languages) on this page.

Skrímsli á þínu tungumáli | Book reading in 13 languages

Modurmal-28nov2015-02

Laura – las á lettnesku | read in Latvian

♦ Tvítyngi og upplesturMóðurmál, félag um tvítyngi stóð fyrir upplestrum á Nei! sagði litla skrímslið, í Menningarhúsinu Gerðubergi 28. nóvember s.l. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir upplestrum á bókinni á ýmsum tungumálum. Í þetta sinn var lesið á íslensku, lettnesku, tékknesku, litháísku, portúgölsku, slóvakísku, basknesku, kastillísku, ítölsku, norsku, katalónsku, pólsku og filippseysku. Bókin hefur ekki verið útgefin á öllum þessum tungumálum en margir lögðu hönd á plóg við að þýða textann á sitt móðurmál. Upplesarar voru til fyrirmyndar og lásu með tilþrifum. Kærar þakkir félagar í Móðurmáli!

♦ Bilingualism and book readingI took these photos last Saturday at an event where No! Said Little Monster was read in numerous languages.This is the second time Móðurmál – Mother Tongue, Association on Bilingualism, arranges an event like this, now in Gerðuberg Culture House  where “No! Said Little Monster” was read in: Icelandic, Latvian, Czech, Lithuanian, Portuguese, Slovak, Basque, Castilian, Italian, Norwegian, Catalan, Polish and Filipino. The readers were all wonderful and the children read with great expression! Thank you all participants!

Modurmal-28nov2015-12

 

Skrímslakisi á kínversku | Monster Kitty in Chinese

Skrimslakisi Kina 2015

♦ BókaútgáfaBókin Skrímslakisi怪物与猫咪, er komin úr prentun í Kína og bætist nú í hóp fyrri bókanna um skrímslin sem einnig hafa verið þýddar á kínversku og gefnar út hjá Tianjin Maitian Culture Communication í Kína. Þýðandi er Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. Myndin er tekin í Gerðubergi Menningarhúsi, en þar heldur kisi sig um þessar mundir, ásamt litla skrímslinu og stóra skrímslinu sem eru að undirbúa sýningu og allsherjar heimboð. Þar gerir skrímslakisi gerir þó ekki annað en að týnast!

♦ Book releaseSkrímslakisi, Monster Kitty in Chinese: 怪物与猫咪, is hot off the press and joins the previous books in the monster series published by Tianjin Maitian Culture Communication in China. Translator is Cindy Rún Xiao Li, 李姝霖. This photo was taken in Gerðuberg Culture House where Monster Kitty is running around while Little Monster and Big Monster prepare an exhibition. How ever, Monster Kitty just keeps getting lost …

Skrímslakisi á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015

Skrímslakisi fer um öll skúmaskot Gerðubergs þessa dagana, en þó náðist af okkur þessi mynd. | Monster Kitty likes IBBY…

♦ Viðurkenning: Við Skrímslakisi kætumst! Samtökin IBBY á Íslandi völdu á dögunum Skrímslakisa sem eina þriggja bóka á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2016. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi.

Hver landsdeild IBBY nefnir til einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda á heiðurslistann sem birtur er annað hvert ár. Frá Íslandi er Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann; Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir Skrímslakisa og Magnea J. Matthíasdóttir er tilnefnd fyrir þýðinguna á Afbrigði eftir Veronicu Roth.

Bækurnar á heiðurslista IBBY fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY sem næst verður haldið í ágúst 2016 á Nýja-Sjálandi og þær fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn.

Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakv♦ HonourSkrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal has been selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. Nominated from Iceland are: author Ármann Jakobsson for Síðasti galdrameistarinn; illustrator Áslaug Jónsdóttir for Skrímslakisi and translator Magnea J. Matthíasdóttir for Afbrigði by Veronicu Roth.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UKThe Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

M8-Skrímslakisi-4-5-©AslaugJweb

M8-Skrímslakisi-10-11-©AslaugJweb

 

Ég vil fisk! | I Want Fish!

EgVilFisk-IslCover-2015♦ Endurútgáfa: Ég vil fisk! er komin út á ný, kjörin bók fyrir litla sjálfstæða lestrarhesta. Forlagið – Mál og menning gefur út. Af þessu tilefni hefur bókin fengið sérstaka undirsíðu hér á vefnum, með vísun á umfjöllun og tilvitnunum í bókadóma í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Sjá hér: Ég vil fisk! Bókin kom fyrst út árið 2007, þá samtímis á fimm tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku, dönsku og grænlensku. Íslenskum bókadómum hefur ekki verið til að dreifa, en mig minnir að einn íslenskur fjölmiðill hafi beðið mig um uppskrift að fiskrétti, um það leyti sem bókin kom út … Barnabókaumfjöllun á Íslandi er yfirleitt í mismikilli lægð, en þeir fáu sem sinna barnabókmenntunum af einhverju viti eiga hrós skilið fyrir eljuna.

♦ RepublishedMy picturebook: Ég vil fisk! (I Want Fish) has just been republished and is out in the stores again. The first edition was published in five languages: Icelandic, Faroese (BFL), Swedish (Kabusa Böcker), Danish and Greenlandic (Milik) in 2007. English, French and Spanish translations are now available for publishers.

I have just put up a special page for the book, see: Ég vil fisk – I Want Fish! with couple of illustrations and a lot of quotes and notes from reviews, although mostly in the Scandinavian languages. I have one book review in English, published in BOOKBIRD:

„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.“ – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

EgVilFisk4web

Skrímslakisi: Bókadómar í Svíþjóð | Book reviews in Sweden

monsterkatten3dhu♦ Bókadómar. Skrímslakisi, sem í sænskri útgáfu heitir Monsterkatten og gefinn er út hjá Kabusa Böcker, fékk nokkrar ljómandi fínar umsagnir á árinu sem leið. Helene Ehriander, lektor í bókmenntum við Linnéháskólann í Svíþjóð, skrifaði ritdóm um Skrímslakisa í BTJ-häftet, tímarit þjónustumiðstöðvar bókasafna í Svíþjóð. Þar segir meðal annars um Monsterkatten: „… sem er, eins og fyrri bækurnar, spennandi afrakstur samstilltra hugmynda, ósvikins húmors og sköpunargáfu í ríkum mæli. … Það sem gerir skrímslabækurnar svo áhugaverðar er að þær segja frá andstyggilegum og erfiðum tilfinningum með hlýju og húmor. Ekkert er einfaldað og enginn vísifingur er á lofti. … Umbrotið er fjölskrúðugt og verður hluti af myndlýsingunum þar sem letrið miðlar einnig á grafískan hátt því sem liggur að baki orðunum. Myndirnar eru listrænar og aðgengilegar og tjá ríkar tilfinningar. Sögurnar um þessa tvo skrímslavini eru í uppáhaldi hjá mörgum börnum og það er ánægjulegt að sjá að Skrímslakisi er af jafn miklum gæðum og fyrri bækurnar.“

BTJ-dómurinn í heild sinni:
„Detta är den åttonde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet. Konflikten är lätt igenkännbar. Lilla Monster har fått en kattunge och Stora Monster känner sig svartstjuk för att den får så mycket tid och kärlek samtidigt som han är avundsjuk för att han inte har nagon egen kattunge. Stora monster gömmer kattungen och spelar ovetande när Lilla monster letar efter den, men på sista sidan har problemet lösts på att fint sätt. Det som er så interessant med monster-böckerna är att de skildrar fula och elake känslor med värme och humor. Inget förenklas och inga pekpinnar viftar. Läsaren kan prove de olika rollerna och känna de olika känslorna utan att de finns något fördömande i bakgrunden. Texten flyter med rytm och känsla. Layouten är varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. Bilderna är konstnärliga och lättilgängliga med många starka känslouttryck. Berättelserna om dessa två monsterkompisar har blivit många barns favoritläsning och det er glädjande att Monsterkatten är av lika hög kvalitet som de tidigare.“
– Helene Ehriander, BTJ-häftet, október 2014

Eva Emmelin skrifar um þrjár barnabækur í Skånska Dagbladet, þar á meðal um Monsterkatten og bendir á sögurnar tvær í bókinni: „Í myndrænu frásögninni er hægt að fylgjast með samviskubitinu sem greinilega hleðst smám saman upp hjá stóra skrímlinu. Börnin fá tvær sögur í bókinni, eina spennandi (hvar er skrímslakisi?), og aðra sem læðist óþægilega að lesandanum (kemst einhver að því hvað stóra skrímslið hefur gert?).“

„Den som inte är uppmärksam kanske missar håven som dyker upp i bild och tror att Stora monster är genuint orolig när Monsterkatten inte dyker upp en kväll. Att bildvägen följa det dåliga samvete som så tydligt kryper över Stora monsters är en upplevelse. För barnen får boken två historier, den första nervkittlande (var kan monsterkatten vara?), den andra krypande obehaglig (när ska någon komma på vad Stora monster gjort?).“  – Eva Emmelin, Skånskan 18. október 2014

Í bókabloggum má líka finna ummæli um Skrímslakisa. Marika er umsvifamikill bloggari og skrifar færslu í Marikas bokdagbok um Monsterkatten. Hún gefur þessa einkunn: „Fin berättelse om starka känslor.“ Í bloggfærslu í janúar 2015 taldi Marika svo upp bestu barnabækur ársins 2014 að hennar mati: „Den allra bästa barnboken var nog “Monsterkatten” av Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir.“

Í Hemmets Vedotidning voru taldar upp sjö bækur sem ver kynnu bestu kostirnir í jólapakkana. Þar var mælt með Skrímslakisa: „Dásamleg bókaröð … skemmtilegar myndir og mátulega hræðileg skrímsli.“

„Monster till minstingen. Monsterkatten är det senaste tillskottet i den populära och prisbelönta Monsterserien. En underbar serie för 3-6-åringar om Stora monster och lilla monster som hamnar i olika situationer som barnen känner igen. Roliga bilder och lagom läskiga monster.“  – Hemmets Vekotidning, 19. desember 2014.

♦ Book reviews. Book reviews on Skrímslakisi – Monsterkatten (The Monster Cat) were few but splendid in Sweden in 2014. An important review was in the Swedish Library Magazine: BTJ-häftet, by Helene Ehriander, where it read: “What is so fascinating about the monster-books is that they portray ugly and difficult feelings with warmth and humor. Nothing is simplified and there are no fingers pointed. The reader may try out different roles and emotions, without any condemnation hovering overhead. The text flows with rhythm and flair. The layout is varied and becomes part of the illustrations where type and text also graphically express the emotions behind what is being said. The pictures are artistic and accessible with many strong emotional expressions. The stories of the two monsters friends have become many children’s favorite reading, and it is gratifying to learn that The Monster Cat is of the same quality as the previous books.”

The Monster Cat was highly recommended in Hemmets Vedotidning and in Marikas bokdagbok here and here; as well as review by Eva Emmelin in Skånska Dagbladet; where she points out the two stories in the book, one in the text and then the second in the illustrations: “To experience through the illustrations the bad conscience that so clearly creeps over the Big Monster is an adventure. For children, the book has two stories, the first a thrilling one (where can the monster cat be?), and then the other unpleasantly creeping in (will someone find out what Big Monster has done?).”

Bókadómur og bóksalaverðlaun | Book review and Booksellers’ Prize

Skrímslakisi-Mbl-18des2014

♦ Bókadómur og bestu bækurnarÍ gær var tilkynnt um val bóksala landsins á bestu bókum ársins. Skrímslakisi er í góðum félagsskap og deilir 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka með Síðasta galdrameistaranum eftir Ármann Jakobsson. Í fyrsta sæti er Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og í öðru sæti Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarinn Eldjárn og Sigrúnu Eldjárn.

Morgunblaðið birti í dag bókadóm Silju Bjarkar Huldudóttur um Skrímslakisa: „Líkt og í fyrri skrímslabókum er sagan dregin upp með sterkum myndum og stuttum texta. … Það er ekki hægt annað en að þykja vænt um skrímslin og gleðjast yfir enn einni gæðabókinni úr frjóu samstarfi Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakelar Helmsdal.“ Silja Björk gefur bókinni fjórar og hálf stjörnu.

♦ Book review and book prizeA list of books receiving the Icelandic Booksellers’ Prize was announced last night. Skrímslakisi (The Monster Cat) shared the 3rd-4th place with Síðasti galdrameistarinn by Ármann Jakobsson, in the catagory of children’s books and as „the best books of the year“. The prize was first awarded in 2000. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

The Monster Cat also received an excellent review in Morgunblaðið newspaper today: four and a half star for “yet another high quality book sprung out of the creative collaboration of Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.“

BoksalaverdlAuglForlagidweb

Lesið í skóginum | Outdoor reading

♦ UpplesturÞað var fallegt vetrarveður í Heiðmörk um helgina en þar heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólamarkað og selur jólatré allar helgar á aðventunni. Sunnudaginn 7. desember las ég um Skrímslakisa fyrir gesti í „Rjóðrinu“ við Elliðavatnsbæinn, en þangað er alltaf ævintýralegt að koma. Hér er Fb-síða jólamarkaðarins.

♦ Reading: The weather was calm and clear yesterday, Sunday 7th December, when I did reading for visitors in Heiðmörk, where the Reykjavík Forestry Association has a Christmas market at Elliðavatn farm. These snapshots show a bit of the atmosphere around lake Elliðavatn last Sunday.

 

Þrír bókadómar | Three book reviews

DV 7-10nov2014♦ Bókadómar: Skrímslakisi hefur fengið ljómandi viðtökur hjá gagnrýnendum undanfarið. María Bjarkadóttir skrifar um þrjár myndabækur á vefsíðunni Bókmenntir.is og segir m.a. þetta um Skrímslakisa: „Myndirnar eru líkt og í fyrri skrímslabókunum skemmtilegar og litríkar og má lesa töluvert meira úr þeim en kemur fram í textanum, bæði um persónuleika skrímslanna tveggja og um samskiptin þeirra á milli. Svipbrigði skrímslanna eru einstaklega lýsandi og auðvelt að fá samúð með þeim báðum í sögunni.“ Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Auður Haralds fjallaði um Skrímslakisa í þættinum Virkir morgnar á RÚV. „Skrímslakisinn er eins og barnabækur eiga að vera,“ sagði Auður. „Boðskapurinn svona laumast inn með kætinni og ánægjunni. Hún fær alveg fjörutíu og ellefu stjörnur.“  Upptöku af þættinum (01.12.2014) má finna hér á vef RÚV. (Aðgengilegt til 27.02.2015).

Í bókablaði DV (7-11. nóvember) birtist umsögn eftir Kríu Kolbeinsdóttur, 6 ára, sem kemst að einfaldri niðurstöðu þrátt fyrir að sagan sé á köflum sorgleg: „Þetta er því skemmtileg bók.“ Dóminn má lesa hér til hliðar.

Skrímslakisi fékk ennfremur glimrandi dóm í Fréttablaðinu, eins og lesa mátti hér.

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb♦ Book reviews: Skrímslakisi (The Monster Cat) is getting excellent reviews. Here are short quotes from three reviews:
„The Monster Cat is like children’s books ought to be. … It gets forty-and-eleven stars!  – Auður Haralds – Virkir morgnar, RUV – The Icelandic National Broadcasting Service.
„Just as in the previous monster-books, the illustrations are amusing and colorful, and you can read considerably much more out of them than what says in the text, both about the two personalities and the relations between the two. Their facial expressions are particularly demonstrative and it is easy to feel empathy for both of them in the story.“ – María Bjarkadóttir, Bókmenntir.is
„This is funny book.“ – Kría Kolbeinsdóttir, 6 yrs, DV Newspaper.

Read also about five-star review in Fréttablaðið here.

Fimm stjörnu Skrímslakisi | Five star review!

Frettabladid-8okt2014-46

♦ BókadómurSkrímslakisi fékk þennan fína dóm í Fréttablaðinu í morgun. „Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Tengill á dóminn á visir.is.

♦ Book reviewThe new book in the monster series: Skrímslakisi (The Monster Cat) received a very nice review in Fréttablaðið newspaper this morning:
“The text is humorous, the characters are colorful and the images are very dynamic … A high quality and vivacious children’s book, in multiple layers, that can be read many times over and where there will always be something new to discuss.” – Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.