Svif | Too blue to be true?

Föstudagsmyndin – á ferð: Strandlína Miðjarðarhafsins er óvíða girt himinháum hótelbyggingum, sem standa eins og hamrabelti við sjóinn. Það kunna mávar að nýta sér. 

Friday photo – travels: In so many places along the coastline of the Mediterranean Sea, huge hotels guard the shore like steep cliffs. There a lone seagull likes to soar.

Ljósmyndin tekin | Photo date:24.10.2025

Litir í grasagarði | Autumn colours

Föstudagsmyndin: Lauftré standa nú flest nakin og fyrsti bylur ársins kom með miklu fannfergi í lok október. En svo koma blíðari dagar og þá er náttúran endalaus uppspretta fegurðar, fjölbreyttra forma og litbrigða.

Friday photo: Most of the deciduous trees are now bare, and the first snowstorm of the year brought us enormous amount of snow at the end of October. But then the milder days come, where nature is an endless source of beauty, shapes and colours.

Ljósmyndin tekin | Photo date:19.10.2025

Fjallasýn | Mountain view

Gluggaveðrið: Föstudagsmyndin hér ofar er frá því í júlí, möguleg tekin í gosmistri. Örnefnin eru til dæmis: Hafnardalur, Gildalur, Gildalstunga, Skaradalur, Katlaþúfur, Katlar, Hróar, Ölver út um glugga neðar. Í dag sést ekki til fjalla því þykk skýjatjöld ná niður í fjallsrætur.

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.“ Það má nú efast um það.

Friday photo: Above: photo since late in July. But today, the mountains are not visible because the curtains of clouds reach all the way down to the foothills. Below: view to Mt. Ölver from the window on the right – and my view today.

There is a saying: “Distance makes the mountains blue and the men great”* One may doubt. At least: distance – time – will judge many men not great. 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.08 / 28.08 / 15.08.2025
(*A phrase originating from the play Fjalla-Eyvindur (1911) by Icelandic poet and playwright Jóhann Sigurjónsson).

Botnsdalur og berjamór | Hikes in August

Síðsumar: Ég gekk að Glym í Botnsdal í góðum félagsskap í vikunni sem leið. Við gengum upp aflíðandi hryggina í NV-hlíðum dalsins, milli Hraunhellisgils og Svörtugjár og komum þar að fossinum ofarlega. Óðum ánna fyrir ofan fossinn eins og fara gerir og svo niður gönguleiðina SA-megin gljúfursins. Sú leið er brött og hrikaleg en stígar víða hlaðnir tröppum og með haldreipum. Og þar sést fossinn í öllu sínu veldi. Fossinn er um 200 metra hár og sannarlega ferðar virði.

Glymur waterfall: I hiked to Glymur waterfall (ca 650 ft) in Botnsdalur in good company last week. We took the trail up the ridge on the NW slopes of the valley, between Hraunhellisgil and Svartagjá, and came to the waterfall at the top. We crossed the river above the waterfall (wading the icecold, rapid flowing river) and then descended along the main trail on the SE side of the canyon. That trail is steep and rugged, but the path has also been paved with stone steps and ropes for guide and support. On the east side you can see the waterfall in all its glory. A hike definitely worth the trip.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Búsetuminjar: Í skógarlundum í Botnsdal standa minjar um búskaparhætti frá síðustu öld. Minnisvarðar um nýtni, útsjónasemi og líf í harðbýlu landi.

Old farm ruins: As in many remote places in Iceland you find in Botnsdalur abandoned farms, where life was hard and in the end did not fit the demands of modern life.


Berjamór! Þó sól og þurrkur hafi ekki verið áberandi á SV-landinu er allur gróður er þroskamikill eftir hlýtt sumar. Berin eru að verða fullþroskuð, krækiberin stór og falleg og bláber á góðri leið í Skorradalnum.

Berry picking! After two summers without any wild berries on my plate I was happy to spend few hours picking bilberries and crowberries. Ah, the wonderful taste of late summer in Skorradalur!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 05.08.2025 / 07.08.2025

Sumardögg | Midsummer dew

Sólarupprás! Heimasíðan og myndabloggið hefur síðastliðnar vikur og mánuði goldið fyrir margvíslegan trassaskap og bara einhverskonar tjáningarfælni. Í heimi, sem hefur fyrir löngu skroppið saman, hrópa heimsmál og stjórnmál á athygli: þau koma okkur öllum við og enginn má undan líta. Um leið virkar það jákvæða og persónulega sem næsta sjúkleg sjálfhverfa. En sumarið er ljúft og við lifum góða bjarta daga á Íslandi. Jónsmessan er liðin, en það má alltaf finna dögg og óskasteina …

Myndin er tekin um kl 5 að morgni þegar sól rís yfir Ölver.

Rise and shine! Time for revival of my blog! My website and photo blog have in recent weeks and months been badly neglected. Perhaps due to a kind of fear of expression, tiredness, numbness, overwhelming. In a world that has long since shrunk, world affairs and politics cry out for our attention: they affect us all and no one should look away. At the same time, things positive and personal look as a pathological egoism. But summer is kind and we are living good and bright days in Iceland. Midsummer is over, but there is always dew and some wishing stones to be found …

The photo is taken at 5 am in the morning. The sun is rising above Mt Ölver in Skarðsheiði Mt range.

Ljósmyndin tekin | Photo date:14.06.2025

Náttúran í borginni | Nature in the city

Himinn og haf: Ég hugsa oft um það hvað við borgarbúar erum heppnir að hafa náttúruna svona nærri okkur. Og hvað það er mikilvægt að skerða ekki útivistarsvæðin (nei, ég er ekki að tala um fellingu grenitrjáa Öskjuhlíð) heldur bæta þau, fjölga þeim og auðvelda aðgengi. Aðgangur að öllum ströndum og fjörum á stórborgasvæðinu ætti að vera skilyrðislaus, en það vantar nokkuð upp á það þar sem strandlóðareigendur hafa tekið sér umráð yfir svæði í sjó fram. En Heiðmörk og Reykjanesfólkvangur, Esjan og fellin í kringum borgina eru öllum gönguhrólfum opin. Og þrátt fyrir mikla ljósmengun opnast himinninn stundum með norðurljósum og stjörnudýrð. Gott er það.

Ný borgarstjórn tekur við völdum í dag. Fimm konur láta reyna á samstarf fimm flokka frá miðju og til vinstri. Nú þegar fyrir liggur fyrir að brjóta þurfi nýtt land undir stækkandi borg vona ég að hugað verði að aðgengi að náttúru, fjöru og fjalllendi, opnum og grænum svæðum sem eru hreinlega lífsspursmál fyrir borgarbúa og gesti borgarinnar. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast „þéttingu byggðar“ og þessum rándýru blokkar-gettóum sem vantar birtu og lífvænlega garða. Megi nýrri borgarstjórn farnast vel í þessum málum sem öðrum.

Myndirnar: Ægisíðan á góðum degi og norðurljós í Vesturbæ.
Photos: Ægisíða-beach and northern lights above Vesturbær.

Enjoying sky and sea: I often think about how lucky we are to have nature so close to us in Reykjavík. And how important it is not to cut back on green or outdoor recreation areas, how vital it is to improve them, increase their number and make them easier to access. Access to all beaches and shores in the metropolitan area should be unconditional, which is not the case as some owners to coastal plots have simply occupied the beaches. But the nature reserves of Heiðmörk and Reykjanes, Mt. Esja and the other mountains close to the city are open to all hikers. And despite the high light pollution, the sky sometimes opens up with the northern lights and bright stars. All good.

A new city council takes office today. With five women in front, a coalition of five center and left-wing parties will be taken to test. Among many urgent matters, it is clear that new areas need to be planned for a growing city. I hope that attention will be paid to access to nature, the coast and the higher terrains, open and green areas that are crucial for a sustainable city, for the well-being and health of the city residents and it’s visitors. It has been truly horrid to watch how new apartment buildings have popped up around the city, where the lack light and livable gardens and parks is obvious. This needs not to be so. I wish the new city government all the best in city planning and all other matters!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.02 – 15.02.2025

Þorrinn | The fourth month of winter

Vetur: Þorrinn er gengin í garð. Gamla tímatalið, með 6 mánuðum vetrar og 6 mánuðum sumars, hugnast mér ágætlega. Þannig má skipta árinu í birtumánuði og skammdegismánuði. Aðrir kvarðar eins og hitastig eru afar óáreiðanlegir til að skera úr um hvað gæti kallast sumar, vor, haust …

Megi þorrinn fara um okkur mildum höndum og vaxandi birtan gleðja!

Myndirnar: Hvannarsprek í snjó og geislar sólar leika í fjöður og gulri þangdoppu.

Winter: Gone is the third month of winter and the forth, þorri, started yesterday with Bóndadagur, when we celebrate our men, a custum traced to ceremonies in the olden times when the master of the house played a big role in welcoming the month of þorri with worship of the pagen gods (blót) on the first day of þorri.

Photos: Twigs of Angelica in the snow; rays of the low sun at the beach bringing
light to a white feather and a small conch (Littorina obtusata, flat periwinkle).

May þorri treat us gently and the growing light bring joy!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01 – 20.01.2025

Áramótakveðja! | Happy New Year 2025!

Nýtt ár: Nýársdagur 2025 er hvítur og kaldur. Enn eru dagarnir stuttir þó sól hækki ögn á lofti dag hvern. Allir skuggar eru svalbláir og ógnarlangir. Sólin sest jafnharðan og hún rís en bætir í kuldablámann örlitlum gulum lit, ferskjugulum, bleikum … lygilegum, fínlegum tónum sem þættu ósmekklegir á lérefti og nást varla á ljósmynd. 

Gamla árið kvaddi með fallegum norðurljósum sem eru kvik eins og lukkan, horfin fyrr en varir, en birtast svo aftur – og þá skiptir máli að vera vakandi og viðbúin.

Megi lukkan leika við ykkur á nýju ári! Kærar þakkir fyrir heimsóknir á vefsíðuna, samskipti og samvinnu. Gleðilegt nýtt ár 2025!

Eitt ljóð úr bókinni minni „til minnis:“ í tilefni dags og árstíðar:

Útfiri

geng útfiri
kasta spurnum
í bleikar tjarnir
veiði
undursamlegar þagnir

djúpt í köldum firði
hvíla voröldur
bíður vonarklak

við ísklepra
á klöppum
er þagnað
allt fuglakvak

tel sjávarorpin
steinegg
í yfirgefnum
hreiðrum

legg við hlustir
nem nið af brimi
fyssandi fjarska

svo fellur að

New Year’s Day 2025 is white and cold. The days are still short, although the sun rises a little bit higher in the sky every day. All shadows are crisp blue and amazingly long. It feels as if the sun sets almost just after it rises, but it adds to the cold blue sky streaks of yellow color, peach, pink… incredibly subtle tones that would seem somehow wrong to use together in a painting and can hardly be captured in a photograph.

The old year said goodbye with beautiful northern lights, this phenomenon that is as hard to catch as luck, disappearing before you know, to then appear again – and then it is important to be alert and prepared.

May the new year bring you all luck and happiness! Thank you all for visiting my blog.
Happy New Year 2025!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12 – 31.12.2024 og 01.01.2025

Dagur íslenskrar náttúru 2024 | Icelandic Nature Day 2024

Náttúran: Íslensk náttúra er margslungin og fjölbreytt. Við alla nánari skoðun er hún auðugri og aðdáunarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn. Á hrjóstrugu og eyðilegu holti má finna fleiri blómtegundir, grös, mosa og skófir en á grænni grundum. Á opnum svæðum eins og heiðum og holtum verpa fjölmargar fuglategundir í merkilegu samlífi. Þarna þykir mörgum kjörið að sá lúpínu, grænþvo samvisku sína með skógrækt, reisa vindmyllugarða eða stunda viðlíka gróðabrall með vind, vatn og jarðefni. Allsstaðar er sótt að náttúrunni með byggingum, virkjunum, námugreftri og stóriðjubúskap á láði og legi og andvaraleysið með ólíkindum. Náttúruvernd er ekki gæluverkefni náttúruunnenda heldur forsenda lífs á jörðunni. Til hamingju með daginn.

Nature: Icelandic nature is complex and diverse. On closer inspection, it is richer and more admirable than most people suspect at first glance. On barren and desolate ground you can find more types of plants, flowers, grasses and mosses than on greener grounds. In open areas such as heaths and hollows, numerous bird species nest in a remarkable symbiosis. There, many people find it ideal to sow lupine, sell grounds for planting trees for greenwash, build wind turbine farms or engage in similar profiteering with water and mining. Everywhere, nature is under attack for buildings, power plants, mining and large-scale industrial agriculture and fish farming, and the lack of awareness is unbelievable. Nature conservation is not a hobby for nature lovers, but a prerequisite for life on earth. Happy Icelandic Nature Day – every day.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.08.2024

Sumarnætur | Summer nights

Föstudagsmyndir: Grösin eru ómótstæðilega safarík í júnílok og biðukollurnar bíða næstu vindkviðu. En það er logn og tíminn stendur í stað eitt andartak 29. júní kl. 23:23. Lognið á undan storminum.

Friday photo: The grass has become irresistibly juicy at the end of June and the blowballs are waiting for the next breath of wind. But it is calm and time stands still for a moment on June 29 at 11:23 p.m.


Sólin: Klukkan hálf sex að morgni, þegar bjartast er og best, hefur sólin risið við Hafnarfjall og krýnir Blákoll / Ölver 8. júlí 2024 kl 5:25.

The sun: At half past six in the morning, when it is brightest and best, the sun has risen above the mountains and crowns Mt Blákollur / Ölver on July 8, 2024 at 5:25 am.


Blómin: Uppáhaldsjurtirnar blómstra! Bláliljan sem fegrar við fjöruborðið, ilmbestu jurtir Íslands fylla vitin af svimandi góðum angan: blóðberg, gulmaðra og hvítsmári. Í vendinum (neðst) er m.a. kúmenblóm, blóðkollur, mjaðurt og blágresi, – það síðastnefnda uppáhaldsblóm mömmu sem hefði orðið 88 ára í dag, 12. júlí. Hugsa til hennar á þessum degi og sakna oft.

The flowers: All my favorite plants are blooming! The oyster leaf (Mertensia maritima) that beautifies the shore; and Iceland’s most fragrant herbs fill the air with a dizzyingly good aroma: wild thyme (Thymus praecox), lady’s bedstraw (Galium verum) and white clover (Trifolium repens).
And last, a bouquet of wild flowers (bottom photo), like caraway (Carum carvi), great burnet (Sanguisorba officinalis), meadowsweet (Filipendula ulmaria) and woodland geranium (Geranium sylvaticum). The last one my mother’s favorite flower. She would have turned 88 today, July 12th, I miss her.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.06.2024 + 08.07.2024

Sumarið suma daga | The summer some days

28-juni-2004-©AslaugJonsdottir.jpg

Föstudagsmyndir: Júnímánuður getur verið kaldur og fullur af allskonar ólíkindum. En ef skýin fylla háloftin ekki alveg er birtan í júní mögnuð. Kvöldin löng og nætur bjartar. Myndirnar voru teknar á þessum degi, 28. júní fyrir annarsvegar 20 árum og 17 árum. (Kannski verður þessi póstur uppfærður ef veður leyfa…)

Friday photo: The month of June can be cold and giving us the taste of all kinds of odd weather. But if the clouds don’t fill the sky totally, the light in June is amazing. The photos were taken on this day, June 28, 20 years ago and 17 years ago. (Maybe this post will be updated with a new photo, if the weather permitts …)

28-juni-2007-©AslaugJonsdottir.jpg

Uppfært: Myndin neðst á síðunni var tekin að kvöldi 28. júní 2024. Alltaf nýr himinn!
Updated: I added a photo from the evening of June 28, 2024. A new sky every day!

28-juni-2024-©AslaugJonsdottir

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.06.2004 – 28.06.2007 – Uppfært / updated: 28.06.2024

Sumarsólstöður og vorið langa | Summer solstice and the long spring

hofsoley2024-©AslaugJonsdottir.jpg

Föstudagsmyndin: Hver er staðan? Það eru víst allir inni að horfa á fótbolta. En ekkert hefur meiri áhrif á líf okkar en staða hnattarins bláa í sólkerfinu. Í gær voru sumarsólstöður (vegna hlaupárs 20. júní en öllu jafna 21. júní) og birtan á Íslandi er í hámarki. Myrkur er ekkert: í dag reis sól í Reykjavík skömmu fyrir kl þrjú að nóttu og hún sest ekki fyrr en eftir miðnætti. Það dimmir sem sagt í tæpa þrjá tíma. Það er auðvelt að hugsa sér að lífið væri ljúfara ef hitinn væri ögn hærri, í samræmi við birtuna. En miðað við ástandið víða á hnettinum megum við vel við una í svalanum. Og náttúran hefur sinn gang þrátt fyrir hretin. Vorið kom með nýfæddu ungviði og jurtir vöknuðu til lífs og springa nú út og blómstra hver á eftir annarri í sinni réttu röð. Það er enn vor, langt vor!

Í mars tók ég þátt í örpistla-röð RÚV, Uppástandi, en þar var umfjöllunarefnið einmitt vor. Hér má hlusta á pistilinn á vef RÚV: Uppástand – Vor – Áslaug Jónsdóttir.

Hér fyrir ofan og neðar eru nokkrar vormyndir: efst hófsóley (Caltha palustris); neðar: hrafnaklukka (Cardamine pratensis); tjaldsegg; sjálfa með ástleitnu folaldi (Viljahestar) og loðvíðigrein (Salix lanata) teygir sig upp úr sinunni.

Það er liðið nær hálft ár frá síðasta pósti svo nú heiti ég tíðari færslum! Í hófi þó!

hrafnaklukka2024-AslaugJonsdottir

Friday photo: Nothing affects our lives more than our planet’s position in the solar system. Yesterday was the summer solstice (due to a leap year, on June 20, otherwise on June 21) and daylight in Iceland is at its peak. There is no darkness: today the sun rose in Reykjavík shortly before 3 am in the morning and it does not set until after midnight. It’s easy to imagine that life would be somewhat sweeter if the temperature was a bit higher, in line with the brightness. But considering the situation in many parts of the world, we are better off with the fresher and cooler temperatures. And nature has its way despite times with setbacks bad weather. Spring comes with newborn foals and lambs, the flora awakens and flowers bloom one after the other in their proper order. It is still spring, the long spring …

In March, I took part in the The Icelandic National Broadcasting Service’s (RÚV) mini-episodes: Uppástandi [Opinion], and the topic was SPRING. To listen, click here: Uppástand – Vor – Áslaug Jónsdóttir.

Above and below are few photos from this spring. Above: marsh-marigold or kingcup (Caltha palustris); mayflower or lady’s smock (Cardamine pratensis); the humble nest of an oystercatcher; selfie with a lovely little friend (Viljahestar) and a wolly willow branch (Salix lanata) that stretches out from the withered grass.

It’s been almost six months since my last post, so now I promise to post more often! In moderation though!

egg-2024-©AslaugJonsdottir

folald-2024-©AslaugJonsdottir

vidigrein-2024-©AslaugJonsdottir.jpg

Ljósmyndir teknar | Photo date: 18.05 – 14.06.2024

Norðurland | The winter land

Á ferð: Í janúar átti ég vikudvöl Davíðshúsi á Akureyri og gat notið þess að fylgjast með lokaæfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu, sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mánuðinum. Auk þess nýtti ég gott næði í húsinu til vinnu. Auðvitað var kjörið að sjá myndlistarsýningar á listasafninu góða, fara í skógarböð og fleira gott. Norðurlandið var heillandi eins og ævinlega: hreint ævintýri að vera á ferð um vetrarlandið í ljósaskiptunum. Skagafjörðurinn og Hérðasvötnin voru töfrandi í algjöru logni og vetrardýrð.

On the road: In January, I spent a week at Davíðshús in Akureyri up in the North, and was able to enjoy watching the final rehearsals of my play Little Monster and Big Monster, which premiered at Akureyri Theater on the 13th. In addition, I got some writing and planning done too. And of course, it was nice to see art exhibitions at the art museum, go visit the “forest lagoon” and other good things of leisure. The north of Iceland was charming as always, and a pure adventure to be traveling through the winter wonderland in the twilight. Skagafjörður and Hérðasvötn rivers were magical in calm weather and winter glory.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 08 + 09.01.2024

Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024

Áramótakveðja! | Happy New Year 2024!

Bless 2023! Gleðilegt nýtt ár 2024! Megi nýja árið færa öllum mönnum frið og viturt hjarta.
Farewell 2023! Happy New Year! May 2024 bring all men peace and visdom of the heart.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 09.12.2023

Nóvember | The last leaves

Föstudagsmyndin: Nú standa flest lauftré nakin, en nóvember var einstaklega mildur. Myndirnar eru úr Öskjuhlíðinni, en það er ljúft að flýja jólaös og laumast þar um í góðu veðri. Gleðilega fullveldishátíð og jólaföstu framundan!

Friday photo: November was nice – I have at least forgotten all about the bad weather. A stroll in Öskjuhlíð park is wonderful this time of year. Facing south with trees and bushes of all sorts, this park is always a little less cold than the more open areas closer to the sea.
Also: Today, December 1st, we celebrate Iceland’s Sovereignty day, even had a bit of sunshine! Happy December!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.11.2023

Fjörufléttur | The vines of sand

Föstudagsmyndin: Það getur verið ákveðin fegurð í því þegar eitthvað rennur út í sandinn! Ég tala ekki um þegar hlutunum er snúið á hvolf. Njótið helgarinnar!
Friday photo: Watermarks in the sand sometimes make an optical illusion, especially when the light is low. And depending on where you stand… turning upside down. Enjoy your weekend!

Ljósmynd tekin | Photo date: 29.10.2023

Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Í höfn | At the harbour

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það er að hafa fast land undir fótum. Eiga sér sína heimahöfn, vera í öruggri höfn. Margir búa ekki svo vel, æ fleiri eru landflótta og leggja á haf út til að flýja hörmungar og stríð, stundum út í opinn dauðann. Öll viljum við rétta hjálparhönd en það er eins og okkur sé ekki sjálfrátt: göfuglyndið snýst upp í andhverfu sína, við sláum frá okkur og sláum til þeirra sem síst skyldi. Það er illa komið fyrir okkur.

Friday photos: It’s easy to practice the acclaimed gratitude when Nature caresses us so beautifully as these days. Calm and quiet! Thank you, thank you! Thank you for not beating us with storm and sleet although it’s November! At the harbour one could meditate (also highly praised) on how good it is to have solid ground under the feet. How good it is to have your own home port, and to be in a safe haven. Too many are not so lucky, more and more people are displaced in the world and flee to sea to escape war and disaster, sometimes only to face death. I want to believe that we all want to lend a helping hand, but it’s as if we’re not in control of ourselves: empathy and kindness turn into their grim opposites, we push people away and harm those who deserve it the least. We are in a bad state as humans.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.11.2022

Haustið 2022 | Autumn

Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi!

Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of Autumn” / Haustmánuður came to an end, and the month with the less attractive name: “Month of Gor” / Gormánuður started – all according to the old Norse calendar. The name is connected to the season of slaughtering and feasting in the early winter: gor meaning the half-digested forage from an animal’s innards. Yes, nice. 

I bid the mild autumn 2022 farewell with photos from both farm (above) and city (below). Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07-27.10.2022

Norðurljós í september | Aurora Borealis

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport í því að reyna að ná skemmtilegum formum því hreyfingarnar eru miklar og hraðar. Góða helgi, njótið haustsins!

Friday photos: Nights are getting darker and longer, giving us chance to experience the northern lights. These are no quality photos but I still find them enjoyable and just trying to catch some of the movements is fun.
Wish you all a nice weekend! And if in Iceland, you might want to try your luck: see Aurora forecast here.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.09.2022

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Sumarský | Variations of grey

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein …
Njótið daganna, góða helgi!

Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone …
Enjoy your days, have a nice weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.-06.08.2022

Hvítt, hvítt, hvítt | Variations of white

Föstudagsblóm: Undrin eru alls staðar í grasinu, gleymd er óveðursbarinn sinan og éljagrá holtin. Veröldin er græn og þar eru faldar gersemar. Njótið sumarsins, góða helgi!

Blooming and bursting in July: Although we could use more hours of sun in Iceland these days, the flowers bloom and nature stays awake all the short nights and long days. Enjoy the blooming summer, come rain, come shine!

⬆︎ Mynd efst | photo at top: Mýrasóley (Parnassia palustris).
⬇︎ Mynd hér fyrir neðan | photo below: Hvítsmári (Trifolium repens).

 

⬇︎ Biðukolla, túnfífill (Taxacum officinale).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.07.2022

17. júní 2022 | The National Day of Iceland

Eitt eilífðar smáblóm … Ef ég nú hugsa mig um, þá er ég sjaldan í einhverri meiriháttar þjóð-hátíðarstemmingu á 17. júní. Mér finnst dagurinn hátíðlegur en ég hef eiginlega alla tíð forðast mannmargar þjóðar-samkundur á þessum degi. Langar ekkert sérstaklega til þess að pulsa mig upp með þjóðinni og hef aldrei farið í skrúðgöngu, til dæmis. Mig rámar óljóst í samkomur þar sem fjallkonur mér nákomnar stóðu á palli og til viðbótar einhver yfirþyrmandi leiðinleg skemmtiatriði og kökuát. Sautjánda júní árið 1974 fór fjölskyldan að Reykholti því öll þjóðin hélt upp á ellefu hundrað ára afmæli byggðar á Íslandi og Guðmundur frændi Böðvarsson hafði frumsamið hátíðarljóð sem þar var flutt. Borgfirðingar mættu vel. Og vorið hafði verið sólríkt og þannig var það líka í júní. Að morgni 17. júní var rætt hvort ég ætti að koma með eða vera heima, því ég var það illa útlítandi eftir heiftarlegt sólarexem. Ég var 11 ára, skoppandi út um allar þorpagrundir og Nieva-kremið sem var annars notað við öllu dugði þarna ekki. Ég man ekki eftir því að ég væri neitt miður mín yfir þessum umræðum en úr varð að ég fór með. Ég hélt mig til hlés með mitt fés, en leyfði mömmu að útskýra fyrir allskonar fólki afhverju barnið liti svona út. Það sem vakti áhuga minn á þessum ferðum á þjóðhátíðir var möguleikin á því að teknir væru einhverjir útúrdúrar, ekið um mér óþekkt landslag, stoppað í skógi – kjarrlendi. Það var toppurinn.

Auðvitað hef ég fagnað þjóðhátíðardeginum í góðra vina hópi, ekki síst í útlöndum. En ef það er eitthvað sem gerir mig að Íslendingi þá er það ekki stóra „húh-ið“ eða samkenndin með hjörðinni, heldur landið sjálft og náttúran. Ekkert hefur mótað mig meira en stórbrotið og hrjóstrugt landslagið, hömlulaus veðráttan og undrin sem í náttúrunni kvikna þrátt fyrir allt: allt þetta viðkvæma líf sem dafnar og deyr. Ég er alltaf jafn gáttuð á hverju vori og alveg jafn bit á haustin … Alls staðar mótar náttúran manninn, tunguna og hugsunina. Við eigum ekki landið, landið á okkur, það finnst aldrei betur en á stuttu íslensku sumri. –– Gleðilega hátíð!

⬆︎ Mynd efst | photo above: Lambagras (Silene acaulis) – moss campion.

⬆︎ Þjóðarblómið: Holtasóley (Dryas octopetala) – mountain avens – the national flower of Iceland.


The Icelandic National Day: Today is the National Day of Iceland, and I celebrate it with images of some of my favorite wild flowers that grow in the most barren places in Iceland every spring and survive the most unpredictable and harsh weathers of the North. Here a small selection of snap shots from our farm Melaleiti.

⬆︎ Lambagras (Silene acaulis) í nærmynd – moss campion, close up.

⬆︎ Gullmura (Potentilla crantzii) – alpine cincefoil.

⬆︎ Blálilja (Mertensia maritima) – oysterleaf.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.06 / 08.06.2022

Höfnin | The harbour

 

Föstudagsmyndir: Það er kominn júní og sumarið kom á harðspretti. Ég ætti að velja einhverja sólríka mynd því vorið hefur verið bjart og blítt. En einmitt í dag hefur rignt. Þessar „votu“ myndir frá Reykjavíkurhöfn eru því myndir dagsins.

(Nú heiti ég því að vera duglegri að henda einhverju út á veflogginn … meira, meira. Meira síðar!)

Friday Photos: It’s already June and summer has come running. Suddenly everything is sprouting and blooming. I should choose a sunny picture because spring has been bright and mild. But today it has rained and the sunny photos just don’t fit. These “wet” photos from Reykjavik Harbor are therefore the pictures of the day.

(Now I’m going to try to post more often, more, more… More later!)

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 18.05.2022