Snjór | Snow

♦ Föstudagsmyndir: Snjókoman og fannfergið á suðvesturhorni landsins í lok febrúar sló met. Þegar við bættist blíðviðri dag eftir dag breyttust þessar annars oft umhleypingasömu vikur vetrarins í hreint undur. Ég fór með myndavélina í sveitina og horfði á snjó og ís í ýmsum myndum.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

♦ Photo Friday: So we had snow! In Reykjavík and the southwest of Iceland it was record snowfall on the night of February 26th followed by beautiful sunny days. And the weather stayed great for weeks! The snow was soft and powdery for a long time. I went to the family farm and enjoyed the landscape of snow and ice.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.-05.03.2017

Edinborg | Snapshots from Edinburgh

Edinburgh - ‘There Will Be No Miracles Here’ by Nathan Coley Photo © Áslaug Jónsdóttir

♦ Föstudagsmyndir: Ég dvaldi nokkra dásamlega daga í Edinborg og mundaði þar stundum símamyndavélina. Hér fyrir ofan er það verkið: „There Will Be No Miracles Here“ eftir Nathan Coley, sem stendur fyrir utan Scottish National Gallery Of Modern Art. En það þarf engin kraftaverk í Edinborg – borgin er dásamleg eins og hún er.

♦ Photo FridayI travelled to Edinburgh, Scotland, and spent a few days in that wonderful city. Hence these snapshots. Above is the artwork ‘There Will Be No Miracles Here‘ by Nathan Coley situated by the Scottish National Gallery Of Modern Art.

edinborgaslaugj-4

edinborgaslaugj-6

edinborgaslaugj-10

edinborgaslaugj-2

edinborgaslaugj-7

edinborgaslaugj-3

edinborgaslaugj-5

edinborgaslaugj-8

edinborgaslaugj-9

Ljósmyndir teknar | Photo date: 3.-8.02.2017

Hvað nú litla skrímsli? | What’s up Little Monster?

skrimslaskissjan-2017♦ MánudagsrissSkrímslin tvö eru alltaf eitthvað að bralla. Þau halda áfram að banka á dyr og setjast að mér við teikniborðið. Hvað þau taka sér næst fyrir krumlur og klær er leyndarmál eða öllu heldur óleyst mál! Við höfundarnir þrír: Áslaug, Kalle og Rakel, eigum handrit í skúffunum sem við höldum áfram að pússa og senda á milli. En vonandi verður ekki langt í næst bók.

Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim heldur brátt af stað í ferðalag og verður væntanlega opnuð í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 1. apríl næstkomandi.

Samið hefur verið um útgáfu á fleiri erlendum þýðingum á skrímslabókunum og verður sagt frá þeim útgáfum síðar.

♦ Monday sketchingLittle Monster and Big Monster tend to turn up at my desk time and again, bringing their odd stories to be told in pictures and words. We the three authors, Áslaug, Kalle and Rakel, have a few manuscripts we are working on. What the monsters are up to is still a secret, or still unsolved! But hopefully new books will come out of it before all too long.

The interactive exhibition Visit to the Monsters will go traveling and open in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands in April.

Rights have been sold for more books in the Monster series to be published abroad, more languages and titles. Further monster news about that when time comes!

Skissa dags. | Sketch date: Jan. 2017

Hrogn og lifur á Dögum ljóðsins | Winners of the Jón úr Vör Poetry Award 2017

ljodstafur2017salurinn

♦ Ljóðstafur Jóns úr Vör. Í gær, 21. janúar 2017, voru liðin hundrað frá fæðingu Jóns úr Vör og markaði dagurinn upphaf ljóðahátíðarinnar Dagar ljóðsins í Kópavogi. Hátíðin stendur frá 21.- 28. janúar og hófst með hátíðlegri athöfn í Salnum þegar Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur, en allt frá árinu 2002 hefur lista- og menningarráð Kópavogs hefur staðið að árlegum ljóðaverðlaunum i minningu skáldsins.

ljodstafurverdlhafar2017

Fríða Ísberg, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Áslaug

Um tvöhundruð og sextíu ljóð bárust í keppnina að þessu sinni og valdi dómnefndin tíu ljóð, þrjú sem fengu verðlaun og sjö sem fengu viðurkenningar. Ljóðstafinn hlaut Ásta Fanney Sigurðardóttir fyrir seiðmagnaða ljóðið „Silkileið nr. 17“. Í öðru sæti var ljóðið „Hrogn og lifur“ eftir Áslaugu Jónsdóttur og í þriðja sæti „Funalind“, firnafínt ljóð eftir Fríðu Ísberg. Sjö höfundar hlutu viðurkenningar fyrir ljóð sín: Áslaug Jónsdóttir (fyrir ljóðið „Áform“), Elías Snæland Jónsson, Dagur Hjartarson, Margrét Þ. Jóelsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Þuríður Elfa Jónsdóttir.

Þá var einnig tilkynnt um úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi og þar hlutu stórgóð ljóð verðskuldaða viðurkenningu.

Um leið og ég þakka fyrir verðlaun og viðurkenningu óska ég Kópavogsbúum og nærsveitafólki til hamingju með Daga ljóðsins. Það er einnig ástæða til þess að benda á glæsilega heildarútgáfu á ljóðum Jóns úr Vör sem Dimma gefur út í tilefni aldarafmælisins og óska aðstandendum til hamingju með skínandi fallega prentgripi og vandað verk.

Neðst í færslunni má lesa ljóðin Hrogn og lifur og Áform.


♦ Acknowledgement for poetryI’m very happy to announce that a couple of poems I wrote did well in a competition for The Jón úr Vör Poetry Award, an annual poetry contest. The Award ceremony was held yesterday on the birthday of poet Jón úr Vör and was a part of the poetry festival Dagar ljóðsins in Kópavogur, celebrating poems and art of the word for a whole week.

Ásta Fanney Sigurðardóttir won first prize for her wonderful poem “Silkileið nr. 17″. “Hrogn og lifur” (e. Roe and liver) by Áslaug Jónsdóttir received second prize and Fríða Ísberg won third prize for the excellent poem “Funalind”.

Seven poems got special acknowledgement, poems by the following authors: Áslaug Jónsdóttir – for the poem Áform (e: Intention), Elías Snæland Jónsson, Dagur Hjartarson, Margrét Þ. Jóelsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Þuríður Elfa Jónsdóttir. 

At the bottom of the post are these two poems of mine: Hrogn og lifur (Roe and liver) and Áform (Intention).

Tenglar | Links:
RÚV – Þáttur Jórunnar Sigurðardóttur, Orð um bækur, um Jón úr Vör og viðtal við verðlaunahafa: hér.
RUV radio program about poet Jón úr Vör and interview with the prizewinners in RUV: here.
Listi Borgarbókasafns yfir fyrri verðlaunahafa. | List of earlier winners.
Frétt á vef Dimmu um heildarútgáfu á ljóðum Jóns úr Vör | Dimma publisher of Jón úr Vör poetry collection.

armann-kr-olafsson-frida-isberg-3-saeti-aslaug-jonsdottir-2-saeti-asta-fanney-1-saeti-karen-e-halldorsdottir-og-anton-helgi

Ármann Kr. Ólafsson, Fríða Ísberg, Áslaug Jónsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir – handhafi Ljóðstafsins, Karen E. Halldórsdóttir og Anton Helgi Jónsson formaður dómnefndar. Ljósmynd @ Ljóðstafur Jóns úr Vör / Kópavogsbær


Hrogn og lifur

– Hvaðan utan af landi ertu?
spurði fisksalinn

það var eitt og hálft kíló af hrognum
á milli okkar
og sambandið ekki alveg augljóst
en víst að ég þekkti
innyfli frá dauðyfli

og svarið sendi hugann yfir fjörð
með nokkur forskeyti
í
við
á
úr
frá
en ég deildi ekki um það

– sem sagt ekki í hundraðogeinum í uppeldinu
bætti hann við

og ég sem fagnaði ung og oft
í hundraðogeinum
mundi ekki hvar uppeldið endaði:
– nei

– þá viltu víst lifur?
sagði hann
og hrærði í fatinu

en ég datt inn
í póstnúmer pempíunnar:
– nei takk, það gerir brjóstsviðinn,
skilurðu

hann þerraði fituga höndina
og var létt:
– þetta er heldur ekki mannamatur
hún er full af ormum og ógeði, lifrin

með áhyggjur af hlýnun sjávar
úrkynjun og ormaveitum
og afgreiðslumanni í fiskverslun
sem var of hreinskilinn fyrir starfið
gleymdi ég að spyrja:

– hvaðan utan af landi ertu?

Áslaug Jónsdóttir. Ljóðstafur Jóns úr Vör: 2. verðlaun 2017.


Áform

Að næturþeli
löngu áður en birtir
raða ég upp
góðum áformum
skynsamlegum áætlunum
og einlægum ásetningi

eins og kórdrengjum

til þess eins
að skjóta þá niður
einn í einu
við dögun.

Áslaug Jónsdóttir. Ljóðstafur Jóns úr Vör: Viðurkenning 2017.

Skrímslin í sjónvarpinu í kvöld | The Monsters on TV tonight!

MonsterTheater3web♦ Leikhús. Í kvöld, sunnudaginn 8. janúar, er endursýnd upptaka RÚV á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, leikritinu um skrímslin tvö. Leikritið sett var upp í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins og frumsýnt í desember 2011. Útsendingin hefst kl.18:00.

[Uppfært:] Upptakan er aðgengileg á KrakkaRÚV til 5. febrúar og má spila hér: Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu.

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

♦ TheaterThe Icelandic National Broadcasting Service RUV is rebroadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland. The program starts at 6 pm tonight Sunday 8 January.

[Update:] The program is available in Iceland at RÚV children’s web: KrakkaRÚV until 5 February. Click here to watch: Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu.

Links to more information:
The Little Monster and the Big Monster in the Theater See also my webpage: Leikrit | Plays.
The play at The National Theater.
The program.

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2017!

aslaugj©1-1-2017

♦ Áramót: Gleðilegt ár vinir á vefnum! Bestu þakkir fyrir innlit og heimsóknir á heimasíðuna, sem ég lít öðru fremur á sem upplýsinga- og minnistöflu: stundum er efnið fyrir sjálfa mig, stundum kann það að gagnast það öðrum.

Er ekki eitthvað dásamlega frelsandi við það að skrifa nýtt ártal? Ég sé ekki eftir árinu 2016, svo mikið er víst, og vonandi verður nýja árið farsælt.

Ég eyði áramótum í sveitinni og veit ekkert betra eftir ofát og hátíðahöld en að vafra út og horfa. Helst út í bláinn, en oft í gegnum ljósmyndalinsuna. Um áramót má svo horfa fram á veginn, um öxl og þar fram eftir götum. Ég sæki sem fyrr í fjöruna og þó allt sé þar gamalkunnugt, þá finnst mér einatt að ég sjái þar eitthvað nýtt. Svona er náttúran undursamlega blekkjandi.

♦ Happy New Year – to you all! May the new year 2017 bring us peace and happy moments in life. I can’t say I miss 2016 despite the many good memories.

To the readers of my blog: Thank you for visiting and checking out my digital memo board of miscellaneous stuff  🙂 I hope it may be an inspiration to some and of interest and information to others.

I shot these photos yesterday, the last day of the year 2016, at the family farm. (Except the one at the top). Winter sky, cold sea, frosty earth… I may have posted similar shots many times before, but somehow I feel I always see something new on my beach walks. This is the wonderful illusion of nature.

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-0

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-10

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-1

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-7

 

Skálalækur - aslaugj31-12-2016-5

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-11

Spor eftir hagamús - aslaugj31-12-2016-12

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-2

Melaleiti - Viljahestar - aslaugj31-12-2016-3

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2016 / 01.01.2017

 

Ljósin í desember | Lights and moon in December

jolatretunglhagatorgaslaugj

♦ FöstudagsmyndinMér tekst ekki að halda fókus í desember! Það er nú ekkert nýtt. En tunglið var fullt í vikunni og jólatréð á Hagatorgi alveg skínandi.

♦ Photo FridayI find it so hard to stay focused in December! Reykjavík has had no snow, just heavy rain and dark sky, making the short days extra gloomy. The Christmas lights and a full moon peeking through the clouds are a help fighting the dark.

Ljósmynd tekin | Photo date: 12.12.2016

Skilaboð í hóstasaftsflösku | Message in a bottle

flaska-aslaugj

♦ Skilaboð: Röddin er rám og hóstaköstin héldu fyrir mér vöku í nótt. Ég ligg í flensu og finnst smávegis sjálfsvorkunn og dekur við hæfi. Held mig heima. Kannski hækka ég hitann á ofninum. Skrúfa frá krana, hita vatn og fæ mér te. Fæ mér hressingu úr ísskápnum sem er í það minnsta hálffullur af mat. Fer í heita sturtu. Kúri undir sæng og vinn þar á fartölvuna. Drep tímann með vafri á vefnum. Allt svo ómerkilega venjulegt. Og allt lúxus.

Ég velti því fyrir mér hvernig mér liði ef ég þyrfti að pakka í tösku og flýja heimili mitt. Núna. Ef ég ætti ekki afturkvæmt um ókomna tíð. Ef ég þyrfti að flýja ofbeldi og ógnir, hungur, stríð. Kvefpest væri þá kannski lítilmótlegt vandamál – eða öfugt: yrði að lífshættulegu ástandi. Hvað myndi ég afbera lengi að búa í skúr, í tjaldi – einhvers staðar án allra þæginda, án rennandi vatns, án hita og rafmagns; búa við skort á hreinlæti og fábreytt, lélegt fæði? Búa við óbærilegar aðstæður í flóttmannabúðum sem eru oftar nær því að vera fangabúðir því enginn eða fáir komast þaðan. Búa við æpandi skort á framtíð.

Ég geri ekki ráð fyrir því líf mitt sem flóttamaður yrði langt. Það má auðvitað segja að farið hafi fé betra og að heimurinn yrði hreint ekki verri án mín. Það er laukrétt. En það væri brjálæðislegt að snúa þeirri hundalógik upp á alla þá flóttamenn sem berjast fyrir lífi sínu og þurfa að flýja heimili og ættjörð.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki minn eini lúxus í augnablikinu að geta legið heima í rúmi þegar flensan hrjáir mig. Ég þarf heldur ekki vinna við lög og reglur sem hamla því að við sýnum örlæti gagnvart fólki á flótta. Að ákvarða um örlög annarra getur ekki verið létt verk. Flest erum við þó afkomendur einhvers konar flóttamanna.

Samfélag okkar er hvorki algott eða alvont. Það er í sífelldri mótun. Við erum einatt ósammála og ósamstíga, við látum of oft reka á reiða og klúðrum því að deila auði og lífsgæðum á sanngjarnan hátt. Við förum kæruleysislega með auðlindir okkar, náttúru og lýðræði. Aðstæður okkar eru þó hrein hátíð hjá því sem flest flóttafólk þarf að búa við. Við erum aflögufær. Við getum hjálpað því við myndum vilja að okkur væri hjálpað. Við eigum að geta tekið á móti fólki sem biður um það eitt að fá tækifæri til þess að lifa og búa við það öryggi sem felst í ómerkilega venjulegu lífi.

Skilaboðin um neyðina hafa ekki farið framhjá okkur, er það? Við vitum. Skipin koma stöðugt að landi. Svona þægilega fjærri okkur! En þó tekst sumum að brjótast alla leið til Íslands. Og nú eru að koma jól … það er sungið um frið og ljós og fjölskylduna sem hraktist um í Betlehem. Um leið og við spreðum í veisluhöld eins og enginn sé morgundagurinn rekum við börn á gaddinn. Finnst okkur það virkilega í lagi? Gerum þessar undanþágur sem til þarf og sýnum miskunn.

Njótið heil jólaföstu.

Mæli með myndbandinu hér fyrir neðan: Every Shirt Matters – unnið af Studio Flox.

♦ MessageSorry, no translation available. This is just my rant in a fog of flu – a message from a bottle of cough-mixture: few thoughts on refugees of war and disasters. I recommend the short video from Studio Flox below.

Every Shirt Matters from Studio Flox on Vimeo.

Skólaheimsókn og vinafundur | School visit and a friends meeting!

aslaugakurskoli18-11-2016

♦ Skólaheimsókn: Það er alltaf gaman að heimsækja Akurskóla í Reykjanesbæ, en þar var ég í tilefni af degi íslenskrar tungu. Þá hittast nemendur í fyrsta bekk og elstu börnin í leikskólanum Akri og leikskólanum Holti og fagna deginum með söng. Krakkarnir eru fyrirmyndaráheyrendur og góður andi í skólanum. Með í för voru auðvitað litla skrímslið og stóra skrímslið. Við hittum líka Blæ vináttubangsa, sem er sérlegur sendifulltrúi Barnaheilla í forvarnarverkefni gegn einelti og var í fylgd með krökkunum frá Holti.
Fleiri myndir má sjá hér á vef Akurskóla.

♦ School visitLast week I was the lucky guest of first graders in Akurskóli in Reykjanesbær, as well as preschool classes from kindergartens Holt and Akur, when they all got together and celebrated the Icelandic Language Day. As always the young students were an exemplary good audience. I visited the school along with Little Monster and Big Monster who also met teddybear Blær, a special ambassador for friendship and mascot of Barnaheill – Save the Children in Iceland’s project against bullying.
More photos here at Akurskóli webpage.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 18.11.2016

Rauður himinn | Red skies

raud-sky-aslaugj

♦ Föstudagsmyndin: Rauðir skýjabólstrar. Ég veit að það þýðir ekki að vera með neina dramatík en samt finnst mér þungbúinn himinn vera það sem helst á við núna. Rauða Trumpliðið vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og þar með er mikilvægasta pólitíska mál heimsins í uppnámi: lausnir og aðgerðir til mótvægis við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Himnarnir gætu ráðið örlögum okkar, bókstaflega.

Og tvö góð skáld kvöddu í vikunni. Himnar hafa grátið yfir minna. Ingibjörg Haraldsdóttir og Leonard Cohen létust sama dag, 7. nóvember. Ljóðin hennar Ingu eru svo firnagóð, sígild og viðeigandi alla daga. Hún orti vissulega um dauðann og óvissuna og angistina, en ljóðið hennar um lífið er líka gott:

Lífið

Ég vil ekki yrkja um dauðann
nagandi vissuna
tómið og myrkrið
moldina vatnið og maðkana
nei ekki það ekki dauðann

Leyfðu mér heldur
að yrkja um lífið
í augum þínum

♦ Photo FridayRed sky, dark clouds. I know, there is no use in being angry or dramatic but I think I share worries with a lot of people after the US presidential elections this week. What worries me most is the dangerous twist the republicans might take on climate agreements. Time is a really big issue, and the skies won’t wait. It’s red alert already!

Two great poets died this week, on November 7. A great artist and a charming person: Icelandic poet and translator Ingibjörg Haraldsdóttir – and Leonard Cohen, poet, singer, songwriter. No wonder the heavens are crying.

Ljósmynd dags. | Photo date: 02.05.2004

Tsantsa | Shrunken head – Happy Halloween!

wunder-head-aslaugj

♦ MánudagsrissMyndin úr skissubókinni er valin í tilefni dagsins og tilheyrandi hrollvekjustemningar. Vinsældir Hrekkjavöku virðast sífellt aukast, ótengt upprunalegum siðum og trúarbrögðum, enda er góður bisness í hrollinum. Í Wunderkammer Olbricht í Me Collectors Room í Berlín staldraði ég við tsantsa, þurrkað mannshöfð frá 19. öld, eða að minnsta kosti meintu mannshöfði, ættuðu frá Jivaro indíánum í Ekvador. Samansaumaður munnurinn var verulega hrollvekjandi en þykkt, dökkt hárið var furðu fallegt.

♦ Monday sketchIn Wunderkammer Olbricht in Me Collectors Room in Berlin I picked up the sketchbook when I faced a small shrunken head or tsantsa (Ecuador – Jivaro, 19th century). A very odd and hair-raising item indeed, whether real or not. The thick black hair was incredibly lively, but the face quite ghastly with the lips sewn together. So many rituals connected with death are crazy!

I wish those of you celebrating All Saints’ Eve a Happy Halloween!

Skissa dags. | Sketch date: 20.10.2016

Haust í Berlín | Autumn in Berlin

berlin8-aslaugj

♦ Föstudagsmyndir – símamyndir frá Berlínarferð í síðustu viku. Þar átti ég góða daga með dóttur og systrum tveim. Fór á frábæra tónleika og sá magnaðar myndlistarsýningar. Og allt hitt …

♦ Photo FridayI had great days in Berlin last week, travelling with my daughter and my two sisters. Enjoyed art museums, exhibitions and concerts. My phone was my camera this time.

berlin6-aslaugj

berlin3-aslaugj

berlin2-aslaugj

berlin1-aslaugj

berlin4-aslaugj

berlin5-aslaugj

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 19-24.10.2016

Sólarlag í ágúst | Stay with me summer …

solin1aslaugj

♦ FöstudagsmyndirÉg er að reyna að létta á mínum þarfasta þjóni sem ég hleð linnilaust ljósmyndum. Hendi ekki þessum. Sólarlag við Snæfellsjökul er ómótstæðilegt.

♦ Photo FridayAfter last days heavy rain and storm it’s nice to recall more serene days. I am also trying to free up some space on my mac and sorting photos. The sunset at Faxaflói Bay and Snæfellsjökull Glacier easily escaped the bin. I miss summer …

solin2aslaugj

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.08.2016  🕙 21:45

Kúrbítur | Zucchini

zuccini2016aslaugj

♦ MánudagsrissKvöldmaturinn í skissubókinni! Í gær uppskar ég nokkra kúrbíta ef það færi nú að frysta í vikunni. Ég tíndi til fjórar tegundir og get sem fyrr vottað það augljósa, að ferskleiki hefur óumdeilanleg áhrif á bragðgæði. Hinsvegar er þolinmæðin með blýantinn ekkert sérstök þegar langt er liðið á daginn og viðfangsefnið á leið á pönnuna!
♦ Monday sketchingSummer’s last harvest in the sketch book. My patience was not particularly high in the afternoon – looking at supper’s main ingredient: tasty home-grown zucchinis!

Skissa dags. | Sketch date: 26.09.2016

Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.

Skrimslakisi Áslaug 2015

Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!

♦ International Literacy DayToday, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.

IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:

“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”

The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Celebrate the day: Read good books! Visit your library!

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).

 

Mánudagsriss – á ferð | Sketching at 60 mph?

ferd-4

♦ MánudagsrissÞað kemur alveg fyrir að mér leiðist í bíl. Sérstaklega ef ég er farþegi á leið sem ég hef farið oft. Þá er bara að finna sér eitthvað til dundurs, taka til dæmis upp skissubókina og draga línur sem gætu minnt á landslagið sem þýtur hjá. Rissa hæðir og hóla, hús á stangli, stundum skepnur á beit, þó óðum fækki grasbítum á túnum og engjum.
♦ Monday sketchDrawing in a moving car… some might suggest it was driving pretty fast. I am not a particularly patient passenger and if I know the road too well I get bored. Making some super fast sketches can be fun, it makes you study the landscape passing by in a different way. Few lines, new view, flip to next page and draw more. Sometimes the roads are bumpy but that doesn’t matter, – as long as you don’t get car sick!

ferd-2

ferd-3

ferd-1

Skissur dags. | Sketch date: 21.08.2016

Þvottur | Laundry

Sumarsnura1

♦ FöstudagsmyndinÉg hef áður hérna á blogginu dásamað hreint og tært loft, ferskan ilm af nýslegnu grasi, villijurtum og söltum sjó. Fyrir mér er það hin eina sanna sumarangan. Og það vita allir sem reynt hafa að enginn þvottur ilmar betur en sá sem hefur verið þurrkaður úti í svona lofti.

Ég birti þessa hreyfimynd að gefnu tilefni því stundum er ég rænd þessum lífsgæðum og sjálfsögðu mannréttindum.

♦ Photo FridayI can’t express often enough my love for fresh air, the smell of wild flowers, the sea, the fresh-cut grass. And no laundry smells better than the one dried outside in the wonderful scent of summer. It is already late in August so this may be my good-by-summer photo. Hello, autumn…

Ljósmynd | Photo date: 03.07.2016

Bókverk á Ísafirði | Book art exhibition in Ísafjörður

ARKIR-Endurbokun-isafjordur♦ Bókverk: ARKIR opna sýninguna ENDURBÓKUN í Safnahúsinu á Ísafirði næst komandi sunnudag, 28. ágúst kl. 14. Þar sýni ég bókverk ásamt níu öðrum listakonum. ENDURBÓKUN var sett upp í Gerðubergi menningarhúsi 2014, síðan Bókasafni Reykjanesbæjar, Spönginni menningarhúsi og í Amtsbókasafninu á Akureyri. Verkin eru unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga frá kl 13-16. Sýningunni lýkur 29. október. Allir velkomnir!

Meira um ARKIR á bókverkabloggi ARKA – og hér á bókverkasíðunni.

♦ Book art: On Sunday my book arts group ARKIR will open a variant of our exhibition ENDURBÓKUN (Re-book), in Safnahúsið in Ísafjörður in the Westfjords of Iceland. As in the previous exhibitions of same name, the works are made and inspired from discarded library books. If in Ísafjörður make sure you don’t miss the exhibition in Safnahúsið – the Old Hospital. The exhibition opens on Sunday, August 28th at 2 pm Opening hours during weekdays: 1-6 pm and 1-4 pm on Saturdays. The exhibition ends on October 29th.

To see more of ARKIR’s book art go to ARKIR Book Arts Blog. To see more of my book art check out this page.

Vad-Sannprofun-©AslaugJ

Vað – sannprófun © Áslaug Jónsdóttir
Bókverk á veggspjaldi / Ingiríður Óðinsdóttir / Book art on poster.

Bókadómur í Tékklandi | Yes. No means No!

NeTekk♦ BókadómarÍ vor komu fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Í viðskiptadagblaðinu Hospodářské noviny, sem gefið er út í Prag, var á dögunum bent á þrjár bækur eftir íslenska og norræna höfunda með stuttum bókadómum: það er Hálendið eftir Steinar Braga, Argóarflísin eftir Sjón og Nei! sagði litla skrímslið eftir okkur norræna tríóið, höfunda skrímslabókanna. Umfjöllun Petr Matoušek má lesa hér: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič.

Á heimasíðu bókmenntaverkefnisins Rosteme s knihou er einnig mælt með fyrstu skrímslabókinni eins og lesa má hér: Ne! Řeklo strašidýlko

Nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást víða í netverslunum og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ Book reviewThe first two books in the series about Little Monster and Big Monster in Czech were released in May, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. The daily newspaper Hospodářské noviny, published in Prague, reviewed three Icelandic/Nordic books last week, among them No! Said Little Monster or Ne! Řeklo strašidýlko by us three authors in the Nordic monster-team. The review and the book tips by Petr Matoušek can be read online: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič – as well as in the clip below.

Little monster’s outcry is also recommended by Rosteme s knihou – a literary project encouraging reading, see: Ne! Řeklo strašidýlko

To read more about the Czech publications click here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought in many online bookstores. To read a sample, click here and here.

Screen Shot Ne! Czech

Hospodářské noviny – Petr Matoušek: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič. 19.08.2016

Dagur ljósmyndarinnar | World Photo Day

Hafnarfjall©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirTíminn líður hratt, en ágúst finnst mér líða allra mánuða hraðast. Nætur verða óðum dimmari og eitt og annað minnir á haustið. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðadagur mannúðar, en líka dagur ljósmyndarinnar. Þetta tvennt fer oft saman: ljósmyndirnar hreyfa við okkur, vekja samhygð, mildi og mannúð. Þess vegna er þessi frétt hér líka hræðileg. Það er auðvelt að fyllast lamandi depurð við fregnir af stjórnlausu ofbeldi og vanmætti alþjóðastofnana til að stöðva stríð og átök. En á meðan okkur stendur ekki algerlega á sama má kannski eygja vonarglætu. Fjölmargir ljósmyndarar hætta lífi sínu til að lýsa óréttlæti og átökum, en ég prísa mig sæla í friðsælli sveit með fjöllum, firði og fuglum.

♦ Photo FridayToday is the World Humanitarian Day but also the World Photo Day. These two themes often go together: photographs move you to become involved, to express empathy and kindness. Therefore I find these news just horrible. I admire the photographers and humanitarians who risk their lives to tell us all these stories that make us care. At least as long as we don’t just give a damn, there is hope. Meanwhile I am the lucky photographer of peaceful landscape and the free flying birds like Sterna paradisaea.

Borgarfjordur©AslaugJ

Kria©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.08. / 19.08.2016

Heyrúllur | Hay bales

Haymake1

♦ FöstudagsmyndirTún hafa verið slegin og heyjuð og hvítu rúllurnar hrannast upp eins og skýjabólstrar. Kannski minna þær þó öllu heldur á eitthvað sem hefur fallið af himnum ofan, ævinlega dálítið framandlegar í landslaginu.

♦ Photo FridayHaymaking is done at the farm. The white bales of hay are common in the fields and at the farms all around Iceland. At times I find them looking like something out of space, odd and alien in the landscape, still possessing some strange beauty.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.07. / 02.08. / 03.08.2016

Haymake4

Haymake5

Haymake3

Haymake2

Fljótt, fljótt! | Quick sketch for a quick bird

þúfutittlingurSkissa©AslaugJ

♦ MánudagsrissSmáfugl rissaður í fljótheitum. Stálpaðir ungar æfa flugfimi og fluguveiðar allt í kringum húsið þessar mundir. Sumir eru forvitnari og kjarkaðri en aðrir.
♦ Monday sketch: Very, very, very quick sketch on a Monday. If it looks like something it should be a young meadow pipit.

Skissa dags. | Sketch date: 08.08.2016

Regnboginn | The rainbow

Skarðsheiði-Regnbogi-©AslaugJ

♦ Regnboginn: Síðustu daga hafa skúrir gengið á fjöllum og í gær buldu þrumur úr lofti. Fallegir regnbogar birtast svo á hverju kvöldi. En regnboganum verður örugglega flaggað í Reykjavík í dag. Njótið Gleðigöngunnar og hinsegin daga! Styðjum mannréttindabaráttuna og fögnum fjölbreytileikanum.
♦ Rainbow: Every evening the last days the rainbow has appeared after heavy rain showers in the mountains. I know the rainbow will be all over Reykjavík today and wish us all a merry Reykjavík Pride! Support and celebrate!

Akrafjallregnbogi©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04 + 05.08.2016

Súrur | Sorrels

Súrurnar©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinTúnsúrurnar (Rumex acetosa) eru annars enn fagurgrænar og safaríkar, en inn á milli stinga í stúf rauð og gul súrulauf eins og ofþroska ávextir.

♦ Photo FridaySorrels (Rumex acetosa) in decay. Plants and grasses are still bright green so early in August, but single leaves of common sorrel have turn red and yellow. So I collected some …

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.08.2016

Sykurertur í sólinni | Snow peas in the sun

Baunir©AslaugJ

♦ MánudagsrissMánudagsskissan kemur á þriðjudegi því ég náði ekki að setja riss á blað í gær, á frídegi verslunarmanna. Ekki þurfti ég þó að fara í búð eftir viðfangsefninu: sykurerturnar komu beint af grasinu og enda örugglega á diskinum mínum.
♦ Monday sketch: No, I am sorry, this is a Tuesday drawing! 😉 Doodled some sweet snow peas I picked this morning.

Skissa dags. | Sketch date: 02.08.2016