Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Fyrsti desember | Strong winds

FullveldisdagurÉg óska landsmönnum öllum til hamingju með daginn og vona að Ísland megi sem lengst standa undir nafni sem frjáls og fullvalda ríki. Vonandi má líka fagna því að ný ríkisstjórn tók til starfa í gær eftir langa mæðu. Það hefur sannarlega gustað hressilega í kringum stjórnmálin og reyndar ólíklegt að það verði einhver lognmolla yfir starfi nýrrar stjórnar. En vonandi ná mikilvæg mál góðum byr.

This Friday – a day of celebration: On 1 December 1918 Iceland gained independence from Denmark with the signing of the Act of Union with Denmark. The Act recognized Iceland as an independent state under the Danish crown and independence is celebrated this day every year. Also today: a new government signed a coalition agreement yesterday, after a long period of political imbalance. A certain thing to celebrate is a young and bright female prime minister: Katrín Jakobsdóttir – and two other Left-Green ministers governing Ministry of Health and  Ministry of Environment: Svandís Svavarsdóttir and Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Strong winds have blown around the new government but hopefully will all good matters of importance get favorable winds. I wish them well!

Myndband tekið | Video date: 17.08.2017

 

Út um allar trissur | Out and about

Bókadagar: Á haustin og í vetrarbyrjun getur verið nóg að snúast á alls kyns bókaþingum, í skólaheimsóknum og upplestrum. Stundum er fjölmenni og fjör, annars staðar er fámennara og friðsælla. Nýjasta bókin um skrímslin, Skrímsli í vanda, hefur fengið góðar viðtökur hjá áheyrendum og við skrímslin höfum farið víða að kynna verkið. Á Bókamessu í Bókmenntaborg var líka hægt að taka þátt í skrímsla-klippimynda-smiðju og eru nokkrar myndanna hér eru þaðan.

Busy days of booksAttending book fairs, doing readings, school visits and such, is all part of authors/artists work aftur a book release, especially in the autumn and during what in Iceland is called „Jólabókaflóð“ (The Book Flood of Christmas). The new book in the Monster series, Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) has been well received, but reading other “old” favorites is always welcomed too. A paper-cut monster workshop was offered at Reykjavík Book Fair where both young and older monster friends took part.

 

Ljósmyndir © | Photo credit: Bókasafn Akraness, Akurskóli, Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit, Flataskóli, Bókasafn Kópavogs/Arndís Þórarinsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Frost | Ice crystals

FöstudagsmyndinÞessar myndir eru ekki alveg nýjar en eiga ágætlega við hitastigið úti. Það er ískalt á Fróni! Stormur og stórhríð hefur geisað á stórum hluta landsins. Kuldaboli sýnir tennurnar…

Photo FridayThese images are not new but they suit the temperature outside. Winds are strong and big parts of Iceland have blizzards lasting for days. The cold bites…

Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009

Neyðars skrímsl | Monsters in Trouble – in the Faroe Islands

Skrímslin á færeyskuÞá er hún komin út hjá Bókadeildinni í Færeyjum, Skrímsli í vanda, eftir okkur skrímslin þrjú: Rakel, Kalle og Áslaugu. Færeyska útgáfan ber titilinn: Neyðars skrímsl. Í frétt á vef Bókadeild Føroya Lærarafelags segir:

„Nú er níggjunda bókin um skrímslini komin! 

Hetta samstarvið og hesar myndabøkurnar um tey smáu skrímslini, sum, hóast navnið, eru sera fitt, eru væl umtóktar í mongum londum. Fyrst og fremst í teimum londum, har rithøvundarnir eru frá, men tær eru eisini týddar til nógv mál; í løtuni eru tær í hvussu er á 17 ymiskum málum.

Neyðars skrímslið í hesari bókini er Loðskrímslið, sum ongastaðni hevur at búgva og er illa fyri. Og sjálvandi má lítla skrímsl taka sær av tí, sjálvt um tað kanska fer at hava við sær, at Loðskrímslið ongantíð fer av stað aftur!

Hetta broytir alt tað, sum Stóra Skrímsl og lítla skrímsl høvdu ætlað sær at gera, men skrímslunum so líkt verður alt loyst í sátt og semju, tí vit eiga at hjálpa einum vini í neyð.

Bókin er 30 bls. og innbundin. Rakel Helmsdal, Kalle Güettler og Áslaug Jónsdóttir hava skrivað, og Áslaug hevur myndprýtt.“

Skrímsli í vanda er væntanleg á sænsku í byrjun ársins 2018. Útgefandinn er Opal í Stokkhólmi.

Book releaseThe new book in the Monster series, Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by Áslaug, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler, is now out in Faroese, published by BFL, Bókadeild Føroya Lærarafelags.

Read more about the three authors collaboration here. More information and illustrations from the previous books in the series here.

Jólakort fyrir Barnaheill | Holiday card for Save the Children, Iceland

Myndlýsing á jólakortBarnaheill – Save the Children á Íslandi óskuðu eftir mynd á jólakort ársins sem selt er til styrktar samtökunum og auðvitað varð ég við þeirri bón. Í dag var kortunum pakkað af sjálfboðaliðum frá Íslandsbanka og innan skamms verða þau send til kaupenda og á sölustaði. Það lá beint við að myndefnið væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauðið sem gleður bæði unga og aldna á svo margan hátt. Í laufabrauðsskurðinum felst líka þessi fallega hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og hversdagslegt.

Jólakort Barnaheilla má kaupa víða og einnig má hafa samband við samtökin um heimasíðu þeirra.

IllustrationI was asked to provide an image for a holiday greeting card, published by Barnaheill – Save the Children in Iceland, their annual charity card to be sold in Iceland. Volunteers were packing cards for buyers and stores today and I was happy to see the outcome from the print shop.

The most proper theme for the card was obviously children, but I also made the traditional Icelandic bread: laufabrauð (leaf bread), a big part of the illustration. Laufabrauð is a decorated, thin, fried bread that is especially made and feasted on in the Christmas season. I have always found the cutting of this thin and humble bread extremely satisfying and where everyone, as by magic, can turn something simple and ordinary into a beautiful decorative art.

Ljósmynd | Photo by: Aldís Yngvadóttir – Barnaheill 2017

Karl með spaug og kona með hníf | Or just: Cut the crap!

Ég þjáist af eftirkosningaþunglyndi. Fráfarandi ríkisstjórn féll vegna hneykslismála í tengslum við kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum, en hlutaðeigandi þingmenn og ráðherrar voru kosnir aftur á þing. (Svo ekki sé minnst á aðra holdi klædda siðferðisbresti á þingi). Konum á Alþingi fækkaði í kosningunum 2017. Þær eru nær helmingi færri en karlarnir. Það veitir því sannarlega ekki af því að hressa upp á baráttuna gegn rammskökku valdahlutfalli kynjanna á Íslandi.

Mig langar til að brýna kynsystur mínar til dáða. Til stöðugra andmæla, til þess að láta jafnvel ekki minniháttar yfirgang líðast. Stöndum keikar! Styðjum og hvetjum unga fólkið! Ekki bara með harmsögum heldur líka með sögum af konum sem þora. Ég dáist að stúlkunum og fjölskyldum þeirra sem stigu fram, höfðu hátt og breyttu atburðarás sögunnar. Þær þorðu. Það hlýtur þó að vera erfitt að horfa upp á hve lítil áhrif kuskið á hvítflibbunum hefur. En ég-líka-bylgjan (#metoo) sem fór um heiminn á sama tíma sýndi að mælirinn er löngu fullur.

Auðvitað berast þá að raddir sem verða hreint endilega að malda í móinn. Eins og að dólgsháttur sé dýrmætasta birtingamynd tjáningafrelsisins og að frelsi einstaklingsins muni aldrei þrífast nema það megi líka vera mannskemmandi. Það virðist ekki mega hafa hátt og segja nei, það nægir ekki að fordæma óhæfuna, það er ekki nóg að segja: nú get ég ekki meira. Konur eru settar í sakborningastúkuna og eiga að svara fyrir guði og djöfla: hvað tilheyrir hvorum, er ekki djöfullinn líka í konunni? Einmitt. Endilega. Beinum athyglinni annað, við erum öll sek. Að því sögðu, megum við þá aftur víkja að þessu með valdið og áreitið, niðurlæginguna og ómenninguna? Við erum nefnilega þúsundir, milljónir, milljarðar kvenna, sem því miður höfum allt of líkar sögur að segja.


Karl með spaug og kona með hníf

Fyrsta sumarvinnan mín eftir að ég byrjaði í menntaskóla var við afgreiðslustörf í stórri matvöruverslun. Þetta var sumarið 1980. Ég hafði unnið nokkrar vikur í sauðfjársláturhúsi og auðvitað öll venjuleg störf heima í sveitinni og þótti því kjörinn starfskraftur í kjötdeildinni, laus við allan tepruskap þegar kom að holdi og blóði. Kjötborðið í versluninni var þekkt fyrir að vera afbragðsgott, þarna komu stíflakkaðar og pelsklæddar frúr (já, þær skörtuðu sínu besta þó það væri sumar) og keyptu „tartar“ (þá þurfti ég að leita ráða og þýðinga hjá mér eldri og reyndari), eða létu hakka nautalundir í kjötdeig fyrir sig og sína, gott ef ekki kjölturakkana líka. Þetta var lærdómsríkur tími.

Verslunarstjórinn stormaði reglubundið um búðina og stjórnaði ekki hvað síst með nærveru sinni. Ég skynjaði að sumum stóð stuggur af manninum. Ekki síst á mánudögum þegar í gustinum brá fyrir áfengisdaun. Það var ljóst hver réði og að við vorum undirmenn, en mest unnu þarna konur. Sem nýliði taldi ég auðvitað rétt að bera hæfilega virðingu fyrir yfirmanni í ábyrgðarstöðu og fylgdist með ábendingum og ákúrum. Ég man ekki eftir því að neinum væri hrósað. En svo var það þetta furðulega fyrirbæri sem fylgdi ferðum verslunarstjórans um búðina, gjarnan þegar viðskiptavinir voru fáir: starfskonurnar hvíuðu og skræktu þar sem hann fór um. Sumar hlógu, aðrar hljóðuðu. Ég komst fljótt að því hvað olli fjaðrafokinu. Yfirmaðurinn lét ekki duga að benda á hvernig niðursuðudósirnar mættu betur fara í rekkunum heldur notaði hann tækifærið, þar sem konurnar bogruðu við kassa og hillur, og kleip þær í rassinn! Hann smaug fram hjá afgreiðsluborðum og kleip stelpurnar. Ég átti ekki til orð. Í alvöru? Hvað…? Af hverju…? Klípa í rassinn? Gera þeim bylt við þar sem þær voru á kafi í vinnu? Leita á þær? Átti þetta að vera fyndið? Hæfilega virðingin var fokin út í veður og vind.

Ég ákvað að leita ráða hjá reyndri samstarfskonu í kjötdeildinni. Anna var hörkudugleg, úrbeinaði stórgripi og saxaði eins og stormur, pakkaði öllu á methraða, hrærði rækjusalat og ítalskt salat (þið munið: niðursoðnar gulrætur og grænar baunir og soðnar makkarónur í majónesi) eins og heil deild í mötuneyti. Anna skutlaði til kjötstykkjum en ég áræddi að trufla hana og spurði gáttuð:
– Klípur hann alla svona?
– Ekki karlana, sagði Anna. – Og ekki Þóru, bætti hún við og kinkaði kolli til elstu og reyndustu konunnar í kjötinu.
Hún var að sönnu ekki árennileg. Ég hefði ekki reynt að kássast upp á Þóru á nokkurn hátt. Ég taldi í huganum: örfáir karlar, kannski tveir, unnu í versluninni. Og Þóra slapp.
– En þig?
Anna hætti að saxa gúllaskjötið og snéri sér að mér:
– Hann gerði það einu sinni og þá sagði ég að ef hann reyndi þetta aftur myndi hann finna fyrir þessum!
Blóðugur hnífurinn stóð eins og spjót á milli okkar.

Þessi kona var mín fyrirmynd! Vinstri höndin var brynjuð stálnethanska og sú hægri sveiflaði blóðugum kjöthníf. Einmitt! Reyndu bara að káfa, karl minn! Ég var staðráðin í því að láta ekki bjóða mér klípurnar, en óafvitandi reyndi ég líka að forðast að verða á vegi yfirmannsins. Svo kom að því að ég var á kafi í kótelettupökkun fyrir annasama helgi. Ég raðaði í plastbakka, feitustu eða lélegustu kóteletturnar aftast, þær kjötmestu og fallegustu fremst, plastað yfir og lokaði á hitaplötunni. Það þarf að hafa báðar hendur á pakkningunni þegar plastið er rifið og brotin hituð á botninum – þetta vita allir sem hafa unnið við þetta merkilega starf, að pakka inn í plastfilmu með vél. Og sem ég stend þarna, kappsfull við kóteletturnar, rennir durturinn sér að mér og klípur mig í rassinn. Var ég yfir höfuð með rass, sautján ára spíra?

Hvar var kjötsaxið? Öll vopn fjarri og ég föst við pökkunarvélina. Átti ég að hóta því að rúlla honum upp í plast? Hæpið að hóta drjóla vel á annan metra og örugglega yfir 100 kílóum. Ég var samt búin að ákveða að spyrja hann að einu, sem ég gerði:
– Tilheyrir þetta vinnunni?
Það kom smá hik og svo svaraði hann með þjósti um leið og hann skundaði burt:
– Já!

Hvort sem það var þessi spurning eða það að ég æpti ekki undan klípunum (því ég geri ráð fyrir að hljóðin í konunum hafi gefið honum kikk), þá var ég ekki áreitt aftur af þessum yfirmanni mínum. En hann hélt uppteknum hætti við annað kvenfólk sem starfaði þarna þetta sumar og ég var aldrei almennilega í rónni þegar hann var nálægt. Ég fyrirleit manninn innilega og þegar hann seinna var af mörgum dásamaður sem helsti verslunarfrömuður Íslands lagði ég lykkjur á leiðir mínar til að sneiða hjá verslunum í hans eigu. Svona get ég verið fullkomlega húmorslaus.

Athugasemdir: Anna og Þóra eru ekki rétt nöfn.

[Sorry! No English translation available! Well, it’s a long story and a lot of crap …]

Fyndin og sorgleg í senn | Four star review!

Bókadómur: Í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 27. október, birtist ljómandi góður bókadómur um Skrímsli í vanda. Helga Birgisdóttir fjallar um texta, myndir, umbrot og hönnun og segir í niðurstöðu:
„Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa“.

Book reviewFréttablaðið newspaper brought a fine book review for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble  this morning. Critic Helga Birgisdóttir writes about text, illustrations, layout and design and concludes:
“A wonderful addition to a great book series, funny and sad at the same time, with reference to problems the whole world is dealing with and needs to solve.”

 

Ég vil fisk! – á ýmsum tungum | I Want Fish! – in the sea of languages

Myndabókin Ég vil fisk! (أريد_سمكة) kemur út á allra næstu dögunum í arabískri þýðingu hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Áður hefur bókin komið út í þýðingum á sænsku, færeysku, grænlensku og dönsku. Bókadóma og fleira um Ég vil fisk! má lesa hér.

Book release! My picture book I Want Fish! (أريد_سمكة) has been published in Arabic and will be launched at the Sharjah International Book Fair next month. The publisher is Al Fulk, based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book has already been published in Swedish, Danish, Faroese and Greenlandic. Reviews and more about I Want Fish! here.


Þýðing á spænsku
A Spanish translation: no easy task!

Áhugasamir þýðendur hafa einnig snarað Ég vil fisk! á ensku, frönsku og spænsku, svo útgefendur megi glöggva sig á efni bókarinnar. Þar má nefna að Lawrence Schimel, rithöfundur, þýðandi og útgefendi, hefur þýtt bókina á spænsku. Í viðtali á inkygirl.com segir Lawrence frá ýmsum vandkvæðum og vali sem þýðandi getur staðið frammi fyrir, jafnvel þó textinn sé stuttur eins og í Ég vil fisk!. Þá var einnig viðtal við Lawrence í mexíkanska dagblaðinu Milenio í lok nóvember á síðasta ári. Greininni „El chícharo y el pez“ fylgdu myndir úr bókinni.

Mar sabe lo que quiere! A wonderful Spanish translation is available of the book, done by the skillful translator, writer and publisher Lawrence Schimel. In this interview on inkygirl.com Lawrence discusses the problems to solve and choices to make when translating children’s books, among them I Want Fish! Lawrence was also interviewed for the Mexican newspaper Milenio last year. The article “El chícharo y el pez” (The Pea and the Fish) was illustrated with images from the book.


French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Kastali og allt! | Cardiff

FöstudagsmyndirFyrir nokkrum vikum heimsótti ég í fyrsta sinn Cardiff í Wales. Ég var ekki með myndvélina, en snjallsímar gera sitt gagn. Legg leið mína þangað aftur!

Photo FridayCardiff! Some cities just have it all! A picturesque castle, a flag with a red dragon, roman ruins, beautiful gardens, mysterious language … I’ll be back!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 23-26.09.2017

Bleika slaufan | Pink ribbon

Bleiki dagurinnÞrettándi október er tileinkaður bleiku slaufunni og baráttu gegn krabbameini hjá konum. Á mínum einnar-konu-vinnustað gleymdist þetta með bleika búninginn í dag, en ég hugsa sannarlega til kvenna sem háð hafa baráttu við krabbamein, þær þekki ég margar.

Nýliðinn er líka alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, sem er 11. október. Báðir þessir dagar vekja margvíslegar tilfinningar sem bera að sama brunni: vonandi getum við bætt líf komandi kynslóða, vonandi verður baráttugleði kvenna óþrjótandi, það veitir ekki af.

Unnur, stelpan sem veit hvað hún vill, er fulltrúi minn með bleiku slaufuna – sem má kaupa hér. Við bindum vonir við stúlkurnar okkar og höldum áfram baráttunni fyrir bjartari framtíð þeim til handa.

Breast Cancer Awareness DayToday people everywhere are dressed in pink to raise awareness for breast cancer. Well, my one-woman’s-workplace somehow missed to send out the reminder … yes, my brownish outfit today is not the right thing for the occasion. But Jen here knows what she wants, and she wants the pink ribbon!

 

Skrímsli í vanda! | Monsters in Trouble!

Ný bók um skrímslin! Þá er hún komin úr prentun og út í búðirnar, nýja bókin um litla og stóra skrímslið eftir okkur norræna teymið: Áslaugu, Kalle og Rakel. Það ber nú helst til tíðinda að loðna skrímslið kemur á ný í heimsókn til litla skrímslisins. En það innlit er ekki vandalaust. Í kynningartexta á kápu segir:

„Æ, nei! Loðna skrímslið er aftur komið í heimsókn til litla skrímslisins. Stóra skrímslið vonar að það staldri stutt við. En það er nú eitthvað annað! Loðna skrímslið segist aldrei ætla heim til sín aftur!
Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.“

Hér má lesa eitt og annað um samstarf okkar höfundanna og ennfremur kynna sér hinar bækurnar átta hér.

New book! It’s here! It’s out in the stores, our new book: Monsters in Trouble, – by yours truly and my co authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. Furry Monster is back for a visit but this time it says it is never going home again! This must mean trouble!

Monsters in Trouble is the ninth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from previous books in the series here.

Forlagið – vefverslun | Forlagid online shop. 

Norðurljós | Aurora Borealis

Haustið er komið með svalar og stjörnubjartar nætur. Norðurljósin lokkuðu mig út eitt kvöldið í vikunni og ef ég hefði ekki verið plöguð af kvefpest hefði ég sjálfsagt hangið úti hálfa nóttina til að njóta þeirra og stjarnanna – og þá kannski náð betri tökum á því að mynda dýrðina. En það er svo hollt að horfa til himins, fylgjast með stjörnuhrapi, minnast þess að allt er breytingum háð og mannskepnan í mörgu svo smá …

Autumn is here in Iceland with chilly, starry nights. I think I have mentioned my passion for sky gazing and that goes for the night sky too. The northern lights were really nice this week so I tried my luck with the camera. Although I suffered from a bad cold I sneaked out and enjoyed the show. And I guess I would have stayed up half the night just admiring the stars and the dance of the auroras if not for the flu. The moon also peeked out from behind Mt. Skarðsheiði (below) and made scenery even more magical.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.09.2017

Skrímslabækurnar á Spáni | Book release in Spain

         

Tveir titlar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið komu út á dögunum hjá Sushi Books á Spáni. Það eru Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest á tveimur tungumálum: spænsku (kastilísku) og galisísku. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte sem hefur áður þýtt og gefið út fyrstu tvo titlana, Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Fyrstu tveir titlarnir komu út á fjórum tungumálum árið 2014: kastilísku, galisísku, katalónsku og basknesku. (Sjá neðar).

Með því að smella á bókakápurnar má lesa nokkrar síður úr bókunum. Meir um skrímslabækurnar má lesa hér.

Book releaseSushi Books in Spain have just launched two new titles in the Monster series in Spanish (Castilian) and Galician. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte that have previously published the first two books in the series, No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry in the Castilian, Galician, Catalan and Basque languages (2014), see below.

You can click on the book covers to read a few pages from the books. To read more about the Monster series click here.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

Læsi og bókmenntir | Literacy and literature

Alþjóðadagur læsis er í dag, 8. september, en dagurinn er tileinkaður „læsi í stafrænum heimi“. Um það tilefni má lesa nánar á heimasíðu Unesco: International Literacy Day. Mikilvægi læsis verður vart ofmetið, það að skilja og greina texta, hvar sem hann birtist. Það sama gildir líka myndir og tákn, myndlæsi vegur ekki síður þungt í stafrænum heimi. Rétt eins og tungumál, þróast táknmál myndanna og litast af margvíslegri menningu og síkvikum heimi. Fátt þjálfar skilning betur en lestur bókmennta og því ekki hægt að gefa sér að litlu máli skipti hvað og hvernig lesið sé. Njótið því góðra bóka, mynda og texta! Gleðilegan dag læsis!

ReadingToday, September 8., is the International Literacy Day, celebrated under the theme: “Literacy in a digital world”. The importance of reading can not be overestimated, – to be able to understand and explore text – in what ever form. The same goes for images, pictures and symbols: visual literacy is also highly important in a digital world. But the matter matters, as well as „deep reading“ of both images and text. And we should read literature! So I wish you all the delights of literature and language, illustration and art! Happy Literacy Day!

Horft til himins | Watching the sky

Undir regnboganumVel þekkt teikn á himni eins og regnbogi geta verið hreint ótrúlega töfrandi. Hér er Melaleiti undir heilum og nær því tvöföldum regnboga. En skuggarnir eru orðnir æði langir á þessum tíma árs. Myndirnar hér neðar eru líka tileinkaðar skýjaglápi: Írskrabyrgi eða Malarbyrgi við Gufuskála; Fagraskógarfjall séð af Mýrunum og örn á flugi á sömu slóðum. Kannski eru blikur á himni en örn og regnbogi hljóta að vita á eitthvað magnað.

Photo FridayThe rainbow was just magical the other night and a second one was almost visible too. Our farm Melaleiti is just under the rainbow and my shadow showing half the way towards the house. (Time aprox. 20:30 or around sunset). My sky gazing also brought on the photos below from Sæfellsnes and MýrarÍrskrabyrgi / Malarbyrgi – an old ruin at Gufuskálar; Mt. Fagraskógarfjall and a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) hunting at Mýrar. Places full of stories. I bet that eagle could also tell some tales …

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.08 /.28.08.2017

Skrímslin af borðinu! | Monsters in the making

Verkalok: Það er undurgott að ljúka verkefni sem hefur tekið langan tíma, hreinsa til á teikniborðinu, ganga frá verkfærum og ekki síst huga að nýjum verkum! Í síðustu viku lauk ég við myndlýsingar fyrir næstu skrímslabók sem verður eins og fyrri bækur gefin út á þremur tungumálum, móðurmálum höfundanna: á íslensku hjá Forlaginu, á færeysku hjá Bókadeildinni í Færeyjum og á sænsku hjá forlaginu Opal í Stokkhólmi.

Eins og ævinlega á síðustu metrunum er ég samt hlessa yfir því hvað þetta hefur allt tekið langan tíma og er jafnframt sannfærð um að verkið sé í alla staði ómögulegt. Þá er kominn tími til að halda áfram – og gera betur næst!

Hérna neðst í póstinum er lítið myndband frá vinnuborðinu. Ég væri auðvitað alveg til í að geta unnið svona hratt …

Cleaning the desk: Last week I finished the illustrations for the next book in the Monster series. As the previous books this ninth book in the series will be published in three languages, the mother tongues of the authors: Icelandic (Forlagið), Faroese (BFL) and Swedish (Opal).

It’s satisfying to clean the desk and stow away sketches and papers – and get ready to finish the layout and files for printing. Yet, as always when I wrap up a project and face delivery, I also feel frustrated: Why took it so long? Is this it, is this all I came up with? Then I know it’s time to move on, – and try to do better next time.

Down below is a short time-lapse video clip – showing some of my old-fashioned working methods: crayons and collage – in a wishful speed!

Monsters in the making – Áslaug from Áslaug Jónsdóttir on Vimeo.

Í grænni lautu | Geranium sylvaticum

Blágresið blómstrar þessa dagana og ég geri mér far um að svipast um eftir því í kringum 12. júlí. Í öðrum löndum má finna plöntuna undir nafninu Mayflower og Midsommarblomst en íslensk veðrátta býður ekki upp á þær nafngiftir.

The wild flowers in July. Blooming now is the lovely blágresiGeranium sylvaticum, woodland geranium, wood cranesbill, wild Icelandic geranium.

Ljósmynd tekin | Photo date: 09.07.2017

Jónsmessa | Happy Midsummer Night!

Jónsmessunóttin er framundan og það skortir ekki á vætuna fyrir þá sem hyggja á yfirnáttúrulegt bað í góðum grasbala – það hellirignir. En sólarlagsmyndin, sem var tekin í byrjun júní, er engu að síður til heiðurs nóttinni.

Midsummer Night: A sunset like this would have been nice tonight (it’s a photo I took earlier this month) but it’s raining and the winds are blowing and not making a walk in the magical Midsummer Night tempting at all. But I wish you all some bewitching moments of summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017

Himinn, maður, jörð | Earth, man and sky

Júní: Ég hef ekki gefið mér tíma til að fikta við myndir og fréttir um hríð. Það kemur. En er ekki júní indælastur allra mánuða? Jú, takk, meiri júní í allt.

June: I will NOT say it … I will not say that I have been to busy to post anything for a good while … OK, I said it! Any way. I love the spring. I love bright June: all the delicate colors of the sky and the bright green colors of the fields! Go enjoy summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017

Vordagar í Róm | Spring days in Rome

Apríl í RómÉg var að leita í myndsafninu í vikunni og gat ekki slitið mig frá myndum sem ég hafði tekið í Róm. Hvað er hægt að segja um Róm? Eða hvað ekki? Svona hrikalega þrungna af sögu og menningu. Og ferðamönnum með selfístangir. Samt elskar maður allar klisjurnar og er ekkert betri en hinir – þó engin sé stöngin. Á myndinni fyrir ofan má sjá leifar af musterinu sem var tileinkað Kastor og Pollux. Ég hugsa alltaf dálítið hlýtt til þeirra bræðra eftir að ég notaði hugmyndina um samnefndar stjörnur í eina af fyrstu bókunum mínum: Stjörnusiglinguna. Fyrir neðan eru svo nokkur skot: Pantheon, Palatinohæð, Trevibrunnurinn hreinsaður, Spænsku tröppurnar. Borgin fagnaði 2770 ára afmæli þann 21. apríl. Til hamingju afmælið Róm!

April in RomeRome, you pretty thing … Romans celebrated the 2770th birthday of the city on April 21st. I was there just few days earlier. Madly interesting, carrying the heavy burdens of an ancient history and culture – and of course tourism that turns everything into clichés – old Rome is still forever fascinating. And I can’t help loving the clichés either! So here are few photos: Above the three columns remaining of the Temple of Castor and Pollux (to whom I have a special relationship to after writing/illustrating my book Voyage to the Stars). Below snaps from Pantheon, the Palatine Hill, cleaning of the Trevi Fountain, The Spanish Steps … Happy birthday Rome!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.04-18.04.2017

Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer

Rósir í RómGleðilegt sumar! Eins og vera ber hefur sumardagurinn fyrsti minnt bæði á vetur og sumarvon, með vorhret á glugga og bjartar sólarglennur til skiptis. Nýkomin heim úr ferðalagi til Rómarborgar fletti ég myndum og staldra við rósir í Farnesi-görðunum á Palatinohæð. Og græna litinn sem er hollur fyrir augun, eins og allir vita. Takk fyrir veturinn!

Roses in RomeHappy First Day of Summer! The first Thursday after the 18th of April is the first day of summer in Iceland, according to the Old Norse Calendar, dividing the year into two seasons, summer and winter. As so often before on this day, the weather has been cold and it even snowed a bit. But then again the sun came out, bright and warming … I’m just back from a trip to Rome and as I was flipping through my photos I found these roses in the Farnese Gardens on the Palatine Hill a nice pick. Farewell Winter!

Ljósmynd tekin | Photo date: 13.04.2017

Dagur barnabókarinnar | Happy International Children’s Book Day 2017

Skrímslafundur: Gleðilegur dagur barnabókarinnar er að kveldi komin. Það var vel við hæfi að ég eyddi deginum á ströngum vinnufundi með góðum vinum og samstarfsfólki: Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Við hittumst í þetta sinni í Þórshöfn í Færeyjum og fórum yfir nýjar sögur og handrit að bókum um litla og stóra skrímslið.

Við gátum líka fagnað opnun upplifunarsýningarinnar um skrímslin tvö, Skrímslin bjóða heim, sem opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, en ég birti án efa bráðlega myndir frá opnuninni og vinnunni við sýninguna.

Monster meeting! April 2nd 2017: I hope you all had a happy International Children’s Book Day! I spent the day accordingly, working on new stories and manuscripts for the series about Little Monster and Big Monster, collaborating with my friends and colleagues Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. This time we met in Tórshavn in the Faroe Islands where the interactive exhibition: a Visit to the Monsters opened in the Nordic House in Tórshavn on April 1st 2017. I will most definitely post information and photos from the opening very soon!

Skrímslin í Færeyjum | Travelling exhibition

Skrímsli á ferð: Brátt líður að því að litla skrímslið og stóra skrímslið bjóði færeyskum börnum heim og hreinlega inn á gafl til sín. Upplifunarsýningin um skrímslin tvö verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á barnmenningarhátíðinni Barnafestivalurinn 2017 og verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánar er sagt frá sýningunni og hátíðinni hér á heimasíðu Norðurlandahússins, en margar myndir og fleira um farandsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ má kynna sér á síðunni hér.

Einn þriggja höfunda skrímslabókanna er færeyska skáldkonan Rakel Helmsdal. Hún rekur líka eigið sitt brúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur og hefur sett upp brúðuleik um skrímslin tvö. Rakel undirbýr nú líka pappírsbrúðuleik þar sem hún nýtir myndlýsingarnar mínar úr skrímslabókunum sem efnivið og sprettibókarformið (pop-up) sem leiksviðið. Fyrstu drög má sjá á ljósmyndunum hér fyrir neðan.

Travelling Exhibition: The interactive exhibition Visit to the Monsters is soon to be opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as on of the events on the annual Children’s Festival. The exhibition will open on April 1st 2017 and is open until May 4th. Further information in Faroese here. The exhibition was originally on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. See photos and read more about the exhibition on the page here.

One of the three authors of the Monster series is the Faroese writer Rakel Helmsdal. She also runs her one-woman puppet-theater: the Karavella Marionett-Teatur and has played a puppet show with Little Monster and Big Monster. She is now preparing a show with paper puppets, basing her images and figures on my illustrations from the books, using the pop-up book art form as stage. The photos below show her first drafts. So, our Faroese friends of the two monsters may look forward to some exciting shows in Tórshavn in the coming months! See you in Tórshavn!

 

 

Gjugg í borg | Peek-a-boo

Myndskreytingar: HönnunarMars, hin árlega hátíð hönnunar og lista í Reykjavík, verður haldin dagana 23. – 26. mars með fjölbreyttri dagskrá og viðburðum. Ég tek þátt í sýningu á myndlýsingum pólskra og íslenskra bókateiknara, á sýningunni „Gjugg í borg“ í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin opnar 21. mars og stendur til 3. apríl.

Þátttakendur á sýningunni eru: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Ewa Solarz.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á heimasíðu Hönnunarmars og viðburðasíðu á Facebook.


IllustrationThe annual design festival DesignMarch in Reykjavík will be held from March 23. to 26. I will take a small part as one of the exhibitors of children’s books illustrations in the exhibition “Peekaboo” at the Culture House in Reykjavik.

The exhibition will tell the story of Polish and Icelandic illustrated children’s books by presenting the best works of illustrators from both countries. 16 Polish and 6 Icelandic authors will be featured. The event will be divided into two parts: an exhibition of illustrations and books, and a programme of workshops for children and illustrators.

The last decade has seen a revival of books for children in Poland. New publishing houses are constantly popping up and taking the risk of publishing contemporary and innovative books. And the world has taken note. Polish books regularly receive the Bologna Ragazzi Award – the most important international children’s book award. A similar development can be observed in Iceland’s children’s literature, where illustrated children’s books play a very important part. Iceland is fortunate to have committed, young illustrators, who are succeeding at recreating Icelandic children’s literature, which is the foundation of Icelandic literature as a whole. The Peekaboo Exhibition at the Culture House in Reykjavik showcases the most interesting children’s’ books illustrated by 16 Polish and 6 Icelandic artists. The books show the artists’ diversity and wit – the exhibition’s design allows children to explore the books’ characters. The exhibition will be accompanied by a lecture about contemporary Polish illustration, a meeting with some of the illustrators and a workshop programme for both Polish children living in Iceland and Icelandic children.

Participating artists: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir and Áslaug Jónsdóttir.

Ewa Solarz is the curating the exhibition. The exhibition will run until 2nd of April.

– http://honnunarmars.is/work/peekaboo/

Links:
Peek-a-boo / DesignMarch
Facebook event
article in Polish: Iceland News.