Fimm stjörnu Skrímslakisi | Five star review!

Frettabladid-8okt2014-46

♦ BókadómurSkrímslakisi fékk þennan fína dóm í Fréttablaðinu í morgun. „Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Tengill á dóminn á visir.is.

♦ Book reviewThe new book in the monster series: Skrímslakisi (The Monster Cat) received a very nice review in Fréttablaðið newspaper this morning:
“The text is humorous, the characters are colorful and the images are very dynamic … A high quality and vivacious children’s book, in multiple layers, that can be read many times over and where there will always be something new to discuss.” – Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.

 

 

Viðtal í vefriti | Interview in a Spanish webzine

Unperiodista♦ Myndlýsingar: Spænska vefritið Un Periodista en el Bolsillo er tileinkað myndlýsingum og þar birtist á dögunum viðtalsgrein um myndirnar í bókunum um litla og stóra skrímslið. Greinina má finna með því að smella á tengilinn hér – eða á myndina til hliðar. Í vefritinu er fjöldi greina um myndlýsingar, bókateiknara og verk þeirra – á spænsku.

Tvær fyrstu bækurnar um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki komu út í vor á fjórum tungumálum spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Útgefandinn er Sushi Books. Það má lesa nokkrar síður úr þessum útgáfum með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan.

♦ Illustration: A Spanish online magazine dedicated to illustration:Un Periodista en el Bolsillo, did an interview about the Monster series and my illustration work. You can find the article by clicking this link – or the picture on the right. The webzine is a fine source of interviews and articles on illustrators of all sorts – all in Spanish.

Earlier this year Sushi Books in Spain launched the first two books in the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books!

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Gægjugat | Through the peephole

myrin2014-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin Páfugl úti í mýri – Orðaævintýri. Sýningin er hluti af Mýrinni, alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni sem haldin er á tveggja ára fresti í Norræna húsinu, – og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014. Sýningarstjórar eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. Ég kíkti í Norræna húsið um daginn, þegar undirbúningur stóð sem hæst, stóð hreinlega á gægjum! Fleiri myndir má sjá hér. Ég mæli eindregið með skemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna!

Mýrin Festival Program

Dagskrá – Mýrin Festival Program

♦ Photo Friday: Tomorrow there will be an opening of an exhibition in the Nordic house in Reykjavík, called: A Peacock in the Moor – A Fairy-tale of Words. The exhibition is inspired by a selection of new Nordic children’s books and is dedicated to the joy of reading and playing with words. It is a part of the International Children’s Literature Festival Mýrin, a biennial hold in the Nordic House in Reykjavík, – and Reykjavík Reads Festival 2014. The exhibition is designed by graphic artist Kristín Ragna Gunnarsdóttir and author Davíð Stefánsson. I went to the Nordic house last week and and took a peek through a magic hole in the wall! More photos here. Check out the links in this post if you want to know more!

Ný bók um skrímslin! | The Monster Cat in Sweden

monsterkatten3dhu♦ BókaútgáfaNýjasta bókin um skrímslin tvö kom út hjá Kabusa Böcker í Svíþjóð í gær. Skrímslakisi er rétt ókominn út á Íslandi, en til hans hefur sést í frægu kattabóli á Bræðraborgarstígnum. Meðhöfundur minn í Svíþjóð, Kalle Güettler, verður á bókamessunni í Gautaborg 25.-28. september og áritar Monsterkatten í básnum hjá Kabusa, sjá tíma og staðsetningu hér.
Skrímslakiskan er titillinn á útgáfunni sem kemur út í Færeyjum, heimalandi meðhöfundarins Rakel Helmsdal.

♦ Book releaseA new book in the Monster series, Monsterkatten (The Monster Cat) is out in Sweden! The title is soon to be released in Iceland: Skrímslakisi, and the Faore Islands: Skrímslakiskan. My co-author in Sweden, Kalle Güettler, will be at Göteborg Book Fair next week, signing books at Kabusa Böcker‘s stand, see Kalle Güettler’s blogpost here.

Lestu meira um skrímslabækurnar á síðunum HÉR og HÉR. | Read more about the Monster series and the collaboration of three authors on the pages HERE and HERE.

 

Skrímslaerjur á norsku | Monster Squabbles in Norwegian

NorskMonsterbrakweb♦ Þýðingar: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin, en von er á norskum Skrímslaerjum (Monsterbråk) úr prentsmiðju þá og þegar. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa Veslemonster, Store monster græt ikkje, Monster i mørket og Monsterpest. Hér má lesa kynningu á Monsterbråk á vef forlagsins. Í vetur verður bókin svo lesin samtímis um Norðurlöndin öll á Norrænu bóksafnsvikunni sem hefst 10. nóvember.

♦ Translations: The Norwegian version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is just about to hit the stores. Our publisher in Norway, Skald, has already an online introduction of the book. See the publisher’s website for Monsterbråk or read few pages from the book in the window below. Monster Squabbles was also selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, starting on 10. November with participation of libraries from all over the Nordic countries and Balticum.

Hjarta bergrisans | Heart of stone

Bergrisi©AslaugJons

♦ Föstudagsmyndin: Ég gekk fram á þennan ófrýnilegan bergrisa í sumar. Hann svaf og gætti ekki að: steinhjartað lá bert í opnu brjóstinu. Það má ekki vekja bergrisana …
♦ Photo Friday: I walked past a mountain-giant this summer. He was sleeping and a bit careless, leaving his heart of stone just laying there bare. I guess I could have stolen his heart but I didn’t. Giants are not to be awakened…

Steinhjarta©AslaugJons

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Sjón að sjá | Take a look!

Eldgos-AslaugJons-web

♦ Myndlýsing: Skrímslum þykja eldgos falleg. Enda fellur skrímslum ýmislegt hrikalegt og ógurlegt vel í geð.

Ég var að ljúka við að myndlýsa Skrímsli á toppnum þegar Eyjafjallajökull lét sem verst árið 2010. Ég breytti lokamyndinni í bókinni í samræmi við það. Ég hafði fengið að finna fyrir tregum flugsamgöngum vegna öskunnar og var allt þetta magnaða brölt jarðskorpunnar í fersku minni.

Nú er Ísland eins og að rifna í tvennt út frá Bárðarbungu í Vatnajökli og ekki séð fyrir endann á því öllu saman … Magnað og ískyggilegt!

♦ Illustration: The Monsters think volcanos are pretty awesome! This illustration is from the book Skrímsli á toppnum: Monster at the Top. I was just finishing the illustrations in 2010 when Eyjafjallajökull erupted. So a peaceful mountain was turned into a live volcano.

Now there are big eruptions just north of Bárðarbunga in Vatnajökull, the largest glacier in Iceland. To read news about the eruptions at Holuhraun go to this site at RÚV. See also live webcams at Míla.

Graðhestar | Horsing around

Gregoríus-5-270814

♦ FöstudagsmyndinÞessir graðhestar í Húnavatnssýslu tóku sig vel út í fallegu veðri í síðustu viku. Myndirnar voru teknar fyrir vefsíðuna Viljahestar sem spúsi minn heldur úti.

♦ Photo FridayStallions at play! I do some photographing for the website Viljahestar, a site for the horsebreeding at the family farm, run by my husband. Interested in the Icelandic horse? Go take a look!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.08.2014 Gregoríus-7-270814

 

 

Þokan og ljósið | Fog and sun

Melaleiti-28082014

♦ FöstudagsmyndinDalalæðan fór víða í gærkvöldi og haustið er svo greinilega í nánd. Fyrr um daginn var ég á Hofsósi og naut blíðunnar í Skagafirði.

♦ Photo Friday: Above: foggy evening at the farm yesterday. Below: Earlier in the day I was in Hofsós, Skagafjörður, enjoying beautiful weather: calm, warm and sunny.
Hofsos-28082014

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.08.2014

Litirnir í mýrinni | Colors of iron

myravatn1-AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinÉg gekk um holt og mýrar í Leirársveit í gær. Það var þungskýjað og fjallasýnin kannski ekki eins og best verður á kosið. Þá er gott að muna að undrin geta verið rétt við tærnar á manni.

♦ Photo Fridayl went for a short hike in Leirársveit yesterday and passed some small ponds in the wetland. Several of them had these amazing colors from the iron-rich water.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

myravatn7-AslaugJ

myravatn8-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.08.2014

Fiskur hverfur | When books vanish

DN2aug2014

EgVilFisk-SvCover

♦ Myndabækur: Lotta Olsson skrifar í Dagens Nyheter um mikilvægi þess að ungir lesendur hafi úr fjölbreyttu úrvali bóka að moða og ennfremur segir hún frá leit sinni að nýlegum myndabókum. Lotta Olsson fullyrðir að á bókamarkaðinum sé hreinlega að finna svarthol því margar nýrri myndabækur séu uppseldar og ófáanlegar – valið standi aðeins á milli nýútkominna bóka og svo mikið eldri sígildra bóka. Sænska útgáfan af „Ég vil fisk!“ virðist hafa hafnað í þessu svartholi, en um hana segir Lotta: „ …dásamleg lítil saga um tungumál og skilning.“

♦ Picture booksIn an article in Dagens Nyheter, Sweden’s largest morning paper, my book I Want Fish is mention as one of many fairly new books that are sold out and unavailable – but shouldn’t be! Reviewer and journalist Lotta Olsson wanted to buy a selection of books for a young friend but found out that publishers hesitate to reprint older titles: the room is cleared for the new books, creating what Olsson calls “a black hole” between the old classics that are consitently republished and new resently published books. My book “I Want Fish” (Vill ha’ fisk!) seems to have disapeared in that black hole, a book Olsson finds “…adorable little story about language and understanding.”

Ég vil fisk! – I Want Fish!
Mál og menning, 2007.

Þýðingar | Translations:
• Danska | Danish: Jeg vil ha’ fisk!, Milik, Grænland, 2007
• Grænlenska | Greenlandic: Aalisakkamik!, Milik, Grænland, 2007
• Sænska | Swedish: Vill ha’ fisk!, Kabusa, Sweden, 2007
• Færeyska | Faroese: Eg vil hava fisk!, BFL, Faroe Islands, 2007

Umsagnir | Reviews:
„Teksten fokuserer på de voksnes distræte replikker, som afslører deres manglende evne til at lytte, uden at fordømme, men med et indforstået glimt i øjet til børn fra ca. 1 1⁄2 år. … En gennemført og sjov bog …“ – Kari Sønsthagen, Berlinske Tidende 30. júní 2007
„Berättarstrukturen i Áslaug Jónsdóttirs Vill ha fisk är beundransvärd renodlad. … Det hela formar sig till en glasklart enkel skildring av språkets og självmedvetandets framväxt. … Illustrationernas blandteknik skapar djup och resonans, bildytan växlar, får oväntad rörlighet. … Just så här direkt kan en riktigt bra bok interagera.“ – Per Israelson, Svenska Dagbladet, 17. september 2007
„Bilduppslagens öppna ytor och kantiga blandteknik skapar en tvingande materialitet som knivskarpt isolerar språkets och självmedvetandets framväxt i detta intima familjespel. Briljant.“ – Per Israelson, Svenska Dagbladet, 10. desember 2007 – Årets böcker.
Inte för ett ögonblick låter Áslaug Jónsdóttir sina läsare glömma att hennes bilder bara är teckningar på ett papper. … Men den lilla huvudpersonen Hildur blir likafullt levande i kraft av sin viljestyrka och sina känsloutbrott. Redan på första uppslaget spänner hon sin påstridiga blick i läsarna – vad hjälper det då att illustratören försöker tona ner Hildurs inbillningsförmåga genom att teckna hennes fantasi-fångst som en genomskinlig kritflundra. Berättelsen har redan fått ett eget liv.“ – Nisse Larsson, Dagens Nyheter, 8. október 2007
„Då känns det befriande att läsa Vill ha fisk av Áslaug Jónsdóttir med en pappa och mamma som står lika oförstående inför sin dotters önskemål och hela tiden misstolkar hennes önskan “Vill ha fisk”. Föräldrarna turas om att laga mat, handla m.m. som en helt naturlig bisak och Hildur är i bild- och berättelsefokus konsekvent. Den sortens vardagsnära verklighetsbeskrivningar tror jag fungerar allra bäst.“  – Susanna Ekström, Opsis Kalopsis 2/2010, Special – om bilderböcker ur genusperspektiv.
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

Tove Jansson 100 | Jansson’s Anniversary

TJSimmarPOJ

♦ Tove JanssonÍ dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Tove Jansson. Bækurnar hennar um múmínálfana hittu mig strax í hjartastað og list hennar hefur alla tíð höfðað sterkt til mín. Auðvitað komst ég fyrst að því á fullorðinsárum hve fjölhæfur og margslunginn listamaður hún var.

Fyrir allmörgum árum þýddi ég að gamni nokkra kafla af Sumarbókinni sem mér vitanlega hefur aldrei komið út á íslensku. Ég hef þó komist að því síðar að bókin hefur í reynd verið þýdd og lesin í útvarpi: sumarið 1979 var þýðing og upplestur Kristins Jóhannessonar flutt í Ríkisútvarpinu. Hvers vegna var/er hún ekki gefin út? Ég bið þýðendur velvirðingar á þessu gamni mínu, en birti hér fyrir neðan fyrsta kaflann til heiðurs afmælisbarni dagsins. Takk Tove!

♦ Tove JanssonToday is Tove Jansson’s 100th anniversary – a truly wonderful artist that I have admired ever since I first got to know her mumintrolls as a kid. If you don’t know her work I reccomend two nice websites: Anniversary website and Tove Jansson – Virtual museum and life story.

Some years ago I translated few chapters from Jansson’s marvelous book The Summer Book. Just for fun and perhaps a little bit out of frustration over that this beautiful book was not yet published in Icelandic. I have later found out that it has in fact been translated into Icelandic (and read in the radio in the summer 1979) by a fine translator, Kristinn Jóhannesson. Please publish! Below is my humble translation of the first chapter into Icelandic. Thank you Tove!

Morgunsund

Það var snemma morguns mjög heitan dag í júlí og það hafði rignt um nóttina. Hitamistur steig upp frá berum klöppunum en vætan sat í sprungunum og mosanum og allir litir voru orðnir skýrari og dýpri. Fyrir neðan veröndina var gróðurinn enn í skugga, rakur eins og í regnskógi, þétt, krangaleg blöð og blóm sem hún reyndi að brjóta ekki á meðan hún leitaði með höndina fyrir munninum og allan tímann hrædd um að missa jafnvægið.

– Hvað ertu að gera?“ spurði Sophia litla.
– Ekkert, svaraði amma hennar. Eða öllu heldur: hreytti hún í hana. – Ég er að leita að fölsku tönnunum mínum.
Barnið kom niður af veröndinni og spurði rólega: – Hvar týndirðu þeim?
– Hér, sagði hún. – Ég stóð einmitt hér og þá duttu þær einhvers staðar niður í bóndarósirnar.
Þær leituðu saman.
– Ég skal, sagði Sophia. – Þú getur varla staðið í fæturna. Færðu þig.
Hún stakk sér undir laufþak blómanna og skreið á milli grænna stilkanna. Þarna niðri var notalegt og forboðið, svörðurinn svartur og mjúkur og þar lágu tennurnar, hvítar og skínandi, heil munnfylli af gömlum tönnum.
– Ég fann þær! æpti barnið og stóð upp. – Settu þær í þig.
– En þú færð ekki að horfa á, sagði amman. – Svona nokkuð er prívat.
Sophia hélt tönnunum fyrir aftan bak. – Ég vil fá að horfa á, sagði hún. Þá skellti amma hennar tönnunum upp í sig í einum hvelli. Það var auðvelt og eiginlega ekki neitt merkilegt.
– Hvenær deyrðu? spurði barnið.
Og hún svaraði: – Bráðlega. En það kemur þér ekki nokkurn skapaðan hlut við.
– Afhverju? spurði barnið þá.
Hún svaraði ekki, hún gekk út á klappirnar og áfram í átt að nesinu.
– Þetta er bannað! gargaði Sophia.
Sú gamla svaraði með fyrirlitningu: – Ég veit. Hvorki þú eða ég megum ganga út á klettana en nú gerum við það samt því pabbi þinn sefur og veit ekkert um það.
Þær gengu út á klappirnar. Mosinn var sleipur en sólin hafið risið dálítið upp á himininn og nú gufaði upp af öllu, eyjan var sveipuð sól og þokuslæðu og var ægifögur.
– Grafa þeir gröf? spurði barnið vingjarnlega.
– Já, svaraði hún. Stóra gröf. Og bætti svo lymskulega við: Svo stóra að það er pláss fyrir okkur öll.
– Afhverju það? spurði barnið.
Þær gengu áfram út á nesið.
– Svona langt hef ég aldrei farið, sagði Sophia. – En þú?
– Nei, sagði amma hennar.

Þær gengu alla leið út á ystu nöf þar sem klettarnir féllu fram í æ myrkari syllum, hver og ein prýdd grænu kögri af þangi, sem bylgjaðist fram og aftur með hreyfingum vatnsins.
– Ég vil synda, sagði barnið. Hún beið eftir mótbárum en þær létu á sér standa. Þá byrjaði hún að klæða sig úr, hægt og uggandi. Maður getur ekki treyst þeim sem bara leyfa öllu að gerast. Hún stakk fæti í sjóinn og sagði: – Hann er kaldur.
– Auðvitað er hann kaldur, sagði gamla konan annars hugar. – Á hverju áttirðu von?
Barnið óð áfram út í upp að mitti og beið í ofvæni.
– Syntu, sagði amma hennar. – Þú kannt að synda.
Hér er djúpt, hugsaði Sophia. Hún er búin að gleyma að ég hef aldrei synt í djúpu vatni án þess að hafa einhvern með mér. Og þess vegna óð hún aftur í land, settist á klettana og útskýrði: – Það verður greinilega gott veður í dag.
Sólin hafði risið hærra. Öll eyjan sindraði eins og hafið og blærinn var ferskur.
– Ég kann að kafa, sagði Sophia. – Veistu hvernig maður kafar?
Amma hennar svaraði: – Það veit ég vel. Maður bara sleppir taki á öllu, tekur stöðu og bara kafar. Maður finnur með fótunum fyrir þangbrúskunum, þeir eru brúnir og vatnið er tært, bjartara fyrir ofan, með loftbólum. Maður smýgur vatnið. Maður heldur niðri í sér andanum og smýgur og snýr sér og stígur upp, lætur sig stíga upp á við og andar út. Og svo flýtur maður. Bara flýtur.
– Og allan tímann með opin augun, sagði Sophia.
– Auðvitað. Enginn manneskja kafar án þess að hafa augun opin.
– Trúirðu að ég geti gert það án þess að ég sýni þér? spurði barnið.
– Já, já, sagði amman. – Klæddu þig nú, þá verðum við komnar heim áður en hann vaknar.

Fyrstu þreytumerkin gerðu vart við sig. Þegar við komum heim, hugsaði hún, þegar við erum komnar inn aftur, þá held ég að ég fái mér blund. Og ég verð að muna að segja honum að barnið sé ennþá hrætt við djúpt vatn.

Þýtt úr Sommarboken eftir Tove Jansson.
Ljósmynd | Photo: http://www.tove100.com/presskit/images/TJ_Simmar_POJ.jpg

Horft í vestur | Looking west

NVestur02ag2014-2

NVestur02ag2014-1

♦ Föstudagsmyndin: Mér hættir til að horfa frekar á skýin en skjáinn á sumrin. Allir hugsanlegir bláir og gráir tónar hafa fylgt rigningarskýjunum sem hvolfast yfir okkur dag eftir dag. Góðu dagana slæðast inn rauðir litir þegar kvöldar…
Fyrir ofan eru myndir frá sjávarbakkanum við Melaleiti 2. ágúst, en fyrir neðan er sitthvað í glugga – horft í sömu átt.

♦ Photo FridayI haven’t posted anything on my blog for a while since I tend to stare more at the sky than the screen in the summer. There have been very few days without rain, so the clouds, in all shades of blue and grey, have dominated the landscape – with just a little bit from the red palette here and there every now and then in the evenings. Above is the view west (or northwest) from Melaleiti Farm, below same direction out of the window: Rhubarb”flower” in a glas and crane-flies, tangled up on the window pane.

RabarbarakrusJuli2014

 

Hrossaflugur8ag2014

Uppstytta | A pause in the rain

MelaleitiFjaran140714AslaugJ

♦ Föstudagsmyndirnar: Fjaran við Melaleiti og Melabakkar í uppstyttu 14. júlí, rigningasumarið 2014. Það er eins gott að skjalfesta þessar fáu stundir sem ekki rignir á suðvesturhorninu!
♦ Photo FridayIt is pretty clear to us now that we have another rainy summer in Southwest-Iceland. So you make a good notice when ever it clears up even just a little. This is my bid for my good-weather-moment this week.

Melabakkar140714AslaugJ

 

MelaleitiFjaran140714AslaugJ2

 

 

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.07.2014

Mávar og mannlíf | In Brighton

Brighton1AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÉg var sumsé í Brighton á Englandi (út af þessu hér) og var með myndavélina, eins og sjá má. Brighton er dýrðlegur strandbær og þar má hafa fjölbreytt gaman í afslöppuðu andrúmslofti – og frískandi sjávarlofti. Allt er í göngufæri: ströndin, Brighton Bryggja, söfn og sögustaðir, verslanir og veitingastaðir, leikhús og grænir garðar.

Mávarnir eru einkennandi fyrir borgina og þeir eru býsna aðgangsharðir. Félagarnir hér fyrir ofan voru einmitt að leggja á ráðin. Nokkrum andartökum eftir að ég tók myndina tók annar þeirra dýfu og rændi lítinn snáða nestinu sínu. Ég hafði ekki hjarta í mér til að taka mynd af pilti. Hann hágrét, sár og svekktur. „Hvað ertu að skæla þetta?“ hlógu foreldrarnir og aðrir nærstaddir, með augljósri ádáun á ósvífnum varginum sem hafði nappað pylsunni úr höndunum á barninu.

♦ Photo FridayI was in Brighton, UK. (Because of this). To cut it short: I loved the relaxed atmosphere, the sea air, the beach, the light, the colors, the Pier, the gardens, The Royal Pavilion, the museums, the nice restaurants and the narrow lanes … all in easy walking distance.

The seagulls are everywhere, flying high and low, crying, laughing – and pretty aggressive in their “fishing” among tourists and outdoor restaurant guests. Just seconds after I took the photo above, one of the seagulls dived down and snatched a hot dog from the hands of a young boy. When meeting his eye, I didn’t have the heart to take his photo. The poor boy cried his heart out in disappointment. His parents and people around him laughed: “What are you crying for?” Pretty obvious if you are hungry and someone just stole your lunch!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Litir | Colors:

Lífið í görðunum | In the gardens:

 

Ljósmyndir teknar | Photos date: 03/04/05/06.2014

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum er fyrsta þýdda bókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan af bláa hnettinum er frumlegt ævintýri sem mun höfða til aðdáenda Maurice Sendak, Dr. Seuss og Hans Christian Andersen.“  Í frétt á vef Forlagsins má lesa fleiri umsagnir.

NowIsTheTimeThisIsNotVerðlaunin voru veitt á fimmtugasta þingi UKLA-samtakanna, í Háskólanum í Sussex í Brighton. Þangað mættum við Andri Snær ásamt þýðandanum Julian Meldon D’Arcy og fleiri tilnefndum texta- og myndhöfundum. Verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna hlaut kanadíski teiknarinn og rithöfundurinn Jon Klassen, fyrir margverðlaunaða bók sína This is not my hat. Verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 12-16+ hlaut Michael Williams, rithöfundur og óperustjóri Cape Town Opera, með meiru, fyrir bókina Now is the Time for Running.

♦ Book award:The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, translated by Julian Meldon D’Arcy, received UKLA Book Award 2014 at a reception in The University of Sussex in Brighton on the 4th of July. Earlier this year The Story of the Blue Planet was shortlisted for the age 7-11, the first book in translation to be nominated and to win the award. Alayne Öztürk, President of UKLA said “UKLA is committed to the importance of a diverse range of literature for children and young people. We know that literature broadens the reader’s experience of the world and sense of the possible and thus should have a central place in classrooms and educational contexts. The exceptional quality of the shortlists this year and the truly outstanding winners shows that there are many gems to be found amongst the smaller presses and we are proud to be celebrating international authors and illustrators at our 50th International Conference”. Read more about the all on Andri Snær Magnason’s homepage!

I put the list of the shortlisted books below – I for one am looking forward to read a stack of them!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog. And author Andri Snær Magnason’s homepage. Publishers homepage: Pushkin Press, London. UKLA Book Award shortlists 2014More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Tilnefndar bækur 7-11 | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

BookAwardsShortlist2014

 

Ritgerð um leikrit | Thesis on Children’s Theater

GottKvPlweb           LitlaOgStoraPlakatweb

♦ Umfjöllun um leikritÍ nýútgefinni B.A. ritgerð í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands, á Skemmunni.is, fjallar Rakel Brynjólfsdóttir um leikritin tvö: Gott kvöld og Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, en þau eru bæði byggð á myndabókum. Ritgerðin nefnist „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  og má lesa hér. Í útdrætti segir m.a.:

„Áslaug Jónsdóttir nær með leikverkum sínum að tvinna saman einstaka persónusköpun, fallegan texta og mikilvægan boðskap sem á erindi til allra barna. Val hennar á viðfangsefnum er metnaðarfullt og sýnir þá trú og þá virðingu sem hún ber fyrir ungum leikhúsáhorfendum. Samvinna hennar og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra tók þessi stef og glæddi þau lífi með allri umgjörð sýninganna. Listræn framsetning þeirra á ótta, hugrekki og þeim skilaboðum að maður standi ekki einn í lífinu með vin sér við hlið tókst vel. Áslaug hefur næmt auga fyrir því hvernig best má ná til barna og nýtir sér einfalda söguframvindu, kímni og orðaleiki í listsköpun sinni. Leikrit hennar eru mikilvægt innlegg í barnaleikhúsmenningu á Íslandi og gefa tóninn fyrir metnaðarfulla listsköpun með boðskap fyrir börn í framtíðinni.“  – Rakel Brynjólfsdóttir – http://hdl.handle.net/1946/18136

♦ Theater reviewI have just read a freshly pressed BA thesis in Comparative Literature at the University of Iceland, by Rakel Brynjólfsdóttir, on two of my plays: Good evening and Little monster and Big Monster in the Theater, both based on my picture books. There are some very praising reviews in her text, – although only available in Icelandic. The thesis is called „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  and is available at Skemman.is at this url: http://hdl.handle.net/1946/18136. 

Hnötturinn á flugi | Illustration

UsSaganAfBlaa

♦ BókadómurÞað er alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér er umfjöllun eftir Gemma D. Alexander og þar segir m.a. um myndlýsingarnar:

“Educational kids’ books and allegories for any age group are so often tedious, but the playful illustrations by Áslaug Jónsdóttir and the sweet characterizations in Blue Planet make this story of environmental devastation and first world privilege go down easy.” – Gemma D. Alexander [link to blog]

♦ Book reviewThis quote above, about the illustrations in The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, is from a very nice review by Gemma D. Alexander. Read the full post and book report here.

♦ LeikhúsNæsta vetur hefjast sýningar á samnefndu leikriti Andra Snæs í Aalborg Theater. Hér má lesa meira um sýninguna. Í kynningarefni var valið að nota myndlýsingar úr bókinni, samsett í nýja mynd.

♦ TheaterNext winter Aalborg Theater in Denmark will run Magnason’s play by same name. If you read Danish there is more about it all here. Illustrations from the book are used for posters and PR material in a new and imaginative combination.

den-blaa-planet-presse-Aalborg-web

© Aalborg Teater | Illustrations by Áslaug Jónsdóttir | Design by Højland Art Direction | link to press photos

 

 

Jónsmessunótt | Midsummer night

SnurustMelaleiti240614AslaugJ

♦ DagataliðJónsmessunóttin 2014, 24. júní kl 1:05. Ég missti reyndar af hinu rómaða daggar-baði, því döggin vék fyrir vindi og skýin hrönnuðust upp með tilheyrandi svala. Ég hefði betur drifið í því nóttina áður, því þá sat döggin á hverju strái. En í tilefni dagsins tíndi ég til myndir af sjö af mínum uppáhalds blómplöntum. Gleðilega Jónsmessu!

♦ The CalendarPhotos from June 24. at 1:05 am. It’s Midsummer – Jónsmessa – and last night was the magical Midsummer night. I didn’t get the chance to bathe in the early-morning dew, which is supposed to be a very healthy thing to do on that night. I should have picked the night before …  just see the photo below. But since herbs and flowers also have an extra magical healing power this night, I picked out seven of my favorite wild flowers and I hope they bring forth my wishes for a happy midsummer everywhere!

Borgarfjordur240614AslaugJ

♦ Fyrir neðan23. júní kl. 5:27. Sólin í norðaustri, hátt yfir Skarðsheiði.
♦Below: Early morning June 23. at 5:27 am. The morning sun above Skarðsheiði, Mt. Ölver.

Skardsheidi230614AslaugJ

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.-24.06.2014 +undated flower photography

Að smala köttum? | Herding cats?

MKis©AslaugJ

♦ MyndlýsingarNú er ég búin að brjóta um nýju skrímslabókina og það er verið að lesa prófarkir í þremur löndum: á Íslandi, í Færeyjum og í Svíþjóð. Það gengur allt glimrandi vel, – nei, minnir fráleitt á kattasmölun!

♦ IllustrationI have finished doing the layout for the next book in the monster series, all sent for proofreading in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish. It is a bit of juggling, but herding cats? No, not at all.

Rauðir fætur | Red legs

tjaldur1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Rauðir fætur og reiðir fuglar! Einhversstaðar kúrðu ungar í grasinu og tjaldurinn varði þá með miklum látum. Stelkurinn var öllu ljúfari en hávaðasamur líka og ég fékk húðskammir fyrir átroðninginn. Loftið ómar af fuglasöng nætur og daga, en hvell hættumerki frá stelk og tjaldi eru reyndar ekkert eyrnakonfekt.
♦ Photo FridayAngry birds! The oystercatcher (Haematopus ostralegus) and the redshank (Tringa totanus) both had young chicks hidden in the grass and gave me a thorough scolding for intruding.

(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

17. júní 2014 | The National Day of Iceland

17juni2014©AslaugJ

♦ Dagatalið: Í tilefni dagsins: Ég flaggaði auðvitað þótt ég kæmist ekki á Austurvöll til að fylgjast með forseta og forsætisráðherra … hipp húrra! Í fánastöng við hæfi! Annars eyddi ég megninu af deginum niðurrignd í rófugarðinum. Það var afar þjóðlegt. Og það ku hafa rignt ámóta fyrir 70 árum.
♦ The CalendarToday was the National Day of Iceland, with celebrations of the 70th Independence Day. Of course I had to fly the flag! The weather was typical for the day: with pouring rain, and I spent most of it fighting dandelions in the vegetable garden. Very appropriate.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2014

Folöld | Foals

FolJun1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það er erfitt að standast svona augnaráð! Þegar saman fer bjartasti tími ársins og nýfætt ungviði, eru það tröll ein, sem ekki kætast.
♦ Photo FridayIt’s hard to resist the charm and beauty of the newborn foals at the family farm in Melaleiti. Bright nights and all is well … it has to bring out a smile!
(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

Listrænt lítið skrímsli | Little Monster likes to draw

LitlaSTeiknarAslaugJ

♦ MyndlýsingarLitla skrímslið er listrænt með afbrigðum. Eða hvað? Það kemur í ljós í bókinni Skrímslakisi sem kemur út haust.
♦ Illustration: Just a little sneak peek: Little Monster draws a cat. Illustration for the next book about Little Monster and Big Monster: “The Monster Cat”.