Páskaeggjaleit? | Easter egg hunt?

Fýll-5-4-2015-AslaugJ

♦ Fuglafréttir: Fýllinn er sestur upp í Melabakka. Á milli 20-30 pör sátu í bakkanum undan Melaleiti nú um páska, þar á meðal þessi snotru hjú á myndinni fyrir ofan. Á páskadag bar svo að fálka í ætisleit – eða kannski eggjaleit? Fálkinn leit fýlabyggðina hýru auga, en var heldur var um sig – og ég náði því miður ekki betri myndum en þetta. (Sjá neðar). Þaðan af síður náði ég myndum af glæsilegum haferninum (Haliaeetus albicilla) sem sveif yfir bakkanum í lok dagsins! Æ, hvar var myndavélin þá!

Ljósmyndavænn fýllinn er einkvænisfugl og verpir aðeins einu eggi sem tekur hann allt að 50-60 daga að klekja út. Í aðra tvo mánuði þarf að fóðra ófleygan ungann. En fýlinn getur náð háum aldri (40-50 ár) og hann hefur lengst af verið úrræðagóður í fæðuöflun.

♦ Birds, birds: The arctic fulmar (Fulmarus glacialis) is back for nesting in Melabakkar cliffs. This cute couple was amongst the 20-30 pairs that has started nesting close to our farm. A gyrfalcon (Falco rusticolus) came Easter Sunday looking for a prey – or perhaps an easter egg? I didn’t get any really good shots (see below) – and later the same day I was totally caught off guard as a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) flew over the cliffs. Argh… sorry, no photo.

So! The much more photogenic fulmars are monogamous, and lay a single egg. Incubation lasts for up to 2 months, and it takes another two months to feed the young. Fulmars can live up to a very old age – up to 40+ yrs. If not caught by an eagle or falcon …

Fálki-1-AslaugJ Fálki-2-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.04.2015

Föstudagurinn langi | Good Friday

3april-1

♦ FöstudagsmyndirFöstudagurinn langi við Borgarfjörð. Fýllinn kominn, með sultardropa á nefi.

♦ Photo FridayI spent Good Friday at the family farm – close to Borgarfjord / Faxaflói bay. The Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), is already back. Spring is near.

3april-2 3april-3 3april-4 3april-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.04.2015

Sólmyrkvi | Solar Eclipse

Reykjavik20.03.2015.1010

♦ Föstudagsmyndin: Það var róleg og dálítið dularfull stemning í borginni í morgun. Almyrkvi á sólu var í dag, 20. mars 2015. Sólmyrkvinn hófst kl. 8:38, náði hámarki kl. 9:37 og lauk kl. 10:39. Myndin er tekin kl. 10:10 úti á Seltjarnarnesi.
Hvar sem farið var um borgina stóð fólk úti í blíðviðrinu og horfði til himins. Góður dagur til að minnast þess að við erum geimverur!
SolarE1010Næsti sólmyrkvi verður 12. ágúst 2026. Um sólmyrkvann í dag má til dæmis lesa á Stjörnufræðivefnum.

♦ Photo Friday: My, my, what a nice morning: solar eclipse in an absolutely wonderful weather! The pleasant weather alone was something to celebrate, after weeks and months of horrid blizzards. (And next storm coming in tonight). The photo above was taken at 10:10 am – where the moon’s position was about like that one on the image to the right.
The atmosphere in the city was a bit odd, but definitely nice: calm and quiet and everyone out in the streets to stare at the sky, wearing crazy-looking glasses and clearly amusing themselves. We’ll have to wait 11 years for this to happen in Reykjavík again.

Gæs-á-Gróttu-20.03.2015

– Bewildered goose during solar eclipse, close to Grótta, Seltjarnarnes. 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 20.03.2015

Krúnk, krúnk | Corvus corax

Krummi6marsAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Þessi krummi tók á móti mér þegar ég kom heim í dag, en reyndi hvað hann gat til að hrella fastagestina á Melhaganum: starra og skógarþresti. Aðeins einn aumkunarverður starri reyndi að verja heiður götunnar og sat sem fastast á sínum pósti.

KrummiKAslaugJÉg hef verið að kenna nemendum í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík sitthvað um letur og mynd og þess vegna settist krumminn á „K“ þegar ég fór að fikta við það sem festist á filmuna.

♦ Photo FridayI met this raven when I came home today. It was terrorising the regular guests in our street: starlings (Sturnus vulgaris) and redwings (Turdus iliacus) with loud croaking and various odd sounds. Only one not-so-brave-looking starling stayed behind to defend the territory. Ravens (Corvus corax) are getting more and more common in Reykjavík, I guess some people like to feed them.

It has been a busy week where I also was teaching students in the department of illustration in The Reykjavík School of Visual Arts a bit about typography, images and letters. So therefore my raven – hrafn or krummi sat himself on the letter K.

StarriBlackWhiteweb

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.03.2015

Refur á ferð | A (sad) story of a duck

RefurSpor

♦ Föstudagsmyndin. Veturinn hefur einkennst af grimmum veðrum og stundum er ótrúlegt að hugsa til þess að hér þrífist þrátt fyrir allt ýmsar dýrategundir – árið um kring. Ég var að skruna yfir ljósmyndir í dag og rakst þessi teikn í snjónum: spor eftir ref með æti. Refurinn hafði haft mikið fyrir því að drösla bráð sinni langa leið frá sjó, með krókum fyrir og í gegnum girðingar. Hann kaus að fara í gott skjól með fenginn. Við gamalt hesthús voru leifarnar af jólaöndinni hans rebba: haus af stokkandarstegg. Af merkjum að dæma fór rebbi inn í kofann með hluta af öndinni og gat þar étið í ró og næði, án þess að hrafnar eða ránfuglar trufluðu hann.
Það er ekki ólíklegt að stokkendurnar sem halda til við fjörur og lækjarósa haldi áfram að týna tölunni á meðan refurinn leikur sínum lausa hala.

StOnd-Refur1

♦ Photo Friday. I had a sick day and tried to humor myself by skimming through some photos, as an escape. No way I could go out in the cold today. I guess my pick of photos for this post is not very uplifting – or perhaps it is. Depends on the view. We found footprints of a fox (Arctic fox, Alopex lagopus) with a prey near our farm. The fox had draged its kill a long way from the sea, through and past fences and other obstacles, seemingly to feast undisturbed in an old stable where an open window came in handy. The fox had worked the poor duck apart, leaving its pretty green head half-covered in snow. The rest – if there was a rest – may have been well hidden somewhere inside the stable, away from ravens or vicious predatory birds. Clever thing, you fox.

The prey was a Mallard (Anas platyrhynchos), no doubt from a flock staying for winter by the creek. I can only admire these animals for their endurance during the long harsh winter. Of course only some survive.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27. / 30.12.2014 – 01.01.2015

Í skóla á sunnudegi | In school on a Sunday

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

NE!-Lit♦ Föstudagsmyndin: Þegar ég hafði samband við Litháíska móðurmálsskólann og vildi senda skólanum nokkur eintök af bókunum um skrímslin á litháísku, var mér boðið í heimsókn af skólastjóranum Jurgitu Millerienė. Skólinn „Trys spalvos“ (Þrír litir), sem hefur nú aðsetur í Landakotsskóla, hefur verið starfræktur í rúmlega 10 ár og telur um fimmtíu nemendur. Á hverjum sunnudegi koma litháísk börn í skólann til að læra móðurmálið, sum langt að. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu á vegum Félags Litháa á Íslandi.
Það voru fjörugir krakkar sem hlustuðu á upplestur á íslensku og litháísku og þau létu hendur standa fram úr ermum þegar þeim bauðst að teikna kostuleg skrímsli af öllu tagi. Kærar þakkir fyrir móttökurnar Þrír litir!

Tvær bækur um skrímslin hafa komið út á litháísku: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (Nei! sagði litla skrímslið) og Dideli pabaisiukai neverkia (Stór skrímsli gráta ekki). Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Dideli-pab-Lit♦ Photo Friday: I wanted to send the Lithuanian school in Iceland copies of the two books in the Monster series that have been translated to Lithuanian, but instead I was promptly invited by headmaster Jurgita Millerienė to visit the school “Trys spalvos” (Three Colours), based in Landskotsskóli. There a large number of Lithuanian children meet up every Sunday to learn and practice their mother tongue. Trys spalvos had 10 years anniversary last year and is run by the Lithuanian Association in Iceland, and based on the voluntary work of the generous teachers.
It was a lively group of pupils that listened to readings in Icelandic and Lithuanian last Sunday. And there was no hesitation when they got to draw their own black monsters! Thank you for your warm welcome Trys spalvos!

The titles available in Lithuanian are: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (No! said Little Monster) and Dideli pabaisiukai neverkia (Big Monsters Don’t Cry). For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

TrysSpalvos-©Aslaug14

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.01.2015

Þetta vilja börnin sjá! 2015 | Exhibition of illustrations

M8-Skrimslakisi-4-5-AslaugJ

♦ SýningÁ morgun opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi hin árvissa sýning „Þetta vilja börnin sjá!“. Þar má sjá myndlýsingar úr fjölda barnabóka, sem komu út á Íslandi á árinu 2014, – þar á meðal Skrímslakisa. Tuttugu og átta teiknarar sýna fjölbreytt og skemmtileg verk úr bókum fyrir börn og listunnendur á öllum aldri. Sýningin opnar kl 14 á morgun, sunnudag 25. janúar, og stendur til 15. mars 2015.

ÞettaViljaBörninSjá2015♦ Exhibition: The annual exhibition of children’s books illustrations opens tomorrow, Sunday January 25th, at Gerðuberg Culture Center, at 2 pm. Twenty-eight illustrators exhibit their works from books published in Iceland in 2014. This is a feast for admirers of illustrated books. Be sure not to miss it!

Among the exhibited works are a couple of spreads from Skrímslakisi, The Monster Cat, published by Forlagið in 2014.

Þorri – Bóndadagur | The fourth winter month

ÞingvellirJan2009-2-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinGleðilegan Bóndadag! Það er frost á Fróni og Þorri genginn í garð. Hó hó hó.
Myndirnar voru teknar á Þorra 2009.
♦ Photo FridayHappy Farmer’s Day! May the month of Þorri be kind to us all.

ÞingvellirJan2009-1-©AslaugJ

ÞingvellirJan2009-3-©AslaugJ

Þingvellir, Öxará. Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009

Skrímslakisi: Bókadómar í Svíþjóð | Book reviews in Sweden

monsterkatten3dhu♦ Bókadómar. Skrímslakisi, sem í sænskri útgáfu heitir Monsterkatten og gefinn er út hjá Kabusa Böcker, fékk nokkrar ljómandi fínar umsagnir á árinu sem leið. Helene Ehriander, lektor í bókmenntum við Linnéháskólann í Svíþjóð, skrifaði ritdóm um Skrímslakisa í BTJ-häftet, tímarit þjónustumiðstöðvar bókasafna í Svíþjóð. Þar segir meðal annars um Monsterkatten: „… sem er, eins og fyrri bækurnar, spennandi afrakstur samstilltra hugmynda, ósvikins húmors og sköpunargáfu í ríkum mæli. … Það sem gerir skrímslabækurnar svo áhugaverðar er að þær segja frá andstyggilegum og erfiðum tilfinningum með hlýju og húmor. Ekkert er einfaldað og enginn vísifingur er á lofti. … Umbrotið er fjölskrúðugt og verður hluti af myndlýsingunum þar sem letrið miðlar einnig á grafískan hátt því sem liggur að baki orðunum. Myndirnar eru listrænar og aðgengilegar og tjá ríkar tilfinningar. Sögurnar um þessa tvo skrímslavini eru í uppáhaldi hjá mörgum börnum og það er ánægjulegt að sjá að Skrímslakisi er af jafn miklum gæðum og fyrri bækurnar.“

BTJ-dómurinn í heild sinni:
„Detta är den åttonde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet. Konflikten är lätt igenkännbar. Lilla Monster har fått en kattunge och Stora Monster känner sig svartstjuk för att den får så mycket tid och kärlek samtidigt som han är avundsjuk för att han inte har nagon egen kattunge. Stora monster gömmer kattungen och spelar ovetande när Lilla monster letar efter den, men på sista sidan har problemet lösts på att fint sätt. Det som er så interessant med monster-böckerna är att de skildrar fula och elake känslor med värme och humor. Inget förenklas och inga pekpinnar viftar. Läsaren kan prove de olika rollerna och känna de olika känslorna utan att de finns något fördömande i bakgrunden. Texten flyter med rytm och känsla. Layouten är varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. Bilderna är konstnärliga och lättilgängliga med många starka känslouttryck. Berättelserna om dessa två monsterkompisar har blivit många barns favoritläsning och det er glädjande att Monsterkatten är av lika hög kvalitet som de tidigare.“
– Helene Ehriander, BTJ-häftet, október 2014

Eva Emmelin skrifar um þrjár barnabækur í Skånska Dagbladet, þar á meðal um Monsterkatten og bendir á sögurnar tvær í bókinni: „Í myndrænu frásögninni er hægt að fylgjast með samviskubitinu sem greinilega hleðst smám saman upp hjá stóra skrímlinu. Börnin fá tvær sögur í bókinni, eina spennandi (hvar er skrímslakisi?), og aðra sem læðist óþægilega að lesandanum (kemst einhver að því hvað stóra skrímslið hefur gert?).“

„Den som inte är uppmärksam kanske missar håven som dyker upp i bild och tror att Stora monster är genuint orolig när Monsterkatten inte dyker upp en kväll. Att bildvägen följa det dåliga samvete som så tydligt kryper över Stora monsters är en upplevelse. För barnen får boken två historier, den första nervkittlande (var kan monsterkatten vara?), den andra krypande obehaglig (när ska någon komma på vad Stora monster gjort?).“  – Eva Emmelin, Skånskan 18. október 2014

Í bókabloggum má líka finna ummæli um Skrímslakisa. Marika er umsvifamikill bloggari og skrifar færslu í Marikas bokdagbok um Monsterkatten. Hún gefur þessa einkunn: „Fin berättelse om starka känslor.“ Í bloggfærslu í janúar 2015 taldi Marika svo upp bestu barnabækur ársins 2014 að hennar mati: „Den allra bästa barnboken var nog “Monsterkatten” av Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir.“

Í Hemmets Vedotidning voru taldar upp sjö bækur sem ver kynnu bestu kostirnir í jólapakkana. Þar var mælt með Skrímslakisa: „Dásamleg bókaröð … skemmtilegar myndir og mátulega hræðileg skrímsli.“

„Monster till minstingen. Monsterkatten är det senaste tillskottet i den populära och prisbelönta Monsterserien. En underbar serie för 3-6-åringar om Stora monster och lilla monster som hamnar i olika situationer som barnen känner igen. Roliga bilder och lagom läskiga monster.“  – Hemmets Vekotidning, 19. desember 2014.

♦ Book reviews. Book reviews on Skrímslakisi – Monsterkatten (The Monster Cat) were few but splendid in Sweden in 2014. An important review was in the Swedish Library Magazine: BTJ-häftet, by Helene Ehriander, where it read: “What is so fascinating about the monster-books is that they portray ugly and difficult feelings with warmth and humor. Nothing is simplified and there are no fingers pointed. The reader may try out different roles and emotions, without any condemnation hovering overhead. The text flows with rhythm and flair. The layout is varied and becomes part of the illustrations where type and text also graphically express the emotions behind what is being said. The pictures are artistic and accessible with many strong emotional expressions. The stories of the two monsters friends have become many children’s favorite reading, and it is gratifying to learn that The Monster Cat is of the same quality as the previous books.”

The Monster Cat was highly recommended in Hemmets Vedotidning and in Marikas bokdagbok here and here; as well as review by Eva Emmelin in Skånska Dagbladet; where she points out the two stories in the book, one in the text and then the second in the illustrations: “To experience through the illustrations the bad conscience that so clearly creeps over the Big Monster is an adventure. For children, the book has two stories, the first a thrilling one (where can the monster cat be?), and then the other unpleasantly creeping in (will someone find out what Big Monster has done?).”

Góðar umsagnir á Spáni | Good reviews in Spain

monstro-Sushi-Books

Skrímslabækurnar í góðum félagsskap í Galisíu. | Monsters in good company in Galicia.

♦ BókadómarKatalónska vefritið Direct!Cat valdi og birti í desember s.l. lista yfir 10 bestu bækur ársins 2014 sem gefnar voru út á katalónsku og ritrýndar höfðu verið hjá blaðinu. Þar voru taldar upp ýmsar bækur, svo sem Mother Night eftir Kurt Vonnegut, Der große Fall eftir Peter Handke og Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Hér má lesa dóma í blaðinu um Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki.

♦ Book reviewDirect!Cat, an online Catalonian newspaper, presented in last December a list of 10 books that had been reviewed in 2014 and could be highly recommended. Among them is Big Monsters Don’t Cry / Els monstres grans no ploren. See list here. Below are the reviews in Direct!Cat of our two books published in Catalan.

CAT_DIU NOLa sèrie del Monstre Petit i Gran, escrits i dibuixats a sis mans per aquest trio d’escriptors i il·lustradors nòrdics, es publica ara en català de la mà de l’editorial gallega Sushi Books, després de la gran popularitat que han aconseguit aquests llibres al món infantil dels països nòrdics (amb edicions a les Illes Feroe, Noruega, Islàndia, Suècia i Finlàndia) i també a França i Espanya.
Les difícils relaciones personals entre el Monstre Gran i el Petit es manifesten a cada aventura. En aquest llibre, el Monstre Petit se sent avassallat per l’actitud manaire del Monstre Gran, que tot ho controla i tot ho vol fer a la seva manera. Fins que el Monstre Petit es decideix a plantar-li cara i manifestar-li que, tot i que és un bon amic, ha de canviar per a mantenir la seva amistat.
Aquest és un llibre divertit, que parla de l’amistat, de com relacionar-se, de la bona educació i de la petita paraula No!, que de vegades s’ha de saber utilitzar amb fermesa. Els dibuixos són alhora tendres i divertits, que ens apropen uns monstres simpàtics, i amb un format de llibre allargat que permet gaudir plenament de les il·lustracions.” – Direct!Cat, 30. apríl 2014  Tengill | Link: El monstre petit diu No! 

CAT_Els_monstres_grans“Segueixen les aventures del Monstre Gran i el Monstre Petit. Aquest cop són eventures marítimes. La taranquil·la jornada de pesca a la riba del llac del Monstre Gran es veu conculcada per la presència sempre destralera del Monstre Petit. To el que fa el Petit li surt bé, mentre que al Gran tot li surt malament i té un fort sentiment de culpa: el Petit pinta bé, no fa faltes d’ortigrafia, sap mirar la programació de la tele… Però sí que hi ha una cosa que sap fer molt bé. Sap nedar!!! I ensenya el Petit a capbussar-se a l’aigua.
Aquestes aventures de la parella de monstres de creació nòrdica són d’aquelles que agraden a grans i petits. Tenen un repunt de senzillesa i tendresa que les fan aptes per a tots els públics. El seu format allargat contribueix a gaudir dels dibuixos.” – Direct!Cat, 25. júlí 2014  Tengill | Link: Els monstres grans no ploren.

GoiIrakuragaienMunstro2015♦ BókadómarStór skrímsli gráta ekki  marsera með á árlegum úrvalslista bókasafna í Navarra á Spáni „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015. Þar fær bókin ljómandi umsögn á spænsku (kastilísku) og basknesku sem ef til vill mætti þýða svo: „Vinalegu skrímslin, sem eru sköpun þessara norrænu höfunda, leyfa sér að fjalla um tilfinningar og líðan án nokkurs ótta. Áhrifaríkar myndlýsingar í framúrskarandi bók.“  Ritið má finna hér.

♦ Book reviewEach year, a team of librarians from the public libraries of Navarra in Spain present a selection of outstanding titles with recommendations of books in different genres for readers of all ages. Parading along with other books in the catalog „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015 is Big Monsters Don’t Cry, – in Basque: Munstro handiek ez dute negarrik egiten. The catalog is available here. The review says: “The friendly monsters, created by these Nordic authors, deal with emotions and feelings without any fear. Expressive illustrations in a great book.”

Faro da Cultura

♦ BókadómarÍ einu elsta dagblaði Spánar, Faro de Vigo, birtust ritdómar eftir Maríu Navarro um galisísku útgáfurnar á Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki: sem á galisísku heita Monstro Pequeno di non! og Os monstros grandes non choran – Greinarnar má lesa í úrklippunum hér fyrir ofan og neðan. Um bækurnar segir m.a. eitthvað á þessa lund: „Myndskreytingar Áslaugar Jónsdóttur endurspegla fullkomlega hugarástand sögupersónanna og hæfilegur skammtur af húmor fær lesendann til að skynja í sögunni ósviknar heimspekilegar vangaveltur um lífið.“

♦ Book reviewBoth No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry  were reviewed in one of the oldest newspapers in Spain, the Galician Faro de Vigo. In the article on Os monstros grandes non choran, titled: “The self-esteem – Simple and soulful story”, it says: “The illustrations by Áslaug Jónsdóttir reflect perfectly the mood of the characters, with a touch of hilarity that makes us perceive the story as a genuine philosophical reflection of life.” – María Navarro

Aperender a dicir non – Familiares monstros. “Dende o punto de vista plástico, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir fan dos monstros, Pequeno e Grande, as imaxes fundamentais da historia e converte o resto dos debuxos en elementos pouco relevantes o que confire máis forza, se cabe, aos protagonistas.” – María Navarro, Faro da Cultura 2014

Pola autoestima. Sinxelo e substancioso relato. “Pola súa banda, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir refliten perfectamente o estado de ánimo dos personaxes e cunha pinga de hilaridade fai que percibamos a historia coma unha auténtica reflexión filosófica de vida.” – María Navarro, Faro de Vigo 2014

Faro de Vigo

Fleiri tenglar: Hér fyrir neðan eru tenglar á fleiri pósta um útgáfur Sushi Books á bókunum um skrímslin.
♦ More links: Previous posts on the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages, published by Sushi Books:
Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain
Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

 

Skrímslaerjur: Norskur bókadómur | Book review in Norway

8_Pirion_2014-Forsida♦ BókadómurSkrímslaerjur eða Monsterbråk kom út á norsku síðastliðið haust hjá forlaginu Skald. Bókin var ritrýnd í tímaritinu Pirion eins og má lesa hér. Þar segir meðal annars:

„Höfundunum hefur tekist að skapa sérstakan heim þar sem góðhjörtuð skrímsli eiga í erjum og erfiðleikum. Og bestu vinir eru þau ævinlega, sama á hverju gengur og sama hvað þau segja við hvert annað. Bækurnar geta kennt okkur margt um vináttuna og hvernig leysa má deilur á farsælan hátt, án þess að beita yfirgangi eða ofbeldi.
Myndlýsingar Áslaugar er hæfilega myrkar og spennandi, en allsstaðar má þó finna litrík atriði … Teikningarnar leggja líka mikið til söguþráðarins: þegar erjurnar eru yfirstaðnar og skrímslin orðin vinir aftur, þá skín sólin og litríkur regnboginn brýst fram á myndinni.“ – Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Meira á norsku um Monsterbråk: hjá Skald ; á Bokstaver.no. ; á Barnebokkritikk.no (2013); á NRK (2013) ; og hér má lesa brot úr norsku útgáfunni.

8-Pirion-2014-Monsterbråk♦ Book reviewSkrímslaerjur (Monster Squabbles) were published in Norway last fall by Skald. It was reviewed in the magazine Pirion, by Judith Sørhus Litlehamar:

“The authors have created a unique world where kindhearted monsters have their squabbles and troubles. And they are best friends, no matter how they quarrel and what ever they may throw at each other. The books can teach us a lot about friendship and how to solve conflicts without feud or force.
Jónsdóttir’s illustrations are suitably dark and dangerous, yet colorful elements pop up everywhere … The images also contribute a great deal to the story: when the brawl is over and the two monsters are friends again, the sun shines and a colorful rainbow burst out in the illustration. 
– Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Read more on the web, in Norwegian, about Monster SquabblesMonsterbråk: at Skald Publishing; at Bokstaver.no ; at Barnebokkritikk.no (2013); at NRK (2013) ; or read few pages from the book.

 

 

 

Sænsku skrímslin á Readly | The Monster series on Readly

Readly MonsterBocker

♦ RafbækurFjóra titla úr bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið má nú lesa á sænsku á rafbókavefnum Readly. Readly er stafrænt bókasafn þar sem lesa má bækur að vild fyrir mánaðarlegar greiðslur, eða um hundrað krónur sænskar á mánuði. Útgefandi skrímslabókanna í Svíþjóð er Kabusa Böcker.

♦ E-booksFour Swedish titles from The Monster series, published by Kabusa Böcker, are now available on Readly. Readly is a digital subscription service for tablets, providing unlimited access to books at a low monthly fee: 99,- Swedish kroner.

Himinn og hross | Winter sky

2014 26des Melaleiti

♦ LjósmyndirSólin er enn lágt á lofti, en engu að síður getur verið gaman að fara út með myndavél. Hrossin í Melaleiti kunnu að meta hlé á umhleypingunum í lok desember. Fyrir áhugasama um hross eru fleiri myndir hér á Viljahestar.com.

♦ Photo days: I spent the holidays and New Year at the family farm, photographing horses and nature. For those interested in the Icelandic horse there are more photos and information at the site: Viljahestar.com.

2014-12-26-Uppljóstrun

Nýtt og svalt ár | Colors of the new year

SvartHvitt

♦ Föstudagsmyndir! Kaldir og klárir litir á nýju ári: hvítt, svart, blátt og grátt í ótal tónum. Það er smekklegt, þetta nýja ár.
♦ Photo Friday! Snowy days at the farm, crisp and refreshing. The color palette may seem simple, with the black beach and the white mountains, but the shades are endless in the scarce daylight.
SnúrustaurarAramot

Skarðsheiðin2jan2015

Melabakkar2jan2015

NyttArMelabakkar2015

Árið í fjörunni: 2015 – in all natural “crayons” from the beach!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01/02.01.2015

Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Melabakkar-19des2014-1

♦ Gleðilegt ár! Árið 2014 er senn á enda. Ég náði ekki ljósmynd af álftunum sjö sem flugu oddaflug fyrir glugga í dag. En ég ætla að telja þá sýn á síðasta degi ársins sem teikn um happ á nýju ári. Þar að auki segir í kvæðinu: „Á jóladaginn sjöunda / hann Jónas færði mér / sjö hvíta svani,…“ og svo framvegis. Takk Jónas! Ég fæ vonandi hjálp við „átta kýr með klöfum“ á morgun!
Með myndum af briminu og landbrotinu undir Melabökkum kveð ég árið og þakka allar heimsóknirnar á heimasíðuna. Lifið heil og gleðilegt ár!

♦ Farewell to 2014! I didn’t get a photo of the seven white swans that flew past my window today but I took it as a good omen for the new year, athough the swans were not swimming, as in: “On the seventh day of Christmas, / My true love gave to me, / Seven swans-a-swimming,… “ – and so forth. Flying is definitely better! But I still wonder if I should expect “Eight maids-a-milking” tomorrow… –?
With these photos from the seashore by our farm I wish you all the best in the year to come: Happy New Year 2015!
Melabakkar-19des2014-2

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12.2014

Bókadómur og bóksalaverðlaun | Book review and Booksellers’ Prize

Skrímslakisi-Mbl-18des2014

♦ Bókadómur og bestu bækurnarÍ gær var tilkynnt um val bóksala landsins á bestu bókum ársins. Skrímslakisi er í góðum félagsskap og deilir 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka með Síðasta galdrameistaranum eftir Ármann Jakobsson. Í fyrsta sæti er Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og í öðru sæti Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarinn Eldjárn og Sigrúnu Eldjárn.

Morgunblaðið birti í dag bókadóm Silju Bjarkar Huldudóttur um Skrímslakisa: „Líkt og í fyrri skrímslabókum er sagan dregin upp með sterkum myndum og stuttum texta. … Það er ekki hægt annað en að þykja vænt um skrímslin og gleðjast yfir enn einni gæðabókinni úr frjóu samstarfi Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakelar Helmsdal.“ Silja Björk gefur bókinni fjórar og hálf stjörnu.

♦ Book review and book prizeA list of books receiving the Icelandic Booksellers’ Prize was announced last night. Skrímslakisi (The Monster Cat) shared the 3rd-4th place with Síðasti galdrameistarinn by Ármann Jakobsson, in the catagory of children’s books and as „the best books of the year“. The prize was first awarded in 2000. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

The Monster Cat also received an excellent review in Morgunblaðið newspaper today: four and a half star for “yet another high quality book sprung out of the creative collaboration of Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.“

BoksalaverdlAuglForlagidweb

Lesið í skóginum | Outdoor reading

♦ UpplesturÞað var fallegt vetrarveður í Heiðmörk um helgina en þar heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólamarkað og selur jólatré allar helgar á aðventunni. Sunnudaginn 7. desember las ég um Skrímslakisa fyrir gesti í „Rjóðrinu“ við Elliðavatnsbæinn, en þangað er alltaf ævintýralegt að koma. Hér er Fb-síða jólamarkaðarins.

♦ Reading: The weather was calm and clear yesterday, Sunday 7th December, when I did reading for visitors in Heiðmörk, where the Reykjavík Forestry Association has a Christmas market at Elliðavatn farm. These snapshots show a bit of the atmosphere around lake Elliðavatn last Sunday.

 

Þrír bókadómar | Three book reviews

DV 7-10nov2014♦ Bókadómar: Skrímslakisi hefur fengið ljómandi viðtökur hjá gagnrýnendum undanfarið. María Bjarkadóttir skrifar um þrjár myndabækur á vefsíðunni Bókmenntir.is og segir m.a. þetta um Skrímslakisa: „Myndirnar eru líkt og í fyrri skrímslabókunum skemmtilegar og litríkar og má lesa töluvert meira úr þeim en kemur fram í textanum, bæði um persónuleika skrímslanna tveggja og um samskiptin þeirra á milli. Svipbrigði skrímslanna eru einstaklega lýsandi og auðvelt að fá samúð með þeim báðum í sögunni.“ Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Auður Haralds fjallaði um Skrímslakisa í þættinum Virkir morgnar á RÚV. „Skrímslakisinn er eins og barnabækur eiga að vera,“ sagði Auður. „Boðskapurinn svona laumast inn með kætinni og ánægjunni. Hún fær alveg fjörutíu og ellefu stjörnur.“  Upptöku af þættinum (01.12.2014) má finna hér á vef RÚV. (Aðgengilegt til 27.02.2015).

Í bókablaði DV (7-11. nóvember) birtist umsögn eftir Kríu Kolbeinsdóttur, 6 ára, sem kemst að einfaldri niðurstöðu þrátt fyrir að sagan sé á köflum sorgleg: „Þetta er því skemmtileg bók.“ Dóminn má lesa hér til hliðar.

Skrímslakisi fékk ennfremur glimrandi dóm í Fréttablaðinu, eins og lesa mátti hér.

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb♦ Book reviews: Skrímslakisi (The Monster Cat) is getting excellent reviews. Here are short quotes from three reviews:
„The Monster Cat is like children’s books ought to be. … It gets forty-and-eleven stars!  – Auður Haralds – Virkir morgnar, RUV – The Icelandic National Broadcasting Service.
„Just as in the previous monster-books, the illustrations are amusing and colorful, and you can read considerably much more out of them than what says in the text, both about the two personalities and the relations between the two. Their facial expressions are particularly demonstrative and it is easy to feel empathy for both of them in the story.“ – María Bjarkadóttir, Bókmenntir.is
„This is funny book.“ – Kría Kolbeinsdóttir, 6 yrs, DV Newspaper.

Read also about five-star review in Fréttablaðið here.

Lestrarskrímsli | Reading monster books

ErÞettaStafurinnMinn♦ Lestur: Litla skrímslið og stóra skrímslið styðja bóklestur á allan máta. Hér eru tvö dæmi um það.

Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir er höfundur handbókar um læsi ungra barna: Er þetta stafurinn minn? Á forsíðu bókarinnar sitja krakkar og lesa skrímslabækur og fleira gott. Í bókinni er að finna hagnýt ráð og upplýsingar um læsi, málþroska og fyrstu kynni af lestri og ritun.

Hönnuðir smáforritsins BookRecorder fengu skrímslin líka í lið með sér til að kynna sitt verkfæri. Með BookRecorder er hægt að búa til hljóðbók með eigin upplestri. Einfalt smáforrit fyrir börn, foreldra og kennara. Heimssíða BookRecorder er hér og kynningarmyndband hér. Sækja má smáforritið hér.

Screen-shot-BookRecorderAd

♦ Reading: Sometimes authors and illustrators get requests about the use of their art for commercial purposes. Usually it is very easy to say a big NO! but on other occasions it is highly appropiate to grant the permission. In these two newly examples, the books about the two monsters are used to promote reading. A cover photo for handbook on reading (Er þetta stafurinn minn?) shows kids reading books from the monster series. And the books are also used in a video and on a homepage for an app called BookRecorder – an app that makes it easy for kids, teachers, parents and grandparents to record their own audiobooks. The application is available here.

Norræna bókasafnsvikan | Busy co-authors

Kura gryning 3 2014

Ljósmynd | Photo: © Hallsta bibliotek

♦ SkrímslabækurnarÍ Norrænu bókasafnsvikunni, 10.-16. nóvember, voru meðhöfundar mínir að skrímslabókunum, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal í önnum að lesa upp úr skrímslabókunum. Á myndinni fyrir ofan er Kalle í bókasafninu í Hallsta en myndina fyrir neðan tók Rakel í Frískúlanum í Havn. Fleira má sjá og lesa á heimasíðum þeirra hér: Rakel Helmsdal og Kalle Güettler.

♦ The Monster seriesMy co-authors of The Monster series, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler were busy giving readings  in the Nordic Library Week 2014, November 10.-16. Above is Kalle Güettler reading in Hallsta Library in Sweden and below are students in the Faroe Islands who came to listen to Rakel Helmsdal. For more see links to their websites.

Ljósmynd | Photo: © Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal 2014-11-10-1113421

Skrímsli og tröll | Monsters and trolls

Takid þatt Bibliotek♦ Upplestrarhátíð! Mánudagurinn 10. nóvember markar upphaf Norrænu bóksafnsvikunnar 2014 en þá er norrænni sagnahefð fagnað á fjölmörgum bókasöfnum á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ og að vanda voru valdar þrjár bækur til lestrar á sameiginlegri upplestrarhátíð. Bækurnar þrjár eru:
Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal,
Eyjan hans múmínpabba
eftir Tove Jansson, og
Stallo eftir Stefan Spjut.

Yfir 2000 bókasöfn og skólar taka þátt í upplestrarhátíðinni þar sem lesið er úr þessum bókum fyrir fjölda áheyrenda, á að minnsta kosti 11 tungumálum. Á síðunni Bibliotek.org er að finna upplýsingar á íslensku um bókasafnsvikuna og margvíslegt ítarefni. Hér er síða um Skrímslaerjur. Þá er gefinn út bæklingur með efni og hugmyndum sem tengjast þessum bókum og tema vikunnar. Brian Pilkington á heiðurinn að veggspjaldi og ýmsu myndefni síðunnar.

Skrímslaerjur♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row was selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, a celebration of Nordic storytelling and literature. This years theme is trolls and monsters. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts today, Monday 10. November 2014, when illustrations and texts from these books will be available to the libraries taking part, for then to be read in at least 11 languages. More than 2000 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland take part. The website Bibliotek.org has a lot of information about the books and The Library Week in all the Nordic and Scandinavian languages.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE

 

Endurbókun | Re-booked

AEvintyri©Aslaug

♦ Bókverk: Sýningin ENDURBÓKUN opnaði í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 1. nóvember s.l. en þar sýna sjö listakonur úr listamannahópnum ARKIR margvísleg verk unnin úr gömlum bókum. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur, sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni, hafa nú verið „endurbókaðar“ á ýmsan hátt. Á vefsíðu ARKA má sjá fleiri myndir frá opnun og af verkum á sýningunni.

Hér fyrir ofan er mynd af verkinu „Ævintýri“ sem ég vann fyrir sýninguna.
Fyrir neðan er mynd frá opnuninni og verkið „Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást.“
Ljósmyndir af ýmsum eldri og nýrri bókverkum er að finna á síðunni hér.

♦ Book art: The opening of the book art exhibition ENDURBÓKUN on Nov.1st at Gerðuberg Culture Center went well. Seven ARKIR-members of ARKIR Book Arts Group exibit their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. For more photos of works from the exhibition and from the opening see ARKIR Book Arts Blog. For more of my book art click here.

Photo above: One of my works at Re-booked: „Fairy-tale“.
Below: At Gerðuberg, „Three ikons: Faith, Hope – and True Love“.

EndurbokunAslaug2014

 

Krakkar teiknuðu skrímslaketti | Cats, cats, monster cats!

skrimslakisiognoi2

♦ Teiknisamkeppni: Það var stórgóð þátttaka í teiknisamkeppninni um skrímslakisa. Ógrynni af myndum bárust til Forlagsins svo það var úr vöndu að ráða fyrir aðaldómarann í keppninni: fressköttinn Nóa sem öllu ræður á Bræðraborgarstígnum eins og menn og kettir vita. Þrír heppnir krakkar fengu bókina Skrímslakisa í verðlaun fyrir skemmtilegar teikningar af skrímslaköttum. Til hamingju Grétar Máni, Nadía og Flóra Rún! Kærar þakkir til allra skrímslavinanna sem tóku þátt!

♦ Drawing-contestLast week three lucky winners of the monster-cat drawing-contest were chosen by judge Nói, a high-rank staff member of Forlagið publishing, who was then photographed with the award-winning drawings and the signed books. Congratulations to the winners and thank you dear monster friends, for the absolutely fantastic drawings!

Photos © Árni / Forlagið – – – Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Litla skrímslið á hrekkjavöku | Little Monster at Halloween

Kári and Little Monster Pumpkin by Tumi Traustason

FöstudagsmyndinFöstudagsmyndina tók ég ekki sjálf. Ég fékk leyfi ljósmyndarans og útskurðarmeistarans til að birta hana. Svona geta hrekkjavöku-grasker litið út! Litla skrímslið skellihlær hjá Kára Tumasyni, en pabbi hans, Tumi Traustason, skar út. Glæsilegasta glóðarker sem ég hef séð!

Photo FridayThis photo is not mine but I liked it so much I got permission to publish it on my site. Look at that pumpkin! It’s Little Monster! I love it! Thank you Kári Tumason (on photo) and Tumi Traustason photographer/pumpkin meister, I hope you had a happy Halloween with Little Monster!

Ljósmynd | photo: © Tumi Traustason

Fugl dagsins er dvergkráka | Jackdaw – Corvus monedula

Dvergkráka©AslaugJons

♦ LjósmyndinÞessi dvergkráka (Corvus monedula) heimsótti Melhagann í morgun með miklu krákukrunki.
♦ Photo on a Sunday: A lone jackdaw (Corvus monedula) has been visiting the neighbourhood last days. Quite a chatter! Jackdaws are vagrants in Iceland and I had never seen one before in Reykjavík.

Ljósmynd tekin | Photo date: 02.11.2014

Bókverkasýning í Breiðholtinu: Endurbókun | Book art exhibition: Re-booked

Reyfararnir reifaðir - Áslaug Jónsdóttir

♦ Bókverk: Á morgun laugardaginn 1. nóvember opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á bókverkum úr smiðju sjö meðlima í listamannahópnum ARKIR. Öll eru verkin unnin úr gömlum bókum sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur hafa nú verið „endurbókaðar“ á margvíslegan hátt. Sýnendur eru Áslaug Jónsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri. Nánar má lesa um bókverkin á bókverkabloggi ARKANNA og heimasíðu Gerðubergs.

♦ Book art: Along with six fellow artist in ARKIR book arts group I am opening an exhibition tomorrow, November 1st, at Gerðuberg Culture Center. Seven ARKIR-members show their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator. For further information check ARKIR book Arts blog and Gerðuberg’s website.

Artwork on poster/invitation below: Svanborg Matthíasdóttir.

ArkirEndurbokun bodskort

Skrímslakettir | All sorts of Monster Cats

SkrimslakisiTeikni
♦ Teiknisamkeppni! Fyrir skemmstu var send út eftirfarandi auglýsing á Fésbókinni:

TEIKNAÐU SKRÍMSLAKISA! Litla skrímslið leitar enn að skrímslakisa en er að verða dálítið dasað. Það þiggur því hjálp frá duglegum krökkum. Sendið okkur myndir af kisa – alls konar skrímslakisum – og merkið myndina með nafni og símanúmeri eða netfangi. Þrír heppnir krakkar fá nýju bókina, Skrímslakisa, í verðlaun. Litla skrímslið áritar bókina, en Nói Forlagsfress velur úr innsendum myndum þann 3. nóvember n.k.
Sendið myndina á Forlagið í umslagi merkt: 
          „SKRÍMSLAKISI“
          Forlagið
          Bræðraborgarstíg 7
          101 Reykjavík

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og líklega mun Nói eiga erfitt með að velja úr glæsilegum kattarmyndum. Allir vita að Nói er háttsettur hjá Forlaginu og tekur skyldur sínar og ábyrgð alvarlega. Hér fyrir neðan má sjá einmitt sjá Nóa Forlagsfress glugga í bókina um skrímslakisa.

Nói og skrímslakisi   Nói les skrímslakisa

♦ Cats and contests: There is a little drawing-contest going on for young fans of the monster book series. Kids have been invited to send in a picture of a monster cat of any kind. Three lucky artists will win a signed book. The judge is a high-rank staff member of Forlagið publishing, a specialist in the field: namely Nói the cat. Here he was caught reading Skrímslakisi (The Monster Cat), the new book in the series.

Ljósmyndir: | Photo: Valgerður Benediktsdóttir 2014