Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug

 

Eggjatími | Those were the days …

EggjatimiAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Vorið gerir okkur hálf galin hér norður í svalanum. Núna væri ég til dæmis alveg til í að úða í mig svona eggjum. Einu sinni var sport í því að vafra um flóa og móa og leita að svartbakseggjum, eða sílamáfseggjum ef ekki vildi betur til. En það gaman er víst liðin tíð. Nýjar rannsóknir sýna að egg íslenskra sjófugla eru menguð af m.a. eldtefjandi efnum og skordýraeitri (PBDE, HBCD, PCB) (RÚV 16.04.2014). Fyrir mátti hafa áhyggjur af flakki lyfjaónæmra salmonellasýkla frá þauleldisbúskap yfir í villta fugla, sem er því miður staðreynd þar sem það hefur verið rannsakað.

Þarna er nú matarpólitík sem mætti æsa sig yfir. Lukkan er ekki endilega meira og ódýrara vöruúrval með tilheyrandi mengandi flutningum (þ.e. reikningurinn sendur annað). Það að geta ekki nýtt mat úr nærumhverfi sínu vegna mengunar er mun alvarlegra vandamál og víðtækara en nokkur utanríkisstefna, matarskattur eða hvalfriðunarsjónarmið, svo dæmi sé tekið. Skal ég þó ekki gera lítið úr þeim málum. En hvers virði er friðaður hvalur, fugl í bjargi, grös í móa ef það er allt óætt vegna margvíslegrar mengunar? Nature morte, gjörið svo vel.

♦ Photo Friday: This is an old photo. Sadly not my dinner tonight. In the early spring we used to collect eggs from seagulls such as great black-backed gull or herring gull. Great sport for us kids and a wonderfull dinner! Unfortunatly there are now news about the eggs of seabirds being contaminated with many sort of pollutants (e.g. PBDE, HBCD, PCB). Not to mention the grave fact that antibiotic-resistant bacteria from factory farms are spreading to wild birds. We may still be doing just a little bit better than the more densely populated areas and countries, but we are following in almost every wretched step along that gloomy track of pollution and bad food politics. Hopefully we can turn that around.

Today is the Food Revolution Day. “Let’s get kids excited about food”, says Jamie Oliver. I tell you, if kids could go and collect their food like we did, there would be no need for revolution. But we need it. In so many ways.

Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain

SushibooksMonstruo

♦ BókaumfjöllunFyrstu tvær skrímslabækurnar komu út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni á dögunum. Bækurnar hljóta prýðilegar viðtökur ef marka má dóma á vefsíðum og aðra umfjöllun. Sjá tengla hér fyrir neðan. (UPPFÆRT 22. maí)

♦ Book reviews: Only few weeks ago, Sushi Books in Spain launched the first two books in the monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Click the links to read reviews and more:  (UPDATED – May 22.)

Kastilíska | Castilian:
 La buena letra: Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler. 
♦ Ladrándolle á Lúa: LIBROS DENDE O FRÍO
♦ La estantería de Núria: Monstruo Pequeño dice ¡NO! y Los monstruos grandes no lloran, de Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal y Kalle Güettler
♦ Boolino: Los monstruos grandes no lloran
♦ Boolino: Monstruo Pequeño dice ¡NO!

Katalónska | Catalan:
 Directe!: [Ressenya] EL MONSTRE PETIT DIU NO!

Galisíska | Galisian:
♦ Brabádegos: Xa sabemos dicir NON!
♦ Caderno da crítica: Monstros (grandes e pequenos), en Sushi Books
♦ 
Bouvard e Pécuchet: Queridos monstros! Por Manuel Rodríguez Alonso

Baskneska | Basque:
♦ Hirinet: ‘Munstro handiek ez dute negarrik egiten’ eta ‘EZ! Dio Munstro Txikik’
♦ Berria.info – Haur eta gazte literaturaIstorio bat, bi liburu (I)
♦ Berria.info – Haur eta gazte literatura: Istorio bat, bi liburu (eta II)
 Zintzilik irratia – Oreretako irrati librea: Ez dio munstro txikik Literatura txokoan (audio)
♦ 
Deia: Sentimenduak erakutsi eta ulertzeaz ⇓
♦ Berria – Mantangorri: “Gureak munstro maitagarriak dira, baina argi ibili! Haserretuz gero…”  ⇓

Mantangorri-BERRIA-Basque

Deia-Literatura-Basque

Skrímsli í póstinum | Monster by mail

Xelo-Vilata

♦ Skrímslapóstur: Þó það sé hægt að senda myndir og texta út um allan heim á örskotsstundu, (eða kannski einmitt þess vegna) þá er það ekkert á við eftirvæntinguna sem fylgir því að fá óvænt bréf í hendur. Hvað þá myndskreytt og handskrifað! Bréf sem þurfti að hafa fyrir: fara með á pósthús og frímerkja; bréf sem hefur verið flokkað og handleikið, sent með flugi eða sjóleiðina …
Þetta bréf kom frá Valencia á Spáni. Xelo Vilata talar katalónsku og er ánægð/ur með skrímslabækurnar sem eru komnar út á fjórum tungumálum hjá Sushi Books á Spáni.

♦ Monster mail: Look what the postman brought today! A real letter, an illustrated envelope with stamp and all, and a handmade postcard with kind words. All the way from Valencia in Spain! Xelo Vilata speaks Catalonian and is quite pleased with Big Monsters Don’t Cry, one of the titles in the new four-language editions of the monster series published by Sushi Books. Thank you Xelo!

Tilnefning til ALMA verðlaunanna | Nominated to the ALMA Award 2015!

163x163♦ Tilnefning: Góðar fréttir! Á vef Forlagsins hefur nú verið greint frá tilnefningum til ALMA-verðlaunanna 2015, Astrid Lindgren Memorial Award, stærstu barnabókmenntaverðlauna heims. Í þetta sinn fellur sá heiður okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í skaut. Gaman!

♦ NominationGreat news! I have been nominated to the ALMA-award 2015, the Astrid Lindgren Memorial Award, the world’s largest children’s literature award. Two authors from Iceland are nominated: also Kristín Helga Gunnarsdóttir. Nice!

 

 

 

Dagur bókarinnar | World Book Day

10BestuBokjuryn2013♦ BókafréttirDagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.

♦Book NewsHappy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.

Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury. Se more about the winners of Bokjuryn here.

Sagan af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet in Taiwan

books

♦ Þýðingar. Útgáfufréttir! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er nýkomin út á kínversku í Taiwan. Útgefandinn er Global Kids Books – Commonwealth Publishing Group. Bókin kom fyrst út á kínversku hjá Beijing Science and Technology Press árið 2009.

Á heimasíðu Global Kids Books er kynning á bókinni og umfjöllun um hana. Bókin er fallega brotin með letur í lóðréttum dálkum.

SaganOpnaTaiwanweb

♦ Translations. Book release in Taiwan! Global Kids Books in Taiwan has just published a new Chinese translation of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason. The book was published by Beijing Science and Technology Press already in 2009.

Read introduction and reviews (in Chinese) here at Global Kids Books site. The new book has a nice layout with vertical text. Original illustrations by Áslaug Jóndóttir.

kinablaiweb

Sagan af bláa hnettinum á kínversku, útg. 2009 | In Chinese by Beijing Science and Technology Press 2009

 

 

Fuglar á páskum | Easter birds

Hrafn2

♦ LjósmyndirÞrátt fyrir páskahretið syngur í mó. Farfuglarnir komu með sunnanáttinni og ég stóðst ekki mátið, skaut á þá með linsunni og taldi tegundir. Veit reyndar aldrei hvort ég greini ýmsar mávategundir rétt. Einn hefur fuglinn auðvitað verið hér í allan vetur: krummi svarti. Skógarþröstur, hrossagaukur og þúfutittlingur vildu ekki sitja fyrir á mynd, en létu í sér heyra.

♦ PhotosA solo raven is often the only bird you see in the winter near our farm. But now the migratory birds are enlivening the era with song and busy flights, even though the weather this Easter was extremely bad. Happy to see all the newcomers I went out with my camera and caught a few.

Fýll2

This slideshow requires JavaScript.

Brim

Brimið við Kotatanga

Ljósmyndir teknar | Photo date: 19.-21.04.2014

 

 

Luktar dyr | The doors of Old Tallinn

♦ FöstudagsmyndirDyrnar í gömlu Tallinn eru víða áberandi fallegar og nostursamlega málaðar í mismunandi litum. Hér er bara lítið sýnishorn. Fleiri myndir frá Tallinn hér í fyrri pósti.

♦ Photo FridayI guess the colorful and fine-looking doors of old Tallinn have been photographed as often as an Icelandic geysir … But for me this is a memento of the nice walks I had around the city in early April.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03-05.04.2014

Föstudagurinn langi | Good Friday

FermingINRI♦ Myndlýsing: „Fermingarbarn, til fylgdar þig Hann kveður …“  Þessi mynd birtist í Degi heitnum og fylgdi pistli sem var skrifaður árið 1998 í tilefni af hinni árlegu fermingarvertíð. Dæmigerð íslensk ferming getur sannarlega verið vígsla inn í heim fullorðinna, en hefur, rétt eins og mammonskt jólahaldið, fátt sameiginlegt með hugmyndinni um lítillátan Jésú. Myndin rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá í dag raffíneraða mynd eftir Banksy: Jesus with Shopping Bags (2005).

♦ IllustrationThis is an old illustration (1998) I made for the long gone newspaper Dagur. For a short while I wrote a column in the paper and this collage accompanied an article about the Lutheran confirmation – the Icelandic style. The confirmand is usually showered with money and expensive presents at a big family gathering. For an 14-year-old it is almost impossible to turn down such a good deal, whether a religious youngster or not. The collage was made from the typical sesonal and associated advertisments.
Anyway, I saw Banksy’s elegant Jesus with Shopping Bags (from 2005) on the internet today so I remembered my own crucifix of the similar kind. And it is Good Friday.

Allar klær úti | A monster and a cat

SkrimslaKisiweb

♦ Myndlýsingar: Ég er að vinna að næstu skrímslabók sem kemur út í haust. Forlagið sagði frá því í smá frétt hér. Kattavinir geta farið að hlakka til. Ég skemmti mér að minnsta kosti vel með skrímslakisa.

♦ Illustration: I am working on the next book about Little Monster and Big Monster. Our publisher in Iceland, Forlagid, has already posted this illustration with news on their website. I am very much enjoying my meetings with the monster cat.

Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

SushibooksMonstruo

♦ Bókaútgáfa: Forlagið Sushi Books á Spáni hefur nú gefið út fyrstu tvo titlana af bókunum um litla og stóra skrímslið. Litla skrímslið dregur ekki af sér á forsíðu vefsins hjá Sushi Books, sem er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur bækurnar út á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Með því að smella á bókakápurnar  hér fyrir neðan má lesa nokkrar síður úr bókunum.

♦ Book release: Shout it out! Sushi Books in Spain are launching the first two books in the monsterseries in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Takk Tallinn! | Beautiful Tallinn

Tallinn ♦ FöstudagsmyndirÉg er enn að melta kynni mín af Tallinn eftir ferðina þangað í byrjun apríl. Falleg borg og skemmtileg og ekki að undra þó gamli miðbærinn sé á Heimsminjaskrá Unesco. Eins og gengur er ferðamannaiðnaðurinn áberandi en þarlendir lausir við að abbast upp á gesti með ágengri sölumennsku. Ég kunni vel við það. Bílaumferð er mjög takmörkuð um elsta borgarhlutann og gönguferðir þar því einstaklega ánægjulegar.

♦ Photo FridayI am still pondering about Tallinn and Estonia, since my visit last week. Tallinn is such a picturesque city with its medieval old tower walls and grand buildings. No wonder the old city center is one of Unesco World Heritage Sites. This almost car-free part of the city makes it clean and peaceful. I would love to come back in the summertime when wandering about would be even more pleasant. Spring was just around the corner …

 

TallinnGraffiti

Graffiti in Tallinn – Through times, the inhabitants of Tallinn must have had their share of fear. For one thing, there was a reason for the enormous fortifications that now make the city so attractive. Lets hope times of fear are over.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03-05.04.2014

 

Töskurnar í Tallinn | The old suitcases

ToskurTallinn

♦ Á ferð: Í Hernámssafninu í Tallinn eru langar raðir af þessum gömlu ferðatöskum sem minna á þær þúsundir karla, kvenna og barna sem flutt voru nauðug til Síberíu á Sovét-tímanum, um og upp úr seinni heimstyrjöld.
Tallinn er fögur og full af sögu sem er ekki alltaf fögur. Fleiri myndir síðar!
♦ Travels: In the Museum of Occupations in Tallinn, Estonia, these many suitcases are strong symbols for the mass deportations made by the Soviet occupiers in the WWII and long after.
I will post more photos from Tallinn later, such a beautiful city.

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.04.2014

Á tali í Tallinn | Seminar and Nordic forum in Tallinn

♦ Bókaþing! Ég verð í Tallinn á bókaþingum í vikunni, með spjall um skrímsli og fleiri kvikindi.
2. apríl: Seminar “Lasteraamatu sünd ja teekond” – Eesti Lastekirjanduse Keskuses.
3. apríl: II Põhja- ja Baltimaade kirjandusfoorum “Kas laps loeb?” – Nordic – Baltic Forum.

Og svo er 31. mars! Svona líður tíminn hratt.

♦ Book talk!  I will be in Tallinn later this week, talking about my books, the fellowship of monsters and such.
April 2.: Seminar “Lasteraamatu sünd ja teekond” – Eesti Lastekirjanduse Keskuses.
April 3.: II Põhja- ja Baltimaade kirjandusfoorum “Kas laps loeb?” – Nordic – Baltic Forum.

Already March 31! Time flies.

31marsAslaugJ

 

Á teikniborðinu | On my desktop

A-teiknibordinu-AslaugJ

♦ Myndlýsingar. Það er kominn föstudagur og pappírssneplarnir flögra um borð og bekki. (Á ég að taka til eða stinga af?) Njótið helgarinnar!

♦ Illustration. Just a little sneak peek at my desk. Amazingly tidy, all considered. So I am off. Have a nice weekend!

Brúður og ljóðlist | Puppets and poetry

SindriSilfurfiskur3

♦ Dagatalið: Nei, hættið nú alveg! Í gær var Dagur barnaleikhúsins. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur Dagur brúðuleikhússins og í Alþjóðadagur ljóðsins í þokkabót. Hvað skal segja? Ljóðskáldin eru svo mörg og góð að ég treysti mér ekki til að benda á neitt eitt í tilefni dagsins. Læt til dæmis Reykjavík bókmenntaborg um það. En mæli eindregið með ljóðalestri í dag! Það er alltaf tími fyrir eitt ljóð.

Í tilefni dagsins ætla ég samt að rifja upp eina hjartfólgna persónu: Sindra silfurfisk sem varð til í samvinnu við Þjóðleikhúsið og barnaleikhúsið Kúluna undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hér má sjá fleiri myndir úr sýningunni. Eins og gengur eru textar margsinnis endurskrifaðir og ýmsu hent út í handritsgerðinni. Þar á meðal fengu að fjúka frekar ískyggileg vers um hætturnar í hafinu. Hér er hluti af því kvæði, sem ætlað var til söngs:

Á fiskimiðum liggja lóð
og launráð falin köld,
– þú heldur beint á hættuslóð 
og hefur engan skjöld!
Þig drauganetin draga að 
með dularfullum seið; 
þó brjótast viljir beint af stað
þú berst samt þvert af leið. 

Það hafa ýmsir á því grætt
að öngla lítinn fisk.
Já, þannig verður öll þín ætt
að enda færð á disk.
Þín bíður ugglaust voðinn vís,
þín vörn er tæp um sinn
sem plokkfiskur í paradís
þú pottþétt svífur inn.

Það er eins gott að þetta fór ekki með. Nóg hef ég grætt börn í leikhúsi.

♦ The CalendarYesterday it was The World Day for Theatre for Children. Today, 21. March, is The World Puppetry Day and The World Poetry Day!  There are so many good poets, I dare not point out one for the occasion. But I wholeheartedly recommend reading a poem today – preferably every day!

The photo above shows a scene from a black light puppet theater show I wrote for the National Theater. You may find more information about Shimmer the silverfish here. There are a few professional puppet theaters in Iceland where of I would especially mention two: Bernd Ogrodnik’s Brúðuloftið in the National Theater and Helga Arnalds’ Tíu fingur. For further information on Icelandic puppet theater see Unima Iceland.

I would also like to recommend my special friends in the Faroe Islands: Karavella Marionett Teatur – run by Rakel Helmsdal, who did a puppet play with Little Monster and Big Monster from the book series.

Bókakápa | Book cover for Rakel Helmsdal

Honsumrodiweb

♦ Bókakápa: Samstarfskona mín í Færeyjum, Skrímsla-Rakel Helmsdal, er að senda frá sér nýja bók fyrir ungmenni á öllum aldri. Ég fékk það skemmtilega verkefni að gera kápu á bókina. Sagan segir frá stúlkunni Argantael og er að mörgu leyti bæði átaka- og áhrifamikil. Bókin heitir á frummálinu: „Hon, sum róði eftir ælaboganum eða „Hún, sem réri eftir regnboganum“. Rakel mun fagna útgáfunni á miðvikudaginn, 19. mars, í Gamla Bókhandil í Torshavn. Hér má lesa um bókina og viðtal við Rakel í Sandoyar Portalurin. 

Til hamingju með nýju bókina, Rakel!

♦ Book cover: My friend and co-author Rakel Helmsdal has a new book coming out. I had the honor to do the cover design. This is a young-adult fiction, a dramatic story of the girl Argantael, her troubles and emotional turmoil. The title in Faroese is: “Hon, sum róði eftir ælaboganum or: “She, who rowed towards the rainbow”.

See more: Rakel’s homepage and the publisher Bókadeildinand an interview with Rakel in Sandoyar Portalurin.

Congratulations on the new book, Rakel!

HonSumRodi-CoverWeb

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org

Það sem af er mars | Mid-March and monkey business

Slabb-i-mars-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Jæja þá. Það er kominn miður mars. Ég var að gramsa í myndasafninu. Skoðaði myndir sem ég hef tekið í marsmánuði. Í mars eru öll veður. Oft er snjór og slabb, en stundum kemur vorið of snemma eða sýnir sig í stutta stund: þá gala gaukar og þá spretta laukar – svo frýs allt saman í harðan klakaköggul.

Mér fannst myndin hér fyrir ofan nokkuð dæmigerð fyrir mars. Það eru allir fleygiferð í slabbinu.

Svo fann ég enn betri táknmynd fyrir stemninguna á Íslandi undanfarnar vikur. Ég bið samt apann afsökunar á samlíkingunni sem er mjög ósanngjörn í hans garð.

♦ Photo Friday: I was going through files of photos dating from the month of March. The photo above is pretty typical for the weather and the atmosphere in March in Reykjavík: wet snow, melting snow, gray days, sunny days, sometimes very promising and much-too-early days of spring; then snow and frost again …

But the sight of this screaming creature on the photo below made immediate associations to the political state of my country or at least the atmosphere in March for the past weeks. Oh, my! All that monkey business, all the growling and yelling! (I feel I must apologize to the monkey for this reference: sorry, sorry!). Where will this anger and the sense of being trapped-in lead to?

Ape-In-March-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.03.2004 og 31.03.2004

Sagan af bláa hnettinum | On the UKLA Book Awards 2014 shortlist!

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Tilnefning. Enn berast góð tíðindi frá Bretlandi því nú hefur Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason verið tilnefnd á fimm bóka úrtökulista til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014. Þau eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin var valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Verðlaunahafar verða tilkynntir í júlí 2014. Breski útgefandinn er Pushkin Press í London, en þýðandi er Julian Meldon D’Arcy. Sagan af bláa hnettinum er eina þýdda bókin á listunum þremur.

♦ Shortlisted! The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is shortlisted for the UKLA Book Award 2014 – for age 7-11. Winners will be announced in July 2014. Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet is published in the UK by Pushkin Press, London, translated by Julian Meldon D’Arcy. Read more about the award and the selected books on UKLA’s homepage.

Tilnefndar bækur | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog.
Andri Snær Magnason’s homepage.

TheStoryOfTheBluePlanet2014

More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Blái hnötturinn USA ISL UK

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day

forstjorarnirAslaugJ

♦ Dagatalið: 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Já, já, það er enn þörf fyrir hann. Efast einhver? Teikningin hér fyrir ofan er meira en 20 ára gömul. Sumir gætu sagt að hún lýsti lúxusvandamáli miðað við það sem konur þurfa að kljást við víða um heim. Um leið og ég ímynda mér að eitthvað hafi breyst – þ.e. að konur í forystu geti átt fjölskyldu OG sinnt krefjandi starfi, þá heyri ég óminn af röddum sem hrósa körlum þessara sömu kvenna alveg sérstaklega: Þeir eru alveg einstakir, já, það er hreinlega merki um fyrirmyndar manngæsku ef þeir taka að sér að sjá um heimilið, um börnin, styðja sína konu… Þegar þessar raddir (ekki síður kvenna) gufa upp, hefur jafnréttinu verið náð – á því sviði. En launaseðlana vantar auðvitað á myndina …

Óska konum og körlum baráttugleði í dag!

♦ The Calendar: Today is International Women’s Day, March 8. The struggle for women’s rights is the fight for equality – for all, whatever the anti-feminists are gibbering. It is the fight  for everyone’s right to enjoy and develop both their feminine and masculine sides, if you like.
The illustration above is more than 20 years old. Perhaps something has changed, yes, maybe … still, not enough.

Have an enlightened International Women’s Day.

Skrímslin á Spáni | Little Monster and Big Monster in Spain

sushibooksFbshot

♦ Þýðingar. Fyrstu bækurnar um skrímslin komu út á spænsku fyrir nokkrum árum hjá spænska Random House undir merkinu Beascoa. Útgefandi okkar þar yfirgaf forlagið skömmu síðar og í framhaldinu voru bækurnar í hálfgerðu munaðarleysi á Spáni og S-Ameríku, sem samningurinn tók einnig yfir. Nú hefur nýtt forlag, Sushi Books keypt útgáfuréttinn. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur út bækur á fjórum helstu tungumálum spánverja. Fyrstu tvær sögurnar um skrímslin verða því brátt fáanlegar á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Skemmtilegt! Samkvæmt Fb-síðu Sushi Books mega lesendur eiga von á að kynnast litla skrímslinu strax í vor.

♦ Translations. Great monster-news! The first two books about the Little Monster and the Big Monster will soon be published in Spain in four languages: the Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. The publisher, Sushi Books, is an imprint of the publisher Rinoceronte. Book release will be this spring.
Left: from Sushi Books’ Fb page: Coming soon …

Read more about the monsterseries here: the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler; and the seven books already published.

Hrist og hreyfð | Out of focus

OffFokusBirds-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Tjaldar á Seltjarnarnesi leysast upp … Ég veit: ekki í fókus, hreyfð og yfirlýst. Þetta var þannig dagur. Stundum nær maður hreint ekki að fókusera á viðfangsefnin, þrátt fyrir yfirlýsingar …
♦ Photo Friday: Out of focus, blurred and shaken at Seltjarnarnes – I still liked it.

Ljósmynd tekin | Photo date: 28.02.2014

Konudagsblóm | Flowers on Woman’s Day

23feb2014blom1-AslaugJ

♦ Konudagurinn: Til hamingju með daginn konur! Og gleðilega Góu. Fallegt er veðrið og nóg til í búrinu. Er þá ekki allt gott? Hvernig er spáin?

Ég er ánægð með konudaginn. Einkum og sér í lagi af því að margir halda nú upp á sykurklístraðan Valentínusardaginn svo vonandi getur konudagurinn þá þróast í aðra átt. Ég ætla sannarlega að halda upp á daginn og skála fyrir formæðrum mínum, bústýrum og búkonum, þrautseigju þeirra og seiglu, þar sem þær máttu þreyja þorrann og góuna í þessu brjálaða landi. Ég ætla að mana allar konur, bústýrur nútíðar og framtíðar, til að hika ekki við að stýra og standa fyrir þeim búum sem nú tíðkast: fyrirtækjum og stofnunum, stórum og smáum (í þessu brjálaða landi – sumt breytist ekki). En það er eins og konur megi aðeins hoppa þar um í annarri skálminni …

Launamunur, glerþök, stöðluð og stöðnuð kynjahlutverk, þöggun, kynbundið ofbeldi og einelti … listinn er of langur. Vonandi eru konur að komast út úr þessum vonda vetri í kvenréttindabaráttunni. Það eru ýmis teikn á lofti um það. Gleðilegan konudag!

♦ Celebration: Today is “Woman’s Day”, the first day of Góa, the fifth winter month in the old Norse calendar. Yes, flowers and good food are in their place on Woman’s Day – a newer tradition than the Feast of Góa, but may have its origin in the part the mistress of the house played in welcoming the new month – or the month before: Þorri, starting with “Bóndadagur”, Man’s Day or Husband’s Day. It was the man’s turn to soften Góa – and perhaps at the same time: his woman? These two months were the hardest and therefore a good reason to honor the gods who controlled the weather and winds.

This is a day when one should honor the power and strength of women – and we sure still need that. I wish all women a very happy Woman’s Day and a mild and promising month of Góa!

23feb2014blom2-AslaugJ

Ryð | Rust

Rust©AslaugJ

♦ Ljósmyndagrafík: Ég heimsótti fremur sorglegan stað í gær, þjónustumiðstöð bifreiða sem hafa lent í tjóni. Ég slapp með skrekkinn úr árekstri í síðustu viku, má telja mig heppna og það má ökumaðurinn sem keyrði í veg fyrir mig gera líka. Bílinn minn gæti ég hinsvegar þurft að afskrifa, að mér skilst.
Mér varð starsýnt á sum hræin á staðnum. Dapurleg, ef ekki harmræn. En svona teiknar súrefni og eldur á járn – reyndar með smá ýkjum í myndvinnslunni.

♦ Photography: Yesterday I had to visit a service center for damaged and reposed cars. I was lucky to get unharmed from a car crash last week. So did the other driver who accidentally drove into my car. But my very fine old car is probably done for.
Most of the cars at the center only had some minor bumps, but then there were the real carcasses. Above are clips of these glum drawings oxygen and fire can make on iron, … just edited a bit.