Fjaran í febrúar | Beach walk in February

FjaranMelaleiti©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Í febrúar er náttúran og lífríkið enn í vetrarham: dagarnir eru gráir og kaldir, fátt sýnist lifandi. Það er samt alltaf eitthvað að gerast við ströndina, í fjörunni og hafinu. Þessar myndir eru frá göngu undir Melabökkum við Melaleiti í gær.
Haförn (Haliaeetus albicilla): Ég var að vaða grynningar við Kotatanga þegar ég sá haförninn í fjarska. Gæsir, endur, mávar og hrafnar létu auðvitað strax vita með krunki og kvaki. Ég var því miður ekki með sterka aðdráttarlinsu en ákvað að krjúpa niður ef örninn fengi þá áhuga á að skoða það sem lægi í fjöruborðinu, því eins og aðrir fuglar forðast ernir tvífætlinga. Örninn flaug fremur lágt yfir öldufallinu en beygði svo af leið og tók stefnuna á bráðina: mig! Sveif hátt og hringsólaði með þungum vængjatökum. Magnaður fugl. Sumpart var ég fegin að hann sá í gegnum þennan leik minn þó ég hefði verið til í nærmynd.

♦ Photo FridayOn a grey and gloomy day, at this is the time of year, you might think nature is in it’s dullest mood and that there is nothing noteworthy to see. But walk along the seashore always proofs that wrong. Yesterday my wander led to these photos.
White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla): Just to spot a sea eagle is always exciting. So huge! So majestic! Although I didn’t have my best lens for the occasion I managed to get some photos. I was wading the shallows when I saw the big bird in the far, causing a stir amongst geese, ducks, seagulls and ravens. Not happy to be without a good zoom lens I decided to kneel down or cringe if that could make the eagle interested in me – if I looked more like a seal in trouble than I human being I might get to see it closer. And I did. Instead of flying over the breaking waves it took a turn and hovered over me for a while. Like most of the eagles in Iceland it is ringed but I couldn’t tell the number on the black (blue?) rings.
(I don’t post high-resolution photos on my blog so these will have to do.)

Haförn1web©AslaugJons

Haförn2web©AslaugJons

Melabakkar1©AslaugJ

Gæsir við klakabrynjaða Melabakka.

Landbrot við Melabakka er mikið, með ört vaxandi ágangi sjávar. Hér fyrir neðan eru myndir af hruni í bakkanum í gær.

The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up last years (50-100 cm / 20-40 inches pr year). With sea levels rising the porous cliffs are easily crumbled and swept away. See photo series below where I witnessed a big “chunk” fall down. Cliff height: 20-30 m.

This slideshow requires JavaScript.

Litir og munstur í fjörunni: | Colors and patterns at the beach:

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.02.2016

Vetrarmyndir | Cold and blue

Jökullinn-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Góðir dagar í sveitinni! Snæfellsjökull sýndi enga hógværð í byrjun ársins og hillti uppi yfir köldum sjónum. Þessa fyrstu daga ársins hefur hlánað og snjóað á víxl. Óneitanlega nýtist takmarkað sólarljósið betur ef það endurkastast af hvítri jörð. Og linsan mín er mun samvinnuþýðari þá daga.
♦ Photo FridayIt looked as if Snæfellsjökull / Snæfell Glacier on Snæfellsnes peninsula had changed size and shape as the weather changed one of the first days in January. Above the cold sea the temperature was slightly higher, making the mountains fly – a phenomenon called superior mirage. And fly does our young stallion in training and fly did the wool-blanket on the clothesline. We have enjoyed fine winter days at the farm.

MadurHesturFjall-©AslaugJ

JanuarSnjor-©AslaugJ

FljugandiTeppi-©AslaugJ

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 02 – 05.01.2016

Gleðilegt ár! Happy New Year 2016!

Aramot-©AslaugJ

♦ Áramót 2015-2016! Kæru vinir nær og fjær; bestu þakkir fyrir skemmtileg samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Kærar þakkir fyrir allar heimsóknir á vefinn! Með myndum frá Melaleiti óska ég ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar á nýju ári. Finnst ykkur kannski vanta púður í þessar myndir? Hér er himinninn laus við litaglaða skotelda. Manneskjan er lítil gagnvart náttúrunni og víst að við eigum þar við ofuröfl að etja. Jafnvel venjuleg vetrarveður á norðurslóðum minna okkur á það. Hvað þá þegar öfgar verða að venju og þekktar stærðir og staðreyndir gamlar minningar. Aðeins með því að stunda auðmýkt í umgengni okkar við náttúru og jörð getum við lifað af í breyttum heimi og sýnt raunverulega snilli og gáfur. Það væri óskandi að við gætum haft örlítið meira vit fyrir okkur á komandi ári. Megi jarðarbúum öllum búnast vel á nýja árinu.

♦ At New Year 2015-2016! Dear friends, near and far, thank you for all the joyful gatherings and meetings, inspiring collaborations and friendship, – and thank you for the many visits to this website in the year 2015. I am truly grateful for your interest. With these photos from the family farm at Melaleiti I wish you a very happy New Year 2016. These images do not picture the blissful excitements of the fireworks on New Year’s Eve, but are pretty descriptive for the mood at the countryside, where I plan to spend the evening. We are so small against Nature’s tremendous powers. Only by practicing humility and humbleness towards Nature’s forces we show true intelligence and mastery. I wish you all peace, wisdom and happiness!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.12.2015

Aramot2-©AslaugJ

Fugl í garði | Winter day

Throstur©AslaugJ2015

♦ FöstudagsmyndinReykjavík skipti um ham í nótt og í morgun gafst á að líta: tunglið skein bjart yfir snæviþakta borgina sem er að komast í sparibúning á jólaföstu. Þennan búralega þröst hitti ég í Hólavallakirkjugarði. Hann var þar að gæða sér á síðustu reyniberjunum. Mjöllin hékk á hverri grein – nema þar sem þrösturinn og félagar hans flögruðu um og slitu ber af greinum með tilþrifum.

♦ Photo FridayIt was a lovely white Friday in Reykjavík today. It had snowed heavily last night and the city changed mood. This red wing was feasting on the last rowan berries in the old cemetery.

(Síðasta færsla hér á vefsíðunni var fyrir mánuði síðan! Ég verð að herða mig í tíðindaskrifunum … Meira síðar!)
(I wrote my last blog post a month ago! That’s no good … I’ll be back with news soon!)

Throstur2©AslaugJ2015

Holavallagardur©AslaugJ2015

Til hamingju Ísland | Day of Icelandic Nature 2015

Kaldalon©AslaugJ

♦ Ljósmynd: Sumarnótt við Kaldalón. Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar náttúru í fimmta sinn. Njótum. Stöndum vörð. Til hamingju með daginn.
♦ PhotoKaldalón, Westfjords, Iceland, at midnight in July. Today we celebrate the Day of Icelandic Nature. Yes, let’s!

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.07.2015 23:53 – at midnight

Síðsumar | Leontodon autumnale and other signs of late summer

Skarifífill©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það eru komin sumarlok og haust í nánd. Síðustu vikur hafa verið annasamar og heimsfréttirnar óbærilegar. Ég er höll undir heimspeki litla skrímslisins: til hressingar getur verið gott að horfa á eitthvað fallegt. (En nauðsynlegt að öskra NEI! af krafti þess á milli). Hér fyrir ofan kúra skarifíflar undir gömlum húsvegg. Á latnesku bera þeir heitið: Leontodon autumnale eða haustfífill, eða „haust-ljóns-tönn“. Fyrir neðan eru haustlitir í laufi af blóðkolli eða blóðdrekk (Sanguisorba officinalis) og ein stök mýrasóley (Parnassia palustris) innan um smjörlauf (grasvíðir: Salix herbacea) o.fl. Neðst er svo mynd sem gleður mitt hagamúsarhjarta: uppskera úr matjurtagarði á leið í eldhúsið.

♦ Photo FridayThis has been a busy week, and the world news have been horrifying. I feel angry and powerless. When things get to overwhelming I tend to go and stare at something I can adore without any obligations (true or not) –that is: nature. Then after a while I feel ready to go at it again. So I bring you plants and fruits of earth! At the top: the Fall dandelion (Leontodon autumnale) under the walls of our old farmhouse; below: colors of autumn in a leaf of a Great burnet (Sanguisorba officinalis) and a sole Bog star (Parnassia palustris) amongst Dwarf willow (Salix herbacea) and more. At the bottom: veggies from our gardens, on the way into the kitchen. I feel very lucky and privileged.

Haust31aug2015AslaugJ

Uppskera©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.08. / 21.08. / 17.08.2015

Þar gala gaukar, þar spretta laukar | Visiting Bjarnarfjörður

Bjarnafjordur-M-erla-27juli2015

Máríuerla – Motacilla alba – White wagtail at Hótel Laugarhóll

♦ FöstudagsmyndirÞað er af svo firna mörgu að taka þegar lofa skal Strandirnar með ljósmyndum. Ég ætla að nefna Bjarnarfjörð í þetta sinn. Ég gisti á Hótel Laugarhóli, hvar sængurfötin ilma af sól og laugarvatnið er laust við eitur; þar gengur klukkan hægar og ferðamannastraumurinn er mátulegur, rétt eins og hitinn í Gvendarlaug hins góða; og maturinn (sem er ferskur og ljúffengur) og tónlistin í matsalnum (sem skiptir miklu máli!) gerir mann einfaldlega hamingjusamari. Takk fyrir mig.

Og svo fékk ég að sjá undrið: ávextina sem vaxa þar á Ströndum norður. Ef ég hef það rétt eftir, þá leiddist ungum bóndasyni í Bjarnarfirði að horfa á gamalt loðdýrabú grotna niður á býli í nágrenninu, en þess háttar skemmur hefur mátt finna víða um land eftir hörmulegar tilraunir til verksmiðjubúskapar. Bóndasonurinn fékk að rífa skemmuna. Hann sagaði niður steyptan grunninn og reif sundur grindina. Flutti allt til síns heima og raðaði upp á nýjan leik. Klæddi grindina gróðurhúsaplasti og hóf að gróðursetja og rækta matjurtir, ávaxtatré og -runna. Þar sem loðdýrin hefðu ella hringsnúist kveinandi, glóa nú aldin af ýmsum toga. Ja, hvað segið þið þá?

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

♦ Photo FridayI spent a day in Bjarnarfjörður in July, staying at Laugarhóll Hotel, a place I highly recommend for lovers of bird life, hot baths, good food, relaxed atmosphere, beautiful nature, great hosts and service.

And then there was this extra surprise: I good friend gave us a tour to a neighbour farm where I found an oasis of fruit trees and berry bushes: a green house rebuilt from a former mink/fox house. What a pleasant sight! And how right this course of things seemed, from the saddest “farming” of all, to the most beguiling one!

Bjarnafjordur-Svh4-27juli2015

Plómurækt í Bjarnarfirði – Growing plums near The Arctic Circle

Bjarnafjordur-Svh527juli2015

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.07.2015

Steinshús | Honoring poet Steinn Steinarr

Steinshús-1

♦ FöstudagsmyndirÉg var þeirrar ánægju aðnjótandi að gista í Steinshúsi við Nauteyri fyrir skemmstu. Í nýuppgerðu fyrrum samkomuhúsi sveitarinnar hefur verið sett á laggirnar menningar- og fræðasetur, til minningar um Aðalstein Kristmundsson frá Laugalandi í Skjaldfannardal, ljóðskáldinu sem kallaði sig Stein Steinarr. Steinshús verður formlega opnað 15. ágúst næstkomandi, en þar má kynna sér ævi og verk skáldsins í fróðlegri sýningu. Í húsinu er einnig notaleg íbúð fyrir skáld og fræðimenn. Samkvæmt heimsíðu Steinshúss fer setrið þó ekki í fullan rekstur fyrr en sumarið 2016.

♦ Photo FridayIn July I had the opportunity to visit the remote Snæfjallaströnd in the Westfjords region in Iceland. I also had the pleasure to stay at Steinshús – a small culture house at Nauteyri where poet Steinn Steinarr (1908-1958) is honored with an exhibition about his life and works. Steinshús Culture House is officially to be opened on August 15th, next week, but first fully to operate in the summer 2016. Steinshús and Snæfjallaströnd are definitely worth a visit!

Stundum hafa ljóð Steins Steinarr verið kölluð torskilin. Á sínum tíma hefur þá byltingarkennt form sumra ljóðanna ef til vill ýtt undir þær hugmyndir, en flest eru ljóð hans þó auðskilin og hefðbundin. Lífsskoðanir Steins voru sterkar og hann var gagnrýninn á auð og yfirvald. Dálítið svartur húmorinn hefur kannski ekki verið allra, en það er t.d. gaman að rifja upp þetta ljóð:

HLJÓÐ STREYMIR LINDIN Í HAGA
eftir Stein Steinarr

Hljóð streymir lindin í haga
og hjarta mitt sefur í ró.
Tveir gulbrúnir fuglar fljúga
í fagurgrænan skóg.

Og allt sem ég forðum unni,
og allt sem ég týndi á glæ,
er orðið að ungu blómi,
sem angar í kvöldsins blæ.

Hljóð streymir lindin í haga.
Ó, hjarta mitt, leiðist þér?
Guð gefi nú að við náum
í næsta bíl, sem fer!

við-Steinshús-1

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 26.07.2015  © Áslaug Jónsdóttir & Kristjana Vilhjálmsdóttir

Ég var að hugsa … | I’ve been thinking …

Hummogpu©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Ég hef verið að hugsa um hve hratt tíminn líður. Og að ég hafi ekki gefið mér nógu mikinn tíma til þess að liggja í grasinu og horfa á skýin. Eða bara góna út í bláinn … Hvað um að pæla í Kepler 452b, til dæmis?
♦ Photo FridayI’ve been thinking about time. It sure flies. And I think I have not spent enough time just layin’ in the grass and watching the clouds go by. Or just spacing out …yes, how about giving Kepler 452b a little thought? Is anybody out there?

Ljósmynd | Photo: Vilhjálmur Svansson. Tekin | Date: 22.07.2015

Sumar í sveitinni | Summer at the farm

Blalilja-Skardsheidi-Melaleiti

♦ Fjaran og fjöllinÞrátt fyrir annir má ekki gleyma því að slæpast úti í náttúrunni. Rápa, horfa, hlusta. Hér bar fyrir augu Blálilju (Mertensia maritima) í fjörunni í Melaleiti. Og Snæfellsjökull er ævinlega jafn heillandi, sama hvernig á hann er litið. Ég tel víst að skarfurinn sem sat úti í Kotatanga sé sama sinnis.
♦ The mountains and the seashore: A stroll along the beach is always good for refreshing the mind and nourishing the soul. Especially at busy times. I enjoy this immensely at our farm Melaleiti. Above is Blálilja (Mertensia maritima) – Oysterleaf or Sea bluebells with Skarðsheiði mountain range in the back. Below Snæfellsjökull glacier pictured over Kotatangi skerry with a sole cormorant (Phalacrocorax carbo).
Snaefellsjokull-fra-Melaleiti

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.07.2015

Kvöld | Evening

Horft-til-himins10juli2015

♦ Föstudagsmyndin: Dagur að kveldi kominn. Horft til himins og hugsað til frænda.
♦ Photo FridayI have been busy with all sorts of projects and I have neglected my blog. But I will try to make amends soon!
I took this photo this evening, when I had been staring out of the window too long. Today I had to say goodbye to a young man in my family. A sad day.

Vormyndir | Spring photos

Falki 23mai2015 AslaugJ 1

Falki 23mai2015 AslaugJ 2

♦ Föstudagsmyndir: Eins og lesendur síðunnar minnar ugglaust vita, þá er ég haldin þeirri áráttu að taka myndir af fuglum. Næst á listanum yfir vinsælt myndefni úr dýraríkinu eru hross, en það kemur reyndar til af mun praktískari ástæðum. Myndirnar af folöldunum hér fyrir neðan tók ég fyrir Viljahesta – sem er hrossarækt eiginmannsins.

Fálkinn hér fyrir ofan virtist heldur tætingslegur. Reyndar grunar mig að hann sé bæklaður á vinstra fæti, sem hann tyllti ekki í, þar sem hann sat um stund á staur og fylgdist með múkkanum í Melabökkunum.

♦ Photo FridayReaders of my blog know that I am an avid photographer of birds although my photos do not come anywhere close to the quality the professional bird photography you see all around. Still, I can’t help myself.

Above is a ruffled gyrfalcon (Falco rusticolus islandicus) that rested for a while on fence pole, looking over the sea and the cliffs where the arctic fulmars (Fulmarus glacialis) are nesting. I think the falcon might have hurt his left leg, as he kept it curled up when he sat down – and not quite in control when flying. This could explain the tattered, hungry look.

And then there are the horses, that I photograph a lot. Although my intentions there are far more practical. The photos below were taken for the site Viljahestar, portraying my husbands horse breeding, at the family farm Melaleiti.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ætt-24mai2015

Nót-31mai2015-5

Fleiri folöld og hross á Viljahestar.com | For more foals and horses see: Viljahestar.com

Tildra og margæs | Ruddy turnstone and Brent goose

1maiKVil

♦ Föstudagsmyndin: Fallegur fyrsti maí. Á Seltjarnarnesi hitti ég fyrir fallega fargesti: margæsahóp (Branta bernicla hrota) og eina staka tildru (Arenaria interpres).

♦ Photo FridayIt was a beautiful day, the first of May. I was busy at my desk all day but took a short stroll at Seltjarnarnes. I met this solo ruddy turnstone (Arenaria interpres) and a flock of brent geese (Branta bernicla hrota), stopping over on their way further north for the summer.

Tildra©AslaugJ

Margæsir©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.05.2015

Í felulitum | A golden plover in my garden

Lóa-26042015

♦ Fugl dagsins: Lóur kvökuðu í kuldanum á Melhaganum í dag. Það var frost og fjúk í lofti og værukærir Vesturbæjarkettir kúrðu inni, sem betur fer. En annars eru felulitir lóunnar aðdáunarverðir, hæfa ákaflega vel í óræktargörðum og úthögum.

♦ Bird of the dayThe bringer of spring, the European golden plover (Pluvialis apricaria) heiðlóa or lóa, is here. Three of them var calling in my garden today. There is hardly any other sign of spring, it is bitter cold and snow in the air. The grass has still not turned green so the plover’s camouflage colors are perfect. But stay alert lóa, beware of the cats!

Ljósmynd tekin | Photo date: 26.04.2015

Á Reykjanesi | Solfatara field – Reykjanes peninsula

Seltún1-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÍ færslunni hér á undan minntist ég á Reykjanesið sem er bæði fjölbreytt og fallegt. Myndirnar hér voru teknar við Seltún, nærri Krýsuvík, í ágúst 2006, löngu fyrir túristaprengjuna miklu og því var varla hræða á ferli.
♦ Photo Fridayln the previous post I mentioned Reykjanes peninsula, an area worth a visit. I took these photos in 2006 at Seltún geothermal fields near Krýsuvík. Magical colors.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Seltún12-©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.08.2006

Vorlitirnir | Colors of spring 2015

Páskalitir-1

♦ Föstudagsmyndir – Litirnir í aprílGamlir skaflar hörfa nú sem óðast undan hækkandi sól. Í skamma stund skilja þeir eftir sig mynstur og liti sem úr má lesa átök veðra og vinda. Eins og fyrir töfra lifnar svörðurinn við og allt verður grænt fyrr en varir … Eða hvað? Enn snjóar. Svo mikið er víst að „hlýnandi loftslag“ á heimsvísu er langt í frá „spennandi“, svo vitnað sé í sturlaðran stjórnmálaflokk. Þetta þekkingarleysi og vanmat á náttúruöflunum hrollvekjandi og hættulegt.

♦ Friday Photo – Colors of AprilIn Iceland, the colors of spring are neighter green nor any light and bright colors of early spring flowers. This is the season where white turns brown and grey and yellow – only during the short summer we enjoy the many colors of green. Melting snow leaves all kind of odd patterns of dirt on the ground. But only for a short while, soon rain and wind has washed it all away.

Páskalitir-2 Páskalitir-3 Páskalitir-4 Páskalitir-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04/05.04.2015

Föstudagurinn langi | Good Friday

3april-1

♦ FöstudagsmyndirFöstudagurinn langi við Borgarfjörð. Fýllinn kominn, með sultardropa á nefi.

♦ Photo FridayI spent Good Friday at the family farm – close to Borgarfjord / Faxaflói bay. The Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), is already back. Spring is near.

3april-2 3april-3 3april-4 3april-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.04.2015

Sólmyrkvi | Solar Eclipse

Reykjavik20.03.2015.1010

♦ Föstudagsmyndin: Það var róleg og dálítið dularfull stemning í borginni í morgun. Almyrkvi á sólu var í dag, 20. mars 2015. Sólmyrkvinn hófst kl. 8:38, náði hámarki kl. 9:37 og lauk kl. 10:39. Myndin er tekin kl. 10:10 úti á Seltjarnarnesi.
Hvar sem farið var um borgina stóð fólk úti í blíðviðrinu og horfði til himins. Góður dagur til að minnast þess að við erum geimverur!
SolarE1010Næsti sólmyrkvi verður 12. ágúst 2026. Um sólmyrkvann í dag má til dæmis lesa á Stjörnufræðivefnum.

♦ Photo Friday: My, my, what a nice morning: solar eclipse in an absolutely wonderful weather! The pleasant weather alone was something to celebrate, after weeks and months of horrid blizzards. (And next storm coming in tonight). The photo above was taken at 10:10 am – where the moon’s position was about like that one on the image to the right.
The atmosphere in the city was a bit odd, but definitely nice: calm and quiet and everyone out in the streets to stare at the sky, wearing crazy-looking glasses and clearly amusing themselves. We’ll have to wait 11 years for this to happen in Reykjavík again.

Gæs-á-Gróttu-20.03.2015

– Bewildered goose during solar eclipse, close to Grótta, Seltjarnarnes. 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 20.03.2015

Refur á ferð | A (sad) story of a duck

RefurSpor

♦ Föstudagsmyndin. Veturinn hefur einkennst af grimmum veðrum og stundum er ótrúlegt að hugsa til þess að hér þrífist þrátt fyrir allt ýmsar dýrategundir – árið um kring. Ég var að skruna yfir ljósmyndir í dag og rakst þessi teikn í snjónum: spor eftir ref með æti. Refurinn hafði haft mikið fyrir því að drösla bráð sinni langa leið frá sjó, með krókum fyrir og í gegnum girðingar. Hann kaus að fara í gott skjól með fenginn. Við gamalt hesthús voru leifarnar af jólaöndinni hans rebba: haus af stokkandarstegg. Af merkjum að dæma fór rebbi inn í kofann með hluta af öndinni og gat þar étið í ró og næði, án þess að hrafnar eða ránfuglar trufluðu hann.
Það er ekki ólíklegt að stokkendurnar sem halda til við fjörur og lækjarósa haldi áfram að týna tölunni á meðan refurinn leikur sínum lausa hala.

StOnd-Refur1

♦ Photo Friday. I had a sick day and tried to humor myself by skimming through some photos, as an escape. No way I could go out in the cold today. I guess my pick of photos for this post is not very uplifting – or perhaps it is. Depends on the view. We found footprints of a fox (Arctic fox, Alopex lagopus) with a prey near our farm. The fox had draged its kill a long way from the sea, through and past fences and other obstacles, seemingly to feast undisturbed in an old stable where an open window came in handy. The fox had worked the poor duck apart, leaving its pretty green head half-covered in snow. The rest – if there was a rest – may have been well hidden somewhere inside the stable, away from ravens or vicious predatory birds. Clever thing, you fox.

The prey was a Mallard (Anas platyrhynchos), no doubt from a flock staying for winter by the creek. I can only admire these animals for their endurance during the long harsh winter. Of course only some survive.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27. / 30.12.2014 – 01.01.2015

Þorri – Bóndadagur | The fourth winter month

ÞingvellirJan2009-2-©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinGleðilegan Bóndadag! Það er frost á Fróni og Þorri genginn í garð. Hó hó hó.
Myndirnar voru teknar á Þorra 2009.
♦ Photo FridayHappy Farmer’s Day! May the month of Þorri be kind to us all.

ÞingvellirJan2009-1-©AslaugJ

ÞingvellirJan2009-3-©AslaugJ

Þingvellir, Öxará. Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009

Nýtt og svalt ár | Colors of the new year

SvartHvitt

♦ Föstudagsmyndir! Kaldir og klárir litir á nýju ári: hvítt, svart, blátt og grátt í ótal tónum. Það er smekklegt, þetta nýja ár.
♦ Photo Friday! Snowy days at the farm, crisp and refreshing. The color palette may seem simple, with the black beach and the white mountains, but the shades are endless in the scarce daylight.
SnúrustaurarAramot

Skarðsheiðin2jan2015

Melabakkar2jan2015

NyttArMelabakkar2015

Árið í fjörunni: 2015 – in all natural “crayons” from the beach!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01/02.01.2015

Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Melabakkar-19des2014-1

♦ Gleðilegt ár! Árið 2014 er senn á enda. Ég náði ekki ljósmynd af álftunum sjö sem flugu oddaflug fyrir glugga í dag. En ég ætla að telja þá sýn á síðasta degi ársins sem teikn um happ á nýju ári. Þar að auki segir í kvæðinu: „Á jóladaginn sjöunda / hann Jónas færði mér / sjö hvíta svani,…“ og svo framvegis. Takk Jónas! Ég fæ vonandi hjálp við „átta kýr með klöfum“ á morgun!
Með myndum af briminu og landbrotinu undir Melabökkum kveð ég árið og þakka allar heimsóknirnar á heimasíðuna. Lifið heil og gleðilegt ár!

♦ Farewell to 2014! I didn’t get a photo of the seven white swans that flew past my window today but I took it as a good omen for the new year, athough the swans were not swimming, as in: “On the seventh day of Christmas, / My true love gave to me, / Seven swans-a-swimming,… “ – and so forth. Flying is definitely better! But I still wonder if I should expect “Eight maids-a-milking” tomorrow… –?
With these photos from the seashore by our farm I wish you all the best in the year to come: Happy New Year 2015!
Melabakkar-19des2014-2

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12.2014

Fugl dagsins er dvergkráka | Jackdaw – Corvus monedula

Dvergkráka©AslaugJons

♦ LjósmyndinÞessi dvergkráka (Corvus monedula) heimsótti Melhagann í morgun með miklu krákukrunki.
♦ Photo on a Sunday: A lone jackdaw (Corvus monedula) has been visiting the neighbourhood last days. Quite a chatter! Jackdaws are vagrants in Iceland and I had never seen one before in Reykjavík.

Ljósmynd tekin | Photo date: 02.11.2014

Hjarta bergrisans | Heart of stone

Bergrisi©AslaugJons

♦ Föstudagsmyndin: Ég gekk fram á þennan ófrýnilegan bergrisa í sumar. Hann svaf og gætti ekki að: steinhjartað lá bert í opnu brjóstinu. Það má ekki vekja bergrisana …
♦ Photo Friday: I walked past a mountain-giant this summer. He was sleeping and a bit careless, leaving his heart of stone just laying there bare. I guess I could have stolen his heart but I didn’t. Giants are not to be awakened…

Steinhjarta©AslaugJons

Sjón að sjá | Take a look!

Eldgos-AslaugJons-web

♦ Myndlýsing: Skrímslum þykja eldgos falleg. Enda fellur skrímslum ýmislegt hrikalegt og ógurlegt vel í geð.

Ég var að ljúka við að myndlýsa Skrímsli á toppnum þegar Eyjafjallajökull lét sem verst árið 2010. Ég breytti lokamyndinni í bókinni í samræmi við það. Ég hafði fengið að finna fyrir tregum flugsamgöngum vegna öskunnar og var allt þetta magnaða brölt jarðskorpunnar í fersku minni.

Nú er Ísland eins og að rifna í tvennt út frá Bárðarbungu í Vatnajökli og ekki séð fyrir endann á því öllu saman … Magnað og ískyggilegt!

♦ Illustration: The Monsters think volcanos are pretty awesome! This illustration is from the book Skrímsli á toppnum: Monster at the Top. I was just finishing the illustrations in 2010 when Eyjafjallajökull erupted. So a peaceful mountain was turned into a live volcano.

Now there are big eruptions just north of Bárðarbunga in Vatnajökull, the largest glacier in Iceland. To read news about the eruptions at Holuhraun go to this site at RÚV. See also live webcams at Míla.

Graðhestar | Horsing around

Gregoríus-5-270814

♦ FöstudagsmyndinÞessir graðhestar í Húnavatnssýslu tóku sig vel út í fallegu veðri í síðustu viku. Myndirnar voru teknar fyrir vefsíðuna Viljahestar sem spúsi minn heldur úti.

♦ Photo FridayStallions at play! I do some photographing for the website Viljahestar, a site for the horsebreeding at the family farm, run by my husband. Interested in the Icelandic horse? Go take a look!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.08.2014 Gregoríus-7-270814

 

 

Þokan og ljósið | Fog and sun

Melaleiti-28082014

♦ FöstudagsmyndinDalalæðan fór víða í gærkvöldi og haustið er svo greinilega í nánd. Fyrr um daginn var ég á Hofsósi og naut blíðunnar í Skagafirði.

♦ Photo Friday: Above: foggy evening at the farm yesterday. Below: Earlier in the day I was in Hofsós, Skagafjörður, enjoying beautiful weather: calm, warm and sunny.
Hofsos-28082014

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.08.2014

Litirnir í mýrinni | Colors of iron

myravatn1-AslaugJ

♦ FöstudagsmyndinÉg gekk um holt og mýrar í Leirársveit í gær. Það var þungskýjað og fjallasýnin kannski ekki eins og best verður á kosið. Þá er gott að muna að undrin geta verið rétt við tærnar á manni.

♦ Photo Fridayl went for a short hike in Leirársveit yesterday and passed some small ponds in the wetland. Several of them had these amazing colors from the iron-rich water.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

myravatn7-AslaugJ

myravatn8-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.08.2014

Horft í vestur | Looking west

NVestur02ag2014-2

NVestur02ag2014-1

♦ Föstudagsmyndin: Mér hættir til að horfa frekar á skýin en skjáinn á sumrin. Allir hugsanlegir bláir og gráir tónar hafa fylgt rigningarskýjunum sem hvolfast yfir okkur dag eftir dag. Góðu dagana slæðast inn rauðir litir þegar kvöldar…
Fyrir ofan eru myndir frá sjávarbakkanum við Melaleiti 2. ágúst, en fyrir neðan er sitthvað í glugga – horft í sömu átt.

♦ Photo FridayI haven’t posted anything on my blog for a while since I tend to stare more at the sky than the screen in the summer. There have been very few days without rain, so the clouds, in all shades of blue and grey, have dominated the landscape – with just a little bit from the red palette here and there every now and then in the evenings. Above is the view west (or northwest) from Melaleiti Farm, below same direction out of the window: Rhubarb”flower” in a glas and crane-flies, tangled up on the window pane.

RabarbarakrusJuli2014

 

Hrossaflugur8ag2014