Böðvar Guðmundsson 75 ára | Birthday and finger counting

Ef-Krakkakvaedi-BG-AslaugJweb

♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:

Ef asl_krakkakv

Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir. 

En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta. 

♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.

Thingv2002AslaugJweb

Böðvar Guðmundsson og rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir
og Kristín Steinsdóttir á Þingvöllum árið 2006

Evrópski tungumáladagurinn | The European Day of Languages

EuroMonsters2013Web

♦ Tungumál. Til hamingju með daginn! Evrópski tungumáladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 2001 og er meðal annars ætlað „að fagna fjölbreytileika tungumála í Evrópu og til að hvetja til tungumálanáms“. Opinber tungumál í Evrópu eru aðeins nokkrir tugir en áætlað er að í álfunni séu töluð um 225 „upprunaleg“ tungumál. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og ekki síst hverfa þessar raddir algjörlega í netheimum.

Skrímslin tvö standa sig sæmilega í því að fanga fjölbreytileika tungumála í Evrópu því þau tala íslensku, sænsku, færeysku, finnsku, dönsku, norskt bókmál, nýnorsku, spænsku og frönsku. Að auki eru þau orðin reiprennandi á kínversku!

♦ Languages. Today is The European Day of Languages. In Europe alone, about 225 indigenous languages could be celebrated. Sadly many of them are heading towards extinction at a fast rate.

Little Monster and  Big Monster are trying their best in “linguistic diversity” as they now speak several European languages: Icelandic, Swedish, Faroese, Finnish, Danish, Norwegian Bokmål, Neo-Norwegian, Spanish and French. In addition they are doing pretty well in Chinese!

EuroLanguageDay

Skrímslin kvöddu Kabloggen | Farewell to Kabloggen

StenMonsterWeb©AslaugJ

♦ Steinhissa skrímsli!  Oh no! Little Monster and Big Monster have turned into stone!!!

♦ Skrímslablogg. Pistlarnir um skrímslin á Kabloggen verða ekki fleiri að sinni, síðustu póstar birtust 31. júlí þegar skrímslabókahöfundarnir þökkuðu pent fyrir sig á sænsku og dönsku. Þeir sem lesa þau tungumál gætu haft gaman af því að glugga í skrifin, en nýjustu færslurnar má lesa hér: Kablogg-póstar skrímslahöfundanna í júlí 2013.

♦ Monster blog. Through July, we the three authors of the Monster series, Áslaug, Kalle and Rakel, had our month of fame at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. We did twenty-something blog-posts with a lot of photos and drawings! Text in Danish and Swedish only, sorry! But check out the images! Kabloggen: Monster time in July 2013!

Beint í hjartastað | Straight to the heart

MonsterbraakSvCoverWeb♦ Bókadómur. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, fengu fínan dóm í dagblaðinu Norrtelje Tidning í morgun. Sænska útgáfan kom út á dögunum hjá Kabusa Böcker í Gautaborg. Í bókadóminum segir Margaretha Levin Blekastad m.a. eitthvað á þessa lund: „Bækurnar um litla og stóra skrímslið eru aðlaðandi á svalan hátt, með stórbrotnum myndum og djörfum sjónarhornum. … Það er eitthvað við sauðþráa kergjuna og hárbeittar tennur litla skrímslisins sem hittir beint í hjartastað.“
Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 Book review. Monster Squabbles in Swedish received a good review in Norrtelje Tidning Newspaper today. Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, release the book about four weeks ago. The reviewer in NT says: “The books about Little Monster and Big Monster have a cool appeal, with impressive illustrations and bold points of view. … There is something about Little Monster’s resilient stubbornness and razor-sharp teeth that goes straight to the heart”.
For the whole review in Swedish, click the link below.

Monsterbråk – Norrtelje Tidning 14.05.2013

Skrifandi teiknari | The writing illustrator

Neiweb Myndlýsingar. Í Fréttatímanum í dag (bls 58) fjallar Gunnar Smári Egilsson um það framúrskarandi góða starf sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur unnið með vönduðum tónleikum og efni fyrir börn. Verður það starf seint oflofað. Í greininni er bent á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á færeyska tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ sem er tónverk eftir Kára Bæk, ævintýri skrifað af Rakel Helmsdal og myndlýst af Janusi á Húsagarði. Ævintýrið kom nýverið út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns og auðvitað fylgir tónlistardiskur með. Ég get heilshugar mælt með frábærri tónsmíð, sögu og myndum.

Rakel Helmsdal er ásamt okkur Kalle Güettler í þríeykinu sem semur bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið. Og loks kem ég mér að efninu: Eftir sjö bækur um skrímslin tvö, leikrit um þau í Þjóðleikhúsinu, umfjöllun í blöðum og tímaritum er ég enn afskrifuð sem höfundur textans. Ég get nefnilega teiknað. Og þá er stundum eins og það sé óhugsandi að ég geti jafnframt ritað texta. Eða öfugt. Gunnar Smári er ekki einn um þessa villu, ég var fyrir skemmstu að lesa sambærilegan misskilning í sænsku riti. Gott og vel, öllum getur yfirsést að lesa kreditsíðurnar, en hugsanavillan liggur þó fyrst og fremst og langoftast í þeirri meinloku að myndirnar séu fylgifiskar sem allt eins megi sleppa, en textinn aðalmálið. Jafnvel í hreinræktuðum myndabókum þar sem ég er ein höfundur texta og mynda hefur mér verið hrósað í lok umfjöllunar fyrir að teikna myndirnar sjálf! Sko til! Eins og ég hafi ákveðið á síðustu metrunum að smella nokkrum myndum með. Í myndabókum liggur sagan, frásögnin, höfundarverkið, jafnt eða meira í myndunum. Þær eru ekki skreyti við texta, þær eru sjálft lesmálið.

Ég veit að það dugar ekki að segja þetta einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar. Ég mun því tyggja þetta enn og aftur, jafnt oft og nauðsyn krefur:
1) Myndabækurnar um skrímslin eru höfundarverk þriggja höfunda. 
2) Við þrjú: Áslaug, Rakel og Kalle skrifum texta skrímslabókanna í sameiningu á þremur tungumálum. (Og já, það er hægt.) 
3) Ég, Áslaug, er myndhöfundurinn, ég sé líka um myndrænu frásögnina, myndlýsi eða myndskreyti – og hanna auk þess útlit bókanna, brýt um textann. 

Ég ætla fljótlega að segja nánar frá skrímslabókunum hér á þessum síðum, sem og kynna betur það sem meðhöfundar mínir eru að bralla. Þangað til má lesa sitthvað undir flipanum BÆKUR og með því að smella HÉR til að lesa síðustu fréttir af skrímslabókunum. Loks eru hér fyrir neðan tenglar á nokkrar viðtalsgreinar, vilji fólk glöggva sig enn frekar á starfsháttum okkar. Meira síðar.

Viðtal í Morgunblaðinu 19. nóv. 2007  |||  Viðtal í Fréttablaðinu 11. des. 2004   |||  Grein í Nordisk Blad 2005
Miðstöð íslenskra bókmennta – viðtal.

 Illustrations. An article in Fréttatíminn today made me wonder, once again, why illustrations in picture books are still considered a mere addition to a story, rather than the story itself. The whole concept of a picture book is the visual narrative – first and foremost, although it’s usually combined with text. Since the article in Fréttatíminn, as so many others, failed to count me in as a text-author of the Monsterseries (and as every illustrator can tell you: the text author is THE author, never mind the concept or the pictures) I will repeat this as long as necessary:
1) The picturebooks about the Little Monster and the Big Monster are created by three authors.
2) We are the three authors of the text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.
3) There is one illustrator (author of pictures) and graphic designer: Áslaug Jónsdóttir. 

I intend to add a page on the Monsterseries very soon, until then you can find information here on the BOOKS-page and also by scrolling through latest news on the monsterbooks here. For still further information I add two articles with interviews from Icelandic newspapers; one article in Danish with English summary and then one online interview on IsLit.is. I’ll be back soon …

Interview in Morgunblaðið19. Nov. 2007   |||   Interview in Fréttablaðið 11. Dec. 2004   |||  Article í Nordisk Blad 2005
The Icelandic Litterature Center – interview.

Þetta vilja börnin sjá! | Exhibition of children’s book illustration

skrimslaerjurWeb6-7

Sýning. Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur fyrir árlegri sýningu á myndskreytingum úr nýjum barnabókum undir heitinu: „Þetta vilja börnin sjá!“. Sunnudaginn 27. janúar opnaði sýning á myndum úr barnabókum ársins 2012. Þar má m.a. sjá myndir úr Skrímslaerjum. Sýningin í Gerðubergi stendur til 24. mars, en þá heldur hún í ferðalag og verður sett upp víða um land. Við opnunina voru DIMMALIMM – Íslensku myndskreytiverðlaunin veitt og það var Birgitta Sif sem hlaut verðlaunin í ár fyrir frábærar myndlýsingar í fyrstu bók sinni Ólíver, sem kom út hjá Forlaginu. Gerðuberg hefur sinnt kynningu á íslenskum myndabókum betur en nokkur annar með þessum árlega viðburði og verðlaunum. Menningarverðlaun barnanna til Gerðubergs!

 Exhibition. An annual event in Gerðuberg Cultural Center, “Þetta vilja börnin sjá!”, an exhibition of children’s books illustrations, was opened Sunday January 27, with illustrations from Icelandic children’s books published in 2012, among them illustrations from Monster Squabbles. The exhibition in Gerðuberg ends March 24., from where it travels around Iceland to several cultural centers. At the opening The Icelandic Illustration Award: Dimmalimm were handed out to this years winner: Birgitta Sif for her wonderful illustrations in Oliver, published by Walker Books in the UK and Forlagið in Iceland.

Bókmenntaverðlaun bóksala | The Booksellers Prize

boksalaverdl2012

 Bókaverðlaun. Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2012 í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær. Skrímslaerjur komust þar á lista sem ein af bestu barnabókum ársins, í þriðja sæti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Nei! sagði litla skrímslið hreppti fyrsta sæti í flokki barnabóka árið 2004 og Gott kvöld árið 2005.

Nánar: frétt á Bókmenntir.isF-bókarsíða verðlaunanna og upplýsingar á wikipediu.

 Book Prize. Booksellers in Iceland announced their list of The best books of the year last night, in Kiljan television programme. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) was on the list of the best children’s books in 2012, in third place. The prize was first awarded in 2000. Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster) was the best children’s book in 2004 and Gott kvöld (Good Evening) in 2005.

More (in Icelandic): News on Literature.is, Facebook page of the prize and information on WikipediaBoksalaverdlaun2012skjaskot

Skrímsli í heimsókn í Frakklandi | Monster Visit to France

 Bókaútgáfa: Frakkland. Fimmta bókin um skrímslin tvö, Skrímsli í heimsókn, kom út á frönsku í síðasta mánuði. Útgefandinn, Circonflexe, hefur gefið út fjórar fyrri bækurnar sem allar hafa fengið fínar viðtökur í Frakklandi.

 Book release: France. The fifth book about the two monsters in French was released last month. The monster series is published by Circonflexe.

Bókasýningin í Gautaborg | Göteborg Book Fair

 Bókamessan í Gautaborg. Mér er boðið að taka þátt í bókasýningunni í Gautaborg, í málstofu um norrænar myndabækur, laugardaginn 29. september. Lesa má meira um sýninguna og íslenska þátttakendur á vef Sögueyjunnar. Vefur Göteborg Book Fair er hér. Þar er málstofan kynnt:

LÖRDAG 29. SEPTEMBER kl. 15:00
Nordiska bilderbokspar
Det finns flera bilderböcker som har kommit till som samarbeten mellan författare och illustratör från varsitt nordiskt land. Det kan väl tyckas naturligt, men hur enkelt är det i själva verket att  ”översätta” ett bildspråk till ett annat? Hur olika är de nordiska bildstilarna och hur säljer man in främmande bilder till gemene bilderboksköpare? Är vi egentligen mer konservativa och traditionsbundna när det kommer till bilder än texter? Författare och illustratörer med erfarenhet pratar om sina tvärnordiska samarbeten: Gry Moursund (Norge), Ulf Stark (sverige) och Linda Bondestam (Finland), Kim Fupz Aakeson (Danmark) och Áslaug Jónsdóttir (Island). Moderator: Janina Orlov, översättare. språk: skandinaviska

 Göteborg Book Fair. I am invited to Göteborg Book Fair to participate in a seminar on Nordic picturebooks along with Gry Moursund, Ulf Stark, Linda Bondestam and Kim Fupz Aakeson on Saturday 29. September at 15:00. More about the fair on GBF’s website and the Icelandic guests here on Fabulous Iceland.

Skrímslin í Peking | The monsters in Beijing

Skrímslin á kínversku: með Peter, útgefendanum hjá Maitian Culture.

 Bókamessan í Peking. Litla skrímslið og stóra skrímslið leiddu mig til Kína í lok ágúst, en nú eru sex titlar úr bókröðinni komnir út á kínversku hjá Maitian Culture Ltd., eins og kynnt var á BIBF, bókamessunni í Peking. Þar tók ég einnig þátt í norrænni málstofu sem kallaðist: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“  ásamt Åshild Kanstad Johnsen, Alexandra Borg, Karsten Pers og Paul Chen. Allar móttökur í Peking voru einstaklega vinsamlegar, bæði af hálfu heimamanna og starfsmanna sendiráðs Íslands sem skipulögðu þátttökuna á BIBF.

Í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking, sem lesa má hér segir svo:

Alexandra Borg, Áslaug, Åshild Kanstad Johnsen

„Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út.
Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2,953 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina.

Paul Chen (í rauðri treyju), öðru nafni Mighty Eagle, á veiðum fyrir Angry Birds.

Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun. Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“ leikföng og smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar.

Karsten Pers, vinsæla tölvan hans og Áslaug

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum. Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði.
Aðrir sem tóku þátt í málstofunni eru norski listamaðurinn Åshild Kanstad Johnsen, sænski bókmenntafræðingurinn Alexandra Borg, danski rithöfundurinn og útgefandinn Karsten Pers og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Maitian Culture Press er útgáfufélag sem sérhæfir sig í mynda- og barnabókum. Félagið er með höfuðstöðvar í Tianjin sem er hafnarborg Peking.“ 

Skjáskot: viðtal hjá QQ-Tencent

Okkar maður hjá Maitian hafði undirbúið komu mína vel og m.a. bókað viðtal hjá vefsjónvarpi netsíðunnar QQ hjá margmiðlunarfyrirtækinu Tencent. Og enn má vitna í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking:

„Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar.“

Hér er má sjá vefsjónvarpsviðtalið hjá QQ. Aðrir tenglar: Frétt á mbl.is; frétt á RÚV.

 Beijing Book Fair. Little Monster and Big Monster got me all the way to China last month. Six titles from the monster series are being published in chinese by Maitian Culture Press, as introduced at BIBF, Beijing International Book Fair. There I also participated in a Nordic seminar called: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ , along with Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian illustrator and picturebook author, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio.

Skrímsli í Peking: Meðal rauðra risaeðla.

I had a great time in Bejing and was everywhere met with hospitality and enthusiasm. The staff at the Icelandic embassy organized my participation at BIBF and made my trip really memorable. Here is a bit from the Embassy’s press release:

“The popular Chinese web-media, QQ Kids, has published an interview with the Icelandic children book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir, who was in China recently to participate in a Nordic workshop at the Beijing International Book Fair, August 29 – September 2. The worksshop was jointly organised by Dansish Cultural Institute in Beijing and the Embassies of Finland, Norway, Sweden and Iceland. Six books from her Monster series were published in China during her visit.
The Monster books series is co-authored with Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faroe Islands. It includes titles such as No, said the little monster first published in 2004 and Monster at the top published in 2010. To date, six books have been published in various languages and all six are being published in China by Maitian Culture Press in Tianjin.”

Here is a link to the interview at QQ.

Ljósmyndirnar frá BIBF tók |  Hafliði Sævarsson | took the photos at BIBF.

Fyrir öll systkini heims | For all brothers and sisters in the world

 Bókadómar. Rakst á fína dóma um Non! dit Petit-Monstre og Un grand monstre ne pleure pas á bókmenntavefsíðunni www.ricochet-jeunes.org, sem er haldið úti af L’Institut suisse Jeunesse et Médias.

 Reviews. Nice reviews in French of two monster-books: Non! dit Petit-Monstre og Un grand monstre ne pleure pas at the website: www.ricochet-jeunes.org run by L’Institut suisse Jeunesse et Médias:

Un grand monstre ne pleure pas
„Petit Monstre fait tout mieux que Grand Monstre, et celui-ci se trouve complètement nul. Lorsque Petit Monstre se moque de Papa, Grand Monstre éclate en sanglots. Petit Monstre admet alors ses faiblesses.Des papiers découpés de couleurs sombres, des traits de crayons gras : une technique à la fois simple et abrupte, en concordance avec l’univers déjanté de ces deux monstres aux allures de Moumine le troll. Absolument sympathiques, ils construisent leur maison, regardent la télévision, nagent dans la mer ou lacent leurs souliers … Pour Grand Monstre le narrateur, ces activités que nous relatent les images sont autant d’épreuves à surmonter. Avec un ton expressif et de nombreux dialogues, l’album se prête bien à la lecture à voix haute. Et, plus fin qu’il n’y paraît, il est une double leçon d’humilité et de confiance en soi. A adapter à tous les frères et soeurs du monde!“  – Sophie Pilaire – www.ricochet-jeunes.org

Non! dit Petit-Monstre
„Petit Monstre et Grand Monstre, figures hirsutes.Entre eux deux des rapports de pouvoir violents puisque le grand tyrannise le petit jusqu’à ce que celui-ci se révolte. On reconnaît dans cette opposition des situations avérées, racket ou autres mais la simplification extrême des illustrations voulue pour mettre les personnages à distance, l’enchaînement simpliste des exemples donnent plus à voir une leçon de morale sur ce qui est bien ou non qu’une réflexion sur les rapports d’égalité même si ce livre pourrait servir d’appui à un débat sur un sujet délicat.“ – Danielle Bertrand – www.ricochet-jeunes.org