Skrímslakisi er sloppinn út! | The Monster Cat is out!

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb

♦ BókaútgáfaSkrímslakisi er kominn út! Hann leikur lausum hala í öllum betri bókaverslunum.

Kynningartexti Folagsins:
„Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?

Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.“

♦ Book releaseSkrímslaerjurThe Monster Cat – is out now! It was already released in Sweden a week ago. The Swedish title Monsterkatten is published by Kabusa Böcker and the Faroese version will soon be available.

This is the eighth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from the other seven books here.

 Forlagið – vefverslun – online shop.

 

 

Hefur þú séð skrímslakisa? | Have you seen The Monster Cat?

SkrimslakisiPoster

♦ Bókafréttir: Litla skrímslið auglýsir eftir kettlingnum sínum. Það er ekki langt síðan það eignaðist kisa og nú keppast þau við að leita, litla skrímslið og stóra skrímslið. Þeir sem hafa séð Skrímslakisa mega auðvitað gjarnan láta vita hér.

♦ Book releaseLittle Monster’s kitten has gone missing. (I’m just passing the message …) Little Monster and Big Monster are searching everywhere and making lost-pet posters. If you have seen Skrímslakisi (The Monster Cat) you can send us a line here.

MonsterKittyPoster      M8-Skrimslakisi-PosterPic

Ný bók um skrímslin! | The Monster Cat in Sweden

monsterkatten3dhu♦ BókaútgáfaNýjasta bókin um skrímslin tvö kom út hjá Kabusa Böcker í Svíþjóð í gær. Skrímslakisi er rétt ókominn út á Íslandi, en til hans hefur sést í frægu kattabóli á Bræðraborgarstígnum. Meðhöfundur minn í Svíþjóð, Kalle Güettler, verður á bókamessunni í Gautaborg 25.-28. september og áritar Monsterkatten í básnum hjá Kabusa, sjá tíma og staðsetningu hér.
Skrímslakiskan er titillinn á útgáfunni sem kemur út í Færeyjum, heimalandi meðhöfundarins Rakel Helmsdal.

♦ Book releaseA new book in the Monster series, Monsterkatten (The Monster Cat) is out in Sweden! The title is soon to be released in Iceland: Skrímslakisi, and the Faore Islands: Skrímslakiskan. My co-author in Sweden, Kalle Güettler, will be at Göteborg Book Fair next week, signing books at Kabusa Böcker‘s stand, see Kalle Güettler’s blogpost here.

Lestu meira um skrímslabækurnar á síðunum HÉR og HÉR. | Read more about the Monster series and the collaboration of three authors on the pages HERE and HERE.

 

Skrímslaerjur á norsku | Monster Squabbles in Norwegian

NorskMonsterbrakweb♦ Þýðingar: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin, en von er á norskum Skrímslaerjum (Monsterbråk) úr prentsmiðju þá og þegar. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa Veslemonster, Store monster græt ikkje, Monster i mørket og Monsterpest. Hér má lesa kynningu á Monsterbråk á vef forlagsins. Í vetur verður bókin svo lesin samtímis um Norðurlöndin öll á Norrænu bóksafnsvikunni sem hefst 10. nóvember.

♦ Translations: The Norwegian version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is just about to hit the stores. Our publisher in Norway, Skald, has already an online introduction of the book. See the publisher’s website for Monsterbråk or read few pages from the book in the window below. Monster Squabbles was also selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, starting on 10. November with participation of libraries from all over the Nordic countries and Balticum.

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Sagan af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet in Taiwan

books

♦ Þýðingar. Útgáfufréttir! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er nýkomin út á kínversku í Taiwan. Útgefandinn er Global Kids Books – Commonwealth Publishing Group. Bókin kom fyrst út á kínversku hjá Beijing Science and Technology Press árið 2009.

Á heimasíðu Global Kids Books er kynning á bókinni og umfjöllun um hana. Bókin er fallega brotin með letur í lóðréttum dálkum.

SaganOpnaTaiwanweb

♦ Translations. Book release in Taiwan! Global Kids Books in Taiwan has just published a new Chinese translation of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason. The book was published by Beijing Science and Technology Press already in 2009.

Read introduction and reviews (in Chinese) here at Global Kids Books site. The new book has a nice layout with vertical text. Original illustrations by Áslaug Jóndóttir.

kinablaiweb

Sagan af bláa hnettinum á kínversku, útg. 2009 | In Chinese by Beijing Science and Technology Press 2009

 

 

Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

SushibooksMonstruo

♦ Bókaútgáfa: Forlagið Sushi Books á Spáni hefur nú gefið út fyrstu tvo titlana af bókunum um litla og stóra skrímslið. Litla skrímslið dregur ekki af sér á forsíðu vefsins hjá Sushi Books, sem er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur bækurnar út á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Með því að smella á bókakápurnar  hér fyrir neðan má lesa nokkrar síður úr bókunum.

♦ Book release: Shout it out! Sushi Books in Spain are launching the first two books in the monsterseries in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Skrímslin á Spáni | Little Monster and Big Monster in Spain

sushibooksFbshot

♦ Þýðingar. Fyrstu bækurnar um skrímslin komu út á spænsku fyrir nokkrum árum hjá spænska Random House undir merkinu Beascoa. Útgefandi okkar þar yfirgaf forlagið skömmu síðar og í framhaldinu voru bækurnar í hálfgerðu munaðarleysi á Spáni og S-Ameríku, sem samningurinn tók einnig yfir. Nú hefur nýtt forlag, Sushi Books keypt útgáfuréttinn. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte og gefur út bækur á fjórum helstu tungumálum spánverja. Fyrstu tvær sögurnar um skrímslin verða því brátt fáanlegar á spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Skemmtilegt! Samkvæmt Fb-síðu Sushi Books mega lesendur eiga von á að kynnast litla skrímslinu strax í vor.

♦ Translations. Great monster-news! The first two books about the Little Monster and the Big Monster will soon be published in Spain in four languages: the Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. The publisher, Sushi Books, is an imprint of the publisher Rinoceronte. Book release will be this spring.
Left: from Sushi Books’ Fb page: Coming soon …

Read more about the monsterseries here: the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler; and the seven books already published.

Ég heiti Grímar – á Færeysku | My Name is Grímar

grimarFO♦ Þýðing og útgáfa. Ég heiti Grímar er komin út í færeyskri þýðingu (Eg eiti Grímar) hjá Bókadeild Føroya Lærarafelags. Bókadeildin er einnig útgefandi bókaflokksins um litla skrímslið og stóra skrímslið á færeysku.

Ég heiti Grímar kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2008 sem auðlesin sögubók fyrir miðstig og unglingastig. Hægt er að hlusta á hljóðbókina á vef Námsgagnastofnunar. Lesari er Friðrik Friðriksson leikari.

♦ Book release. My book “Ég heiti Grímar” (My Name is Grímar) is a ghost-story, an easy-to-read book for older children. A Faroese translation  (Eg eiti Grímar) was newly released by Bókadeildin, also the publisher of the Monster series.

Ég heiti Grímar was published by Námsgagnastofnun (The National Centre for Educational Materials) in 2008. It’s available in Icelandic for free as an audio book, at NCEM’s website, read by actor Friðrik Friðriksson.

Grimargluggiweb

Úr færeysku kynningarefni hjá BFL:
„Grímar er eingin vanligur drongur. Hann hevur eina fortíð, sum hevur vald á honum og fyllir hann við óhugnaligum ætlanum. Áslaug Jónsdóttir hevur skrivað og myndprýtt, og Hjørdis Heindriksdóttir hevur týtt.“
“Eg hvøkki við, tá ið eg gangi fram við einum stórum spegli. Eri eg hasin svarti drongurin við logandi eygum? Eg stari í speglið. Ein kaldur gjóstur fer um alt húsið. Tað er, eins og svørt skýggj troka seg inn í kamarið. Hvítt rím legst á glasið.”

– – –

Myndlýsingar úr Ég heiti Grímar.
Illustrations from My Name is Grímar.

Grimarkonahundurweb

Prófarkalestur | Lost in translation

ProofMonsterAslaugJweb

♦ Þýðingar. Skrímslaerjur koma bráðum út á kínversku, eins og fyrri bækurnar um skrímslin. Og auðvitað þarf að lesa próförk. Maður fer nú létt með það … 怪物吵架了…

♦ Translations. Proofreading the chinese version of Skrímslaerjur (Monster Squabbles or Monster Row). The first six books are already available in Chinese, published by Maitian Culture Communication. Reading Chinese, easy peasy … 怪物吵架了…

Fiðrildaflug í London | A Blue Planet and butterflies in London

TalesOnMoonlaneUKweb

♦ Myndskreytingar. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd á Twitter í morgun! Bókabúðin Tales On Moon Lane fékk leyfi til að nota myndir úr Sögunni af bláa hnettinum til gluggaskreytinga. Bókabúðin er í Herne Hill í London og hlaut m.a. viðurkenningu árið 2011: The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011. Sagan af bláa hnettinum kemur út hjá Pushkin Press í London. Sjá einnig fyrri frétt um bókadóm.

♦ Illustrations. This image was on my screen via Twitter this morning: A lovely decoration in the bookstore Tales On Moon Lane in East London. Looks very inviting! This ambitious bookstore was chosen The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011.
The Story of the Blue Planet is published by Pushkin Press, London. Reviews and more here.

Skrímslaerjur á sænsku | Monster Squabbles in Swedish

MonsterbraakSvCoverWeb

 BókaútgáfaSkrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, koma út í dag með braki og brestum. Forlagið Kabusa böcker gefur bókina út í Svíþjóð og tilkynnir að efnið sé: „färgstarkt, känslosamt, explosivt“ eins og lesa má hér á heimasíðu Kabusa og í fréttatilkynningu hér.

 Book release. The seventh book in the Monsterseries (Skrímslaerjur) is out in Swedish today. Monsterbråk is published by Kabusa Böcker in Göteborg and is introduced as „colorful, impassioned and explosive“. Press release in Swedish here.

Þrjár kápur | Three covers

Blái hnötturinn USA ISL UK

BókaútgáfaSagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að gera víðreist. Nú er hvað úr hverju von á bresku útgáfunni hjá Pushkin Press í London. Ég fékk eintakið mitt með póstinum í síðustu viku (til hægri). Bandaríska útgáfan (til vinstri) kom út í lok síðasta árs hjá  Seven Stories Press og hefur fengið fína dóma og viðurkenningar. Báðar þessar útgáfur eru í öðru broti en íslenska frumútgáfan og dökki geimurinn á kápunni fékk að fjúka. Kápu- og bókarhönnun var í höndum erlendu útgefendanna.

 Bókadómur. School Library Journal birti á dögunum bókadóm um Söguna af bláa hnettinum og hann má lesa hér fyrir neðan. Þar segir m.a.: „Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.“

Book release. The UK-version of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is soon to be released by Pushkin Press in London. I got my copy in the mail last week. The US-version (left) was published several months ago by Seven Stories Press and has received excellent reviews and honors. The two English versions have the original illustrations, but differ quite a bit from the original edition in layout. Cover and book design was made by the publishing houses.

♦ Book review. School Library Journal has published a review on The Story of the Blue Planet, stating: “Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.”

“Those who enjoyed Adam Gidwitz’s A Tale Dark and Grimm (Dutton, 2010) may find Magnason’s cautionary ecological tale a perfect compliment. Like Gidwitz, Magnason does not shy away from graphic descriptions of danger and death. That being said, as in all good fables, he begins with once upon a time and readers learn of an innocuous-looking blue planet floating in space. It is inhabited solely by children, who live an idyllic, although somewhat savage life (they hunt for food, even clubbing seals). They are happy and this is most fully realized once a year when the butterflies of the Blue Mountains follow the sun across the sky, a beautiful and breathtaking sight. But as in all good tales and life itself, things are never static. Enter the villain, Mr. Goodday, who lands on the planet and is discovered by the protagonists, Brimir and Hulda. Mr. Goodday, over the course of a very short time, corrupts the children by giving them the power to fly and by introducing them to, among other things, the concept of sefishness. In the process the planet is corrupted as well, affecting the entire ecosystem. After a number of harrowing events, Mr. Goodday is outsmarted by Hulda, who offers to fulfill his greatest wish in return for restoring the children and planet to their former states. Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.” — Mary Beth Rassulo, Ridgefield Library, CT

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

klandursskrímsl

Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“

Book release. Monster Squabbles in Faroese: Klandursskrímsl, has just been released. The Swedish edition, Monsterbråk, is due in april.

Skrímslaerjur | Monster Squabbles

 Ný bók. Skrímslaerjurnar eru komnar úr prentun! Ég fékk fyrsta eintakið í hendur í dag. Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið sem ég skrifa í samvinnu við Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Bókin heitir á sænsku: Monsterbråk og Klandursskrímsl á færeysku.

Svona er bókin kynnt á baksíðu kápu: „Skrímslunum leiðist. Þeim kemur ekki saman um hvað þau eigi að taka sér fyrir hendur. Hvernig gengur skrímsli í stórum skóm að hoppa í parís? Í hita leiksins falla þung orð og þá fýkur í gæfustu skrímsli.“

 New book. Fresh from the printers! Got the first copy of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) today. It’s the seventh book in the series about The Little Monster and The Big Monster, book series I write together with my co-authors Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmsdal in Faroe Islands.

The monsters are usually good friends despite their differences. But this time a quarrel gets out of hand …

Skrímslaerjur: Soon in the book stores!

Skrímsli í heimsókn í Frakklandi | Monster Visit to France

 Bókaútgáfa: Frakkland. Fimmta bókin um skrímslin tvö, Skrímsli í heimsókn, kom út á frönsku í síðasta mánuði. Útgefandinn, Circonflexe, hefur gefið út fjórar fyrri bækurnar sem allar hafa fengið fínar viðtökur í Frakklandi.

 Book release: France. The fifth book about the two monsters in French was released last month. The monster series is published by Circonflexe.

Fleiri skrímslabækur á norsku | More monster-books in Norwegian

      

 Bókaútgáfa: Noregur. Norska forlagið Skald gefur út tvær bækur um skrímslin nú í september: Monster i mørket og Monsterpest. Fyrstu tvær bækurnar, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje, komu út árið 2011. Sjá tilkynningu um útgáfuna á vef Skald.

 Book release: Norway. Skald publishing house in Norway has just released two new books from the monster series: Monster i mørket and Monsterpest. The first two books from the series, Nei! sa Veslemonster og Store monster græt ikkje were published in 2011. See press release on Skald‘s website.