Borgin og vatnið | Colors of February

BorginAslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Reykjavík frá Laugarnesi í byrjun mánaðarins. (Ég taldi 6 byggingarkrana… Hvað er það á kranamælikvarðanum: merki um hættu eða heilbrigði?)
Fyrir neðan: Vök í Vífilsstaðavatni í dag.
♦ Photo Friday: Reykjavík from Laugarnes earlier this month. Below: Lake Vífilsstaðavatn today. Gentle, gentle colors of February.

VatnidAslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.02.2014 og 21.02.2014

Öll þessi hjörtu … | All these hearts …

MartaogMarius-AslaugJweb

♦ Dagatalið: Það er allt löðrandi í hjörtum hvert sem litið er í dag, enda er víða haldið upp á dag elskenda, dag vináttunnar: Valentínusardag. Myndlýsingin hér fyrir ofan úr sögunni Marta og Maríus, sem var gefin út árið 1998 í bókinni Sex ævintýri (– ég var hörð á þessum bókartitli, man ég, þrátt fyrir asnalegar athugasemdir sumra hjá útgáfunni). Sagan hefur ekkert með Valentínusardag að gera, en hjartnæmi vissulega! Ég ætlaði annars bara að minna á V-daginn og vona að súkkulaðið fari ekki öfugt ofan í neinn sem horfir á myndbandið hér fyrir neðan. Í dag var dansað gegn kynbundnu ofbeldi – enn mikilvægara að halda því áfram í kvöld og öll hin kvöldin …

♦ The Calendar: Valentine’s day. No, I don’t celebrate Valentine’s day. I chose to stick to the traditional Icelandic days: Konudagur (Woman’s/Wife’s Day), Bóndadagur, (Man’s/Husband’s Day) and Sumardagurinn fyrsti (First Day of Summer) to celebrate love and friendship. Still, I thought I’d wave some hearts, with this illustration from my book Six Fairy Tales, but foremost remind you to stand up and dance on V-day, and demand and end to violence against women and girls. Strike! Dance! Rise! Happy V-day!

One Billion Rising (Short Film) from V-Day Until the Violence Stops on Vimeo.

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Babelturninn í Norræna húsinu | The Tower of Babel

AslaugJonsBABELweb

 Bókverk.  Hér kemur smá upprifjun: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. Þrjátíu og þrír norrænir listamenn sýna bókverk tengd þemanu: heima, heimili eða heimkynni. Íslenski bókverkahópurinn ARKIR á fjölda nýrra verka á sýningunni, sem er skipulögð af forkólfum CON-TEXT listahópsins í Danmörku. Fylgjast má með framvindu sýningarinnar á heimasíðu CON-TEXT hópsins, sem og opinni FBsíðu hópsins.

Ég sýni m.a. verkið hér fyrir ofan, nokkurs konar bókrollu sem ber heitið Babel. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Í dæmisögunni um Babelturninn kristallast harmur okkar yfir óskiljanlegu og eilífu ósætti og skilningsleysi manna á milli. Alveg kjörið að kenna refsiglöðum guði um allt vesenið á okkur.

Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn á fjölda tungumála en hann er sundraður í óskiljanlega flækju. 

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

 Book art. Opening tomorrow in the Nordic house: the exhibition HEIMA or: “hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“. Thirty-three Nordic artists exhibit artist’s books with the theme: HOME. Nine members of ARKIR book arts group participate in the exhibition which is organized by the Danish members of the Nordic artist group CON-TEXT. News, events and remarks on the exhibition will be found at the CONTEXT homepage, as well as the group’s Facebook Page. See also more news and works at ARKIR Book Arts Blog.

I am exhibiting this book object in Silkeborg, a book scroll or a paper sculpture called Babel. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: He scattered the people all over the earth and confused their language. This tale is full of grief of our failings: our endless conflicts and lack of understanding and respect for each other. Yes, lets blame a punishing god.

Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it flows out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.”  The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

 Babel á Arkarblogginu hér. Fyrir neðan: Stutt grein í Fréttablaðinu dags. 24.01.2014 um sýningaropnun í Norræna húsinu. ATH. sýningin opnar kl. 16. á morgun!
♦ Babel presented at ARKIR Book Arts Blog here. Below: Newspaper clip Fréttablaðið 24.01.2014 on the exhibition HOME.

Fréttabladid-240114-42web

Í draumum mínum … | In my dreams …

Draumur7-webAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Hef ég nokkuð minnst á sýninguna sem opnar á morgun …? Jú, kannski? Jæja, föstudagsmyndin er því úr einu verkanna sem ég sýni þar, nefnilega hárómantísku bókverki sem heitir: Í draumum mínum er ég alltaf þar. Veskú.

♦ Photo Friday. Long time, no photo Friday… Because I’ve been busy with book art exhibition and stuff, I am posting two manipulated photos from my sentimental little book item from the exhibition, called: Í draumum mínum er ég alltaf þar – In my dreams I’m always there. See you at the Nordic house!

Draumur6a-webAslaugJ

HEIMA – veggspjald | HOME – poster

HEIMA2014-A5Lweb      HEIMA2014-A5Dweb

♦ Grafísk hönnun. Veggspjöldin með stafaruglinu: B Ó K V E R K, voru hönnuð fyrir sýninguna HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik í Norræna húsinu 2014. Fyrir neðan eru tvær tillögur fyrir sama tilefni. Hönnun: Áslaug Jónsdóttir.

♦ Graphic design. Poster design for the exhibition HOME or, as in all the Scandinavian languages, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. In the Nordic house 2014. Below are two proposals. Design by Áslaug Jónsdóttir.

HEIM2-2014web      HEIM-2014web

Heima – bókverkasýning | Home – book art exhibition

Bodskort-HEIMA-web

♦ Bókverk. Ég er ein af ÖRKUNUM, hópi listakvenna sem stunda bókverkagerð af ýmsum toga. ARKIR taka þátt í norrænni farandsýningu sem nú er komin til Íslands og verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 16. Sýningin ber titillinn HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, og var fyrst sett upp í Silkeborg á Jótlandi á síðasta ári en fór þaðan til Nuuk á Grænlandi. Hún verður aftur sett upp á Jótlandi og síðar í Kaupmannahöfn. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók fyrir bloggvef ARKANNA.

♦ Book art. I have been busy working on graphics and exhibition design for the book art exhibition HOME, which opens in the Nordic house in Reykjavík tomorrow at 16. pm. This is a touring exhibition: It opened last year in Silkeborg in Denmark, for later to travel all the way to Nuuk in Greenland. Now in Iceland until February 23rd. It will travel back to Denmark and be on display in Copenhagen later this year. Below are some photos I took for my book arts group: ARKIR and our blog.

Fjörulall | The beach in January

Fjaran4jan-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Myndir frá göngutúr í hagstæðri vindátt undir Melabökkum við Melaleiti síðustu helgi. Þarna var líka einn einmana selur á steini. Þormóðsskersviti í fjarska.
♦ Photo Friday: The beach by Melabakkar cliffs and Melaleiti last weekend. A storm had passed. Below: One lonely seal (landselur, Phoca vitulina) dozed on a rock. The lighthouse of Þormóðs-skerry in the distance.

Selur4jan-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 04.01.2014

Böðvar Guðmundsson 75 ára | Birthday and finger counting

Ef-Krakkakvaedi-BG-AslaugJweb

♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:

Ef asl_krakkakv

Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir. 

En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta. 

♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.

Thingv2002AslaugJweb

Böðvar Guðmundsson og rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir
og Kristín Steinsdóttir á Þingvöllum árið 2006

Langir skuggar | Long shadows

Mleiti3des-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Skuggarnir eru langir og skarpir í skammdeginu. Myndir teknar í dag, 3. janúar, nokkru fyrir nón. Hrafninn á myndinni hér neðar hafði fundið eitthvað ætilegt og læsti um það klónum. Ég truflaði hann við það sem líklega voru tilraunir til að brjóta upp skel eða kuðung.

♦ Photo Friday: Long and sharp shadows at around 2:40 pm today. After a violent storm it was nice to see the sun shining. The raven (down below) had found a shell or something, and was trying to crush it on the frozen ground.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 03.01.2014

skuggi-AslaugJ

krummi-AslaugJ

Ár á enda | Farewell to 2013

Aramot-AsJons

♦ Áramót: Árið 2013 er á enda. Vonandi verður árið 2014 heillaár fyrir heiminn. Ég óska ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar og þakka fyrir allar fjölmörgu heimsóknirnar á heimasíðuna. Ég reyni auðvitað að hafa líflegt á fréttablogginu á næsta ári. Enda síðasta póst ársins á myndum úr Melasveit, svölustu sveitinni! Gleðilegt ár!

♦ New Year: Goodby 2013! I wish all my readers and visitors of this site, an artful, happy and prosperous New Year 2014. Since I opened my homepage I have had so many visitors from all over the world, thank you for visiting!
My old home county has been just the right set for the holiday season: cold and snowy. After a short walk outside, you just want to go inside and curl up with a good book … ahhh. – – – Happy New Year!

Vetur5Melabakkar-©AslaugJ

Skorradalur | Christmas tree hunt

Skorradalur1AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Jólastemning í Selskógi í Skorradal. Snæfinnur var glaður að sjá okkur.
♦ Photo Friday: I went Christmas tree hunting in Skorradalur last Sunday. This is what I found.

Skorradaulur6AslaugJ

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 15.12.2013

Vika til jóla! | Still looking for Christmas presents?

SkrimslaPakkiJol2013AslaugJ

♦ Jól 2013: Miðbær Reykjavíkur er hátíðlegur þessa dagana: hvítur snjór og ljósadýrð um strætin öll. Það er upplagt að gera sér ferð í bæinn, kíkja á jólamarkaðinn á Ingólfstorgi og koma svo við í Aðalstræti 10 og líta á sýninguna „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar. Ég skrifað um þátttökuna og hugmyndina á bak við jólapakkana mína hér.

♦ Christmas 2013: Reykjavík downtown is is just the right set for Christmas these days: with white snow falling and colorful lights in every street. Here’s my tip to get you in the right mood: Take a stroll down Laugavegur and Austurstræti, go visit the Christmas market at Ingólfstorg, and then, just by, in Aðalstræti 10 (Kraum) – see the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at Craft and Design. I’m participating with two parcels and you can read more about it all here.

♦ Jólagjafir: Hvað sem um jólabókaflóðið má segja, þá er vönduð bók ævinlega góð jólagjöf. Það er með ólíkindum hvað rúmast í einum litlum ferköntuðum pakka: Heill heimur opnast! Ég bendi öllum, sem annt er um andlega heilsu og vitsmunalegt ástand sinna nánustu, að gefa góða bók í jólagjöf. Þar er eitthvað fyrir alla: Bókatíðindin má lesa hér. Svo bendi ég á að skrímslabækurnar eru til á nokkrum tungumálum, þær má kaupa víðsvegar á netinu og senda til erlendra vina og ættingja. Sjá lista yfir nokkra bókavefi hér fyrir neðan. Njótið bóka um jólin!

♦ Christmas gifts: “The Book Flood before Christmas” in Iceland has its pros and cons, but I still can think of no better present than a book. In a good book you can find all the other things you want for Christmas: Peace, love, happiness, good health … In fact, reading is important for your mental health! So go book shopping!

And then my totally egocentric tip: What about picturebooks for your youngest friends and family members? You can shop the books in the Monster series online, in several different languages (and more coming soon!) See the list below!

Íslenska / Icelandic:  |  Forlagid.is  |  Eymundsson.is  |  Boksala.is  |
Danska / Danish:  |  ArnoldBusck.dk  | Willamdam.dk  |
Færeyska / Faroese:  |  Bokhandil.fo  |
Franska / French:  |  Amazon.fr  | Circonflexe.fr  |
Sænska / Swedish:  |  Cdon.se  |  Adlibris.com  |  Bokus.com  |  Bokia.se  |
Norska / Norvegian (nn, bm):  |  Tanum.no  |  Bokkilden.no  |  Haugenbok.no  |
Spænska / Spanish:  | Amazon.com  |
Kínverska / Chinese:  |  Amazon.cn  |
Finnska / Finnish:  |  Pienikarhu.fi  |

Note also, in Danish / Faroese / Swedish / Greenlandic – in same stores: Ég vil fisk!

Verum glöð og góð! | Reading for the Red Cross

♦ Upplestur: Á morgun, laugardaginn 14. desember, tek ég þátt í glimrandi góðri aðventuhátíð sem haldin er á því aðdáunarverða menningarheimili Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Allur ágóði rennur til Fjölskyldumiðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík. Kynnið ykkur dagskrána! Eitthvað við allra hæfi. Og ég skal lesa fyrir börnin milli klukkan 15-16.

♦ Reading: I am participating in a fundraising event at the adorable culture house Hannesarholt, Grundarstígur 10, Reykjavík – tomorrow, Saturday 14. December. Talks, readings, song and music, Christmas crafts, cakes and coffee! And I’ll be reading for the children by the fire at 3-4 pm. All funds go to the Red Cross in Iceland.gefum og gleðjumst.a3

Kuldi | So cold, so cold

mavur©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin:  Einn einmana mávur á flugi og álftirnar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í dag. Brunagaddur. Sólarlaust skammdegi. Allir litir rökkurgráir og kuldabláir. Ekki annað að gera en stinga höfði undir sæng … væng, meina ég.

♦ Photo Friday: One lonely seagull and a family of Whooper swans (Cygnus cygnus) at Bakkatjörn, the pond at Seltjarnarnes, today. It was cloudy and freezing cold. (Yes, good idea: just sleep that off). Days are short and light is scarce, all colors fade out in grey and blue.

svanir1©AslaugJ

svanir2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 6.12.2013

Jólapakkar | Christmas gift wrapping

SkrímslaPakki2AslaugJ

♦ Sýning. Á sunnudag, 1. desember, opnar sýningin „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar í Aðalstræti 10. Tuttugu hönnuðir og listamenn sýna jólapakka af öllum stærðum og gerðum, frá 1. desember 2013 til 7. janúar 2014. Og ég tek þátt í sýningunni með dyggri aðstoð litla og stóra skrímslisins!

Ég hafði tvennt í huga þegar ég útbjó pakkana fyrir sýninguna: annars vegar bækur og hins vegar endurvinnslu. Ég gef oftast bækur í jólagjöf og stundum eru það reyndar mínar eigin bækur. (Þetta hafa ættingjar og vinir þurft að þola). Skrímslabækurnar eru auðþekkjanlegar í laginu og þegar innhald gjafarinnar er svo augljóst hef ég kannski bara brugðið slaufu utan um bókina. En nú reyndi ég að vanda mig aðeins meira …

Eins og mörgum óar mér gjafapappírsflóðið um jólin. Það er eitthvað alveg galið við að rífa fallegan pappír í tætlur og henda í ruslið. Ég átti dágott safn af gömlum, notuðum jólapappír og ákvað að endurvinna hann. Umbúðirnar eru því einskonar pappírsdúkur sem er ofinn úr notuðum jólapappír. Slaufur á pökkunum eru líka úr endurunnum gjafapappír. Sumstaðar er pappírinn svolítið snjáður eða krumpaður, en hvað gerir það til? Litla skrímslið og stóra skrímslið eru hæstánægð með gjafirnar og koma færandi hendi. Þau vita að bók er best!

SkrimslaPakki1AslaugJ♦ Exhibition. I am participating in the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at CRAFT AND DESIGN in Aðalstræti 10, Reykjavík. Twenty designers and artists show creative Christmas packaging and wrapping design. My theme is recycling and books, since there is no Christmas without books under the tree! The gifts are wrapped up in recycled, woven Christmas wrapping paper, with paper bows from recycled paper. The books are represented by the characters from the Monster series, who had a hand in whole process …

The exhibition opens Sunday, 1. Dec and is open until 7. January 2014. Go take a look!

Blái hnötturinn | The Blue Planet

BlaiSukk©AslaugJ

„Einu sinni var blár hnöttur lengst úti í geimnum. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera ósköp venjulegur blár hnöttur …“
“Once upon a time there was a blue planet far out in space. At first sight, it looked like a very ordinary blue planet …”
– Andri Snær Magnason: Sagan af bláa hnettinum / The Story of the Blue Planet.

♦ Bókamessa. Svona er líka hægt að myndskreyta Söguna af bláa hnettinum: með súkkulaði, eins og gert var í Alþjóðaskólanum á Íslandi í tilefni af Barnabókamessu skólans 2013 s.l. laugardag. Þar voru reyndar ótal litlir bláir hnettir gleyptir af ógurlegum svartholum …

♦ Book Fair. There are many ways to illustrate a book. Here it is The Story of the Blue Planet : 3D in chocolate, as done by students in The International School in Iceland to celebrate the Children’s Book Fair  2013 last Saturday But as you know, small planets tend to get swallowed by big black holes …

Tenglar | Links:
US: The Story of the Blue Planet – Seven Stories Press | US Amazon | Barnes and Noble |
UK: The Story of the Blue Planet – Pushkin Press | UK Amazon | Pushkin Press Shop
IS: Sagan af bláa hnettinum – Forlagið. 

Blái hnötturinn USA ISL UK

Illustrations by Áslaug Jónsdóttir

Hreindýr | Ho! Rudolph?

Hreindyr©AslaugJ

♦ Ljósmyndir. Hreindýr á ferð í Fljótsdal. Án sleða og syngjandi jólasveinsins.
♦ Photo Friday. No, not Rudolph but Rangifer tarandus. And we don’t have the ho-ho-ing Santa driving a sleigh around here. The Icelandic Yule Lads don’t give presents anyway.

Ljósmynd tekin | Photo date: 20.08.2008

Skraf í skólum | School visits

skaldlogo♦ Höfundaheimsóknir.  Ég hef kíkt í nokkrar skólaheimsóknir að undanförnu, bæði ein og með öðrum höfundum eins og Sigrúnu Eldjárn í dagskránni Skáld í skólum og með Andra Snæ Magnasyni. Alls staðar er okkur höfundunum vel tekið af heimsins bestu lesendum og áheyrendum: börnunum. Takk fyrir frábærar móttökur!

Ég vil benda skólum, kennurum, félagasamtökum og öllum sem hafa gaman af skrafi höfunda og upplestrum úr bókum að kynna sér þjónustu Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands. Taxta fyrir heimsóknir má finna hér og fyrir Skáld í skólum hér.

♦ Author visits. The last few weeks I have been visiting a number of schools and kindergartens, either by myself or along with other authors: Sigrún Eldjárn and Andri Snær Magnason. Everywhere we have enjoyed meeting the world’s most eager readers and enthusiastic crowd: the children. Thank you all!

For all kinds of author visits in Iceland I recommend teachers and others interested to contact: The Writer’s Center of the Writer’s Union of Iceland. Rates for visits: here and for the program Skáld í skólum here. For visits abroad contact The Icelandic Literature Center.

Tenglar | Links:
Myndir frá heimsókn í Sendiráð Bandaríkjanna – FB | Photos from visit in the US Embassy – FB page.
Myndir frá heimsókn í Akurskóla | Photos from a visit in Akurskóli, Reykjanesbær.

Bókamessa Alþjóðaskólans | Children’s Book Fair at ISI

♦ Bókamessur. Þessa helgi snýst allt um bækur! Bókamessa í bókmenntaborg er haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, en í Garðabænum verður Barnabókamessa Alþjóðaskólans á Íslandi haldin í annað sinn. Alþjóðaskólinn er til húsa í Sjálandsskóla og þar verður bókamessan á laugardag, 23. nóvember, á milli kl. 11:00 – 15:00. Nokkrir höfundar eru boðnir til messunnar og ég mun þar m.a. segja frá vinnu bókateiknarans og lesa og árita bækur frá kl. 12:00-13:00.

♦ Bookfairs. This weekend is just all about books! Reykjavík Book Fair is held at the City Hall Friday to Sunday and in Garðabær, at The International School of Iceland, a special Children’s Book Fair is held for a second time. The International School of Iceland is based in Sjálandsskóli where the book fair is held on Saturday, 23. November from 11:00 – 15:00. I will be there among the invited authors, talking about my work as an illustrator, reading, signing books. As it says in the press release:

The event will include specially priced books in English, Icelandic and other languages. A large variety of books including award-winning titles, children’s classics, and books of Icelandic authors will be featured among the other well-known international authors. A bake sale offering a variety of homemade cakes, a children’s handmade Christmas craft sale, and raffle for prizes will also be a part of the family festivities again this year.

BookFairISI2013

Hólavallakirkjugarður | The old cemetery

Holavallak1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir! Úr Hólavallakirkjugarði s.l. október. Kyrrðin, gróðurinn – og sagan sem andar við hvert fótmál, er heillandi á öllum tíma árs.
Í bókinni Ég heiti Grímar (2008) leyfði ég mér að búa til talsverðan draugagang í garðinum. En það var með hjálp tölvutækninnar og ég hef aldrei orðið vör við reimleika þegar ég er þarna á ferli með myndavélina.

♦ Photo Friday. Hólavallakirkjugarður, the old cemetery in Reykjavík last October. A place worth visiting all year around.
In my book My name is Grim (2008) I used manipulated photos from the cemetery to illustrate the story, a ghost story. But I have never met any real ghosts when snooping around with my camera.

Holavallak2©AslaugJ

Holavallak3©AslaugJ

Holavallak5©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.10.2013

Vetrareldur | Fire sculpture

Fire1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Viðarskúlptúrar brunnu við Ægisíðu í kvöld og skuggalegar verur heilsuðu myrkrinu. Þetta voru gjörningar í tengslum við sýninguna og ráðstefnuna Tenging norður“ í Norræna húsinu.
♦ Photo Friday. Burning sculptures and a performance of shadow creatures lightened up the dark at Ægisíða shore in Reykjavík tonight. The event was a part of the exhibition and conference Relate North at the Nordic House in Reykjavik.

Fire3©AslaugJ

Fire2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.11.2013

Skrímslavinnustofa| Monster workshop

photo♦ Skrímslaþing. Við höfundar bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið nýttum samfundi og góða daga Ósló til að vinna að nýjum bókum. Samband norsku barnabókahöfundanna léði okkur húsnæði fyrir vinnufundina og tók höfðinglega á móti okkur í Garmanngården sem hýsir Rithöfundasamband Norðmanna: Forfatterforeningen, Kritikerlaget, Oversetterforeningen, Barne- og ungdomsbokforfatterne og Dramatikerforbundet. Við skrímslin þökkum ekki síst Ellen Liland, framkvæmdastjóra hjá BU fyrir gestrisni og vinsemd.

♦ Monster meeting. We, the three Nordic authors of the Monster series: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, met in Oslo last week, as we were nominated to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. We used the opportunity to set up a workshop, working on new ideas and manuscripts. We were so fortunate to get a workroom in the fabulous historical building Garmanngården, dating from around 1650 or even as early as 1622. It is now the offices of the Norwegian Writers’ Union and other writers’ associations. We would especially like to thank Ellen Liland, administrator af the Union of Norwegian Children’s book’s Authors for great hospitality and kindness.

More about: our collaboration and our books, The Monster series.

MonsterSkiss©AslaugJ

Við vorum þarna að skrifa og skissa, pára og pússa. Allt var það í áttina …
Hopefully we improved our texts and book ideas …

Umfjöllun í Information | Book review in Denmark

M7SkrimslaErjur2web

Opna úr Skrímslaerjum
Spread from Monster Row

♦ Bókaumfjöllun. Í síðustu viku birtist umfjöllun í dagblaðinu Information um bækurnar sem tilnefndar voru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013. Í grein sinni: „Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“ skrifar Anita Brask Rasmussen m.a. um vináttuna sem bæti einstaklinginn og um það fjalli líka Skrímslaerjur. Ennfremur segir hún:

„… Monsterskænderi er i sandhed en billedbog. Illustrationerne råber ofte højere end teksten, som er minimal. Monstrene har små skyer over hovederne, og vejret bliver dårligere og dårligere, efterhånden som de bliver uvenner. Vejret bliver sjælens spejl, og monstre kan som bekendt have meget mørke sjæle.“

♦ Book review. Last week the Danish newspaper Information reviewed all the books nominated toThe Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013. In the article: “Nordisk børnelitteratur befrier sig af krop og form“, Anita Brask Rasmussen writes about Skrímslaerjur’s (Monster Row)  theme of friendship, the symbolic clouds and stormy weather. She also says: “Monster Row is truly a picturebook. The illustrations often shout louder than the text, which is minimal.“

Verðlaunahátíð | Award ceremony in Oslo

vuorelaKarikko

♦ Hátíð! Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldin með lúðraþyt og söng í norska óperuhúsinu í Ósló í síðustu viku. Þar var sannarlega gert vel við okkur tilnefnda höfunda og annað gott fólk. Skrímslaerjur voru tilnefndar fyrir hönd Íslands ásamt bókinni Ólíver eftir Birgittu Sif. Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 hlutu finnski rithöfundurinn Seite Vourela og samlandi hennar, myndhöfundurinn Jani Ikonen, fyrir verkið Karikko eða „Blindsker“. Bókin hefur enn einvörðungu verið gefin út á finnsku en verður vonandi þýdd á fleiri tungmál hið fyrsta því allt bendir til þess að verkið sé vandað og frumlegt. Myndlýsingarnar Jani Ikonen eru sannarlega heillandi: myrkar og dularfullar. Fyrir áhugasama um bókina og höfundana bendi ég á tenglana hér í færslunni og fyrir neðan.

|  Um Karikko á vef Norðurlandaráðs  |  Kynningarefni útgefenda í Finnlandi – á ensku  |  Myndlýsingarnar Jani Ikonen  |  Heimasíða Jani Ikonen  |  Um Seita Vuorela hjá WSOY  |  Historisk prisvinner – Umfjöllun á vefritinu Barnebokkritikk.no  |  Bókadómur á barnebokkritikk.no  |  Bókarkynning á FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – Grein á SvD  |

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden, en margar gríðarlega fínar bækur voru tilnefndar svo sem Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þá voru afar áhugaverðar tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem og kvikmynda- og tónlistarverðlaunanna. Verðlaunahafar eru allir vel að heiðrinum komnir.

„Gala-verðlaunahátíð“ Norðurlandaráðs var nokkuð umdeild meðal bókmenntafólks, bæði fyrir og eftir hátíðina. Viðburðurinn var í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva í Skandinavíu og formið í stíl Óskarsverðlaunahátíðanna eða eins og tíðkast við afhendingu Grímu- og Eddu-verðlauna. Þar er auðvitað þaulvant fólk í sviðsetningum í sínu rétta umhverfi. Ekki gefið að það sama gildi um alla listamenn. Það má líka velta fyrir sér hvort formið henti kynningu á hinum ýmsu listgreinum, eða vísindagreinum, án þess að ítarlegri umfjöllun eigi sér stað.
Hér fyrir neðan eru tenglar á tvær danskar greinar með gagnrýni á sjálfa hátíðina:

Politiken: Anders Hjort – Kritik af Nordisk Råds prisfest: Der er gået for meget Oscar i den. 
Weekendavisen: Klaus Rothstein – “And the Nordisk Råds Litteraturpris 2013 goes to…”

Fyrir utan það að hitta stórskemmtilegt fólk úr röðum barnabókahöfunda, þá var það tónlistin sem átti stóran þátt í því að gera hátíðina eftirminnilega. Það voru einu „heilu“ verkin sem gestir hátíðarinnar fengu að njóta, en örkynningar á tilnefndum verkum og listamönnum gerðu lítið fyrir listina. Gaman væri ef hægt væri að koma á fót tveggja til þriggja daga listahátíð, sem færi á undan verðlaunaafhendingunni, með þátttöku listamanna og almennings. Það ku hafa verið reynt, en tæplega til fullnustu. Undirbúningur og form hátíðarinnar var langt í frá hnökralaus ef marka má það sem að snéri að barnabókahöfundunum, en fráleitt að það skyggi á gleðina yfir nýjum og glæsilegum verðlaunum. Það er óhætt að óska aðstandendum og öllum norrænum barnabókahöfundum til hamingju með verðlaunin! Vel mætti skrá 50 barnabókahöfunda á sérstakan heiðurslista, lista norræna barnabókahöfunda sem hefðu átt að hljóta þessa viðurkenningu fyrir bækur sínar, en rúmlega fimmtíu rithöfundar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

♦ Award ceremony! Did I mention the nomination of Skrímslaerjur (Monster Row) to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013 …? I guess I did … All went well at the award ceremony in Oslo last week. The prize went to the Finnish author Seite Vourela and illustrator Jani Ikonen for Karikko (The Reef). The book is still only available in Finnish (rights sold to Hungary and Germany) but it will hopefully be translated to many languages before too long. Jani Ikonen’s illustrations are fascinating: dark and mysterious.
Se links to more information below.

|  About Karikko at The Nordic Council’s website  |  Publisher’s info about the book  |  Illustrations by Jani Ikonen  |  Jani Ikonen’s homepage  |  About Seita Vuorela – Publisher WSOY  |  Historisk prisvinner – in Norwegian: article at Barnebokkritikk.no  |  in Norwegian: Review at Barnebokkritikk.no  |  Info at FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – in Swedish: article in SvD  |

The Nordic Council Literature Prize went to Kim Leine and his book Profeterne i Evighedsfjorden. See more about the winners of all The Nordic Council’s prizes 2013 here.

It was great fun to meet all the artists in Oslo, but a Nordic Art Festival prior til the award ceremony would sure be in its right place, so everyone could enjoy and learn more about all the interesting nominated books, music, films and science projects. The new children’s book prize was awarded for the first time, giving every Nordic children’s books author a reason to rejoice. But my biggest congratulation goes to Seite Vourela and Jani Ikonen! Onneksi olkoon!