Horft í vestur | Looking west

NVestur02ag2014-2

NVestur02ag2014-1

♦ Föstudagsmyndin: Mér hættir til að horfa frekar á skýin en skjáinn á sumrin. Allir hugsanlegir bláir og gráir tónar hafa fylgt rigningarskýjunum sem hvolfast yfir okkur dag eftir dag. Góðu dagana slæðast inn rauðir litir þegar kvöldar…
Fyrir ofan eru myndir frá sjávarbakkanum við Melaleiti 2. ágúst, en fyrir neðan er sitthvað í glugga – horft í sömu átt.

♦ Photo FridayI haven’t posted anything on my blog for a while since I tend to stare more at the sky than the screen in the summer. There have been very few days without rain, so the clouds, in all shades of blue and grey, have dominated the landscape – with just a little bit from the red palette here and there every now and then in the evenings. Above is the view west (or northwest) from Melaleiti Farm, below same direction out of the window: Rhubarb”flower” in a glas and crane-flies, tangled up on the window pane.

RabarbarakrusJuli2014

 

Hrossaflugur8ag2014

Uppstytta | A pause in the rain

MelaleitiFjaran140714AslaugJ

♦ Föstudagsmyndirnar: Fjaran við Melaleiti og Melabakkar í uppstyttu 14. júlí, rigningasumarið 2014. Það er eins gott að skjalfesta þessar fáu stundir sem ekki rignir á suðvesturhorninu!
♦ Photo FridayIt is pretty clear to us now that we have another rainy summer in Southwest-Iceland. So you make a good notice when ever it clears up even just a little. This is my bid for my good-weather-moment this week.

Melabakkar140714AslaugJ

 

MelaleitiFjaran140714AslaugJ2

 

 

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.07.2014

Jónsmessunótt | Midsummer night

SnurustMelaleiti240614AslaugJ

♦ DagataliðJónsmessunóttin 2014, 24. júní kl 1:05. Ég missti reyndar af hinu rómaða daggar-baði, því döggin vék fyrir vindi og skýin hrönnuðust upp með tilheyrandi svala. Ég hefði betur drifið í því nóttina áður, því þá sat döggin á hverju strái. En í tilefni dagsins tíndi ég til myndir af sjö af mínum uppáhalds blómplöntum. Gleðilega Jónsmessu!

♦ The CalendarPhotos from June 24. at 1:05 am. It’s Midsummer – Jónsmessa – and last night was the magical Midsummer night. I didn’t get the chance to bathe in the early-morning dew, which is supposed to be a very healthy thing to do on that night. I should have picked the night before …  just see the photo below. But since herbs and flowers also have an extra magical healing power this night, I picked out seven of my favorite wild flowers and I hope they bring forth my wishes for a happy midsummer everywhere!

Borgarfjordur240614AslaugJ

♦ Fyrir neðan23. júní kl. 5:27. Sólin í norðaustri, hátt yfir Skarðsheiði.
♦Below: Early morning June 23. at 5:27 am. The morning sun above Skarðsheiði, Mt. Ölver.

Skardsheidi230614AslaugJ

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.-24.06.2014 +undated flower photography

Að smala köttum? | Herding cats?

MKis©AslaugJ

♦ MyndlýsingarNú er ég búin að brjóta um nýju skrímslabókina og það er verið að lesa prófarkir í þremur löndum: á Íslandi, í Færeyjum og í Svíþjóð. Það gengur allt glimrandi vel, – nei, minnir fráleitt á kattasmölun!

♦ IllustrationI have finished doing the layout for the next book in the monster series, all sent for proofreading in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish. It is a bit of juggling, but herding cats? No, not at all.

Rauðir fætur | Red legs

tjaldur1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Rauðir fætur og reiðir fuglar! Einhversstaðar kúrðu ungar í grasinu og tjaldurinn varði þá með miklum látum. Stelkurinn var öllu ljúfari en hávaðasamur líka og ég fékk húðskammir fyrir átroðninginn. Loftið ómar af fuglasöng nætur og daga, en hvell hættumerki frá stelk og tjaldi eru reyndar ekkert eyrnakonfekt.
♦ Photo FridayAngry birds! The oystercatcher (Haematopus ostralegus) and the redshank (Tringa totanus) both had young chicks hidden in the grass and gave me a thorough scolding for intruding.

(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

17. júní 2014 | The National Day of Iceland

17juni2014©AslaugJ

♦ Dagatalið: Í tilefni dagsins: Ég flaggaði auðvitað þótt ég kæmist ekki á Austurvöll til að fylgjast með forseta og forsætisráðherra … hipp húrra! Í fánastöng við hæfi! Annars eyddi ég megninu af deginum niðurrignd í rófugarðinum. Það var afar þjóðlegt. Og það ku hafa rignt ámóta fyrir 70 árum.
♦ The CalendarToday was the National Day of Iceland, with celebrations of the 70th Independence Day. Of course I had to fly the flag! The weather was typical for the day: with pouring rain, and I spent most of it fighting dandelions in the vegetable garden. Very appropriate.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2014

Folöld | Foals

FolJun1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Það er erfitt að standast svona augnaráð! Þegar saman fer bjartasti tími ársins og nýfætt ungviði, eru það tröll ein, sem ekki kætast.
♦ Photo FridayIt’s hard to resist the charm and beauty of the newborn foals at the family farm in Melaleiti. Bright nights and all is well … it has to bring out a smile!
(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

Eggjatími | Those were the days …

EggjatimiAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Vorið gerir okkur hálf galin hér norður í svalanum. Núna væri ég til dæmis alveg til í að úða í mig svona eggjum. Einu sinni var sport í því að vafra um flóa og móa og leita að svartbakseggjum, eða sílamáfseggjum ef ekki vildi betur til. En það gaman er víst liðin tíð. Nýjar rannsóknir sýna að egg íslenskra sjófugla eru menguð af m.a. eldtefjandi efnum og skordýraeitri (PBDE, HBCD, PCB) (RÚV 16.04.2014). Fyrir mátti hafa áhyggjur af flakki lyfjaónæmra salmonellasýkla frá þauleldisbúskap yfir í villta fugla, sem er því miður staðreynd þar sem það hefur verið rannsakað.

Þarna er nú matarpólitík sem mætti æsa sig yfir. Lukkan er ekki endilega meira og ódýrara vöruúrval með tilheyrandi mengandi flutningum (þ.e. reikningurinn sendur annað). Það að geta ekki nýtt mat úr nærumhverfi sínu vegna mengunar er mun alvarlegra vandamál og víðtækara en nokkur utanríkisstefna, matarskattur eða hvalfriðunarsjónarmið, svo dæmi sé tekið. Skal ég þó ekki gera lítið úr þeim málum. En hvers virði er friðaður hvalur, fugl í bjargi, grös í móa ef það er allt óætt vegna margvíslegrar mengunar? Nature morte, gjörið svo vel.

♦ Photo Friday: This is an old photo. Sadly not my dinner tonight. In the early spring we used to collect eggs from seagulls such as great black-backed gull or herring gull. Great sport for us kids and a wonderfull dinner! Unfortunatly there are now news about the eggs of seabirds being contaminated with many sort of pollutants (e.g. PBDE, HBCD, PCB). Not to mention the grave fact that antibiotic-resistant bacteria from factory farms are spreading to wild birds. We may still be doing just a little bit better than the more densely populated areas and countries, but we are following in almost every wretched step along that gloomy track of pollution and bad food politics. Hopefully we can turn that around.

Today is the Food Revolution Day. “Let’s get kids excited about food”, says Jamie Oliver. I tell you, if kids could go and collect their food like we did, there would be no need for revolution. But we need it. In so many ways.

Fuglar á páskum | Easter birds

Hrafn2

♦ LjósmyndirÞrátt fyrir páskahretið syngur í mó. Farfuglarnir komu með sunnanáttinni og ég stóðst ekki mátið, skaut á þá með linsunni og taldi tegundir. Veit reyndar aldrei hvort ég greini ýmsar mávategundir rétt. Einn hefur fuglinn auðvitað verið hér í allan vetur: krummi svarti. Skógarþröstur, hrossagaukur og þúfutittlingur vildu ekki sitja fyrir á mynd, en létu í sér heyra.

♦ PhotosA solo raven is often the only bird you see in the winter near our farm. But now the migratory birds are enlivening the era with song and busy flights, even though the weather this Easter was extremely bad. Happy to see all the newcomers I went out with my camera and caught a few.

Fýll2

This slideshow requires JavaScript.

Brim

Brimið við Kotatanga

Ljósmyndir teknar | Photo date: 19.-21.04.2014

 

 

Það sem af er mars | Mid-March and monkey business

Slabb-i-mars-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Jæja þá. Það er kominn miður mars. Ég var að gramsa í myndasafninu. Skoðaði myndir sem ég hef tekið í marsmánuði. Í mars eru öll veður. Oft er snjór og slabb, en stundum kemur vorið of snemma eða sýnir sig í stutta stund: þá gala gaukar og þá spretta laukar – svo frýs allt saman í harðan klakaköggul.

Mér fannst myndin hér fyrir ofan nokkuð dæmigerð fyrir mars. Það eru allir fleygiferð í slabbinu.

Svo fann ég enn betri táknmynd fyrir stemninguna á Íslandi undanfarnar vikur. Ég bið samt apann afsökunar á samlíkingunni sem er mjög ósanngjörn í hans garð.

♦ Photo Friday: I was going through files of photos dating from the month of March. The photo above is pretty typical for the weather and the atmosphere in March in Reykjavík: wet snow, melting snow, gray days, sunny days, sometimes very promising and much-too-early days of spring; then snow and frost again …

But the sight of this screaming creature on the photo below made immediate associations to the political state of my country or at least the atmosphere in March for the past weeks. Oh, my! All that monkey business, all the growling and yelling! (I feel I must apologize to the monkey for this reference: sorry, sorry!). Where will this anger and the sense of being trapped-in lead to?

Ape-In-March-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.03.2004 og 31.03.2004

Hrist og hreyfð | Out of focus

OffFokusBirds-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Tjaldar á Seltjarnarnesi leysast upp … Ég veit: ekki í fókus, hreyfð og yfirlýst. Þetta var þannig dagur. Stundum nær maður hreint ekki að fókusera á viðfangsefnin, þrátt fyrir yfirlýsingar …
♦ Photo Friday: Out of focus, blurred and shaken at Seltjarnarnes – I still liked it.

Ljósmynd tekin | Photo date: 28.02.2014

Borgin og vatnið | Colors of February

BorginAslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Reykjavík frá Laugarnesi í byrjun mánaðarins. (Ég taldi 6 byggingarkrana… Hvað er það á kranamælikvarðanum: merki um hættu eða heilbrigði?)
Fyrir neðan: Vök í Vífilsstaðavatni í dag.
♦ Photo Friday: Reykjavík from Laugarnes earlier this month. Below: Lake Vífilsstaðavatn today. Gentle, gentle colors of February.

VatnidAslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.02.2014 og 21.02.2014

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Í draumum mínum … | In my dreams …

Draumur7-webAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Hef ég nokkuð minnst á sýninguna sem opnar á morgun …? Jú, kannski? Jæja, föstudagsmyndin er því úr einu verkanna sem ég sýni þar, nefnilega hárómantísku bókverki sem heitir: Í draumum mínum er ég alltaf þar. Veskú.

♦ Photo Friday. Long time, no photo Friday… Because I’ve been busy with book art exhibition and stuff, I am posting two manipulated photos from my sentimental little book item from the exhibition, called: Í draumum mínum er ég alltaf þar – In my dreams I’m always there. See you at the Nordic house!

Draumur6a-webAslaugJ

Fjörulall | The beach in January

Fjaran4jan-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Myndir frá göngutúr í hagstæðri vindátt undir Melabökkum við Melaleiti síðustu helgi. Þarna var líka einn einmana selur á steini. Þormóðsskersviti í fjarska.
♦ Photo Friday: The beach by Melabakkar cliffs and Melaleiti last weekend. A storm had passed. Below: One lonely seal (landselur, Phoca vitulina) dozed on a rock. The lighthouse of Þormóðs-skerry in the distance.

Selur4jan-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 04.01.2014

Langir skuggar | Long shadows

Mleiti3des-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Skuggarnir eru langir og skarpir í skammdeginu. Myndir teknar í dag, 3. janúar, nokkru fyrir nón. Hrafninn á myndinni hér neðar hafði fundið eitthvað ætilegt og læsti um það klónum. Ég truflaði hann við það sem líklega voru tilraunir til að brjóta upp skel eða kuðung.

♦ Photo Friday: Long and sharp shadows at around 2:40 pm today. After a violent storm it was nice to see the sun shining. The raven (down below) had found a shell or something, and was trying to crush it on the frozen ground.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 03.01.2014

skuggi-AslaugJ

krummi-AslaugJ

Ár á enda | Farewell to 2013

Aramot-AsJons

♦ Áramót: Árið 2013 er á enda. Vonandi verður árið 2014 heillaár fyrir heiminn. Ég óska ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar og þakka fyrir allar fjölmörgu heimsóknirnar á heimasíðuna. Ég reyni auðvitað að hafa líflegt á fréttablogginu á næsta ári. Enda síðasta póst ársins á myndum úr Melasveit, svölustu sveitinni! Gleðilegt ár!

♦ New Year: Goodby 2013! I wish all my readers and visitors of this site, an artful, happy and prosperous New Year 2014. Since I opened my homepage I have had so many visitors from all over the world, thank you for visiting!
My old home county has been just the right set for the holiday season: cold and snowy. After a short walk outside, you just want to go inside and curl up with a good book … ahhh. – – – Happy New Year!

Vetur5Melabakkar-©AslaugJ

Skorradalur | Christmas tree hunt

Skorradalur1AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Jólastemning í Selskógi í Skorradal. Snæfinnur var glaður að sjá okkur.
♦ Photo Friday: I went Christmas tree hunting in Skorradalur last Sunday. This is what I found.

Skorradaulur6AslaugJ

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 15.12.2013

Hreindýr | Ho! Rudolph?

Hreindyr©AslaugJ

♦ Ljósmyndir. Hreindýr á ferð í Fljótsdal. Án sleða og syngjandi jólasveinsins.
♦ Photo Friday. No, not Rudolph but Rangifer tarandus. And we don’t have the ho-ho-ing Santa driving a sleigh around here. The Icelandic Yule Lads don’t give presents anyway.

Ljósmynd tekin | Photo date: 20.08.2008

Hólavallakirkjugarður | The old cemetery

Holavallak1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir! Úr Hólavallakirkjugarði s.l. október. Kyrrðin, gróðurinn – og sagan sem andar við hvert fótmál, er heillandi á öllum tíma árs.
Í bókinni Ég heiti Grímar (2008) leyfði ég mér að búa til talsverðan draugagang í garðinum. En það var með hjálp tölvutækninnar og ég hef aldrei orðið vör við reimleika þegar ég er þarna á ferli með myndavélina.

♦ Photo Friday. Hólavallakirkjugarður, the old cemetery in Reykjavík last October. A place worth visiting all year around.
In my book My name is Grim (2008) I used manipulated photos from the cemetery to illustrate the story, a ghost story. But I have never met any real ghosts when snooping around with my camera.

Holavallak2©AslaugJ

Holavallak3©AslaugJ

Holavallak5©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.10.2013

Vetrareldur | Fire sculpture

Fire1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Viðarskúlptúrar brunnu við Ægisíðu í kvöld og skuggalegar verur heilsuðu myrkrinu. Þetta voru gjörningar í tengslum við sýninguna og ráðstefnuna Tenging norður“ í Norræna húsinu.
♦ Photo Friday. Burning sculptures and a performance of shadow creatures lightened up the dark at Ægisíða shore in Reykjavík tonight. The event was a part of the exhibition and conference Relate North at the Nordic House in Reykjavik.

Fire3©AslaugJ

Fire2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.11.2013

20 bóka listinn | Books from Iceland

Skrímslaerjur♦ Bókasýningin í Frankfurt 2013 hefst í dag og stendur til 12. október. Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið saman sérstakan lista sem telur 20 bækur frá árinu 2012. Bókalistinn verður kynntur á bókasýningunnni, en þar á blaði má m.a. finna Skrímslaerjur. Á heimasíðu Miðstöðvarinnar er listinn kynntur svo: „Ætlunin er að taka saman slíkan lista á hverju ári sem síðan verður kynntur á bókasýningum erlendis. Systurstofnanir miðstöðvarinnar, m.a. í Noregi, Finnlandi og Hollandi, hafa um árabil útbúið sambærilega lista með góðum árangri.“
Það er líka helst í fréttum að aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlendar tungur. Um það má lesa hér. Vonandi dregur tuttugu-bóka-listinn athyglina að enn fleiri íslenskum bókum í Frankfurt.

The Frankfurt Book Fair 2013 starts today. The Icelandic Literature Center has made a special list of 20 books that were published in 2012. The list is to be presented at the Frankfurt Book Fair this week. Skrímslaerjur (Monster Squabbles) is on the list, so hopefully our hairy heroes make some friends in Germany!

Tenglar | Links:
BOOKS FROM ICELAND – Icelandic Literature Center
Um skrímslabækurnar og höfundana | About The Monster series and the authors
Um skrímslabækurnar: myndir og umsagnir | About The Monster series: illustrations and reviews

Yrðlingur á Fjöllum | Fox at Möðrudalur

IceFoxAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Í dag, fjórða október, er Dagur dýranna. Hér kemur því dýr dagsins: yrðlingur við Möðrudal á Fjöllum. Hann var greinilega heimalningur þar á bæ. Við trufluðum síðdegislúrinn og hann var mátulega hress með það. Kannski þreyttur á ferðamönnum. Bælið var í röri sem lá undir veginn, ekki langt frá bænum. Hvað sem fólki kann að finnast um refinn þá er hann Dýrið í allri sinni dýrð …

♦ Photo Friday. October forth is the World Animal Day. I guess the arctic fox is somewhat the “wildest” animal in Iceland. I came across this fox cub when I visited Möðrudal á Fjöllum recently. As we drove away from farm, we noticed him dosing in the sun just beside the road. We soon found out that it was a half-tamed one, and we gathered that he must have had his share of nosy tourists this summer, disturbing his siesta.

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.09.2013