
© Áslaug Jónsdóttir
Umfjöllun: Bókmenntavefurinn birti nú í desember umfjöllun um þrjár nýjar myndabækur, ætluðum ungum lesendum. Þar er meðal annars fjallað um Sjáðu!.
Um textann segir: „Hann er stuttur en hnitmiðaður og er bæði hljómfagur og áhugaverður. […] Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. […] Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“
– María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn
🔗 Umfjöllunin á Bókmenntavefnum.
Book review: Sjáðu! received a fine review at Bókmenntavefurinn, – the Icelandic Literature Web, a website under the supervision of the Reykjavík City Library in cooperation with the Reykjavík UNESCO City of Literature.
“The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also extremely beautiful.”
– María Bjarkadóttir / The Literature Web
Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
Tilnefning: Barnabókin Sjáðu! hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2021 í dag. Vegna samkomutakmarkanna var tilnefningarathöfn aflýst en heiðrinum er sannarlega fagnað hér við vinnuborðið!
Fjöruverðlaunin eru veitt árlega í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta og hljóta 9 bækur tilnefningu, þrjár í hverjum flokki. Tilnefningar eru eftirfarandi:
– í flokki barna- og unglingabókmennta:
Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur
Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju
Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur
– í flokki fagurbókmennta:
Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur
– í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur
Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 eftir Hilmu Gunnarsdóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta
Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna sem veitt hafa verið frá árinu 2007 og frá árinu 2020 einnig trans, kynsegin og intersex höfundum og bókum þeirra.
Nomination: My book Sjáðu! (Look!) received a nomination for Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize today. Due to restrictions on gatherings there were no official nomination festivities but this honor is certainly celebrated here at my work desk.
Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize is awarded annually in three categories: the category of fiction, the category of non-fiction and general literature, and the category of children’s and YA literature. Nine books are nominated, three in each category. The prize was handed out for the first time in 2007. It is a literature prize for Icelandic women (cis and trans) and from 2020 including trans, gay and intersex authors and their books.
Tenglar | Links:
Fjöruverðlaunin – frétt á vef. | Fjöruverðlaunin news site.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.
Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
Bókadómur: Lestrarklefinn er vefsíða með umfjallanir um bókmenntir og lestur og þar fékk Sjáðu! fínasta fimm-stjörnu dóm undir fyrirsögninni „Harðspjalda gullmoli“.
„Saman skapa textinn og myndirnar skemmtileg hugrif sem hafa nær dáleiðandi áhrif á bæði þann sem les og þann sem hlustar. Teikningarnar eru barnslegar og fjörugar og draga augu lesandans út í öll horn á hverri opnu.“ ★★★★★ – Katrín Lilja Jónsdóttir / Lestrarklefinn
Book review: Sjáðu! received a nice five-star review at Lestrarklefinn, a website with book reviews and articles on literature and reading. The headline read: „A gold nugget of a board book“, followed by five stars. Link to the review here at Lestrarklefinn. ★★★★★
Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
Sjáðu! Útgefendur mínir á Forlaginu gerðu röð myndbanda þar sem höfundar kynna nýútkomin verk sín. Það var ekki annað að gera en vippa af sér sóttvarnargrímunni og setjast fyrir framan upptökuvélina. Veskú!
Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“.
Útgefandi Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:
„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“
Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
See! My publishers at Forlagið have made a series of short video presentations where authors introduce their new books. (Did you know you can play videos on YouTube faster or slower? Much funnier that way…)
My new picturebook, “Sjáðu!” – is a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:
„See! is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“
Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
Ný bók: Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er komin út og í verslanir. Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“. Útgefandi er Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:
„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“
Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
See! Take a look! Here is my new picturebook, “Sjáðu!” – now in the stores! It’s a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:
„See is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“
Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun | Penninn Eymundsson | Heimkaup | Bóksala stúdenta
Kæra dagbók! Margt hefur gerst síðan síðast … Var það ekki svona sem allar dagbókarfærslur hófust eftir langa þögn og vanrækslu? Jæja, árið 2020 ætlar ekki að bregðast hvað varðar margvíslegar uppákomur, sér í lagi í upprunalegri merkingu þess orðs. Ég bloggaði síðast 10. ágúst. Nokkru síðar þann dag var ég komin með hönd í gifs og umbúðir eftir slæma byltu og áhugaverða bið og bíta-saman-jöxlum-já-takk-ég-þigg-lófafylli-af-parkódín grímuklædda viðveru á bráðamóttöku í miðjum heimsfaraldri. Eftirminnilegt.
Handleggsbrotið kollvarpaði ýmsum áformum í vinnu, þó ég reyndi að „einhenda“ mér það sem þurfti að gera. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar er ég að verða jafnvíg á báðar hendur – annarri hef ég ofgert, hin er í endurhæfingu – væntanlega næsta árið.
Þar sem ég horfði upp á þennan ónothæfa útlim sem ég þurfti að dragnast með og aðlagast eins og ókunnum aukahlut, þá gerði ég mér það til skemmtunar að dubba höndina upp í ýmis gervi og birta myndir af því á Instagrammi, þær fimm vikur sem höndin var í nauðsynlegum umbúðum. Þetta létti mér lund og viðbrögðin voru jákvæð. Skilyrðin voru að þessi „handavinna“ tæki skamman tíma, ég yrði að nota það sem væri „hendi næst“, ekki leggja í neinn kostnað heldur nota það sem væri í skúffum og skápum og ruslakistum. Það afhjúpast að ég geymi fáránlegustu hluti, mér finnst að allt muni vera hægt að nýta í sköpun á einhvern hátt.
Myndirnar má sjá hér á Instagram en kannski eiga þær eftir að rata í bók af einhverju tagi. Meira síðar!
Dear Diary! A lot has happened since last time … Wasn’t that how diary entries started after a long silence and neglect? Well, the year 2020 is not failing me in terms of a variety of bad happenings. I last wrote a blog post on August 10th. Some hours later that day, I had my hand in cast and wraps after a rough fall and an interesting waiting and biting-together-jaws-yes-thank-you-I-will-accept-a-handful-of-painkillers masked stay at the emergency room in the middle of a pandemic. Memorable. The broken arm overturned various plans in my work and life, but I tried my best to do what had to be done – “single handedly”. Now, almost two months later, I’m becoming quite equal on both hands: one is overworked, the other needs rehabilitation – for probably a year.
As I looked at my useless limb I had to drag along with me like a strange accessory, I decided to make it a daily task to dress my hand up as various characters and creatures and post photos of them on Instagram. That lasted for the whole five weeks I had my hand in the necessary bandage. It helped my mood and the response was positive. The conditions were that all the making could only take a short time, I would have to use what was “next to hand”, not put in any expense but use what was in drawers and cupboards and boxes of odd stuff. It may have revealed that I collect and keep the most ridiculous things, as I feel that practically everything can be used in some creative project.
The images can be seen here on my Instagram account, but they may later find their way into a book of some kind.
More news and blogposts coming soon!
Safngripur! Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!
At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!
World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook
Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Bók í boði höfundar – Quarantine reading
Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.
Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.
Þýðandi Quero peixe er Lawrence Schimel, útgefandi er Verdemar / Alvarellos Editora, í Santiago de Compostela á Spáni. Upplestur í umsjón Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.
Quero peixe is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Here read for children at Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.
Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.
Quarantine reading: My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.
Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum.
Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!
BÓKVERK: Í byrjun sumars bauðst mér að taka þátt í norrænu bóklistaverkefni með örbókverki eða smáriti (mini-zine). Fyrir verkefninu stendur Northing Space í Bergen, en það er rekið af hönnuðinum Yilei Wang og Ben Wenhou Yu arkitekt. Þau vinna prentverk m.a. í samvinnu við bókverkabúðina Bananafish, sem stendur á bak við bókverkamessuna í Shanghai (Unfold Shanghai Art Book Fair), auk þess að reka riso-prentstofuna Pausebread. Northing hefur staðið fyrir bókverkasýningum, útgáfu bókverka, þýðingarverkefnum og margvíslegum menningartengslum. Ef farsóttir hamla ekki verða smáritin sýnd á bókverkamessunni í Shanghai og víðar.
Efni örbókanna var frjálst en formið ákveðin stærð og brot. Átta litlar síður (síðustærðin aðeins 42 x 56 mm) skyldu rúma myndir/texta, en örkina þurfti að að vera hægt að brjóta eftir settum reglum. Bókverkin eru prentuð í riso-prenti í einum lit.
Í öllum önnunum valdi ég nærtækt efni: skilafrestinn, eða öllu heldur leik með orðið Deadline. Eftir því sem ég eldist og er hótað af hinum ýmsu sjúkdómum (eða heimsfaraldri) finn ég að eina leiðin til að lifa lífinu er að hugsa ekkert sérstaklega um dauðann. Elska lífið. Halda áfram að vinna – enda alltaf einhver skilafrestur framundan …
Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér og Northing hefur einnig staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen. Mæli eindregið með því fyrir áhugafólk um bókverk að kíkja á tenglana hjá Northing!
BOOK ART: Earlier this summer I was invited to take part in a Nordic book art project by submitting a mini-book or mini-zine. The project is run by Northing Space in Bergen owned by designer Yilei Wang and architect Ben Wenhou Yu. Northing is a multi-functional space with a focus on publication, design, music, cultural events and cross-cultural communication. They work in print, e.g. in collaboration with Bananafish, an independent bookstore in Shanghai, that organizes Unfold Shanghai Art Book Fair in Shanghai and they also run the riso printing studio Pausebread, that prints the mini-zines. The mini-book collection will hopefully be exhibited at the Shanghai Art Book Fair when time comes.
The theme of the mini-zine was all open, but a certain size and format was required. Eight small pages (page size only 42 x 56 mm) were to accommodate images / text, but the sheet had to be foldable according to set rules, accordion or foldy zine. The zines are printed in riso print in one color.
Running late with all my projects I chose a relevant topic: the deadline and had a play with the idea and the word. As I grow older and especially in times of a deadly pandemic, I find that the only way to live life is to NOT think about death. Love life. Keep on working. There is always a deadline ahead …
The Nordic collections is presented here and here. Northing has also been responsible for very nice exhibitions of the mini-books in both Oslo and Bergen. Highly recommend for book art enthusiasts to check out the links at Northing site!
Verkalok: Í gær sendi ég af stað prentskjöl fyrir nýja myndabók. Loksins, loksins, er mér óhætt að segja, því ég hóf vinnu við verkefnið fyrir meira en tveimur árum. Útgáfan frestaðist af ýmsum orsökum en vonandi birtist gripurinn í bókabúðum í haust. Bókin heitir Sjáðu! og kemur út hjá Máli og menningu.
Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin en hugmyndin var að ná til eldri barna líka, því oft eru bækurnar lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri. Íslenskar harðspjaldabækur eða bendibækur eru fremur sjaldgæfar og ég var því harla ánægð þegar útgefendur mínir samþykktu hugmyndina og ég gat vikið frá því bókarformi sem ég hef annars unnið með hingað til.
Þar til bókin kemur út ætla ekki að afhjúpa mikið meira en titilinn og svo nokkar myndir frá vinnuferlinu, skissur og dóterí. Næstu verkefni bíða og alltaf góð tilfinning að hreinsa borðið og byrja á nýju.
See! Yesterday I sent a new picturebook off to the printers. Finally, finally, I dare say, since I started working on the project more than two years ago! The publication was postponed for various reasons, but if all goes well my little book will appear in the bookstores in the autumn. This is a board book for the youngest children, but my idea was that it could appeal to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age.
Icelandic board books are rather rare but we have huge stacks of toy books and translations of international board books as well as books with out words. I was therefore extremely happy when my publishers at Mál og Menning / Forlagið approved the project and I could deviate from the book format I have otherwise worked with so far.
I’m not going to reveal much more than the title “Sjáðu!” = “See!” and some snapshots from the working process. I am looking forward to clean my desk and make room for new projects. Yay!
Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.
Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.
Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket, sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:
Monster i mørket – sögustund á norsku
„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“
Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket. Click this link for the reading or on the video below.
Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Sögustund á norsku: Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið og annar sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter. Í þetta sinn er það Stór skrímsli gráta ekki. Sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:
Store monster græt ikkje – sögustund á norsku
„Dette er ei bok om å vere liten sjølv om ein er stor. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men det er ikkje alltid det er så greitt å vera stor og sterk. I alle fall når bestevenen din heiter Veslemonster og FRYKTELEG FLINK til alt han gjer. Storemonster prøver og prøver, men får ingenting til. Han kjenner seg klossete og dum. Men store monster græt ikkje.“
Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.
Keep reading! We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. Here comes the second reading, from Big Monsters Don’t Cry – Store monster græt ikkje in Norwegian. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads and there are some nice animations in the video too.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Dagur bókarinnar: Hér tek ég þátt í herferð Evrópska rithöfundaráðsins sem hvatti rithöfunda og þýðendur til að birta táknrænar myndir sér og framlagi sínu til menninga og lista. „Á bak við hverja bók er listamaður“ segir þar – en þar með lýkur upptalningunni ekki því framlag listamannsins skapar fleiri störf. Í „bókabransanum“ starfa ótal stéttir: útgefendur, ritstjórar, prófarkalesarar, umbrotsfólk, prentarar, bóksalar, og þar fram eftir götum. Allt byrjar með sköpun listamannsins.
Ég mæli með bestu sumargjöfinni: góðri bók.
World Book Day: I am participating in EWC’s (European Writer’s Council) campaign on World Book Day 2020 #behindeverybook – to post a photo of me with one of my books – behind it and then with my face visible. Here is the idea:
„Many debates on the policy level are about « sectors » or « the book industry » – but those with whom the book chain begins are individuals, people, personalities. To praise and celebrate these authors, writers and translators, to make the spirits, minds and faces behind every book visible, is the basic idea of #behindeverybook.“
Happy World Book Day! Share a book!
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Ég vil fisk! has been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic, Arabic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Sögustund á norsku: Sjö bækur um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið, hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke. Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr bókunum og fyrsti sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:
Nei! sa Veslemonster – sögustund á norsku
„Dette er ei bok om det å vere stor sjølv om ein er liten. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men av og til er det ikkje så lett å være liten. Storemonster skal alltid bestemme. Og så lyg han. Og så hermar han. Veslemonster veit ikkje kva han skal gjere. Mest av alt har han berre lyst å rope NEI!“
Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.
Quarantine reading: Seven books from the monster series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books, starting with No! Said Little Monster. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar, sóttkvía og heimaskóla, vilja útgefendur og höfundur leggja sitt að mörkum og því má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að lesa:
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Quarantine reading: Because of the pandemic, quarantines and homeschooling, many publishers and authors want to make a contribution and offer their books and art for free. My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book can now temporarily be read online at the publishers website. Click the link below to read the book:
أريد سمكة – I Want Fish! – in Arabic
Ég vil fisk! has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Bók í boði listamannanna: Andri Snær Magnason gerði sér lítið fyrir og las upp á myndband alla enska þýðingu Sögunnar um bláa hnöttinn sem nú má hlýða á, án endurgjalds, á vef Iceland Naturally eða á myndböndunum hér fyrir neðan. Á vef Iceland Naturally er að finna nánari upplýsingar, m.a. um tengda viðburði, myndasamkeppni o.fl. Enska þýðingu sögunnar gerði Julian Meldon D’Arcy. Upplestrarnir skiptast í sjö lestra og inn í þá fléttast upprunalegu myndlýsingarnar og að hluta til bókarhönnun sem ég gerði árið 1999. Njótið vel!
Story time – by courtesy of the artists: Author Andri Snær Magnason reads his award winning book: The Story of the Blue Planet with illustrations/book design I made for the Icelandic original, Sagan af bláa hnettinum, in 1999. The Story of the Blue Planet was the first children’s book to win the Icelandic literary award. It has been published in more than 30 languages and received numerous prizes and awards. The readings are published on this site: Iceland Naturally with additional information, drawing competition (win a hard copy of the story), information on a live Q+A session with the author and more.
English translation by Julian Meldon D’Arcy.
Publishers in the UK: Pushkin Press, publishers in the US: Seven Stories Press. See links for purchase.
The Story of the Blue Planet | Text © Andri Snær Magnason | Illustrations © Áslaug Jónsdóttir.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Bækur á þrautatímum: Á meðan fjöldi manns vinnur af kappi við að berjast við farsóttina sem herjar á heiminn, er það verkefni okkar hinna að hafa hægt um okkur, sinna okkar nánustu, gæta að andlegri og líkamlegri heilsu og næringu. Það gengur auðvitað mis vel því aðstæður fólks eru ólíkar. Það finna ekki allir ró og frið við brauðbakstur og jógaæfingar. Sumir kljást við veikindi, einangrun og ótta. Eirðarleysi og einbeitingarskort.
Listunnendur vita hvar finna má hjálp. Fyrir töfra listanna má upplifa og skynja ríkidæmi tilfinninganna, láta reyna á vitsmunina og víkka veröldina. Bóklestur styttir stundir, þar má finna annan heim, þangað má hverfa til að gleyma amstrinu, upplifa lífið með augum annarra, glíma við furðu og spurn, fræðast og ferðast. Það eru til bækur um allt, fyrir alla. Það þarf bara að bera sig eftir björginni.
Að undanförnu hefur verið skorað á rithöfunda að vekja athygli á bókum og lestri, en menntamálaráðherra hefur m.a. boðið íslendingum öllum til þátttöku í verkefni sem nefnist Tími til að lesa. Ég vil einnig benda á bókasöfn og bókaverslanir sem bjóða þjónustu sína með breyttum kjörum á farsóttartímum. Rafbækur og hljóðbækur er auðvelt að nálgast og það má versla prentaðar bækur í vefverslunum og fá sendar heim frítt eða fyrir lítið fé.
Barnabækur má lesa á margan hátt – það að láta lesa fyrir sig, lesa myndir og hlusta, er uppskrift að góðri stund. Tölvuskjárinn jafnast auðvitað ekki á við hlýjan faðm en ég ætla samt að bjóða hér sögustundir af skjánum með því að benda á þrjár bækur mínar sem RÚV fékk að gera hreyfimyndir eftir. Það eru myndabækurnar Ég vil fisk!, Gott kvöld og Eggið með hreyfigrafík Ólafar Erlu Einarsdóttur / RÚV. Með því að smella á tenglana („sögustund“) við bækurnar færist þú yfir á vef RÚV.
Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!
© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV.
🔗 Hér má lesa meira um bókina.
🔗 Hér má kaupa bókina í netverslun Forlagsins. Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og hrekkjasvínið, hræðslupúkann, tímaþjófinn, frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur.
© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Ívar Elí Schweitz Jakobsson les.
🔗 Meira um bókina hér. Bókin er uppseld hjá útgefenda.
Þegar eggið fellur úr hreiðrinu eina vornóttina og vaknar í fangi villikattarins er hrundið af stað atburðarás sem á sér enga líka. Áslaug Jónsdóttir lýsir ferðasögu eggsins í leikandi máli og myndum.
© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Guðmundur Ólafsson les.
Bókin er uppseld hjá útgefenda.
Books in troubled times: While our heroes are fighting the pandemic that is ruling the world, the task for the rest of us is to stay out of trouble, slow down, care for our loved ones, take care of mental and physical health and nutrition. Of course, this is going up and down, not everyone is getting a kick out of bread baking and yoga exercises. Some suffer from illness, isolation and fear. Restlessness and lack of concentration. All insignificant problems compared to the big issues, the hazard of the epidemic, the dangers facing people in war zones, refugee camps and depressed areas. But the need for relief is everywhere.
Art lovers know that there is help to be found in art. Music, books, films… Children’s books can be read in many ways, and reading pictures while listening to the story is one of them. The computer screen does not match a warm embrace and being together, but I would still like to share with you three online stories (sorry, all in Icelandic!). It is an adaption of three of my picture books: I Want Fish!, Good Evening and The Egg with my illustrations in simple graphics made by Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. By clicking on the links you will be taken to the website of the National Broadcasting Service in Iceland.
Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.
Á grísku: Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með upprunalegum myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur kom út nú í mars hjá forlaginu Patakis í Aþenu undir titlinum: “Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη“. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og verið þýdd á yfir 30 tungumál.
Book release in Greece: The Story of the Blue Planet – “Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη“ by Andri Snær Magnason, with original illustrations by Áslaug Jónsdóttir, has just been released by Patakis in Athens. The Story of the Blue Planet has received numerous prices and honors and has been translated to more than 30 languages.
For more information see: Forlagið Foreign Rights.
Best í Kína: Það má líka segja frá því að á síðasta ári bárust fregnir af því að börn í Kína hefðu valið Söguna af bláa hnettinum sem uppáhalds bókina sína.
Á vefsíðunni „Chinese books for young readers“ má lesa um þetta og fleiri bækur sem börnin í Kína kunna að meta.
Children’s favorite in China: In November last year we learned that theThe Story of the Blue Planet (蓝色星星的孩子国) was chosen the most popular book by children in China. Read more about the top 30 children’s books in China in 2019 on the webpage: „Chinese books for young readers“.
Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.
Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:
O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020
Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.
Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Baráttudagur. Ég óska öllum gæfu og réttlætis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2020. Það er enn svo furðumargt sem betur má fara í jafnréttismálum, á Íslandi sem annars staðar. Myndlýsing hér fyrir ofan er gömul en á enn við því karlar tróna æði margir á stalli. Og það sem mér er efst í huga að morgni þessa dags er hið skelfing ósköp viðkvæma stolt karla sem kannski af þessu hlýst. Ég verð að segja að heimurinn þarf ekki fleiri móðgunargjarna karla með sitt særða stolt. Þetta kann auðvitað að vera eitthvert óviðræði í erfðunum. Njótið dagsins, farið varlega.
Beware falling pillars! I wish all and everyone good fortune, justice and equal rights on the International Women’s Day 2020. The image above is an old illustration but even now it may fit. We still put men on pedestals and thereby add fuel to the poisonous sense of pride, again leading to so much hurt pride, resentment and stubbornness. The world does not need more easily offended and stiff-necked men. More power to you sisters! Enjoy your day, take care all.
Enginn dans á rósum … Nei, það er enginn dans á rósum þetta puð! Ég hef alltaf ímyndað mér að líf listamannsins yrði auðveldara með árunum, með gráu hárunum, með reynslu og þekkingu, en mér finnst það reyndar bara þvert á móti. Sem fyrr eru þó allskonar verkefni á vinnuborðinu, sum hafa lent í vandræðalegri frestun, sum gengið á afturfótum, sum eru langtímaverkefni, önnur eru ný af nálinni.
Í dag er Valentínusardagur, en rósirnar eru ekki gerðar í tilefni af þessum degi elskenda, þær birtast hinsvegar vonandi (í röð og reglu) í nýrri bók sem er í vinnslu. Og þá er rétt að minna á það að í dag er alþjóðlegur dagur bókagjafa (International Book Giving Day) sem væri vit í að taka upp: þá mætti færa ástvinum góða bók í tilefni dagsins, en merkisdagurinn er einkum ætlaður sem hvatning til fólks um að gefa börnum bækur. Það er aldrei of mikið af þeim dögum.
Not a bed of roses … I have always imagined that the artist’s life would get easier over the years, with all the gray hairs, with experience and knowledge, but in fact I feel it is just the opposite. And I am not referring to bad sight and arthritis, bad as that is. Anyways, there are all kinds of projects on my working table, some have been embarrassingly delayed, some have not worked out at all, some are long-term projects, others are new. Yes, maybe I just feel like a silly mouse dancing on the edge of the hat of a … something-something furry.
The roses were not made for the day, Valentine’s day, but will hopefully end up in a new book. Celebrating Valentine’s day is quite new in Iceland, traditionally other days celebrate love and friendship in Iceland: Konudagur (Woman’s/Wife’s Day), Bóndadagur (Man’s/Husband’s Day) 🔗 and Sumardagurinn fyrsti (First Day of Summer) 🔗. I would rather point out that today is the International Book Giving Day, and it would be a splendid idea to pick up that trend: to give a loved one a book – especially children since the day is “Devoted to instilling a lifelong love of reading in children and providing access to books for children in need, Book Giving Day calls on volunteers to share their favourite book with a young reader. Although the holiday originated in the UK, book lovers around the world now join in the celebrations every year.” #bookgivingday
Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:
„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“
Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.
Book review in Denmark: The Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:
“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”
The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.
Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020
Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.
Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.
Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Nýr bókadómur um Skrímslaerjur: Sjöunda bókin í bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið kom út á dönsku í lok síðasta árs undir titlinum Monsterklammeri. „Monster-dejlig!“ er fyrirsögnin á bókadómi Steffen Larsen um þrjár barnabækur í Politiken. Stóra skrímslið rólar sér yfir síðuna, en Steffen les myndlýsingar af fagmennsku og skenkir skrímslunum fjögur hjörtu:
„Bøgerne om de to venner er høj klasse. Den underfundige handling fortælles i enkle, markante billeder, klare kulører og grove figurer. Det er utroligt, så meget de massive kroppe kan udtrykke med små enkle vrid af hænder, munde og næser. De danser igennem historien med letbenede tonstunge trin.“ ♥♥♥♥
Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn, þýddar af Hugin Eide. Skrímslin þakka góðan dóm og láta það ekki á sig fá þó þjóðerni okkar höfundanna og fjölþjóðlegur og norrænn uppruni sagnanna hafi eitthvað skolast til hjá dómaranum. 🇮🇸🇫🇴🇸🇪!
Book review in Denmark: The Danish newspaper Politiken published a fine review of Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) this week. The heading reads “Monstrously wonderful!”, as Big Monster swings across the page. Critic Steffen Larsen reads illustrations with somewhat exceptional attention and passes 4 hearts to the two monsters with a nice note:
“The books about the two friends are first class. The subtle action is told in simple, striking images, bright colors and coarse figures. It is incredible how much the massive bodies can express with small simple twists of hands, mouths and noses. They dance through the story with light-footed, clunky steps.” ♥♥♥♥
The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. For the record: the original series are created and published in three languages, the mother tongues of the three authors: Icelandic, Faroese and Swedish.
Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: © Steffen Larsen – Politiken, 13.01.2020
Teikning á sunnudegi: Þegar ég átti leið í bókabúð um daginn og leit yfir borð og bekki með nýútkomnum bókum, þá leið mér ekki ólíkt því sem ég stæði frammi fyrir hlaðborði af girnilegum réttum. Bókabúðir geta haft þessi áhrif, en eins og við önnur hlaðborð, þá gildir að hrúga ekki of miklu á diskinn. Nema hvað, eitthvað var þarna með öðrum hætti en áður í bókabúðinni og ég gat ekki skilgreint það strax. Mér fannst bækurnar fallegri, meira aðlaðandi, gott ef þær ilmuðu ekki betur en venjulega. Samt voru bókakápurnar ósköp misjafnar þegar að var gáð og sumt á hlaðborðinu myndi fráleitt rata á minn disk. En eftir að hafa gluggað í óvenju margar bækur, handleikið fallegar kápur, kjamsað á góðum setningum og dáðst að góðum myndlýsingum og bókahönnun þá áttaði ég mig á því sem öðruvísi var: plastið, fjandans plastið var farið! Í það minnsta af megni nýju bókanna. Loksins. Og þó fyrr hefði verið. Óskiljanlegt hvað þessi óþarfi hefur liðist lengi á Íslandi. Megi plastpökkun bóka aldrei aftur þrífast!
Þetta vistspor í rétta átt er auðvitað bara partur af því sem útgefendur og höfundar og bókahönnuðir þurfa að taka til endurskoðunar. Höfundur nokkur hampaði nýrri bók og sagði mér frá atviki þar sem hann var atyrtur fyrir að gefa út bók á pappír – það væri úrelt og óvistvænt! Það var og. Myndlýsingin hér fyrir ofan er að fullu unnin stafrænt, þar kom pappír hvergi nærri, enginn litur var skolaður úr pensli. En það er ekki þar með sagt að myndin sé vistvæn, þvert á móti skilja raftæki og rafmagnsframleiðsla eftir sig stór vistspor, þó miklar framfarir séu í þeim efnum. Orðin sem ég skrifa á skjáinn, heimasíðan mín á netinu – allt kostar það orku sem er ekki endilega vistvæn. Þó pappír sparist með rafbókum og upplýsingaveitum, þá vex efnisflóðið stöðugt á netinu, með tilheyrandi vistspori. Í samanburði við prentað efni fyrri tíma er stafrænt efni hreint hamfaraflóð, og mikið af því er efni sem engum hefði til hugar komið að setja á prent.
Það virðist gilda nokkurt jafnvægi á útgáfu rafbóka og prentaðra bóka almennt, hvort tveggja hefur kosti og galla. Pappírinn og prentgripurinn hefur enn mikið aðdráttarafl og margvíslegar rannsóknir sýna mun á raflestri og lestri af pappír – pappírsbókinni í vil og gildir það ekki síst um barnabækur. En eftir því sem ég kemst næst er bókaprentun nær alfarið komin úr landi. Fjölmargar prentsmiðjur á Íslandi geta þó flaggað Svansmerkinu og ættu að vera góður kostur fyrir vistvæna útgáfu. Bókapappírinn er vonandi fenginn úr sjálfbærum skógum og framleiddur með ábyrgum hætti. Verða útgefendur, höfundar og neytendur ekki að gera sambærilegar kröfur til menningarefnis og til dæmis matvæla? Hnífurinn stendur þar auðvitað í kúnni því fæstir vilja borga hinn vistvæna brúsa þegar á reynir, hvað sem umræðunni líður.
Kannski eru allir útgefendur að leggja drög að vistvænni framleiðslu og ég vona að það megi sjá þessi merki og vottun sem víðast. Nú þegar jólabókaflóðið nálgast má gleðjast yfir góðum bókum, en kannski eru metsölutölur ekki það sem metast á um í framtíðinni – heldur hefja til vegs gæði, aukna samfélagsábyrgð og sjálfbæra, vistvæna framleiðslu. Það má láta sig dreyma. Allt sem við nýtum og notum verðum við að geta skilað aftur til jarðar. Bækur þurfa að vera þannig úr garði gerðar að við mættum í raun skilja þær eftir í skóginum – án þess að skaði hljótist af. Þá getum við virkilega notið þeirrar góðu iðju, að gleyma okkur við lestur bóka sem hjálpa okkur að rata um heiminn og heim.
Sunday illustration: I made this illustration as I pondered over the ecological footprint of books. (This is the very short version of the text above). It is hard to get the facts straight about e-books vs printed books, obviously both use resources and energy. As does this blog, and the digital illustration above. As I see it, it’s not the question of choosing one over the other, but rather to make both kinds as eco-friendly as possible. The printed children’s book still wins over the e-book according to most research concerning engagement, comprehension, vocabulary development, etc. I like the digital media, but I love the paper book, the book as an object. When it comes to printed books we should in theory be able leave the books in the woods, or give them back to nature after their hopefully long life helping us to find our way in world.
Bókaslóðin | The Path of Books – mynd | Illustration: © Áslaug Jónsdóttir 2019
Útgáfutíðindi: Ég vil fisk! kom út á galisísku nú fyrir skemmstu. Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel. Í viðtalsgrein á netmiðlinum WORDS without BORDERS fjalla nokkir þýðendur um verkefnin sín, þar á meðal Lawrence Schimel um þýðinguna á Ég vil fisk!, sjá hér: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.
Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Book release in Galicia, Spain: Quero peixe! is out! Happy to announce that Ég vil fisk! (I Want Fish!) is now available in Galician, fresh from the printers, published by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Quero peixe! is translated by Lawrence Schimel, who in an article and interview at the site WORDS without BORDERS talks about this task. Further reading: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.
Quero peixe! is the seventh language for Ég vil fisk! has also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician.
Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.
Ljósmyndir: | Photos: © Alvarellos – Facebook – Verdemar – Facebook
Gleðilegt sumar! Ég spáði auðvitað í veðrið í gær, – og í dag, eins og þjóðin hálf. Og spáin var góð og sólin skein á öllum kortum. Svo leið og beið og dagurinn var sveipaður dularfullu mistri. Það ku hafa verið gosaska, moldryk og jafnvel fíngerður eyðimerkursandur sunnan frá Sahara sem skyggði á sólina. Hitamet voru engu að síður slegin þennan milda apríldag í Reykjavík.
Ég var eitthvað önnum kafin í borginni og tók ekki upp myndavélina. Hef ekkert mistur að sýna. Það voru heldur engar pönnukökur bakaðar í tilefni dagsins, ég hefði í mesta lagi náð að hræra í drullukökur. Þess vegna kemur hér mynd úr einni af fyrstu bókunum mínum: Á bak við hús – vísur Önnu, um stelpuna sem unir sér best í könnunarleiðöngrum á bak við hús, en fær lítið út úr dótinu sem hún á í stöflum, eða því að róla sér á fínum leikvöllum. Drullukökubakstur er eins og allir vita, lífsnauðsynlegur fyrir heilsuna.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
Summer, birds of spring: Today was the celebration of the First Day of Summer in Iceland. Thus it is. No matter how the weather turns out to be, the first Thursday after April 18th is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. It was a busy day and I didn’t manage to bake a cake to salute summer. Not that sugar and flour are my thing. But it’s the celebration that counts. And going out doors to look for signs of summer. I recall the happiness of finding the first dandelions and making the first mud-cakes. Hence the illustrations, that come from one of my early books: My Backyard – Annie’s Rhymes (1993). Mud cake making is, as everyone knows, an extremely healthy activity… Happy summer y’all!
Blandan verður brún og seig,
besta drullukökudeig.
Hnoða kökur, hræri graut,
hef svo fífla fyrir skraut.
My tasty dough is thick and brown,
My mudpies are the best in town.
I also serve sweet cakes of dirt
with dandelions, for dessert.
(Rhymes: freely translated by Robert Roth) @ All images: Áslaug Jónsdóttir
Stór skrímsli gráta ekki – og allra síst þegar þau koma út í lestrarbók á sænsku. Pósturinn bankaði upp á og færði mér þessi höfundareintök á Degi barnabókarinnar fyrr í vikunni, sem var auðvitað skemmtilegt. Läsresan er metnaðarfull bók fyrir byrjendur í lestri, gefin út af skólabókaforlaginu Majema í Svíþjóð. Leyfi var veitt fyrir endurútgáfu á Stora monster gråter inte í heild sinni, en í dálítið breyttri uppsetningu í þessu safnriti sem inniheldur margar vinsælar bækur og bókarkafla, ásamt ítarefni.
Þess má geta að allar níu skrímslabækurnar eru fáanlegar á sænsku, því flestar hafa þær selst upp og verið endurútgefnar, nú síðast Skrímsli í heimsókn, Monsterbesök, sem var endurútgefin á síðasta ári, 2018.
Big Monsters Don’t Cry – and certainly not when they appear in a Swedish book for young readers and students, called Läsresan – The Reading Journey, published by Majema scholastic publishing in Sweden. The postman brought me these copies fresh from the press on the International Children’s Book Day, April 2nd. It’s a nice book full of carefully selected stories, and among them ‘Stora monster gråter inte‘. It is published in the anthology as a whole, although it had to be arranged a bit differently for this format.
For monster interested readers of the Swedish language it can also be pointed out that all the nine books from the Monster series are available in Swedish, since nearly all of them have been sold out and reprinted, most recently Monster Visit, Monsterbesök, in 2018.
Quero Peixe! Ég vil fisk! er væntanleg á galisísku áður en langt um líður. Það er forlagið Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu sem gefur bókina út í þýðingu ljóðskáldsins og þýðandans óþreytandi: Lawrence Schimel. Ég vil fisk! hefur þá komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Á myndinni hér til hliðar fagna Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og útgefandi hjá Alvarellos nýjum og væntanlegum bókum forlagsins, en þýddar bókmenntir fyrir börn koma út undir merkinu Verdemar.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.
Coming soon in Galician: Quero Peixe! The publishing house Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain is soon to publish my book Ég vil fisk! (I Want Fish!) in Galician, translated by the wonderful writer and poet and energetic translator Lawrence Schimel. This will be the seventh language for Ég vil fisk!, that a part from Icelandic also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician. English, French and Spanish translations are available.
Photo above: At the Bologna Book Fair 2019 – Valgerður Benediktsdóttir from Forlagid Publishing and Henrique Alvarellos, celebrating new releases published by Alvarellos Editora by the label Verdemar.
Ljósmynd | Photo © Alvarellos / Facebook screenshot.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.
Ljósmynd | Photo ©Alvarellos – Facebook screenshot.
Kvennafrídagurinn 2018: Þegar þessi póstur rennur út á veraldarvefinn verður klukkan 14:55 og ég lýk mínum vinnudegi. Ég vitna í KVENNAFRÍ 2018: „Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár!“
Myndina hér fyrir ofan teiknaði ég fyrir tímaritið VERU árið 1993, fyrir 25 árum!!! Karlarnir klifruðu upp af blaðsíðunni úr textaspöltunum, konan sat neðst á síðunni. Og þar er hún enn. Umræðuefnin nú eru líka flest þau sömu og 1993 en tímaritið VERA er ekki lengur til. Hægt gengur, þó launajöfnuður mjakist í rétta átt. Annað fellur undir bakslag, enn eitt. Gamlar og nýjar #MeToo sögur hafa hrannast upp og enn er margt ósagt og óunnið í baráttunni við kerfi og kenningar sem eru skaðleg og ósanngjörn konum.
Stöndum saman um jafnrétti allra kynja – í dag sem aðra daga! Áfram stelpur!
Women’s Strike 2018: When I publish this post, the clock will be 14:55 GMT. And I’ll go on a strike. I quote Kvennafrí 2018 – WOMEN’S STRIKE: “According to the newest figures from Iceland Statistics, the average wages of women in Iceland are only 74% of the average wages of men. Women are therefore paid 26% less on average than men. Therefore, women have earned their wages after only 5 hours and 55 minutes, in an average workday of 8 hours. This means that, if the workday begins at 9 a.m. and finishes at 5 p.m, women stop being paid for their work at 2:55 p.m.”
I made this drawing for the women’s lib magazine VERA in 1993!!! The men were climbing from the columns upwards at the top of the page, the woman from the bottom of the page – where she still is… Some things may have changed for better, other for worse. There is still too much injustice, too many new and old #MeToo-stories have turned up, there is still so much unsaid about unfairness and harmful politics against women.
Fight for equality for all sexes! Protest and stand strong! Go on strike!