Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Melabakkar-19des2014-1

♦ Gleðilegt ár! Árið 2014 er senn á enda. Ég náði ekki ljósmynd af álftunum sjö sem flugu oddaflug fyrir glugga í dag. En ég ætla að telja þá sýn á síðasta degi ársins sem teikn um happ á nýju ári. Þar að auki segir í kvæðinu: „Á jóladaginn sjöunda / hann Jónas færði mér / sjö hvíta svani,…“ og svo framvegis. Takk Jónas! Ég fæ vonandi hjálp við „átta kýr með klöfum“ á morgun!
Með myndum af briminu og landbrotinu undir Melabökkum kveð ég árið og þakka allar heimsóknirnar á heimasíðuna. Lifið heil og gleðilegt ár!

♦ Farewell to 2014! I didn’t get a photo of the seven white swans that flew past my window today but I took it as a good omen for the new year, athough the swans were not swimming, as in: “On the seventh day of Christmas, / My true love gave to me, / Seven swans-a-swimming,… “ – and so forth. Flying is definitely better! But I still wonder if I should expect “Eight maids-a-milking” tomorrow… –?
With these photos from the seashore by our farm I wish you all the best in the year to come: Happy New Year 2015!
Melabakkar-19des2014-2

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12.2014

Lesið í skóginum | Outdoor reading

♦ UpplesturÞað var fallegt vetrarveður í Heiðmörk um helgina en þar heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólamarkað og selur jólatré allar helgar á aðventunni. Sunnudaginn 7. desember las ég um Skrímslakisa fyrir gesti í „Rjóðrinu“ við Elliðavatnsbæinn, en þangað er alltaf ævintýralegt að koma. Hér er Fb-síða jólamarkaðarins.

♦ Reading: The weather was calm and clear yesterday, Sunday 7th December, when I did reading for visitors in Heiðmörk, where the Reykjavík Forestry Association has a Christmas market at Elliðavatn farm. These snapshots show a bit of the atmosphere around lake Elliðavatn last Sunday.

 

Skrímsli og tröll | Monsters and trolls

Takid þatt Bibliotek♦ Upplestrarhátíð! Mánudagurinn 10. nóvember markar upphaf Norrænu bóksafnsvikunnar 2014 en þá er norrænni sagnahefð fagnað á fjölmörgum bókasöfnum á Norðurlöndum og í Baltnesku löndunum. Þema ársins er „Tröll á Norðurlöndum“ og að vanda voru valdar þrjár bækur til lestrar á sameiginlegri upplestrarhátíð. Bækurnar þrjár eru:
Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal,
Eyjan hans múmínpabba
eftir Tove Jansson, og
Stallo eftir Stefan Spjut.

Yfir 2000 bókasöfn og skólar taka þátt í upplestrarhátíðinni þar sem lesið er úr þessum bókum fyrir fjölda áheyrenda, á að minnsta kosti 11 tungumálum. Á síðunni Bibliotek.org er að finna upplýsingar á íslensku um bókasafnsvikuna og margvíslegt ítarefni. Hér er síða um Skrímslaerjur. Þá er gefinn út bæklingur með efni og hugmyndum sem tengjast þessum bókum og tema vikunnar. Brian Pilkington á heiðurinn að veggspjaldi og ýmsu myndefni síðunnar.

Skrímslaerjur♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row was selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014, a celebration of Nordic storytelling and literature. This years theme is trolls and monsters. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts today, Monday 10. November 2014, when illustrations and texts from these books will be available to the libraries taking part, for then to be read in at least 11 languages. More than 2000 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland take part. The website Bibliotek.org has a lot of information about the books and The Library Week in all the Nordic and Scandinavian languages.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE

 

Bókverkasýning í Breiðholtinu: Endurbókun | Book art exhibition: Re-booked

Reyfararnir reifaðir - Áslaug Jónsdóttir

♦ Bókverk: Á morgun laugardaginn 1. nóvember opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á bókverkum úr smiðju sjö meðlima í listamannahópnum ARKIR. Öll eru verkin unnin úr gömlum bókum sem flestar voru áður til útláns í Gerðubergssafni. Þessar slitnu og afskrifuðu bækur hafa nú verið „endurbókaðar“ á margvíslegan hátt. Sýnendur eru Áslaug Jónsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri. Nánar má lesa um bókverkin á bókverkabloggi ARKANNA og heimasíðu Gerðubergs.

♦ Book art: Along with six fellow artist in ARKIR book arts group I am opening an exhibition tomorrow, November 1st, at Gerðuberg Culture Center. Seven ARKIR-members show their works from recycled and re-used books at “Endurbókun” or “Re-booked”. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator. For further information check ARKIR book Arts blog and Gerðuberg’s website.

Artwork on poster/invitation below: Svanborg Matthíasdóttir.

ArkirEndurbokun bodskort

Skrímslin eiga afmæli! | Celebrating 10 years anniversary!

Skrimslin10araVeislaweb

♦ Útgáfuafmæli! Skrímslin halda upp á afmælið sitt um þessar mundir því að í haust eru tíu ár liðin frá því að fyrsta bókin um skrímslin kom út: Nei! sagði litla skrímslið, árið 2004. Síðan þá höfum við norræna tríóið: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapað fleiri ævintýri um skrímslin, alls átta bækur. Skrímslin tvö eiga vini um víða veröld því bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Skrímslin hafa líka stigið á svið, bæði stór og smá. Hér má lesa meira um það allt og samstarf okkar skrímslanna, sem reyndar nær allt til ársins 2001! Húrra, hvað það hefur verið gaman!

Afmælið gefur sannarlega tilefni til þess að þakka góðu samstarfsfólki frjótt og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Þar má nefna: Sigþrúði, Úu og Völu og alla hina á Forlaginu; fyrstu útgefendur okkar í Svíþjóð hjá Bonnier Carlsen; núverandi útgefendur okkar í Svíþjóð: Kerstin Aronsson og fólkið hennar á Kabusa; Niels Jákup og Marna hjá BFL; og ég má raunar til með að minnast á skrímslin í leikhúsinuÞórhall Kúlu-leikhússtjóra, Friðrik og Baldur Trausta og allt listafólkið hjá Þjóðleikhúsinu. En umfram allt þakka ég meðhöfundum mínum þeim Kalle og Rakel og síðast en ekki síst: litla og stóra skrímslinu, sem eiga í okkur hvert bein – eins og við í þeim.

Í tilefni af afmælinu endurútgefur Forlagið þriðju bókina, Skrímsli í myrkrinu, en fyrstu tvær bækurnar: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar árið 2011. Nýja bókin Skrímslakisi er einnig nýkomin út.

M3-Skrimsliimyrkrinu-CoverWeb♦ Book Birthday! Little Monster and Big Monster celebrate 10 years anniversary this fall. In 2004 the first book, No! Said Little Monster, was published in Icelandic by Forlagið, in Swedish by Bonnier Carlsen and in Faroese by Bókadeildin. We, the author-team of three: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, have since then created many more stories about the two monsters, we have even done monster-plays and puppet-theater! In all eight books about Little Monster and Big Monster, that are now being translated and published in still more languages. You can read more about our books and our collaboration here and see samples from the other books here.

I am grateful for the wonderful and inspiring time I have had working on the monsterbooks – and all the good people helping us along the way. Thank you Sigþrúður, Úa and Vala and all the others at Forlagið; thank you Bonnier Carlsen, our first Swedish publisher; thank you Kerstin Aronsson and all the staff at Kabusa; thank you Niels Jákup and Marna at BFL! Foremost I have enjoyed the collaboration with friends and authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and last but not least: I am happy to have met Little Monster and Big Monster. These two are still teaching me a lot about myself!

To celebrate the anniversary our publisher in Iceland, Forlagið, is reprinting the title Monsters in the Dark. (Skrímsli í myrkrinu). And the new book The Monster Cat (Skrímslakisi) has also just been released. It’s a monster-feast!

Gægjugat | Through the peephole

myrin2014-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin Páfugl úti í mýri – Orðaævintýri. Sýningin er hluti af Mýrinni, alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni sem haldin er á tveggja ára fresti í Norræna húsinu, – og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014. Sýningarstjórar eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. Ég kíkti í Norræna húsið um daginn, þegar undirbúningur stóð sem hæst, stóð hreinlega á gægjum! Fleiri myndir má sjá hér. Ég mæli eindregið með skemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna!

Mýrin Festival Program

Dagskrá – Mýrin Festival Program

♦ Photo Friday: Tomorrow there will be an opening of an exhibition in the Nordic house in Reykjavík, called: A Peacock in the Moor – A Fairy-tale of Words. The exhibition is inspired by a selection of new Nordic children’s books and is dedicated to the joy of reading and playing with words. It is a part of the International Children’s Literature Festival Mýrin, a biennial hold in the Nordic House in Reykjavík, – and Reykjavík Reads Festival 2014. The exhibition is designed by graphic artist Kristín Ragna Gunnarsdóttir and author Davíð Stefánsson. I went to the Nordic house last week and and took a peek through a magic hole in the wall! More photos here. Check out the links in this post if you want to know more!

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum er fyrsta þýdda bókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan af bláa hnettinum er frumlegt ævintýri sem mun höfða til aðdáenda Maurice Sendak, Dr. Seuss og Hans Christian Andersen.“  Í frétt á vef Forlagsins má lesa fleiri umsagnir.

NowIsTheTimeThisIsNotVerðlaunin voru veitt á fimmtugasta þingi UKLA-samtakanna, í Háskólanum í Sussex í Brighton. Þangað mættum við Andri Snær ásamt þýðandanum Julian Meldon D’Arcy og fleiri tilnefndum texta- og myndhöfundum. Verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna hlaut kanadíski teiknarinn og rithöfundurinn Jon Klassen, fyrir margverðlaunaða bók sína This is not my hat. Verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 12-16+ hlaut Michael Williams, rithöfundur og óperustjóri Cape Town Opera, með meiru, fyrir bókina Now is the Time for Running.

♦ Book award:The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, translated by Julian Meldon D’Arcy, received UKLA Book Award 2014 at a reception in The University of Sussex in Brighton on the 4th of July. Earlier this year The Story of the Blue Planet was shortlisted for the age 7-11, the first book in translation to be nominated and to win the award. Alayne Öztürk, President of UKLA said “UKLA is committed to the importance of a diverse range of literature for children and young people. We know that literature broadens the reader’s experience of the world and sense of the possible and thus should have a central place in classrooms and educational contexts. The exceptional quality of the shortlists this year and the truly outstanding winners shows that there are many gems to be found amongst the smaller presses and we are proud to be celebrating international authors and illustrators at our 50th International Conference”. Read more about the all on Andri Snær Magnason’s homepage!

I put the list of the shortlisted books below – I for one am looking forward to read a stack of them!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog. And author Andri Snær Magnason’s homepage. Publishers homepage: Pushkin Press, London. UKLA Book Award shortlists 2014More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Tilnefndar bækur 7-11 | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

BookAwardsShortlist2014

 

17. júní 2014 | The National Day of Iceland

17juni2014©AslaugJ

♦ Dagatalið: Í tilefni dagsins: Ég flaggaði auðvitað þótt ég kæmist ekki á Austurvöll til að fylgjast með forseta og forsætisráðherra … hipp húrra! Í fánastöng við hæfi! Annars eyddi ég megninu af deginum niðurrignd í rófugarðinum. Það var afar þjóðlegt. Og það ku hafa rignt ámóta fyrir 70 árum.
♦ The CalendarToday was the National Day of Iceland, with celebrations of the 70th Independence Day. Of course I had to fly the flag! The weather was typical for the day: with pouring rain, and I spent most of it fighting dandelions in the vegetable garden. Very appropriate.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2014

Tilnefning til ALMA verðlaunanna | Nominated to the ALMA Award 2015!

163x163♦ Tilnefning: Góðar fréttir! Á vef Forlagsins hefur nú verið greint frá tilnefningum til ALMA-verðlaunanna 2015, Astrid Lindgren Memorial Award, stærstu barnabókmenntaverðlauna heims. Í þetta sinn fellur sá heiður okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í skaut. Gaman!

♦ NominationGreat news! I have been nominated to the ALMA-award 2015, the Astrid Lindgren Memorial Award, the world’s largest children’s literature award. Two authors from Iceland are nominated: also Kristín Helga Gunnarsdóttir. Nice!

 

 

 

Dagur bókarinnar | World Book Day

10BestuBokjuryn2013♦ BókafréttirDagur Jarðar var í gær og þá gat ég sagt fréttir af Bláa hnettinum. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er svo í dag. Þann dag er einmitt tilkynnt um Bókmenntaverðlaun barnanna í Svíþjóð: Bokjuryn. Þar hafa bækurnar um skrímslin jafnan komist á lista. Í dag kom líka í ljós að Skrímslaerjur (Monsterbråk) var að mati barna í Svíþjóð valin ein af 10 bestu myndabókum ársins 2013, kom þar í fjórða sæti. Sjá frétt um alla vinningshafa hér á heimasíðu Bokjuryn.

♦Book NewsHappy World Book Day! Here is my advice for the day: If you don’t have the time to read a big novel today, try a good picturebook. It’s like reading a solid poem, you get the whole universe of a book, a whole story, in a short text. Combined with the visual art it stimulates so many parts of your brain. And if you dare, you might even connect with that inner child of yours.

Also: Good news from Sweden this morning! Monster Squabbles or Monster Row (Skrímslaerjur) is one of 10 best picturebooks in 2013, according to Swedish children or “The Children’s Book Jury. Se more about the winners of Bokjuryn here.

Föstudagurinn langi | Good Friday

FermingINRI♦ Myndlýsing: „Fermingarbarn, til fylgdar þig Hann kveður …“  Þessi mynd birtist í Degi heitnum og fylgdi pistli sem var skrifaður árið 1998 í tilefni af hinni árlegu fermingarvertíð. Dæmigerð íslensk ferming getur sannarlega verið vígsla inn í heim fullorðinna, en hefur, rétt eins og mammonskt jólahaldið, fátt sameiginlegt með hugmyndinni um lítillátan Jésú. Myndin rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá í dag raffíneraða mynd eftir Banksy: Jesus with Shopping Bags (2005).

♦ IllustrationThis is an old illustration (1998) I made for the long gone newspaper Dagur. For a short while I wrote a column in the paper and this collage accompanied an article about the Lutheran confirmation – the Icelandic style. The confirmand is usually showered with money and expensive presents at a big family gathering. For an 14-year-old it is almost impossible to turn down such a good deal, whether a religious youngster or not. The collage was made from the typical sesonal and associated advertisments.
Anyway, I saw Banksy’s elegant Jesus with Shopping Bags (from 2005) on the internet today so I remembered my own crucifix of the similar kind. And it is Good Friday.

Á tali í Tallinn | Seminar and Nordic forum in Tallinn

♦ Bókaþing! Ég verð í Tallinn á bókaþingum í vikunni, með spjall um skrímsli og fleiri kvikindi.
2. apríl: Seminar “Lasteraamatu sünd ja teekond” – Eesti Lastekirjanduse Keskuses.
3. apríl: II Põhja- ja Baltimaade kirjandusfoorum “Kas laps loeb?” – Nordic – Baltic Forum.

Og svo er 31. mars! Svona líður tíminn hratt.

♦ Book talk!  I will be in Tallinn later this week, talking about my books, the fellowship of monsters and such.
April 2.: Seminar “Lasteraamatu sünd ja teekond” – Eesti Lastekirjanduse Keskuses.
April 3.: II Põhja- ja Baltimaade kirjandusfoorum “Kas laps loeb?” – Nordic – Baltic Forum.

Already March 31! Time flies.

31marsAslaugJ

 

Brúður og ljóðlist | Puppets and poetry

SindriSilfurfiskur3

♦ Dagatalið: Nei, hættið nú alveg! Í gær var Dagur barnaleikhúsins. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur Dagur brúðuleikhússins og í Alþjóðadagur ljóðsins í þokkabót. Hvað skal segja? Ljóðskáldin eru svo mörg og góð að ég treysti mér ekki til að benda á neitt eitt í tilefni dagsins. Læt til dæmis Reykjavík bókmenntaborg um það. En mæli eindregið með ljóðalestri í dag! Það er alltaf tími fyrir eitt ljóð.

Í tilefni dagsins ætla ég samt að rifja upp eina hjartfólgna persónu: Sindra silfurfisk sem varð til í samvinnu við Þjóðleikhúsið og barnaleikhúsið Kúluna undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hér má sjá fleiri myndir úr sýningunni. Eins og gengur eru textar margsinnis endurskrifaðir og ýmsu hent út í handritsgerðinni. Þar á meðal fengu að fjúka frekar ískyggileg vers um hætturnar í hafinu. Hér er hluti af því kvæði, sem ætlað var til söngs:

Á fiskimiðum liggja lóð
og launráð falin köld,
– þú heldur beint á hættuslóð 
og hefur engan skjöld!
Þig drauganetin draga að 
með dularfullum seið; 
þó brjótast viljir beint af stað
þú berst samt þvert af leið. 

Það hafa ýmsir á því grætt
að öngla lítinn fisk.
Já, þannig verður öll þín ætt
að enda færð á disk.
Þín bíður ugglaust voðinn vís,
þín vörn er tæp um sinn
sem plokkfiskur í paradís
þú pottþétt svífur inn.

Það er eins gott að þetta fór ekki með. Nóg hef ég grætt börn í leikhúsi.

♦ The CalendarYesterday it was The World Day for Theatre for Children. Today, 21. March, is The World Puppetry Day and The World Poetry Day!  There are so many good poets, I dare not point out one for the occasion. But I wholeheartedly recommend reading a poem today – preferably every day!

The photo above shows a scene from a black light puppet theater show I wrote for the National Theater. You may find more information about Shimmer the silverfish here. There are a few professional puppet theaters in Iceland where of I would especially mention two: Bernd Ogrodnik’s Brúðuloftið in the National Theater and Helga Arnalds’ Tíu fingur. For further information on Icelandic puppet theater see Unima Iceland.

I would also like to recommend my special friends in the Faroe Islands: Karavella Marionett Teatur – run by Rakel Helmsdal, who did a puppet play with Little Monster and Big Monster from the book series.

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

Skrímslaerjur

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru:

  • Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson
  • Tröll eftir Stefan Spjut

Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri úr þessum bókum þann 10. nóvember 2014. Þá viku geta öll bókasöfn á Norðurlöndum og Baltnesku löndunum nálgast efni úr bókunum til lestrar á allt að 14 tungumálum. Árið 2013 tóku yfir 1500 bókasöfn og skólar þátt í verkefninu. Þess má geta að árið 2010 var Sagan af bláa hnettinum ein af bókum ársins, undir þemanu: „Töfraheimar Norðursins“.

♦ Book event: Monster Squabbles / Monster Row has been selected for reading in the annual Nordic Library Week 2014. A selection of three books has just been announced on the project’s homepage. The theme is trolls and similar creatures. The selected books are:

  • Monster Squabbles by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal
  • Moominpappa at Sea by Tove Jansson
  • Troll by Stefan Spjut

This celebration of Nordic books, libraries and reading starts on November 10. 2014, when illustrations and texts from these books will be available in up to 14 languages. Last year this event took place with the participation of more than 1500 libraries, schools and community centres in Scandinavia, the Baltic States, Greenland, Faroe Islands and Iceland.

Meira um skrímslabækurnar HÉR og HÉR. | More about the Monster series HERE and HERE.

bibliotek.org

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna | International Women’s Day

forstjorarnirAslaugJ

♦ Dagatalið: 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Já, já, það er enn þörf fyrir hann. Efast einhver? Teikningin hér fyrir ofan er meira en 20 ára gömul. Sumir gætu sagt að hún lýsti lúxusvandamáli miðað við það sem konur þurfa að kljást við víða um heim. Um leið og ég ímynda mér að eitthvað hafi breyst – þ.e. að konur í forystu geti átt fjölskyldu OG sinnt krefjandi starfi, þá heyri ég óminn af röddum sem hrósa körlum þessara sömu kvenna alveg sérstaklega: Þeir eru alveg einstakir, já, það er hreinlega merki um fyrirmyndar manngæsku ef þeir taka að sér að sjá um heimilið, um börnin, styðja sína konu… Þegar þessar raddir (ekki síður kvenna) gufa upp, hefur jafnréttinu verið náð – á því sviði. En launaseðlana vantar auðvitað á myndina …

Óska konum og körlum baráttugleði í dag!

♦ The Calendar: Today is International Women’s Day, March 8. The struggle for women’s rights is the fight for equality – for all, whatever the anti-feminists are gibbering. It is the fight  for everyone’s right to enjoy and develop both their feminine and masculine sides, if you like.
The illustration above is more than 20 years old. Perhaps something has changed, yes, maybe … still, not enough.

Have an enlightened International Women’s Day.

Konudagsblóm | Flowers on Woman’s Day

23feb2014blom1-AslaugJ

♦ Konudagurinn: Til hamingju með daginn konur! Og gleðilega Góu. Fallegt er veðrið og nóg til í búrinu. Er þá ekki allt gott? Hvernig er spáin?

Ég er ánægð með konudaginn. Einkum og sér í lagi af því að margir halda nú upp á sykurklístraðan Valentínusardaginn svo vonandi getur konudagurinn þá þróast í aðra átt. Ég ætla sannarlega að halda upp á daginn og skála fyrir formæðrum mínum, bústýrum og búkonum, þrautseigju þeirra og seiglu, þar sem þær máttu þreyja þorrann og góuna í þessu brjálaða landi. Ég ætla að mana allar konur, bústýrur nútíðar og framtíðar, til að hika ekki við að stýra og standa fyrir þeim búum sem nú tíðkast: fyrirtækjum og stofnunum, stórum og smáum (í þessu brjálaða landi – sumt breytist ekki). En það er eins og konur megi aðeins hoppa þar um í annarri skálminni …

Launamunur, glerþök, stöðluð og stöðnuð kynjahlutverk, þöggun, kynbundið ofbeldi og einelti … listinn er of langur. Vonandi eru konur að komast út úr þessum vonda vetri í kvenréttindabaráttunni. Það eru ýmis teikn á lofti um það. Gleðilegan konudag!

♦ Celebration: Today is “Woman’s Day”, the first day of Góa, the fifth winter month in the old Norse calendar. Yes, flowers and good food are in their place on Woman’s Day – a newer tradition than the Feast of Góa, but may have its origin in the part the mistress of the house played in welcoming the new month – or the month before: Þorri, starting with “Bóndadagur”, Man’s Day or Husband’s Day. It was the man’s turn to soften Góa – and perhaps at the same time: his woman? These two months were the hardest and therefore a good reason to honor the gods who controlled the weather and winds.

This is a day when one should honor the power and strength of women – and we sure still need that. I wish all women a very happy Woman’s Day and a mild and promising month of Góa!

23feb2014blom2-AslaugJ

Öll þessi hjörtu … | All these hearts …

MartaogMarius-AslaugJweb

♦ Dagatalið: Það er allt löðrandi í hjörtum hvert sem litið er í dag, enda er víða haldið upp á dag elskenda, dag vináttunnar: Valentínusardag. Myndlýsingin hér fyrir ofan úr sögunni Marta og Maríus, sem var gefin út árið 1998 í bókinni Sex ævintýri (– ég var hörð á þessum bókartitli, man ég, þrátt fyrir asnalegar athugasemdir sumra hjá útgáfunni). Sagan hefur ekkert með Valentínusardag að gera, en hjartnæmi vissulega! Ég ætlaði annars bara að minna á V-daginn og vona að súkkulaðið fari ekki öfugt ofan í neinn sem horfir á myndbandið hér fyrir neðan. Í dag var dansað gegn kynbundnu ofbeldi – enn mikilvægara að halda því áfram í kvöld og öll hin kvöldin …

♦ The Calendar: Valentine’s day. No, I don’t celebrate Valentine’s day. I chose to stick to the traditional Icelandic days: Konudagur (Woman’s/Wife’s Day), Bóndadagur, (Man’s/Husband’s Day) and Sumardagurinn fyrsti (First Day of Summer) to celebrate love and friendship. Still, I thought I’d wave some hearts, with this illustration from my book Six Fairy Tales, but foremost remind you to stand up and dance on V-day, and demand and end to violence against women and girls. Strike! Dance! Rise! Happy V-day!

One Billion Rising (Short Film) from V-Day Until the Violence Stops on Vimeo.

HEIMA – veggspjald | HOME – poster

HEIMA2014-A5Lweb      HEIMA2014-A5Dweb

♦ Grafísk hönnun. Veggspjöldin með stafaruglinu: B Ó K V E R K, voru hönnuð fyrir sýninguna HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik í Norræna húsinu 2014. Fyrir neðan eru tvær tillögur fyrir sama tilefni. Hönnun: Áslaug Jónsdóttir.

♦ Graphic design. Poster design for the exhibition HOME or, as in all the Scandinavian languages, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. In the Nordic house 2014. Below are two proposals. Design by Áslaug Jónsdóttir.

HEIM2-2014web      HEIM-2014web

Heima – bókverkasýning | Home – book art exhibition

Bodskort-HEIMA-web

♦ Bókverk. Ég er ein af ÖRKUNUM, hópi listakvenna sem stunda bókverkagerð af ýmsum toga. ARKIR taka þátt í norrænni farandsýningu sem nú er komin til Íslands og verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 16. Sýningin ber titillinn HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, og var fyrst sett upp í Silkeborg á Jótlandi á síðasta ári en fór þaðan til Nuuk á Grænlandi. Hún verður aftur sett upp á Jótlandi og síðar í Kaupmannahöfn. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók fyrir bloggvef ARKANNA.

♦ Book art. I have been busy working on graphics and exhibition design for the book art exhibition HOME, which opens in the Nordic house in Reykjavík tomorrow at 16. pm. This is a touring exhibition: It opened last year in Silkeborg in Denmark, for later to travel all the way to Nuuk in Greenland. Now in Iceland until February 23rd. It will travel back to Denmark and be on display in Copenhagen later this year. Below are some photos I took for my book arts group: ARKIR and our blog.

Ár á enda | Farewell to 2013

Aramot-AsJons

♦ Áramót: Árið 2013 er á enda. Vonandi verður árið 2014 heillaár fyrir heiminn. Ég óska ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar og þakka fyrir allar fjölmörgu heimsóknirnar á heimasíðuna. Ég reyni auðvitað að hafa líflegt á fréttablogginu á næsta ári. Enda síðasta póst ársins á myndum úr Melasveit, svölustu sveitinni! Gleðilegt ár!

♦ New Year: Goodby 2013! I wish all my readers and visitors of this site, an artful, happy and prosperous New Year 2014. Since I opened my homepage I have had so many visitors from all over the world, thank you for visiting!
My old home county has been just the right set for the holiday season: cold and snowy. After a short walk outside, you just want to go inside and curl up with a good book … ahhh. – – – Happy New Year!

Vetur5Melabakkar-©AslaugJ

Verum glöð og góð! | Reading for the Red Cross

♦ Upplestur: Á morgun, laugardaginn 14. desember, tek ég þátt í glimrandi góðri aðventuhátíð sem haldin er á því aðdáunarverða menningarheimili Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Allur ágóði rennur til Fjölskyldumiðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík. Kynnið ykkur dagskrána! Eitthvað við allra hæfi. Og ég skal lesa fyrir börnin milli klukkan 15-16.

♦ Reading: I am participating in a fundraising event at the adorable culture house Hannesarholt, Grundarstígur 10, Reykjavík – tomorrow, Saturday 14. December. Talks, readings, song and music, Christmas crafts, cakes and coffee! And I’ll be reading for the children by the fire at 3-4 pm. All funds go to the Red Cross in Iceland.gefum og gleðjumst.a3

Jólapakkar | Christmas gift wrapping

SkrímslaPakki2AslaugJ

♦ Sýning. Á sunnudag, 1. desember, opnar sýningin „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar í Aðalstræti 10. Tuttugu hönnuðir og listamenn sýna jólapakka af öllum stærðum og gerðum, frá 1. desember 2013 til 7. janúar 2014. Og ég tek þátt í sýningunni með dyggri aðstoð litla og stóra skrímslisins!

Ég hafði tvennt í huga þegar ég útbjó pakkana fyrir sýninguna: annars vegar bækur og hins vegar endurvinnslu. Ég gef oftast bækur í jólagjöf og stundum eru það reyndar mínar eigin bækur. (Þetta hafa ættingjar og vinir þurft að þola). Skrímslabækurnar eru auðþekkjanlegar í laginu og þegar innhald gjafarinnar er svo augljóst hef ég kannski bara brugðið slaufu utan um bókina. En nú reyndi ég að vanda mig aðeins meira …

Eins og mörgum óar mér gjafapappírsflóðið um jólin. Það er eitthvað alveg galið við að rífa fallegan pappír í tætlur og henda í ruslið. Ég átti dágott safn af gömlum, notuðum jólapappír og ákvað að endurvinna hann. Umbúðirnar eru því einskonar pappírsdúkur sem er ofinn úr notuðum jólapappír. Slaufur á pökkunum eru líka úr endurunnum gjafapappír. Sumstaðar er pappírinn svolítið snjáður eða krumpaður, en hvað gerir það til? Litla skrímslið og stóra skrímslið eru hæstánægð með gjafirnar og koma færandi hendi. Þau vita að bók er best!

SkrimslaPakki1AslaugJ♦ Exhibition. I am participating in the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at CRAFT AND DESIGN in Aðalstræti 10, Reykjavík. Twenty designers and artists show creative Christmas packaging and wrapping design. My theme is recycling and books, since there is no Christmas without books under the tree! The gifts are wrapped up in recycled, woven Christmas wrapping paper, with paper bows from recycled paper. The books are represented by the characters from the Monster series, who had a hand in whole process …

The exhibition opens Sunday, 1. Dec and is open until 7. January 2014. Go take a look!

Skraf í skólum | School visits

skaldlogo♦ Höfundaheimsóknir.  Ég hef kíkt í nokkrar skólaheimsóknir að undanförnu, bæði ein og með öðrum höfundum eins og Sigrúnu Eldjárn í dagskránni Skáld í skólum og með Andra Snæ Magnasyni. Alls staðar er okkur höfundunum vel tekið af heimsins bestu lesendum og áheyrendum: börnunum. Takk fyrir frábærar móttökur!

Ég vil benda skólum, kennurum, félagasamtökum og öllum sem hafa gaman af skrafi höfunda og upplestrum úr bókum að kynna sér þjónustu Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands. Taxta fyrir heimsóknir má finna hér og fyrir Skáld í skólum hér.

♦ Author visits. The last few weeks I have been visiting a number of schools and kindergartens, either by myself or along with other authors: Sigrún Eldjárn and Andri Snær Magnason. Everywhere we have enjoyed meeting the world’s most eager readers and enthusiastic crowd: the children. Thank you all!

For all kinds of author visits in Iceland I recommend teachers and others interested to contact: The Writer’s Center of the Writer’s Union of Iceland. Rates for visits: here and for the program Skáld í skólum here. For visits abroad contact The Icelandic Literature Center.

Tenglar | Links:
Myndir frá heimsókn í Sendiráð Bandaríkjanna – FB | Photos from visit in the US Embassy – FB page.
Myndir frá heimsókn í Akurskóla | Photos from a visit in Akurskóli, Reykjanesbær.

Vetrareldur | Fire sculpture

Fire1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Viðarskúlptúrar brunnu við Ægisíðu í kvöld og skuggalegar verur heilsuðu myrkrinu. Þetta voru gjörningar í tengslum við sýninguna og ráðstefnuna Tenging norður“ í Norræna húsinu.
♦ Photo Friday. Burning sculptures and a performance of shadow creatures lightened up the dark at Ægisíða shore in Reykjavík tonight. The event was a part of the exhibition and conference Relate North at the Nordic House in Reykjavik.

Fire3©AslaugJ

Fire2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.11.2013

Verðlaunahátíð | Award ceremony in Oslo

vuorelaKarikko

♦ Hátíð! Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldin með lúðraþyt og söng í norska óperuhúsinu í Ósló í síðustu viku. Þar var sannarlega gert vel við okkur tilnefnda höfunda og annað gott fólk. Skrímslaerjur voru tilnefndar fyrir hönd Íslands ásamt bókinni Ólíver eftir Birgittu Sif. Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 hlutu finnski rithöfundurinn Seite Vourela og samlandi hennar, myndhöfundurinn Jani Ikonen, fyrir verkið Karikko eða „Blindsker“. Bókin hefur enn einvörðungu verið gefin út á finnsku en verður vonandi þýdd á fleiri tungmál hið fyrsta því allt bendir til þess að verkið sé vandað og frumlegt. Myndlýsingarnar Jani Ikonen eru sannarlega heillandi: myrkar og dularfullar. Fyrir áhugasama um bókina og höfundana bendi ég á tenglana hér í færslunni og fyrir neðan.

|  Um Karikko á vef Norðurlandaráðs  |  Kynningarefni útgefenda í Finnlandi – á ensku  |  Myndlýsingarnar Jani Ikonen  |  Heimasíða Jani Ikonen  |  Um Seita Vuorela hjá WSOY  |  Historisk prisvinner – Umfjöllun á vefritinu Barnebokkritikk.no  |  Bókadómur á barnebokkritikk.no  |  Bókarkynning á FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – Grein á SvD  |

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden, en margar gríðarlega fínar bækur voru tilnefndar svo sem Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þá voru afar áhugaverðar tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem og kvikmynda- og tónlistarverðlaunanna. Verðlaunahafar eru allir vel að heiðrinum komnir.

„Gala-verðlaunahátíð“ Norðurlandaráðs var nokkuð umdeild meðal bókmenntafólks, bæði fyrir og eftir hátíðina. Viðburðurinn var í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva í Skandinavíu og formið í stíl Óskarsverðlaunahátíðanna eða eins og tíðkast við afhendingu Grímu- og Eddu-verðlauna. Þar er auðvitað þaulvant fólk í sviðsetningum í sínu rétta umhverfi. Ekki gefið að það sama gildi um alla listamenn. Það má líka velta fyrir sér hvort formið henti kynningu á hinum ýmsu listgreinum, eða vísindagreinum, án þess að ítarlegri umfjöllun eigi sér stað.
Hér fyrir neðan eru tenglar á tvær danskar greinar með gagnrýni á sjálfa hátíðina:

Politiken: Anders Hjort – Kritik af Nordisk Råds prisfest: Der er gået for meget Oscar i den. 
Weekendavisen: Klaus Rothstein – “And the Nordisk Råds Litteraturpris 2013 goes to…”

Fyrir utan það að hitta stórskemmtilegt fólk úr röðum barnabókahöfunda, þá var það tónlistin sem átti stóran þátt í því að gera hátíðina eftirminnilega. Það voru einu „heilu“ verkin sem gestir hátíðarinnar fengu að njóta, en örkynningar á tilnefndum verkum og listamönnum gerðu lítið fyrir listina. Gaman væri ef hægt væri að koma á fót tveggja til þriggja daga listahátíð, sem færi á undan verðlaunaafhendingunni, með þátttöku listamanna og almennings. Það ku hafa verið reynt, en tæplega til fullnustu. Undirbúningur og form hátíðarinnar var langt í frá hnökralaus ef marka má það sem að snéri að barnabókahöfundunum, en fráleitt að það skyggi á gleðina yfir nýjum og glæsilegum verðlaunum. Það er óhætt að óska aðstandendum og öllum norrænum barnabókahöfundum til hamingju með verðlaunin! Vel mætti skrá 50 barnabókahöfunda á sérstakan heiðurslista, lista norræna barnabókahöfunda sem hefðu átt að hljóta þessa viðurkenningu fyrir bækur sínar, en rúmlega fimmtíu rithöfundar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

♦ Award ceremony! Did I mention the nomination of Skrímslaerjur (Monster Row) to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013 …? I guess I did … All went well at the award ceremony in Oslo last week. The prize went to the Finnish author Seite Vourela and illustrator Jani Ikonen for Karikko (The Reef). The book is still only available in Finnish (rights sold to Hungary and Germany) but it will hopefully be translated to many languages before too long. Jani Ikonen’s illustrations are fascinating: dark and mysterious.
Se links to more information below.

|  About Karikko at The Nordic Council’s website  |  Publisher’s info about the book  |  Illustrations by Jani Ikonen  |  Jani Ikonen’s homepage  |  About Seita Vuorela – Publisher WSOY  |  Historisk prisvinner – in Norwegian: article at Barnebokkritikk.no  |  in Norwegian: Review at Barnebokkritikk.no  |  Info at FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – in Swedish: article in SvD  |

The Nordic Council Literature Prize went to Kim Leine and his book Profeterne i Evighedsfjorden. See more about the winners of all The Nordic Council’s prizes 2013 here.

It was great fun to meet all the artists in Oslo, but a Nordic Art Festival prior til the award ceremony would sure be in its right place, so everyone could enjoy and learn more about all the interesting nominated books, music, films and science projects. The new children’s book prize was awarded for the first time, giving every Nordic children’s books author a reason to rejoice. But my biggest congratulation goes to Seite Vourela and Jani Ikonen! Onneksi olkoon!