Vetrarsólhvörf | The shortest day

VetrarsólstöðurFallegur dagur og friðsælt við Bakkavík á Seltjarnarnesi. Sólris var kl 11:22 í Reykjavík, en það var ekki fyrr en um það bil hálftíma síðar að sólin kíkti upp yfir fjallgarðinn. Á morgun má fagna því að dag fer aftur að lengja.

Winter solsticeA few photos from today, 21. December, the shortest day of the year. I had a nice walk in Seltjarnarnes, watching the sunrise at around 12 o’clock (In Reykjavík: sunrise at 11:22 am, sunset at 3:29 pm). Tomorrow we can celebrate a longer day… by 3 seconds!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.12.2018

Heimsókn til Lettlands | Visiting Latvia

Hjá góðum gestgjöfum: Í Norrænu bókasafnsvikunni 2018, sem var 12.-18. nóvember, átti ég því láni að fagna að vera boðin til Lettlands. Leiðin lá til Rīga, Sigulda og Júrmala en heimsóknin var í boði skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og bókaútgáfunnar “Liels un mazs”, sem síðsumars gaf út fyrstu bókina um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið eða Briesmonītis teica Nē!Hvarvetna var mér tekið með kostum og kynjum og ég naut leiðsagnar heimamanna um borgir og bæi. Lesendur hitti ég í skólum, leikskólum og bókasöfnum og var ævinlega leyst út með fallegum gjöfum, bókum og blómum. Hjartans þakkir fyrir móttökurnar! Paldies!

With marvelous hosts: In The Nordic Literary Week 2018, I had the honor of visiting Latvia for the first time. I did workshops and school visits that were planned by the Nordic Council of Ministers’ Office in Latvia and the excellent publishing house Liels un mazs, who released the first book in the Monster series earlier this year, titled Briesmonītis teica Nē!I went to Rīga, Sigulda and Jūrmala where I met young readers in schools, kindergartens and libraries. I was treated with such generosity by all my hosts, invited to guided tours of the townships, receiving lovely presents, books, flowers and good food. A truly warm welcome and wonderful reception everywhere! Paldies!

Paldies!


Skrímslavinnustofur: Hér fyrir neðan eru myndir frá vinnustofu barnanna í Domdaris-skólanum íRīga. Krakkarnir sköpuðu og fjölbreytt skrímsli og gátu unnið áfram með sköpunarverkin sem einfaldar leikbrúður.

Monster workshops: Photos from workshop and visit to Domdaris primary school in Rīga. The children created all sorts of monsters they could then use as simple puppets.


Frá vinstri | From left: Iveta Hamčanovska, Áslaug, Ligita Zīverte, Ieva Hermansone, Sanita Muizniece.

S! fyrir Sigöldu! Í bókasafninu í Sigulda hitti ég fleiri hópa barna úr nálægum leikskólum og skólum og þar skorti heldur ekkert á sköpunargleðina. Að þeirri vinnu lokinni fengum við góða leiðsögn um Sigulda kastala og innlit á vinnustofur handverksfólks. Við svifum með kláfferju yfir dalinn og þó að það rigndi daginn langan var fegurð svæðisins augljós, hvar skógur þekur ása og áin Gauja liðast um dalbotninn.

S! for Sigulda! I experienced a very nice visit to Sigulda where I held workshops for children from kindergartens and schools. Afterwards I had the chance to see a bit of the sights: the ruins of medieval Sigulda Castle, a peek into designer’s and craftmen’s studios and a fun ride in the cable car across the valley, running from Sigulda to Krimulda, offering a perfect bird’s-eye-view over the woods and the valley and the Gauja river. Although it rained that day the beauty of the scenery and the charm of the area was unmissable.

Hér fyrir neðan: Handagangur í öskjunni á bókasafninu í Sigulda. Skjáskot af myndasafni bókasafnsins í Sigulda. Hér á Apriņķis.lv má sjá ljósmyndir frá heimsókninni.

Below: At Sigulda County Library. For more photographs from the workshop and the visit see photos and text in Latvian here at Apriņķis.lv (or click on the screenshot below).

By the ruins of the medieval Sigulda Castle, where an opera festival is held in June every year. | Við rústir Sigulda kastala en þar er meðal annars haldin óperuhátíð í júní, ár hvert.


Monster friends in Jūrmala. | Skrímslavinir í Jūrmalas Alternatīvā skola.

Júrmala: Skrímslavini hittum við líka í Jūrmalas Alternatīvā skola og í nýju og glæsilegu bókasafni bæjarins (sjá fleiri myndir hér á Fb). Bærinn Júrmala liggur á þröngu eiði milli Rīgaflóa og árinnar Lielupe. Um ár og aldir hafa langar hvítar sandstrendur laðað þangað sumarleyfisgesti og bæinn allan prýða gömul og glæsileg timburhús. Þar blómstrar menningin líka, til dæmis í reisulegu tónlistarhúsinu, Dzintari tónleikahöllinni. Heimsókn í myndlistaskólann, Jūrmalas Mākslas skola, var sömuleiðis áhugaverð og fjölbreytni og fagmennska í listkennslunni aðdáunarverð. Skólabyggingin myndar ásamt bókasafninu og tónlistarskólanum miðstöð listmenntunar barnanna í Júrmala, sem er til mikillar fyrirmyndar.

JūrmalaWe also met energetic groups of monster friends at Jūrmalas Alternatīvā skola, as well as in the splendid new city library there. (See more photos here on FB). Jūrmala lies only about half an hours drive from Rīga, on a narrow strip of land between the Gulf of Rīga and the river Lielupe. It’s a popular seaside resort in the summertime but the long white and sandy beaches are also perfect for a relaxing stroll in wintertime. Just as in Sigulda and in Rīga, every spot breathes with a long history of culture. We were invited for a tour in the Dzintari Concert Hall, and visited the art school, Jūrmalas Mākslas skola, that along with the library and the music school forms a center of art, culture and education of exceptionally high quality.

Á ströndinni | at the beach by Jūrmala.


Kristīne Jonuša, Alīse Nigale, Áslaug, Sanita Muizniece – and Briesmonītis teica Nē! 

BókaútgáfanVitanlega var heimsókn til útgefenda á dagskránni. Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, kom út í sumar á lettneska hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Útgáfa Lies un mazs er sérlega fáguð og metnaðarfull, svo eftir hefur verið tekið, en forlagið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna fyrir starfið. Meðal annars hlaut Liels un mazs tilnefningu á úrvalslista Bologna bókamessunnar sem „besti útgefandi barnabóka í Evrópu“. Frumútgáfur þeirra eru augnakonfekt og augljóslega er skýr listræn stefna sem ræður vali útgefenda. Sannarlega upplífgandi viðhorf að gæði frekar en væntingar um metsölu ráði för. Alīse Nigale útgefandi og hennar fólk tóku sérlega vel á móti gestinum! 

Ég verð líka að þakka skipuleggjendum og leiðsögumönnum mínum sérstaklega: Ieva Hermansone frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og Sanita Muizniece, ritstjóra hjá Liels un mazs sem túlkaði fyrir mig og aðstoðaði í öllum vinnustofunum. Sanita er einnig ritstjóri hjá einni áhugaverðustu teiknimyndabókaútgáfu Evrópu og þó víðar væri leitað: kuš! komikss. Hér má lesa um útgáfuna.

PublishersVisiting my brilliant Latvian publishers in RīgaLiels un mazs, – was a thrill. Their original Latvian titles and projects are totally amazing. A fine artistic quality production. No wonder Liels un Mazs has received several recognitions for their work. Last year the publishing house was shortlisted for an award at the Bologna book fair as the “best children’s publisher of the year in Europe”. So I am very happy that the first book in the series about Little Monster and Big Monster, No! Said Little Monster, was published in Latvian by Liels un mazs earlier this year. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš.

I must mention the excellent organizers of my visit to Latvia: Ieva Hermansone from the Nordic Council of Ministers’ Office and my patient interpreter and helper in all the workshops: Sanita Muizniece, who is an editor at Liels un mazs, and also a editor and publisher of the remarkable comic-book production: kuš! comics, – an awesome and inspiring publication. See link!


Dagur í RīgaBorgin er bæði forn og fögur og eins og í fleiri borgum skapar vatn óviðjafnanlega stemningu og andrými. Rīga stendur við ósa fljótsins Daugava sem streymir lygnt til sjávar og endar þar sinn yfir 1000 km langan farveg. Að auki marka síkisskurðirnir, Pilsētas kanāls, elsta hluta borgarinnar. Ég hafði ekki mikinn tíma til að skoða borgina en eftir það stendur tvennt upp úr: matur og bókmenning. Fjórar byggingar mynda matarmiðstöðina Rīgas Centrāltirgus sem er dásamleg með öllu sínu ferskmeti: kjöti, fisk, mjólkurvörum, grænmeti og ávöxtum. Eins og aðrir Norður-Evrópubúar kunna Lettar þá list að salta, reykja, sulta og súrsa. Trönuber, sveppir, hunang, hnetur, epli og fleiri ávextir voru líka áberandi í haustuppskerunni. Þá var þjóðarbókhlaðan, Latvijas Nacionālā bibliotēka, ekki neitt augnagróm. Einfaldlega með glæsilegustu bókasöfnum heims. Þarna eru strax komnar tvær ástæður fyrir því að ég gæti hugsað mér að heimsækja Lettland aftur: matur og bækur …

A day in RīgaI had a lovely day in Rīga although I didn’t manage to see but a tiny portion of the city’s attractions. But what I saw made me want to visit Rīga again – as well as other parts of Latvia! Just as in many other cities, water shapes the mood. The wide river Daugava creates a serene atmosphere in the midst of this bustling city. As do the city canals, Pilsētas kanāls, the old moat of historic Rīga.

I fell for two sites in particular: One was the enormous and absolutely delightful food market, Rīgas Centrāltirgus, situated in four large halls, loaded with fresh meat, fish, dairy products, vegetables and fruit. And like many other nations of Northern Europe, Latvians know the art of preserving food by salting, smoking, conserving, pickling and fermenting. And of course making use of their many sorts of fresh native produce: berries, mushrooms, honey, nuts and fruits.

Another favorite was The National Library of Latvia, Latvijas Nacionālā bibliotēka, – simply breathtaking. Not only a grand piece of architecture but also a well-functioning establishment, with interesting exhibitions (like the traveling exhibition “To Be Banned” Baltic Books 1918-1940) and of course book collections of all sorts.

And now, I have already two very good reasons to visit Latvia again: food and literature…

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-15.11.2018

Meira um skrímslinÞví er við að bæta að meðhöfundar mínir að skrímslabókunum hafa líka verið á faraldsfæti. Um það má lesa á heimasíðum þeirra, hér hjá Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurna og samstarf höfundanna.
lesa bókadóma og umfjöllun.
… lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

More about the monstersI can add that my co-writers of the Monster series have also been traveling, see their blogs: Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read reviews and lists of translations.
… read all the latest news on the series.

Skrímsli í vanda – umfjöllun | Monsters in Trouble – new reviews

BókadómarVegna tilnefninga til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 birtust bókadómar í nokkrum frétta- og netmiðlum skömmu fyrir verðlaunaafhendinguna í Ósló þann 30. október, um bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Eins og áður hefur komið fram var Skrímsli í vanda tilnefnd og hér neðar eru brot úr umsögnum.

Book reviewsPrior the Nordic Council Award ceremony, new book reviews were published in several news and web media. Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) was nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, and below are few clips from these articles. 


„Hér er tekist á við stórar siðferðilegar spurningar í samræmi við þroska þeirra sem lesa eða lesið er fyrir en bækurnar eru ætlaðar yngstu bókormunum.“
– Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur – RÚV 28.10.2018 🔗

„Historien illustreres med sterke virkemidler, både i tegningene av monstrene, som kan se truende ut med pels og skarpe tenner, men som ikke er for farlige når det kommer til stykket, og i selve tekstens typografi, der enkelte ord står med tjukke typer.
Det er ikke unaturlig å assosiere til flyktninger eller andre nødstilte som trenger hjelp. Det finnes mange måter å vise omsorg på, uten at det skal gå på din egen integritet løs.“
– Anne Cathrine Straume, Med tro på fremtiden – NRK 26.10.2018 🔗

„Stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar bera söguna áfram og velta upp ýmsum möguleikum um hvað geti hafa komið fyrir loðna skrímslið án þess að veita nákvæm svör. Lesendur vita því ekki hvort loðna skrímslið missti hús sitt í eldgosi eða sprengjuregni. Þetta veitir foreldrum kærkomið tækifæri til að ræða við börn sín hlutskipti fólks sem lendir í náttúruhamförum eða stríðsátökum. Á endanum er það heldur ekki aðalatriðið hvers vegna sumir eiga engan tryggan samastað í tilverunni, það sem skiptir máli eru viðbrögð okkar og samhugur því með samkenndina að leiðarljósi getum við gert heiminn að betri stað.“
– Silja Björk Huldudóttir, Mbl 26.10.2018

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no er einnig hér – en þar er talsvert um rangfærslur/misskilning í endursögn o.fl. sem ber að taka tillit til.

Fyrri umsagnir má lesa hér. | More reviews (in Icelandic / English / Swedish) here.


Svolítið um öfund og samkeppni milli þjóðaÉg má til með að minnast á þessa fyrirsögn í frétt hjá Danmarks Radio – sem birtist rétt eftir að tillkynnt var að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs yrðu veitt Auði Övu fyrir bók hennar Ör. „Danir sniðgengnir… “ segir þar. „Danskere forbigået til stor nordisk litteraturpris.“ Auðvitað glöddumst við landar hennar Auðar. Það er gaman að vera með Íslendingum í útlöndum þegar vel gengur, við fögnum með vinum sem hljóta verðskuldaða viðurkenningu – en var þetta virkilega keppni milli þjóða? Áfram Ísland? Eru allir bara alltaf í boltanum? Nei, listaverkið vann. Listin og skapandi hugsun vann til verðlauna þetta kvöld. Verk og verkefni sem eru gagnrýnin, örvandi, stuðandi, hvetjandi, lýsandi, skarpskyggn og djúp. Þessi verk sem hreyfa við okkur.

Íslendingum er fullljóst að fámennið gerir margvíslega listsköpun, svo ekki sé minnst á varðveislu þjóðtungunnar, að kraftaverki. Bara það að vera til sem sjálfstæð þjóð með eigin tungu og menningu er afrek. Að vera listamaður á Íslandi er undur. Við erum í sigurliðinu á degi hverjum. Allt umfram það er fáránleg lukka. En einkum virðist öfund og brengluð samkeppni hrjá stærri Norðurlandaþjóðirnar, ég man a.m.k. ekki eftir því að vér fá og smá höfum tekið það nærri okkur að vinna ekki til verðlauna. Því hér tapar enginn.

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no kemur einnig inn á þessa skringilegu hugsun. Hér er það nefnt að við höfundar Skrímsli í vanda séum frá þremur löndum – tilnefnd frá Íslandi (þ.e. Skrímsli í vanda var tilnefnd, en ekki sænskar/færeyskar hliðstæður). „Det kan også være interessant å spørre seg hvilket nordisk land som bør få prisen, hvis boken skulle vinne? Siden bøkene er resultat av et nordisk samarbeid, bør vel da prisen deles.“

Þetta er aldeilis frumleg tillaga! Kannski hefði Ísland bara stolið öllu saman!? Ég veit ekki í hvað er vitnað, Smugudeiluna kannski? Ef einhver er í vafa, þá deilum við höfundarnir smáum ritlaunum okkar réttlátlega, og það höfum við ávallt og einnig gert þegar verðlaun eiga í hlut. En ef við hefðum unnið til verðlauna í síðustu viku, þá við hefðum aldrei deilt verðlaunafénu með neinu þjóðríki sérstaklega, öðruvísi en í gegnum lögbundna skatta. En við hefðum sannarlega deilt gleði okkar með vinum og vandamönnum, samverkafólki og listamönnum og hverjum þeim sem hefðu samglaðst okkur: vinum skrímsla, íslenskrar tungu og bókalistar – hvar á hnettinum sem þeir búa!

A thought on jealousy and the rivalry of brotherly nationsFor an Icelander it somewhat hard to understand the really tough competition other (bigger) nations are dealing with. Coming from a thin populated island with a nation of around 350.000 people speaking/writing in a language no one else understands, just about everything we do is a win. Artistic existence is a miracle. Every artist on our island is important and necessary and already just by existing we have won. Anything beyond that is an amazing fun. Or just: hah! We never expected that. Well done!

So when the Danish Public Radio writes: „Danes [Danish authors] shunned…“ – and: „The Nordic Council Literature Prize went to Icelandic Auður Ava Ólafsdóttir – you know there is something wrong with how some people think about literary and artistic awards. Here’s the surprise: It’s the ART that is awarded! All the works that got awarded were inspiring, creative, sharp, critical, encouraging, brave and deep. This year the awards went to artists and project leaders from Iceland, Faroe Islands, Greenland and Norway.

Also: a critic at the Norwegian website Barnebokkritikk.no wrote about our picture book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) – written by us three co-authors from Iceland, Sweden and Faroe Islands, published in the three countries, but only the Icelandic version (in Icelandic) was nominated by Iceland:
It might also be interesting to ask which Nordic country should receive the prize if the book should win? Since the books are the result of a Nordic cooperation, then the price should be shared.”

Really!? Shared? Wow… fancy that idea! If someone wonders, we, the three authors of the Monster series, share our small royalties fairly, – just as we have shared the prizes we have won so far (yes, we have won prizes) – and if we had won this time, we would NOT have shared the prize particularly with the three states or countries. We would surely have shared the joy with all our friends and family and colleagues and artists and whoever is happy for us and for our art, – and perhaps that weird Icelandic language – where ever they live!

Norrænar bókaveislur | Celebrating literature in Helsinki and Oslo

Katrín Jakobsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2018Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.

The Nordic Council awards 2018The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.

Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.

The Nordic nomineesTwelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki

Children’s book authors at Helsingfors Bokmässa. Moderator Karri Miettinen

Með „mömmu“ Einars ÁskelsÞað var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.

With Alfie Atkins “mom“It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.

Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gunnilla Bergström, Áslaug Jónsdóttir

VeturveðurVið Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!

Winter citiesDespite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!

Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki

Kvennafrí 2018! | Go on strike!

Kvennafrídagurinn 2018Þegar þessi póstur rennur út á veraldarvefinn verður klukkan 14:55 og ég lýk mínum vinnudegi. Ég vitna í KVENNAFRÍ 2018: „Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55. Með þessu áframhaldi ná konur ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047 – eftir 29 ár!“

Myndina hér fyrir ofan teiknaði ég fyrir tímaritið VERU árið 1993, fyrir 25 árum!!! Karlarnir klifruðu upp af blaðsíðunni úr textaspöltunum, konan sat neðst á síðunni. Og þar er hún enn. Umræðuefnin nú eru líka flest þau sömu og 1993 en tímaritið VERA er ekki lengur til. Hægt gengur, þó launajöfnuður mjakist í rétta átt. Annað fellur undir bakslag, enn eitt. Gamlar og nýjar #MeToo sögur hafa hrannast upp og enn er margt ósagt og óunnið í baráttunni við kerfi og kenningar sem eru skaðleg og ósanngjörn konum.

Stöndum saman um jafnrétti allra kynja – í dag sem aðra daga! Áfram stelpur!


Women’s Strike 2018When I publish this post, the clock will be 14:55 GMT. And I’ll go on a strike. I quote Kvennafrí 2018 – WOMEN’S STRIKE: “According to the newest figures from Iceland Statistics, the average wages of women in Iceland are only 74% of the average wages of men. Women are therefore paid 26% less on average than men. Therefore, women have earned their wages after only 5 hours and 55 minutes, in an average workday of 8 hours. This means that, if the workday begins at 9 a.m. and finishes at 5 p.m, women stop being paid for their work at 2:55 p.m.” 

I made this drawing for the women’s lib magazine VERA in 1993!!! The men were climbing from the columns upwards at the top of the page, the woman from the bottom of the page – where she still is…  Some things may have changed for better, other for worse. There is still too much injustice, too many new and old #MeToo-stories have turned up, there is still so much unsaid about unfairness and harmful politics against women.

Fight for equality for all sexes! Protest and stand strong! Go on strike!

Skrímslin í Danmörku | Little Monster and Big Monster in Denmark

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Hluti sýningarinnar Skrímslin bjóða heim hefur verið settur upp aðalbókasafni Gentofte, Gentofte Hovedbibliotek, undir heitinu Store Monster Lille Monster, og eru þessar myndir þaðan. Sýningin var löguð að verkefninu Fang fortællingen, – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar opnaði í september s.l. og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020. Von er á fleiri nýjum dönskum þýðingum á skrímslabókunum frá Forlaget Torgard í Danmörku.

Auk sýningarinnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eru settar upp sýningar byggðar á eftirfarandi bókum: Vikingesagn eftir Josefine Ottesen, Hr. Struganoff eftir Kim Fupz Aakeson, Min Mormors Gebis eftir Jakob Martin Strid, Mørkebarnet eftir Cecilie Eken, Garmanns Hemmelighed eftir Stian Hole, Kaskelotternes sang eftir Bent Haller, Lille Virgil eftir Ole Lund Kirkegaard, Nord eftir Camilla Hübbe og Den store djævlekrig eftir Kenneth Bøg Andersen.

A Visit the Monsters – in Denmark! A new version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen, was opened in September in Gentofte, and will run until December 1st. This smaller version of the exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now already booked until 2020, next traveling to Ballerup, also a township close to Copenhagen, opening in January, 2019. New books from the Monster series will be available soon in Denmark from the publishing house Forlaget Torgard.

Besides the exhibition about Little Monster and Big Monster there are exhibitions based on books by Josefine Ottesen: Vikingesagn, Kim Fupz Aakeson: Hr. Struganoff, Jakob Martin Strid: Min Mormors Gebis, Cecilie Eken: Mørkebarnet, Stian Hole:Garmanns Hemmelighed, Bent Haller: Kaskelotternes sang, Ole Lund Kirkegaard: Lille Virgil, Camilla Hübbe: Nord and Kenneth Bøg Andersen: Den store djævlekrig. For more information see: Fang fortællingen (’Catch the Story’).

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.

Ljósmyndir | Photos: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne

Úti í mýri 2018 | International Children’s and Youth Literature Festival in Reykjavík

Barnabókmenntahátíð: Nú er veisla í vændum fyrir unnendur barna- og unglingabókmennta! Níunda Mýrarhátíðin hefst á morgun, fimmtudaginn 11. október, og stendur til sunndagsins 14. október. Að vanda fer dagskrá hátíðarinnar fram í Norræna húsinu í Vatnsmýri, en undirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Undur í norðri“. Gestir hátíðarinnar eru fjölmargir, erlendir sem íslenskir. Ég tek þátt í nokkrum dagskrárliðum, en ætla sannarlega ekki að missa af mögnuðum fyrirlestrum, upplestrum og sýningum sem eru kynnt í dagskrá hátíðarinnar hér. Algjör veisla! Meira á www.myrin.is.

In the Moorland 2018: The ninth Moorland-festival opens tomorrow, October 11, and runs until October 14. The festival takes place in the Nordic House by Vatnsmýri Wetland Park and this years theme is “Nordic Wonders”. The festival hosts authors, illustrators and scholars from all over the world, as well as Icelandic artists. I will be taking part as a guest in several events, but more importantly and most definitely enjoying the many lectures, readings and exhibitions the festival program has to offer. It’s a feast for children’s book lovers! More at www.myrin.is.

Mýrin – veggspjald | Poster: Ninna Thorarinsdottir

Haustið við ströndina | Autumn at the beach

FöstudagsmyndirHaustlitina er ekki bara að finna í lyngi og laufum trjánna. Hér eru þrjár plöntur allar kenndar við dýr: flugnapungur (holurt), hundasúra, kattartunga.

Photo FridayColors of autumn at the beach: Silene uniflora,  Rumex acetosella, Plantago maritima.

Ljósmyndir tekinar | Photo date: 08.09.2018

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Haust | Autumn by the sea

FöstudagsmyndinSólskin og skuggar í september. Svalar nætur en blindandi dagsbirta þegar sólar nýtur.
Það er engin hvíld betri frá önnum en ganga með sjó.
Photo FridaySunshine and shadows in September. Cool nights but still blinding bright light on sunny days.
A walk by the sea is the best way to take a break from work.

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.09.2018

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Fjöðrum fengin | Feathers and quills

Fjaðurpenslar og hvannarburstarÉg skemmti mér við að gera pensla úr fundnum fjöðrum og fleiru í gær. Nú þarf ég að láta reyna á gæðin! Það eru til margvíslegar og jafnframt fornar aðferðir til að nýta fjaðrir og fjaðurstafi í pensla og skriffæri og ákveðin ánægja í því að nýta það annars hverfur út í veður og vind. Mæli með!

Feathered paint brushes: I gave making my own paint brushes a try yesterday, mostly from feathers I had picked up last winter, not knowing what I would make out of them. But making brushes was fun! Now I have to test them a bit more, with watercolors and inks, and perhaps make more of those angelica-brushes …

Ljósmyndir teknar | Photo date: 10.08.2018

Vinnuferðir sumarsins | Two working trips

SumarflakkSumarið 2018. Sumarið sem kom ekki, sumarið sem fuðraði upp … Það fer nú varla fram hjá nokkrum manni að boðaðar loftslagsbreytingar eru ekki lengur hugmynd um ógn heldur áþreifanlegar staðreyndir. Hingað til höfum við á norðurslóðum verið svolítið stikkfrí. En ótíð og öfgafull veður, miklir hitar eða þá endalausar kalsarigningar hafa til dæmis ríkt á Norðurlöndum í sumar. Um alla Suður-Skandinavíu hafa þurrkar leikið lönd grátt svo ekki sér fyrir endann á afleiðingunum. Á meðan hefur ekki stytt upp á stórum svæðum á Íslandi svo mánuðum skiptir. Eftir tvær vinnuferðir í sumar, annars vegar til Svíþjóðar og hins vegar Danmerkur, er það þetta ástand og veðurbrigðin sem eru mér hvað minnisstæðust. Svo ekki sé minnst á sótsporið. En víða er fagurt og það var sjónarhornið sem hafði leitað í linsuopið, þegar að var gáð. Enda er fátt eftir ef við gefum fegurðina upp á bátinn. 

Summer travels: This has been a summer to remember. It will probably mark the time when climate changes have become more evident in many parts of the world, amongst them Scandinavia and the Nordic countries. Unusual draughts and heat vs heavy rainfall and cold winds in other areas have set their mark past months. Traveling the short flights from Iceland, where it had rained for months, to Sweden and Denmark where the hot sun turned the grass fields to useless patches of dust and the woods to dangerous zones of wildfires – was like traveling between different planets. Although I had my work to take care of during my trips, this is what troubled my mind. Still, when I went through my photos I could see it was blue skies and beautiful land- and cityscapes I had my eyes on. 


Á bókmenntahátíð í Åmål 

The gathering of monsters at Mobacken, Sweden.

Við skrímslahöfundarnir þrír, Áslaug, Kalle og Rakel, hittumst í Svíþjóð í júlí, en okkur var boðið á bókmenntahátíðina Bokdagar i Dalsland í sem haldin er í bænum Åmål í Vestur-Gautlandi. Þar tókum við þátt í „Barnens bokdagar“ og töldum það nokkra hetjudáð að koma fram í tjaldi á einum heitasta degi sumarsins. Gestrisni og móttökur í Åmål voru framúrskarandi og dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Áður en við héldum af stað saman til Åmål hittumst við hjá Kalle og Gitte konu hans í aðsetri þeirra á Móbakka í Upplöndum Svíþjóðar og þar í sveit er ekki síður tekið vel á móti gestum. Það var líka gaman að njóta verunnar í Stokkhólmi og hitta þar gott fólk og höfðingja heim að sækja, m.a. Nönnu Hermansson og þýðandann John Swedenmark. 

Literary festival in Sweden

An invitation to a literary festival, Bokdagar i Dalsland, was a good reason for us three authors of the Monster series: Áslaug, Kalle and Rakel, to meet in Åmål, Sweden, in July. And what a fine reception we had in Åmål! The festival had a varied and interesting program where we had a part in the childrens program: Barnens bokdagar. We first met at Kalle’s and his wife Gitte’s wonderful residence in Mobacken in Häverö in Uppland and then travelled by car to Åmål. Altogether enjoyable meeting with authors and the literary society of Åmål although the heat made performing in a tent quite a trial! I also had fine days in Stockholm and much valued and appreciated meetings with Nanna Hermansson as well as translator John Swedenmark. 


Með skrímslum í Danmörku

Í júní hélt ég til Kaupmannahafnar ásamt Högna Sigurþórssyni og kvaddi þar sýninguna Skrímslin bjóða heim. Við sýningunni tók bókasafnið í Gentofte en starfsfólk þar lagar hluta sýningarinnar að stóru verkefni sem nefnist Fang fortællingen – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar um skrímslin opnar í Gentofte Hovedbibliotek í september og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020.

A Visit to the Monsters – in Denmark

In early June I made a short trip to Copenhagen, along with artist and designer Högni Sigurþórsson, to see off and say goodbye to the exhibition A Visit to the Monsters that has now been handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen. The staff of the library is responsible for a new version of the exhibition, now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The new exhibition about Little Monster and Big Monster will open in the main library in Gentofte in September and is now already booked until 2020.

Flying from Denmark…

… to Iceland in June.

Fyrir augliti arnarins | Close encounter

Sjónarhorn: Rigning og endalaus dumbungur síðustu vikur og mánuði hefur ekki lokkað mig út í myndaleit, en ég ráfaði þó út einn skárri daginn í síðastliðinni viku, með myndavélina um öxl, en nefið niðri við jörð. Ég leitaði að tvennu: ég hafði ímyndað mér að brandandar-parið sem ég sá enn og aftur við sjávarbakkana í Melaleiti væri farið að verpa þar (– ekki brandari en auðvitað vitleysa), en altént hafði ég gát á hreiðrum og fuglum. Og svo var ég líka að skima eftir fjögurra laufa smára í smárabreiðunum – ég hef stundum haft heppnina með mér í þeim efnum – sjá hér og hér. Kannski var ég að leita að táknum í náttúrunni, eða eins og svo oft áður, bara að leita að einhverju…

Styggðin sem kom að fuglum þar sem ég fór um var venju fremur mikil, en svo áttaði ég mig á því að ég væri ekki mesta ógnin á svæðinu. Þarna kom nefnilega aðvífandi örn með sínar löngu veiðiklær. Ég fleygði mér til jarðar ef ég mætti þannig vekja áhuga arnarins og mundaði linsuna. Örninn sveimaði yfir í tvígang.

Við eftirgrennslan hjá einum helsta arnarsérfræðingi landsins, Kristni Hauki Skarphéðinssyni, kom í ljós að þarna var á ferð ungur haförn úr Bakkahólma í Grunnafirði, merktur sumarið 2017.

Ég tek þennan óvænta fund með erninum auðvitað alvarlega. Það er vert að skoða hin ýmsu sjónarhorn og fá góða yfirsýn!

Point of view: Time has passed and I have been too busy to post any new photos on my blog. It has rained almost every single day since April and the dark clouds and dull light have not tempted me. But I wandered out one day last week, with my camera shouldered while mostly keeping my eyes on the ground. I searched for two things: I had imagined that the pair of shelducks (Tadorna tadorna) I kept seeing again and again at the seafront were actually nesting there, so I was carefully looking out for nests and birds. (Of course I was not right about the ducks, but plenty of other birds were there). And then I also spent time stroking patches of clover, looking for the four-leafed ones, since I have sometimes been lucky in that regard (see here og here). Maybe I was looking for signs in nature, or like so often before, just searching for something, something

Well, I found no four-leaf clover this time, but once again I was lucky to see a White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) just close to our farm Melaleiti near Melabakkar cliffs in West Iceland. The birds around me went exceptionally noisy and when I saw what scared them more than my intrusion, I threw myself down to raise the interest of the eagle. It circled over twice and I got some nice shots.

A chief specialist at The Icelandic Institute of Natural History, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, ornithologist and wildlife ecologist, could easily read the inscription of the rings on it’s legs and revealed that it was a young bird from the nearby islet Bakkahólmi in Grunnafjörður, ringed in the early summer (2017).

I take this unexpected encounter with the eagle seriously, of course. It’s always helpful to get a wider view on things and different perspectives on all matters.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.06.2018. Ath. Ég birti ekki myndir í hárri upplausn á vefnum. Note: I don’t post high-resolution photos on my blog.

Gleðilega þjóðhátíð! | Happy June 17!

Hæ hó, 17. júní: Svona flýgur tíminn! Kominn miður júní og langt um liðið síðan ég hef birt myndir eða fréttir á vefnum. Mynd dagsins er af fjögurra-laufa smára sem ég fann 17. júní í fyrra. Það þurfa allir á smá heppni að halda. Áfram Ísland og gleðilega þjóðhátíð!

The Icelandic National Day: Time flies! It’s already mid june and I have not posted news or photos for a long time. Today is the National Day of Iceland, so this four-leaf clover I found on June 17 last year, will serve as a good luck wish to everyone – including our football team in Moscow! Happy holiday!

Ljósmynd tekin | Photo date: 17.06.2017

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Dagur jarðar og dagur bókarinnar | Earth Day and World Book Day

BókverkDagur jarðar var í gær og Dagur bókarinnar er í dag. Af því tilefni birti ég myndir af bókverkinu Jörð | Earth sem nú er til sýnis KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, BNA. Þar sýnum við ARKIR fjölda bókverka á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem opnaði þar í janúar, en henni lýkur brátt eða 30. apríl.

Hringlaga opnurnar eru eins og sjálfstæð hvel eða jarðarkringlur, en lokuð er bókin fjórðungur úr hring og opnuð getur hún myndað hálfkúlu. Í verkinu eru ljósmyndir af fjölbreytilegu yfirborði jarðar, gjarnan þar sem vindar, frost og snjór, flóð eða þurrkar hafa reynt á þolmörk svarðar og jarðar. Líklega er okkur eðlislægt að leita í gróskumikla, frjósama og blómlega náttúru, en þessi jaðarsvæði eru ekki síður heillandi því þar opinberast oft undraverður sigur lífmagnsins. Orðið jörð hefur margar merkingar sem tengjast órjúfanlega: reikistjarnan jörð, heimkynni okkar, yfirborð jarðar, haglendi, bújörð, jarðvegurinn … – lítið orð með ofurmerkingu.

Book artYesterday was Earth Day 2018 and today is the World Book Day. So much to celebrate! I find it proper to post some photos of my little book art piece Jörð | Earth.  This artist’s book is currently on display at the book art exhibition BORDERLAND at KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. There I exhibit along with other members of ARKIR Book Arts Group, but the exhibition is soon coming to an end: closes April 30.

This book is a collection of round shaped images, each one like an orb of its own. Half-open the book forms a hemisphere, closed the form is a quarter of a circle. The photographs show various surfaces of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. We tend instinctively to seek the green, fertile and flourishing nature, but the peripheral areas of the earth: the land where wind and rain, frost and snow, flood and draught make it just about habitable, are no less fascinating, as they so often reveal the amazing victory of life. The word earth has many meanings that are closely linked, indeed a small word with a huge significance!

Skrímslin á Barnamenningarhátíð | Reading at the City Hall of Reykjavík

Upplestur: Skrímslin taka þátt í Barnamenningarhátíð 2018 og hitta Krummaling! Næstkomandi sunnudag, 22. apríl, sýni ég myndir og les úr bókunum um skrímslin. Það verður hægt að glöggva sig á fyrri fundum loðna skrímslisins og skrímslafélaganna tveggja og auðvitað verður nýjasta bókin, Skrímsli í vanda lesin. Um klukkan 11.30 verður svo hægt að hlýða á Kvæðið um Krummaling úr samnefndri bók eftir Aðalstein Ásberg og Högna Sigurþórsson. Upplesturinn fer fram í „Ævintýrahöllinni“ í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl 11.00. Dagskrána má kynna sér hér.🔗

Book readingThe annual Children’s Culture Festival is currently held in Reykjavík: from 17-22 April 2018. I will be displaying illustrations and reading from the books about Little Monster and Big Monster, as well as their visiting friend, Furry Monster. The reading will take place in the City Hall of Reykjavík, or the The Adventure Palace, at 11 am. Read more about the festival events here: Children’s Culture Festival. 🔗

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Bókin var ennfremur tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Íslands. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction –read more about that here. Last month book was also nominated on behalf of Iceland to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

FöstudagsmyndinLambagras (Silene acaulis) er ein af mínum uppáhalds jurtum og blómstrar snemma á vorin, maí – júní, allt eftir tíðarfari og staðháttum. Birtan og anganin sem stafa frá þessum blómstrandi fagurgrænu þúfum í sólskini er dáleiðandi. Hunangið í blómsturbikarnum laðar að lömb og býflugur – jafnvel börn og göngulalla. Nektarinn er sem sagt ljúffengur og vonandi ekki mjög eitraður!

Ég hef annars verið heldur spör á að setja inn efni á heimasíðuna að undanförnu, af ýmsum ástæðum. Ein þeirra er virðingarleysi fyrir höfundarrétti, en „vitsugur“ á alnetinu eru æði margar, ekki síst á myndefni. Við sjáum hvað setur, það þýðir ekki að láta í minni pokann fyrir lögleysu og leiðindum.

Photo FridayYesterday the First Day of Summer in Iceland. “Sumardagurinn fyrsti” (The First Day of Summer) was celebrated in Iceland. This national holiday is the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. So I greet the Icelandic summer with one of my favourite wildflowers: Silene acaulis, the moss campion or cushion pink. The First Day of Summer is usually celebrated with festivities of all sorts, exchange of presents between good friends and lovers (preferably books), and children (often outdoor toys) and of course good food and gatherings of family and friends.

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.06.2006

Skrímsli í vanda tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 | Nomination for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018

Tilnefning! Í dag voru kunngjörðar tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar af Íslands hálfu: Skrímsli í vanda ogVertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir kynnti tilnefningarnar fyrir hönd íslensku dómnefndarinnar í Norræna húsinu en kynning fór einnig fram á sama tíma á barnabókastefnunni í Bologna á Ítalíu.

Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 2013, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn það haust.

Í umsögn valnefndar um Skrímsli í vanda segir:

„Bókin Skrímsli í vanda fjallar á yfirborðinu um viðbrögð litla og stóra skrímslisins við loðna skrímslinu sem er í heimsókn hjá litla skrímslinu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Þegar það er beðið að fara heim til sín kemur í ljós að það á hvergi heima. Þetta setur litla og stóra skrímslið í siðferðilega klípu sem þau leysa á endanum með sínum hætti. Sagan afhjúpar tilfinningar sem allir þekkja, jafnt börn sem fullorðnir, en af því að sagan er marglaga upplifir hver og skilur eftir sínum þroska og reynslu.

Myndirnar og textinn vinna mjög vel saman í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bókinni. Myndirnar eru litríkar og líflegar og undirstrika tilfinningar og viðbrögð skrímslanna. Leturbreytingar í textanum gera það líka og hjálpa til við að leggja áherslur í upplestri en gera það einnig að verkum að stundum verður textinn eins og hluti af myndunum.

Ekki er sagt með beinum hætti í textanum hvers vegna loðna skrímslið á ekki í neitt hús að venda. Á einni opnu bókarinnar eru myndir af hugsanlegum ástæðum, til dæmis eldsvoði, náttúruhamfarir og stríð. Myndirnar af loðna skrímslinu sýna að það er grátt leikið, með sáraumbúðir og plástur.

Þannig hefur Skrímsli í vanda ríka skírskotun til samtímans. Ástæðan fyrir því að sumir eiga engan tryggan samstað í tilverunni skiptir ekki öllu máli en viðbrögð samferðafólks gera það.“

Við skrímslahöfundar gleðjumst yfir tíðindunum og erum stoltir höfundar í afar góðum félagsskap. Aðrar tilnefndar bækur eru:

Danmörk: Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (myndskr.) og Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø.
Finnland: Kurnivamahainen kissa („Kisan með garnirnar gaulandi“, óþýdd) eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.) og Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Færeyjar: Træið („Tréð“, óþýdd) eftir Bárð Oskarsson.
Noregur: Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg og Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian.
Samíska málsvæðið: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja („Fyrirmyndar hreindýrahirðir“, óþýdd) eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.).
Svíþjóð: Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg og Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren.
Álandseyjar: Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.

Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Osló 30. október 2018. Sjá nánar á vef verðlaunanna.

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

Nomination! Today the national members of the adjudication committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize nominated 12 works for the award in 2018. Two books are nominated on behalf of Iceland: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) and Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels (Be invisible – the story of Ishmael’s escape) by Kristín Helga Gunnarsdóttir. Dagný Kristjánsdóttir presented the nominations on behalf of the Icelandic committee and at the same time all nominees were introduced at the Bologna Children’s Book Fair in Italy.

Monsters in Trouble is the ninth book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal. The seventh book in the series, Skrímslaerjur (Monster Squabbles), was nominated in 2013, the first year of the children’s book award.

The jury’s assessment of Skrímsli í vanda reads as follows:

“On the surface, Skrímsli í vanda (in English, “Monster in trouble”) is about two monsters, one big and one small, and how they react to a shaggy monster who visits the little monster and shows no sign of leaving. When the guest is asked to go home, it turns out that it has nowhere to go home to. This creates an ethical dilemma for the two monsters, which they manage to solve in their own way. The story examines feelings familiar to children and adults. Its many layers let the reader experience and understand the story according to their own maturity level and experience.

The illustrations and text form a synthesis to convey the story. The pictures are colourful and lively and depict the monsters’ feelings and reactions. The same is true of the alternating typography that shows where the emphasis is to be placed when reading aloud, which serves to make the text part of the illustrations.

The text does not come right out and say why the shaggy monster has no home. One spread has pictures of several possible reasons, including fire, natural disaster, and war. The pictures show a poorly looking shaggy monster bandaged up with plasters.

In this way Skrímsli í vanda makes a clear reference to present-day situations. The crucial thing is not the reason why someone doesn’t have a home but how those around them react.”

We the author-team are truly happy to receive this honor and are proud to be listed a amongst these great nominees and wonderful books:

Denmark: Lynkineser by Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (ill.) and Hest Horse Pferd Cheval Love by Mette Vedsø.
Finland: Kurnivamahainen kissa by Magdalena Hai & Teemu Juhani (ill.) and Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Faroe Islands: Træið by Bárð Oskarsson.
Norway: Ingenting blir som før by Hans Petter Laberg and Alice og alt du ikke vet og godt er det by Torun Lian.
The Sami Language Area: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja by Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (ill.).
Sweden: Fågeln i mig flyger vart den vill by Sara Lundberg and Norra Latin by Sara Bergmark Elfgren.
Åland: Pärlfiskaren by Karin Erlandsson.

The winner will be announced and the prize awarded in Oslo, on October 30, 2018. Further reading in English about the nominees and their books here.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction – read more about that here. Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Ljósmyndir | photos: © Norræna húsið / The Nordic House. SG & http://www.aslaugjonsdottir.com

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Beint í hjartastað | Monster i knipa – Swedish reviews

Bókadómur – Norrtelje TidningSænska útgáfan af Skrímsli í vanda, Monster i knipa, kom út hjá bókaútgáfunni Opal í lok janúar og nú eru fyrstu dómarnir að birtast á vefmiðlum þar í landi. Margaretha Levin Blekastad skrifar afar jákvæðan ritdóm í Norrtelje Tidning: Prisbelönta Monster i knipa: “En berättelse med ett stort, varmt hjärta”‘ og segir þar meðal annars eitthvað á þessa lund, í grófri þýðingu:

Skrímsli í vanda er saga með hjartað á réttum stað, þar sem mannúð og mennska birtast í gervi úfinna skrímsla. Það er hreinn unaður að njóta mynda Áslaugar Jónsdóttur, fullum af drepfyndnum húmor, áhrifamikilli togstreitu og beittum tönnum. Það gildir ekki síst hjá litla skrímslinu sem fær að tjá gnægð tilfinninga með dapurlegu og dimmu augnaráði eða sagtenntum skellihlátri. […] Og, sem sagt, með drjúgum skammti af hlýju sem hittir beint í hjartastað.“

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Bókadómur – Romeoandjuliet.blogg.se: Á bókablogginu Romeo and Juliet fjallar Carolina Edwinzon um Monster i knipa og gefur bókinni 4 stig af 5.

„Det jag nog gillar mest med böckerna om Stora Monster och Lilla Monster är hur känslorna porträtteras, att det känns ärligt och igenkännande. … Boken vann nyligen den isländska motsvarigheten till svenska Augustprisets kategori för bästa barn- och ungdomslitteratur och jag kan absolut förstå varför.“


Book review – Norrtelje TidningThe Swedish version of Monsters in Trouble, Monster i knipa, was released in the end of January, published Opal Publishing House. Now we are receiving the first reviews in Sweden. Margaretha Levin Blekastad writes a nice book review in the Norrtelje Tidning newspaper: “Award winning Monsters in Trouble: ‘A story with a big, warm heart’. Following is a quote from the review – in Swedish!

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Book review – Romeoandjuliet.blogg.seA Swedish book blogger Carolina Edwinzon reviewed Monsters in Trouble (Monster i knipa) with overall rate: 4 out of 5. See link.

 

 

Bókverkaþríæringur 2018 | Memento mori

Bókverk á sýninguNýverið var tilkynnt var um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna, þar á meðal bókverkið mitt In Memoriam, ásamt fleiri verkum listamanna úr hópi ARKA. Sýningin er þematengd og ber yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.

Book art exhibitionSelected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. My artist’s book In Memoriam is one of the selected works as well as couple of works by my fellow artists in the artist group ARKIR. The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.


Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 | Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.

Verðlaunaskrímsli | The Icelandic Literary Prize 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017:
Þriðjudaginn 30. janúar voru Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Heiðurs aðnjótandi að þessu sinni voru: Unnur Þóra Jökulsdóttir fyrir Undur Mývatns: – um fugla, flugur, fiska og fólk, í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Kristín Eiríksdóttir fyrir Elín, ýmislegt, í flokki fagurbókmennta og Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler fyrir Skrímsli í vanda, í flokki barna- og ungmennabóka. Við skrímslahöfundar erum auðvitað himinlifandi og þakklát!

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Árið 2013 var í fyrsta sinn tilnefnt í flokki barna- og unglingabóka. Skrímsli í vanda er fyrsta myndabókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

„Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal er litríkt og fallegt verk sem tekur á viðfangsefni sem snertir okkur inn að kviku; marglaga saga fyrir alla aldurshópa, sem sómir sér vel í hinum glæsilega skrímslabókaflokki.“

Hér neðar á síðunni eru tenglar á fréttir um verðlaunin og neðst má lesa ræðustúfinn sem ég flutti af tilefninu.

Winners of the Icelandic Literary Prize 2017:
The Icelandic Literary Prize was presented on 30 January 2018 by President Guðni Th. Jóhannesson. The event took place at Bessastaðir, the presidential residence. Unnur Þóra Jökulsdóttir received the award for her book Undur Mývatns (The Wonder of Mývatn), in the category of non-fiction. Kristín Eiríksdóttir received the award for her novel Elín, ýmislegt (Misc.), in the category of fiction. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler received the award for the book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) in the category of children and young adult’s fiction.

This is a great honor for us authors and we are sincerely happy and grateful! The Icelandic Literary Prize was founded in 1989 and the category for children’s books was added in 2013. Skrímsli í vanda is the first picturebook to receive this prize. The jury’s motivation reads as follows:

“Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is a colorful and beautiful work that deals with subjects that touch us all deeply; a multilayered story for all ages, and an impressive addition to the Monster Series.”

Further below are links to news sites and articles, and at the bottom is my speech (in Icelandic) given at the prize celebration.

Áslaug Jónsdóttir (author and illustrator), Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir (editor at Forlagið), Kalle Güettler (author).


FRÉTTATENGLAR  |  NEWS LINKS:

Rithöfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – RÚV – (The Icelandic National Broadcasting Service) – ruv.is
• RÚV – Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent [myndband | video] ruv.is
• RÚV – Þakkarræða Áslaugar Jónsdóttur [myndband | video] ruv.is
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Miðstöð íslenskra bókmennta – Islit.is
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Forseti.is
Konur hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin – Skáld.is
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Félag íslenskra bókaútgefenda – fibut.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Reykjavík bókmenntaborg Unesco – bokmenntaborgin.is
Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna – Vísir – visir.is
• Kristín, Unnur og Áslaug hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin – DV – dv.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Rithöfundasamband Íslands – rsi.is
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda – IBBY – ibby.is 
Mývatn, Elín og skrímsli best – Morgunblaðið – mbl.is 

• Úr grein Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu 31. janúar 2018: Viðtal við Áslaug Jónsdóttur (pdf).

IN ENGLISH
• The Icelandic Literary Prize 2017 presented by President Guðni Th. Jóhannesson – Icelandic Literature Center
• Icelandic Literary Award Winners 2017 – Iceland Review – icelandreview.com
• Icelandic Literary Prize awarded – The Iceland Monitor – icelandmonitor.mbl.is
The Icelandic Literary Prize for 2017 – Reykjavík UNESCO City of Literature – bokmenntaborgin.is

IN SWEDISH: 
Norrteljetidning – norrteljetidning.se
Kalle Güettler hemsida30. jan + 31. jan
Bokförlaget OPAL – Vinnare av Islands litteraturpris!

IN FAROESE:
Rakel Helmsdal – Tíðindi


Forseti Íslands, ágætu gestir og áheyrendur;

Fyrir hönd okkar bókarhöfunda vil ég þakka hjartanlega fyrir þessa góðu viðurkenningu. Rakel Helmsdal átti því miður ekki heimangengt en biður fyrir góðar kveðjur og þökk.

Það er mér sérstök ánægja að standa hér, ekki einasta í hlutverki rithöfundarins, heldur líka sem myndhöfundur og bókateiknari. Ég veit að við unnum öll íslenskri tungu og viljum veg hennar sem mestan. En í baráttunni fyrir tungu og texta má ekki gleyma máli myndanna. Áhrifum þeirra getur verið erfitt að koma í orð, því þær höfða beint til tilfinninganna og oft er sjón sögu ríkari.

Í einni bóka Vilborgar Davíðsdóttur um Auði Djúpúðgu er eftirminnileg lýsing á aðförum norrænna manna í víkingi: þeir köstuðu á bál fagurlega myndlýstum ritum kristinna munka, en hirtu góðmálma og eðalsteina af spjöldum og bókarspennslum. Mér er nær að halda að bókaböðlar af þessu tagi eigi kannski nokkra afkomendur, ef marka má verðmætamatið og hve lítill greinarmunur virðist stundum gerður á því sem vel er unnið og lakar.

Sláum ekki slöku við þegar kemur að myndlýsingum og útliti bóka. Eflum myndlæsi og gerum alvöru úr því að hvetja íslenska bókateiknara til dáða. Til þess þurfa þeir meira en orðin tóm.

Á stundum hljómar misskilin umhyggja fyrir barnamenningu eins og hún sé þjálfun og undirbúningur fyrir æðri listir: fyrir „alvöru“ leikhús, „alvöru“ bókmenntir. Allt léttvægar æfingar fyrir börn og jafnframt fremjendur listarinnar – en hafi ekki raunverulegt listrænt gildi í sjálfu sér, sé ekki fullburða listsköpun því þeir sem njóta eru „bara“ börn.

Það má vel vera að starf okkar barnabókahöfunda stuðli að því að skaffa lesendur og áheyrendur framtíðar, læsa þegna í sífellt flóknara samfélagi, en við skrifum og myndlýsum vegna ástar okkar á þessari listgrein: bókum fyrir börn. Það eru listirnar sem gera okkur mennsk og öll menntun er til lítils ef þar skortir listina. Það sem mestu máli skiptir er ekki að sjá nafnið sitt á bókarkápu, jafnvel ekki það að fá stórkostlegar viðurkenningar eins og þessa, heldur sú nautn að hafa fengið að dvelja um hríð í heimi mynda, orða og sagna – og svo vonandi ná að opna þann heim fyrir fleirum.

Og heimur sagnanna er svo óendanlega fjölbreyttur. Ég er svo heppin að hafa eignast þar góða vini sem hafa fylgt mér í tæp sautján ár. Þessir vinir mínir eru loðnir og dálítið ljótir … Litla skrímslinu og stóra skrímslinu fylgdu ekki síðri vinir: meðhöfundar mínir Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Með þeim hef ég átt frjótt og einstakt samstarf með líflegum samræðum um hugmyndir, tungumál, tilfinningar og gildi. Við þekkjum skrímslin gerla og vera má að titrandi hjörtu, tannhvöss og hávær skrímsli eigi sér fyrirmyndir í samvinnu okkar. En það gildir líka um vináttuna og samhygðina.

Öll stjórnumst við af margvíslegum tilfinningum – jafnvel þegar við höldum að vitsmunirnir ráði. Að geta sett sig í spor annarra er öllum lífsnauðsyn því enginn er hólpinn fyrir óvæntum spuna örlaganna. Að skoða tilfinningar sínar – jafnvel í gegnum loðinn ham skapheitra skrímsla – getur kannski hjálpað stórum og smáum lesendum til að vega og meta mikilvægustu tilfinningar mennskunnar: samlíðun og réttlætiskennd. Við þurfum á því að halda, nú sem aldrei fyrr.

Ég vil að lokum þakka dómnefndinni fyrir að treysta okkur skrímslunum fyrir heiðrinum. Útgefendum okkar á Forlaginu og ritstjóra, Sigþrúði Gunnarsdóttur, þökkum við ljúft samstarf; – kærar þakkir.

Ljósmyndir | Photos: Valgerður B / Forlagið 30.01.2018

Jaðarland | Borderland: Book art exhibition

Bókverkasýning: Þriðjudaginn 30. janúar n.k. opnar sýningin JAÐARLAND / BORDERLAND í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Ellefu listakonur sem skipa hópinn ARKIR sýna þar bókverk auk tveggja bókbindara frá handbókbands-verkstæðinu Bóklist. Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis. Verkin á sýningunni hverfast flest með einum eða öðrum hætti um það margslungna hugtak „land“ og ég sýni þar m.a. verkið Jörð | Earth sem er á myndinni hér fyrir neðan. Til vinstri er verkið í vinnslu, til hægri fullgert.

Book art exhibitionOn Tuesday, January 30, the book art exhibition BORDERLAND will open in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. Exhibitors are all 11 members of ARKIR book arts group, and two bookbinders from the bookbinding studio Bóklist. The exhibition is curated by Rebecca Goodale. Open until April 30, 2018. I participate with several works, all related to the theme: „land“. Below is one of my works: Jörð | Earth based on a collection of my photographs. On the left is work in progress, on the right: the finished item. See ARKIR’s homepage for further information.

Sagan af bláa hnettinum á fleiri tungumálum | The Story of the Blue Planet in Romanian and Macedonian

Myndlýsingar: Það er orðið langt síðan ég hef sagt fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason, en fyrir 20 árum vann ég við að myndlýsa fyrstu útgáfuna sem svo kom út hjá Máli og menningu árið 1999. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og nú síðast m.a. á rúmensku og makedónsku. Povestea planetei albastre kom út í Rúmeníu hjá Paralela 45; en hér á vefnum Delicatese Literare má lesa umfjöllun um bókina og fyrir neðan er skemmtilegt kynningarmyndband. Prikaznata za sibnata planeta kom einnig út í Makedóníu árið 2017, hjá bókaútgáfunni Antolog sem valdi sama brot og bandaríska og breska útgáfa bókarinnar.


Illustrations: Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, may now have reached more than 30 countries, and I am proud see that the illustrations and designs I worked on 20 years ago are still doing their bit. Amongst the latest translations are Rumenian and Macedonian. Povestea planetei albastre was published last year in Rumenia by Paralela 45 – see review here on the site ‘Delicatese Literare’ and the nice book trailer below. The Macedonian version, Prikaznata za sibnata planeta, was also published in 2017 by Antolog Publishing house, in the same format as the English US/UK versions.

Blái hnötturinn USA ISL UK

For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Monster i knipa | Book release in Sweden!

Skrímsli í vanda – á sænskuÞá er komið að útgáfudegi í Svíþjóð á sænsku útgáfunni af Skrímsli í vanda. Þar sér annar meðhöfunda minna, Kalle Güettler, um að kynna nýju bókina: Monster i knipa sem kemur út hjá bókaútgáfunni Opal. Um útgáfuboðið má lesa hér á heimasíðu Kalle, en það fer fram n.k. laugardag, 27. janúar kl. 13, í Bokslukaren við Maríutorg í Stokkhólmi. Bókin um skrímslin þrjú í vanda verður þá komin út á frumtungumálunum þremur: íslensku, færeysku og sænsku.

Monsters in Trouble – in SwedenThe Swedish version of Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler) is soon to be released. My co-author Kalle Güettler will introduce the new book: Monster i knipa, published by Opal, on Saturday 27 January at 1 pm at Bokslukaren, Mariatorget 2, in Stockholm. Read more about the event on Kalle’s website here or the book store’s homepage: here – in Swedish.

To read more about the Monster series click here.
For illustrations from the books and quotes from reviews: click here.
For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Þetta vilja börnin sjá! | Icelandic children’s book illustration 2017

MyndlýsingarÁ sunnudag, 21. janúar 2018 opnar í Menningarhúsinu Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2017. Myndhöfundarnir sem sýna fjölbreytt verk eru 14 talsins. Á sýningunni má meðal annars sjá myndir úr nýjustu bókinni um litla skrímslið og stóra skrímslið: Skrímsli í vanda. Venju samkvæmt verður sýningin svo sett upp í sýningarsölum víðsvegar um landið, svo sem flest börn megi njóta myndlistarinnar.

Myndir á sýningunni eiga: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Sýningin verður opin mánudaga – föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

IllustrationThe yearly exhibition of Icelandic children’s book illustrations will open in Gerðuberg Culture House next Sunday, 21 January. The illustrations are all from children’s books published in 2017, and as with previous exhibitions of the kind, they will later on be put on display in various museums and libraries around Iceland.

Fourteen illustrators exhibit their works: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring and Sigrún Eldjárn.

All welcome to the opening on Sunday 21 January at 2 pm! The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 6 pm and Sat-Sun from 1 pm to 4 pm.

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018