Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

FöstudagsmyndinLambagras (Silene acaulis) er ein af mínum uppáhalds jurtum og blómstrar snemma á vorin, maí – júní, allt eftir tíðarfari og staðháttum. Birtan og anganin sem stafa frá þessum blómstrandi fagurgrænu þúfum í sólskini er dáleiðandi. Hunangið í blómsturbikarnum laðar að lömb og býflugur – jafnvel börn og göngulalla. Nektarinn er sem sagt ljúffengur og vonandi ekki mjög eitraður!

Ég hef annars verið heldur spör á að setja inn efni á heimasíðuna að undanförnu, af ýmsum ástæðum. Ein þeirra er virðingarleysi fyrir höfundarrétti, en „vitsugur“ á alnetinu eru æði margar, ekki síst á myndefni. Við sjáum hvað setur, það þýðir ekki að láta í minni pokann fyrir lögleysu og leiðindum.

Photo FridayYesterday the First Day of Summer in Iceland. “Sumardagurinn fyrsti” (The First Day of Summer) was celebrated in Iceland. This national holiday is the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. So I greet the Icelandic summer with one of my favourite wildflowers: Silene acaulis, the moss campion or cushion pink. The First Day of Summer is usually celebrated with festivities of all sorts, exchange of presents between good friends and lovers (preferably books), and children (often outdoor toys) and of course good food and gatherings of family and friends.

Ljósmynd tekin | Photo date: 25.06.2006

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Verðlaunaskrímsli | The Icelandic Literary Prize 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017:
Þriðjudaginn 30. janúar voru Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Heiðurs aðnjótandi að þessu sinni voru: Unnur Þóra Jökulsdóttir fyrir Undur Mývatns: – um fugla, flugur, fiska og fólk, í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Kristín Eiríksdóttir fyrir Elín, ýmislegt, í flokki fagurbókmennta og Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler fyrir Skrímsli í vanda, í flokki barna- og ungmennabóka. Við skrímslahöfundar erum auðvitað himinlifandi og þakklát!

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Árið 2013 var í fyrsta sinn tilnefnt í flokki barna- og unglingabóka. Skrímsli í vanda er fyrsta myndabókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

„Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal er litríkt og fallegt verk sem tekur á viðfangsefni sem snertir okkur inn að kviku; marglaga saga fyrir alla aldurshópa, sem sómir sér vel í hinum glæsilega skrímslabókaflokki.“

Hér neðar á síðunni eru tenglar á fréttir um verðlaunin og neðst má lesa ræðustúfinn sem ég flutti af tilefninu.

Winners of the Icelandic Literary Prize 2017:
The Icelandic Literary Prize was presented on 30 January 2018 by President Guðni Th. Jóhannesson. The event took place at Bessastaðir, the presidential residence. Unnur Þóra Jökulsdóttir received the award for her book Undur Mývatns (The Wonder of Mývatn), in the category of non-fiction. Kristín Eiríksdóttir received the award for her novel Elín, ýmislegt (Misc.), in the category of fiction. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler received the award for the book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) in the category of children and young adult’s fiction.

This is a great honor for us authors and we are sincerely happy and grateful! The Icelandic Literary Prize was founded in 1989 and the category for children’s books was added in 2013. Skrímsli í vanda is the first picturebook to receive this prize. The jury’s motivation reads as follows:

“Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is a colorful and beautiful work that deals with subjects that touch us all deeply; a multilayered story for all ages, and an impressive addition to the Monster Series.”

Further below are links to news sites and articles, and at the bottom is my speech (in Icelandic) given at the prize celebration.

Áslaug Jónsdóttir (author and illustrator), Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir (editor at Forlagið), Kalle Güettler (author).


FRÉTTATENGLAR  |  NEWS LINKS:

Rithöfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – RÚV – (The Icelandic National Broadcasting Service) – ruv.is
• RÚV – Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent [myndband | video] ruv.is
• RÚV – Þakkarræða Áslaugar Jónsdóttur [myndband | video] ruv.is
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Miðstöð íslenskra bókmennta – Islit.is
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Forseti.is
Konur hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin – Skáld.is
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Félag íslenskra bókaútgefenda – fibut.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Reykjavík bókmenntaborg Unesco – bokmenntaborgin.is
Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna – Vísir – visir.is
• Kristín, Unnur og Áslaug hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin – DV – dv.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Rithöfundasamband Íslands – rsi.is
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda – IBBY – ibby.is 
Mývatn, Elín og skrímsli best – Morgunblaðið – mbl.is 

• Úr grein Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu 31. janúar 2018: Viðtal við Áslaug Jónsdóttur (pdf).

IN ENGLISH
• The Icelandic Literary Prize 2017 presented by President Guðni Th. Jóhannesson – Icelandic Literature Center
• Icelandic Literary Award Winners 2017 – Iceland Review – icelandreview.com
• Icelandic Literary Prize awarded – The Iceland Monitor – icelandmonitor.mbl.is
The Icelandic Literary Prize for 2017 – Reykjavík UNESCO City of Literature – bokmenntaborgin.is

IN SWEDISH: 
Norrteljetidning – norrteljetidning.se
Kalle Güettler hemsida30. jan + 31. jan
Bokförlaget OPAL – Vinnare av Islands litteraturpris!

IN FAROESE:
Rakel Helmsdal – Tíðindi


Forseti Íslands, ágætu gestir og áheyrendur;

Fyrir hönd okkar bókarhöfunda vil ég þakka hjartanlega fyrir þessa góðu viðurkenningu. Rakel Helmsdal átti því miður ekki heimangengt en biður fyrir góðar kveðjur og þökk.

Það er mér sérstök ánægja að standa hér, ekki einasta í hlutverki rithöfundarins, heldur líka sem myndhöfundur og bókateiknari. Ég veit að við unnum öll íslenskri tungu og viljum veg hennar sem mestan. En í baráttunni fyrir tungu og texta má ekki gleyma máli myndanna. Áhrifum þeirra getur verið erfitt að koma í orð, því þær höfða beint til tilfinninganna og oft er sjón sögu ríkari.

Í einni bóka Vilborgar Davíðsdóttur um Auði Djúpúðgu er eftirminnileg lýsing á aðförum norrænna manna í víkingi: þeir köstuðu á bál fagurlega myndlýstum ritum kristinna munka, en hirtu góðmálma og eðalsteina af spjöldum og bókarspennslum. Mér er nær að halda að bókaböðlar af þessu tagi eigi kannski nokkra afkomendur, ef marka má verðmætamatið og hve lítill greinarmunur virðist stundum gerður á því sem vel er unnið og lakar.

Sláum ekki slöku við þegar kemur að myndlýsingum og útliti bóka. Eflum myndlæsi og gerum alvöru úr því að hvetja íslenska bókateiknara til dáða. Til þess þurfa þeir meira en orðin tóm.

Á stundum hljómar misskilin umhyggja fyrir barnamenningu eins og hún sé þjálfun og undirbúningur fyrir æðri listir: fyrir „alvöru“ leikhús, „alvöru“ bókmenntir. Allt léttvægar æfingar fyrir börn og jafnframt fremjendur listarinnar – en hafi ekki raunverulegt listrænt gildi í sjálfu sér, sé ekki fullburða listsköpun því þeir sem njóta eru „bara“ börn.

Það má vel vera að starf okkar barnabókahöfunda stuðli að því að skaffa lesendur og áheyrendur framtíðar, læsa þegna í sífellt flóknara samfélagi, en við skrifum og myndlýsum vegna ástar okkar á þessari listgrein: bókum fyrir börn. Það eru listirnar sem gera okkur mennsk og öll menntun er til lítils ef þar skortir listina. Það sem mestu máli skiptir er ekki að sjá nafnið sitt á bókarkápu, jafnvel ekki það að fá stórkostlegar viðurkenningar eins og þessa, heldur sú nautn að hafa fengið að dvelja um hríð í heimi mynda, orða og sagna – og svo vonandi ná að opna þann heim fyrir fleirum.

Og heimur sagnanna er svo óendanlega fjölbreyttur. Ég er svo heppin að hafa eignast þar góða vini sem hafa fylgt mér í tæp sautján ár. Þessir vinir mínir eru loðnir og dálítið ljótir … Litla skrímslinu og stóra skrímslinu fylgdu ekki síðri vinir: meðhöfundar mínir Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Með þeim hef ég átt frjótt og einstakt samstarf með líflegum samræðum um hugmyndir, tungumál, tilfinningar og gildi. Við þekkjum skrímslin gerla og vera má að titrandi hjörtu, tannhvöss og hávær skrímsli eigi sér fyrirmyndir í samvinnu okkar. En það gildir líka um vináttuna og samhygðina.

Öll stjórnumst við af margvíslegum tilfinningum – jafnvel þegar við höldum að vitsmunirnir ráði. Að geta sett sig í spor annarra er öllum lífsnauðsyn því enginn er hólpinn fyrir óvæntum spuna örlaganna. Að skoða tilfinningar sínar – jafnvel í gegnum loðinn ham skapheitra skrímsla – getur kannski hjálpað stórum og smáum lesendum til að vega og meta mikilvægustu tilfinningar mennskunnar: samlíðun og réttlætiskennd. Við þurfum á því að halda, nú sem aldrei fyrr.

Ég vil að lokum þakka dómnefndinni fyrir að treysta okkur skrímslunum fyrir heiðrinum. Útgefendum okkar á Forlaginu og ritstjóra, Sigþrúði Gunnarsdóttur, þökkum við ljúft samstarf; – kærar þakkir.

Ljósmyndir | Photos: Valgerður B / Forlagið 30.01.2018

Jaðarland | Borderland: Book art exhibition

Bókverkasýning: Þriðjudaginn 30. janúar n.k. opnar sýningin JAÐARLAND / BORDERLAND í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Ellefu listakonur sem skipa hópinn ARKIR sýna þar bókverk auk tveggja bókbindara frá handbókbands-verkstæðinu Bóklist. Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis. Verkin á sýningunni hverfast flest með einum eða öðrum hætti um það margslungna hugtak „land“ og ég sýni þar m.a. verkið Jörð | Earth sem er á myndinni hér fyrir neðan. Til vinstri er verkið í vinnslu, til hægri fullgert.

Book art exhibitionOn Tuesday, January 30, the book art exhibition BORDERLAND will open in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. Exhibitors are all 11 members of ARKIR book arts group, and two bookbinders from the bookbinding studio Bóklist. The exhibition is curated by Rebecca Goodale. Open until April 30, 2018. I participate with several works, all related to the theme: „land“. Below is one of my works: Jörð | Earth based on a collection of my photographs. On the left is work in progress, on the right: the finished item. See ARKIR’s homepage for further information.

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Fyrsti desember | Strong winds

FullveldisdagurÉg óska landsmönnum öllum til hamingju með daginn og vona að Ísland megi sem lengst standa undir nafni sem frjáls og fullvalda ríki. Vonandi má líka fagna því að ný ríkisstjórn tók til starfa í gær eftir langa mæðu. Það hefur sannarlega gustað hressilega í kringum stjórnmálin og reyndar ólíklegt að það verði einhver lognmolla yfir starfi nýrrar stjórnar. En vonandi ná mikilvæg mál góðum byr.

This Friday – a day of celebration: On 1 December 1918 Iceland gained independence from Denmark with the signing of the Act of Union with Denmark. The Act recognized Iceland as an independent state under the Danish crown and independence is celebrated this day every year. Also today: a new government signed a coalition agreement yesterday, after a long period of political imbalance. A certain thing to celebrate is a young and bright female prime minister: Katrín Jakobsdóttir – and two other Left-Green ministers governing Ministry of Health and  Ministry of Environment: Svandís Svavarsdóttir and Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Strong winds have blown around the new government but hopefully will all good matters of importance get favorable winds. I wish them well!

Myndband tekið | Video date: 17.08.2017

 

Frost | Ice crystals

FöstudagsmyndinÞessar myndir eru ekki alveg nýjar en eiga ágætlega við hitastigið úti. Það er ískalt á Fróni! Stormur og stórhríð hefur geisað á stórum hluta landsins. Kuldaboli sýnir tennurnar…

Photo FridayThese images are not new but they suit the temperature outside. Winds are strong and big parts of Iceland have blizzards lasting for days. The cold bites…

Ljósmynd tekin | Photo date: 30.01.2009

Norðurljós | Aurora Borealis

Haustið er komið með svalar og stjörnubjartar nætur. Norðurljósin lokkuðu mig út eitt kvöldið í vikunni og ef ég hefði ekki verið plöguð af kvefpest hefði ég sjálfsagt hangið úti hálfa nóttina til að njóta þeirra og stjarnanna – og þá kannski náð betri tökum á því að mynda dýrðina. En það er svo hollt að horfa til himins, fylgjast með stjörnuhrapi, minnast þess að allt er breytingum háð og mannskepnan í mörgu svo smá …

Autumn is here in Iceland with chilly, starry nights. I think I have mentioned my passion for sky gazing and that goes for the night sky too. The northern lights were really nice this week so I tried my luck with the camera. Although I suffered from a bad cold I sneaked out and enjoyed the show. And I guess I would have stayed up half the night just admiring the stars and the dance of the auroras if not for the flu. The moon also peeked out from behind Mt. Skarðsheiði (below) and made scenery even more magical.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.09.2017

Horft til himins | Watching the sky

Undir regnboganumVel þekkt teikn á himni eins og regnbogi geta verið hreint ótrúlega töfrandi. Hér er Melaleiti undir heilum og nær því tvöföldum regnboga. En skuggarnir eru orðnir æði langir á þessum tíma árs. Myndirnar hér neðar eru líka tileinkaðar skýjaglápi: Írskrabyrgi eða Malarbyrgi við Gufuskála; Fagraskógarfjall séð af Mýrunum og örn á flugi á sömu slóðum. Kannski eru blikur á himni en örn og regnbogi hljóta að vita á eitthvað magnað.

Photo FridayThe rainbow was just magical the other night and a second one was almost visible too. Our farm Melaleiti is just under the rainbow and my shadow showing half the way towards the house. (Time aprox. 20:30 or around sunset). My sky gazing also brought on the photos below from Sæfellsnes and MýrarÍrskrabyrgi / Malarbyrgi – an old ruin at Gufuskálar; Mt. Fagraskógarfjall and a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) hunting at Mýrar. Places full of stories. I bet that eagle could also tell some tales …

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.08 /.28.08.2017

Í grænni lautu | Geranium sylvaticum

Blágresið blómstrar þessa dagana og ég geri mér far um að svipast um eftir því í kringum 12. júlí. Í öðrum löndum má finna plöntuna undir nafninu Mayflower og Midsommarblomst en íslensk veðrátta býður ekki upp á þær nafngiftir.

The wild flowers in July. Blooming now is the lovely blágresiGeranium sylvaticum, woodland geranium, wood cranesbill, wild Icelandic geranium.

Ljósmynd tekin | Photo date: 09.07.2017

Jónsmessa | Happy Midsummer Night!

Jónsmessunóttin er framundan og það skortir ekki á vætuna fyrir þá sem hyggja á yfirnáttúrulegt bað í góðum grasbala – það hellirignir. En sólarlagsmyndin, sem var tekin í byrjun júní, er engu að síður til heiðurs nóttinni.

Midsummer Night: A sunset like this would have been nice tonight (it’s a photo I took earlier this month) but it’s raining and the winds are blowing and not making a walk in the magical Midsummer Night tempting at all. But I wish you all some bewitching moments of summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017

Himinn, maður, jörð | Earth, man and sky

Júní: Ég hef ekki gefið mér tíma til að fikta við myndir og fréttir um hríð. Það kemur. En er ekki júní indælastur allra mánuða? Jú, takk, meiri júní í allt.

June: I will NOT say it … I will not say that I have been to busy to post anything for a good while … OK, I said it! Any way. I love the spring. I love bright June: all the delicate colors of the sky and the bright green colors of the fields! Go enjoy summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017

Gjugg í borg | Peek-a-boo

Myndskreytingar: HönnunarMars, hin árlega hátíð hönnunar og lista í Reykjavík, verður haldin dagana 23. – 26. mars með fjölbreyttri dagskrá og viðburðum. Ég tek þátt í sýningu á myndlýsingum pólskra og íslenskra bókateiknara, á sýningunni „Gjugg í borg“ í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin opnar 21. mars og stendur til 3. apríl.

Þátttakendur á sýningunni eru: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Ewa Solarz.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á heimasíðu Hönnunarmars og viðburðasíðu á Facebook.


IllustrationThe annual design festival DesignMarch in Reykjavík will be held from March 23. to 26. I will take a small part as one of the exhibitors of children’s books illustrations in the exhibition “Peekaboo” at the Culture House in Reykjavik.

The exhibition will tell the story of Polish and Icelandic illustrated children’s books by presenting the best works of illustrators from both countries. 16 Polish and 6 Icelandic authors will be featured. The event will be divided into two parts: an exhibition of illustrations and books, and a programme of workshops for children and illustrators.

The last decade has seen a revival of books for children in Poland. New publishing houses are constantly popping up and taking the risk of publishing contemporary and innovative books. And the world has taken note. Polish books regularly receive the Bologna Ragazzi Award – the most important international children’s book award. A similar development can be observed in Iceland’s children’s literature, where illustrated children’s books play a very important part. Iceland is fortunate to have committed, young illustrators, who are succeeding at recreating Icelandic children’s literature, which is the foundation of Icelandic literature as a whole. The Peekaboo Exhibition at the Culture House in Reykjavik showcases the most interesting children’s’ books illustrated by 16 Polish and 6 Icelandic artists. The books show the artists’ diversity and wit – the exhibition’s design allows children to explore the books’ characters. The exhibition will be accompanied by a lecture about contemporary Polish illustration, a meeting with some of the illustrators and a workshop programme for both Polish children living in Iceland and Icelandic children.

Participating artists: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir and Áslaug Jónsdóttir.

Ewa Solarz is the curating the exhibition. The exhibition will run until 2nd of April.

– http://honnunarmars.is/work/peekaboo/

Links:
Peek-a-boo / DesignMarch
Facebook event
article in Polish: Iceland News.

Snjór | Snow

♦ Föstudagsmyndir: Snjókoman og fannfergið á suðvesturhorni landsins í lok febrúar sló met. Þegar við bættist blíðviðri dag eftir dag breyttust þessar annars oft umhleypingasömu vikur vetrarins í hreint undur. Ég fór með myndavélina í sveitina og horfði á snjó og ís í ýmsum myndum.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

♦ Photo Friday: So we had snow! In Reykjavík and the southwest of Iceland it was record snowfall on the night of February 26th followed by beautiful sunny days. And the weather stayed great for weeks! The snow was soft and powdery for a long time. I went to the family farm and enjoyed the landscape of snow and ice.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.-05.03.2017

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2017!

aslaugj©1-1-2017

♦ Áramót: Gleðilegt ár vinir á vefnum! Bestu þakkir fyrir innlit og heimsóknir á heimasíðuna, sem ég lít öðru fremur á sem upplýsinga- og minnistöflu: stundum er efnið fyrir sjálfa mig, stundum kann það að gagnast það öðrum.

Er ekki eitthvað dásamlega frelsandi við það að skrifa nýtt ártal? Ég sé ekki eftir árinu 2016, svo mikið er víst, og vonandi verður nýja árið farsælt.

Ég eyði áramótum í sveitinni og veit ekkert betra eftir ofát og hátíðahöld en að vafra út og horfa. Helst út í bláinn, en oft í gegnum ljósmyndalinsuna. Um áramót má svo horfa fram á veginn, um öxl og þar fram eftir götum. Ég sæki sem fyrr í fjöruna og þó allt sé þar gamalkunnugt, þá finnst mér einatt að ég sjái þar eitthvað nýtt. Svona er náttúran undursamlega blekkjandi.

♦ Happy New Year – to you all! May the new year 2017 bring us peace and happy moments in life. I can’t say I miss 2016 despite the many good memories.

To the readers of my blog: Thank you for visiting and checking out my digital memo board of miscellaneous stuff  🙂 I hope it may be an inspiration to some and of interest and information to others.

I shot these photos yesterday, the last day of the year 2016, at the family farm. (Except the one at the top). Winter sky, cold sea, frosty earth… I may have posted similar shots many times before, but somehow I feel I always see something new on my beach walks. This is the wonderful illusion of nature.

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-0

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-10

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-1

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-7

 

Skálalækur - aslaugj31-12-2016-5

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-11

Spor eftir hagamús - aslaugj31-12-2016-12

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-2

Melaleiti - Viljahestar - aslaugj31-12-2016-3

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2016 / 01.01.2017

 

Ljósin í desember | Lights and moon in December

jolatretunglhagatorgaslaugj

♦ FöstudagsmyndinMér tekst ekki að halda fókus í desember! Það er nú ekkert nýtt. En tunglið var fullt í vikunni og jólatréð á Hagatorgi alveg skínandi.

♦ Photo FridayI find it so hard to stay focused in December! Reykjavík has had no snow, just heavy rain and dark sky, making the short days extra gloomy. The Christmas lights and a full moon peeking through the clouds are a help fighting the dark.

Ljósmynd tekin | Photo date: 12.12.2016

Sólarlag í ágúst | Stay with me summer …

solin1aslaugj

♦ FöstudagsmyndirÉg er að reyna að létta á mínum þarfasta þjóni sem ég hleð linnilaust ljósmyndum. Hendi ekki þessum. Sólarlag við Snæfellsjökul er ómótstæðilegt.

♦ Photo FridayAfter last days heavy rain and storm it’s nice to recall more serene days. I am also trying to free up some space on my mac and sorting photos. The sunset at Faxaflói Bay and Snæfellsjökull Glacier easily escaped the bin. I miss summer …

solin2aslaugj

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.08.2016  🕙 21:45

Þvottur | Laundry

Sumarsnura1

♦ FöstudagsmyndinÉg hef áður hérna á blogginu dásamað hreint og tært loft, ferskan ilm af nýslegnu grasi, villijurtum og söltum sjó. Fyrir mér er það hin eina sanna sumarangan. Og það vita allir sem reynt hafa að enginn þvottur ilmar betur en sá sem hefur verið þurrkaður úti í svona lofti.

Ég birti þessa hreyfimynd að gefnu tilefni því stundum er ég rænd þessum lífsgæðum og sjálfsögðu mannréttindum.

♦ Photo FridayI can’t express often enough my love for fresh air, the smell of wild flowers, the sea, the fresh-cut grass. And no laundry smells better than the one dried outside in the wonderful scent of summer. It is already late in August so this may be my good-by-summer photo. Hello, autumn…

Ljósmynd | Photo date: 03.07.2016

Dagur ljósmyndarinnar | World Photo Day

Hafnarfjall©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirTíminn líður hratt, en ágúst finnst mér líða allra mánuða hraðast. Nætur verða óðum dimmari og eitt og annað minnir á haustið. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðadagur mannúðar, en líka dagur ljósmyndarinnar. Þetta tvennt fer oft saman: ljósmyndirnar hreyfa við okkur, vekja samhygð, mildi og mannúð. Þess vegna er þessi frétt hér líka hræðileg. Það er auðvelt að fyllast lamandi depurð við fregnir af stjórnlausu ofbeldi og vanmætti alþjóðastofnana til að stöðva stríð og átök. En á meðan okkur stendur ekki algerlega á sama má kannski eygja vonarglætu. Fjölmargir ljósmyndarar hætta lífi sínu til að lýsa óréttlæti og átökum, en ég prísa mig sæla í friðsælli sveit með fjöllum, firði og fuglum.

♦ Photo FridayToday is the World Humanitarian Day but also the World Photo Day. These two themes often go together: photographs move you to become involved, to express empathy and kindness. Therefore I find these news just horrible. I admire the photographers and humanitarians who risk their lives to tell us all these stories that make us care. At least as long as we don’t just give a damn, there is hope. Meanwhile I am the lucky photographer of peaceful landscape and the free flying birds like Sterna paradisaea.

Borgarfjordur©AslaugJ

Kria©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.08. / 19.08.2016

Himinn, haf og engi | Hay making

HiminnHafTun©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÞað jafnast ekkert á við þessa blöndu: ilm af nýslegnu grasi og fersku sjávarlofti. (Um loftgæði í Melasveit mætti annars margt rita). Skýjabólstrar skreyttu svo loftin í gær – eins og yfir Skarðsheiði hér fyrir neðan.

♦ Photo FridayThe most important task in conventional farming in Iceland is still the haymaking during the summer months. I just love the smell of the newly cut grass mixed with fresh air from the sea!
Below: clouds over Skarðsheiði Mt Range: Mt. Hafnarfjall and Mt. Ölver.

Skardsheidi©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.06.2016

Hingað … og þangið | Seaweed

Fjaran0516AslaugJ1

♦ Föstudagsmyndir – FjaranÉg fæ aldrei nóg af fjörulalli. Aldrei. Allan ársins hring er ævinlega eitthvað nýtt að sjá. Himinn og haf, land og strönd: allt síkvikt og síbreytilegt, takmarkalaust nærandi umhverfi fyrir skilningarvitin.

♦ Photo Friday – Beach walking: I get endless inspiration from walking along the beach, and I never stop admiring all things small and beautiful. So I recommend: Go to a peaceful beach. Take a walk and use your senses. And have a wonderful weekend!

Fjaran0516AslaugJ2

Fjaran0516AslaugJ3

Fjaran0516AslaugJ4

Fjaran0516AslaugJ5

Fjaran0516AslaugJ6