Hlaðvarpsþáttur frá Berlín | Klein aber groß – Play Nordic

Myndabókaspjall: Norrænu sendiráðin í Berlín standa fyrir hlaðvarpinu PLAY NORDIC og í tengslum við sýninguna „Klein aber Groß“, sem opnaði 17. júlí s.l. í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus, voru tekin viðtöl við nokkra þátttakendur. Þátturinn er nú komin í útsendingu og má finna á heimasíðu sendiráðanna hér: Play Nordic – og á Spotify, Apple Podcasts og víðar. Viðmælendur eru sýningarstjórinn Johanna Stenback og höfundarnir Stina Wirsén frá Svíþjóð, Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi, Linda Bondestam frá Finnlandi, Anna Jacobina Jacobsen frá Danmörku og Gry Moursund frá Noregi. Ég átti afar ánægjulegt samtal við rithöfundinn Florian Felix Weyh, en fleira þáttargerðarfólk kom einnig að gerð hlaðvarpsþáttarins.

Sýningin í Felleshus í Berlín stendur til 5. október 2025. Upplýsingar á þýsku um sýninguna má finna hér. Og fyrri póst með myndum og upplýsingum á þessum vettvangi má lesa hér


Picturebook talk: A podcast program was made in connection with the exhibition “Klein aber Groß”, that opened on 17 July in Felleshus, in Berlin (the cultural centre and event venue of the five Nordic embassies: Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden). The program is now available at PLAY NORDIC – the podcast run by the Nordic embassies. You can listen here: Play Nordic – and on Spotify, Apple Podcasts and more. The interviewees are the curator Johanna Stenback, and the authors/illustrators Stina Wirsén from Sweden, Áslaug Jónsdóttir from Iceland, Linda Bondestam from Finland, Anna Jacobina Jacobsen from Denmark and Gry Moursund from Norway. I had a very enjoyable conversation with writer Florian Felix Weyh, but other interviewers contributed to the podcast also.

For further information and program follow this link: Klein aber groß. The exhibition runs until October 5, 2025. See also my previous blogpost with photos and information on this page here

Stórt og smátt í Berlín | Klein aber groß – exhibition opening

Sýningaropnun: Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Berlín við opnun sýningarinnar „Klein aber Groß“ sem opnaði fimmtudaginn 17. júlí í félagsheimili Norrænu sendiráðanna: Felleshus. Opnunin var vel sótt af ungum sem öldnum og áhugi á norrænum myndabókum mikill og einlægur. Uppsetning verka og kynning var vel heppnuð en sýningarstjórinn, Johanna Stenback, bar hitann og þungan af vinnunni ásamt arkitekt sýningarinnar Mia-Irene Sundqvist og grafíska hönnuðinum Andrei Palomäki. Starfsfólk norrænu sendiráðanna tók líka vel á móti gestum með norrænum nammibar og fjörugu diskóteki, bókum og söluvörum þeim tengdum. Fjórir listamenn tóku þátt í opnun: Stina Wirsén frá Svíþjóð, Linda Bondestam frá Finnlandi, Amanda Chanfreau frá Álandseyjum og Áslaug Jónsdóttir – þar hittust gamlir vinir og nýir! Takk fyrir þetta sinn Berlín!

Eftirtaldir myndhöfundar eiga verk á sýningunni:
Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) og Stina Wirsén (SE).
Kynningu og dagskrá á þýsku má lesa hér: Klein aber groß. Sýningin stendur til 5. október, 2025.

Smellið á myndirnar til að stækka! | Click on the images to enlarge!

Ljósmyndir hér fyrir ofan | Photos above: © Áslaug Jónsdóttir
Ljósmyndir hér neðar | Photos below: Klein Aber Groß © Bernhard Ludewig

Exhibition opening: It was a true pleasure to take part in the festivities in Berlin at the opening of the exhibition “Klein aber Groß” which opened on Thursday 17 July in Felleshus, or pan-nordic building – the cultural centre and event venue of the five Nordic embassies: Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden. The opening was well attended by young and old and the interest in the Nordic picture books was great. The installation of the works and the presentation were a success, carried out by the energetic curator, Johanna Stenback, together with the exhibition architect Mia-Irene Sundqvist and the graphic designer Andrei Palomäki. The staff of the Nordic embassies welcomed the guests with a Nordic candy bar and a lively disco, books and merchandise. Four artists participated in the opening: Stina Wirsén from Sweden, Linda Bondestam from Finland, Amanda Chanfreau from the Åland Islands and Áslaug Jónsdóttir. Old and new friends met there! Vielen Dank for this time Berlin!

The exhibition features works by the following authors:
Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) and Stina Wirsén (SE). For further information and program follow this link: Klein aber groß. The exhibition runs until October 5, 2025.

Skrímslin í Berlín | Klein aber groß – exhibition in Berlin

Sýning: Sendiráð Norðurlandanna í Berlín efna til sýningar á barnabókum og myndlýsingum í Felleshus, sýningarrými og samfélagshúsi Norðurlandanna þar í borg. Sýningin opnar 17. júlí og stendur til 5. október 2025. Skrímslin verða þarna í góðum félagsskap en á sýningunni eiga eftirtaldir höfundar verk: Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) og Stina Wirsén (SE).

Sýningarstjóri er Johanna Stenback. Kynningu og dagskrá á þýsku má lesa hér: Klein aber groß.

Exhibition: The Nordic Embassies in Berlin are organising an exhibition of children’s books and illustrations at Felleshus, the Nordic contries cultural centre and event venue in the city. The exhibition opens on July 17 and runs until October 5, 2025. The three monsters will be in good company, and the exhibition features works by the following authors: Emma AdBåge (SE), Kjell Aukrust (NO), Linda Bondestam (FI), Amanda Chanfreau (AX), Rán Flygenring (IS), Anna Jacobina Jacobsen (DK), Tove Jansson (FI), Áslaug Jónsdóttir (IS), Maria Bach Kreutzmann (GL), Gry Moursund (NO), Bárður Oskarsson (FO), Jakob Martin Strid (DK) and Stina Wirsén (SE). 

Curator is Johanna Stenback. For further information and program follow this link: Klein aber groß.


 

Vönduð prent úr skrímslabókunum má fá hjá Gallerí Fold. Skrímsli í ramma er góð gjöf fyrir skrímslavini á öllum aldri! Fylgið þessum hlekk yfir á síðu hjá Gallerí Fold til að sjá öll Skrímsli í boði!

Selected illustrations from the book series about Little Monster, Big Monster and Furry Monster, by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, are available at Fold Gallery. The images are printed on high-quality paper and are for sale in limited editions, signed by the artist. A framed monster picture is a great gift for monster lovers of all ages! Follow this link to see all the collection at the gallery.

Skrímsli í boði! | Monsters in the gallery

Skrímsli á Barnamenningarhátíð: Á morgun, laugardaginn 5. apríl, opnar í Gallerí Fold lítil sýning með völdum myndum úr bókaflokknum um skrímslin. Myndirnar eru prentaðar í góðum gæðum á vandaðan pappír og eru til sölu í takmörkuðu upplagi, áritaðar af myndhöfundi. Bækurnar verða einnig til sölu í galleríinu. Í kynningu frá Gallerí Fold segir svo: 

„Laugardaginn 5. apríl opnar sýningin „Skrímsli í boði“ í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Þar sýnir Áslaug Jónsdóttir myndir sínar úr Skrímslabókunum vinsælu. Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem stendur 8. – 13. apríl. Sýningin í Gallerí Fold stendur til 26. apríl.
Áslaug Jónsdóttir á langan og farsælan feril að baki sem einn af vinsælustu barnabókahöfundum þjóðarinnar. Bækur sem hún hefur skrifað eða myndlýst skipta tugum og hún hefur hlotið fyrir þær margskonar verðlaun eins og Íslensku bókmenntaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur, Bókasalaverðlaunin og Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin. Auk þess hefur hún hlotið fjölda tilnefninga, m.a. til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Norrænu barnabókaverðlaunanna, Bókmenntaverðlauna Reykjavíkurborgar og Fjöruverðlaunanna, svo eitthvað sé nefnt.
Í tilefni af Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefur Áslaug, í samstarfi við Gallerí Fold, útbúið prent af vel völdum myndum úr Skrímslabókunum vinsælu um litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið. Í bókunum takast skrímslin þrjú á við lífið á einstaklega fallegan hátt, það skiptast á skin og skúrir eins og hjá okkur öllum en sigrarnir eru eftirminnilegir – oft stórkostlegir, og lærdómurinn sem lesandinn getur tekið með sér mikill. Fyrsta bókin Nei! sagði litla skrímslið kom út árið 2004 og sú nýjasta Skrímslaveisla tuttugu árum síðar árið 2024. Fyrir bókina Skrímsli í vanda hlaut Áslaug og meðhöfundar hennar, Rakel Helmstad og Kalle Güettler, Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 í flokki barna- og ungmennabóka.
Á meðan á Barnamenningarhátíð stendur verður sýningin sniðin að börnum. Myndirnar hanga í þeirra hæð, hægt verður að setjast í kósíhorn og sökkva sér í lestur Skrímslabókanna, eða spreyta sig á að teikna sitt eigið skrímsli, meðan skrímslin fylgjast með af veggjunum allt um kring.
Skímslin verða sannarlega í boði, þar sem hægt verður að kaupa bæði skrímslamyndir og skrímslabækur á sýningunni. Prentin eru gefin út í takmörkuðu upplagi og árituð af höfundinum.“

Sýningin opnar laugardaginn 5. apríl kl. 14 og stendur til 26. apríl 2025.
Opið er í Gallerí Fold virka daga og 12-18 laugardaga 12-16.

Sjá nánar um Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2025 hér.

Exhibition of illustrations: Tomorrow, Saturday, April 5th, an exhibition with selected illustrations from the book series about Little Monster, Big Monster and Furry Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, will open at Fold Gallery in Rauðarárstígur 12, Reykjavík. The images are printed on high-quality paper and are for sale in limited editions, signed by the artist. The books will also be available in the gallery. The exhibition is a part of Reykjavík Children’s Culture Festival. A presentation from Fold Gallery states:

„Monsters on the wall – an exhibition of the art work from the popular children´s books about the monsters, by Áslaug Jónsdóttir.
Áslaug Jónsdóttir is showing selected pictures from the popular Monster Books at Gallerí Fold at Rauðarárstígur. Reprints have been made of selected pictures of the friendly, cute monsters, which have long ago captured the hearts of young and older readers. During the Children’s Culture Festival, the exhibition will be tailored for children. The pictures will be hung at their height, it will be possible to sit in a cozy corner and immerse yourself in reading the monster books, with the monsters playing on the walls all around. The monsters will indeed be available, as it will be possible to buy both monster pictures and monster books at the exhibition and you never know, the monster mother herself might even pop in to sign pictures and books.“

Fold Gallery is open mon-fri from 12 to 6 pm and Saturdays from 12 to 4 pm.

More information about Reykjavík Children’s Culture Festival 2025 here.


uppfært / updated 16.04.2025

Skrímslamynd í ramma er góð gjöf fyrir skrímslavini á öllum aldri!
Fylgið þessum hlekk yfir á síðu hjá Gallerí Fold til að sjá öll Skrímsli í boði!

A framed monster picture is a great gift for monster lovers of all ages!
Follow this link to see all the collection at the gallery.

Dagur barnabókarinnar | International Children’s Book Day 2025

Dagur barna og bóka: Gleðilegan dag barnabókarinnar! Dagurinn, 2. apríl, er fæðingardagur H.C. Andersen, meistara táknsagna og ævintýra. 

„Allt þarf að vera svo nýstárlegt og öðruvísi í dag.“
Svona kvartar haninn sem stekkur út úr gamla stafrófskverinu í einu ævintýri H.C. Andersen: ABC-Bogen. Og haninn bætir við:
„Nú eru börn víst svo gáfuð að þau geta lesið áður en þau hafa lært stafrófið.”
Og heldur því auðvitað fram að gamla stafrófskverið standi vel fyrir sínu.
„En þau ættu að fá eitthvað nýtt,“
mótmælti sögupersónan sem hafði skrifað nýtt stafrófskver í stað þess gamla. 

Haninn sem gól óttaðist að gamla kverinu yrði skipt út fyrir nýrri bók – og fullyrðir að nýja bókin verði ekki langlíf, því hún hafi „engan hana“. Í sögunni kemur ekki fram hvernig fer, en það stefnir greinilega í að nýja bókin fari í prentun. 

Börn eru svo einmitt gáfuð að þau geta lesið áður en þau hafa lært starfrófið. Þau lesa myndir sem segja sögur og í bestu bókum er skrifað milli lína, bæði í mynd og texta. Og nýjar kynslóðir þurfa eitthvað nýtt. Stundum eitthvað gamalt og gott, eins og tímalaus ævintýri. Njótið barnabókanna!

Children’s book old and new: Happy Children’s Book Day! Today is the birthday of H.C. Andersen, the master of allegories and fairy tales.

“Everything has to be new and different nowadays.” *
This is how the rooster in the old alphabet book complained – in one of the HCA fairy tales: The ABC-Book. And the rooster added:
“Everything has to be advanced. Children are so wise that they can read before they have even learned the alphabet.” *
In the roosters opinion the old ABC-book is what the children need. But a man who had written new verses for a new ABC protested:
‘They should have something new!’ *

The rooster feared that the old book would be replaced by a new book – and claims that the new book will not last long, because “it has no rooster”. The story does not say how things go, but indicates that the new book will be printed.

And yes, indeed: children are so smart that they can read before they have learned the alphabet! They read pictures. Pictures tell stories and in the best books you can also read between the lines, both in the picture and the text. And surely, new generations need something new. Perhaps sometimes something old and classic, the timeless tales.

I wish you all happy reading time!

*THE A-B-C BOOK translation by Jean Hersholt. 

Myndlýsingarnar eru úr fyrstu bókinni minni, Gullfjörðinni, frá 1990.
Illustrations from my first book: The Golden Feather, published in 1990.

Viðurkenning RÚV | Acknowledgement

RUV-8-jan-2025.jpg

Lof og prís! Það voru óvænt og ánægjuleg tíðindi sem mér bárust í fyrstu viku janúarmánuðar: Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, en sjóðurinn er einn af elstu menningarverðlaunum landsins, hefur verið starfræktur frá árinu 1956. Að viðstöddu fjölmenni þann 8. janúar voru veittar margvíslegar Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2024, þar á meðal hlaut Mugison viðurkenningu Rásar 2, Krókinn, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu og Birnir Jón Sigurðsson hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Tilkynnt var um styrki úr Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins og STEFs og einnig var tilkynnt um orð ársins 2024. Afhending fór fram í beinni útsendingu í Útvarpshúsinu. 

Í rökstuðningi dómnefndar kom m.a. þetta fram: 

„Viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins hlýtur Áslaug Jónsdóttir fyrir fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar. Áslaug er fjölhæfur listamaður en auk þess að skrifa bækur sem eiga sér aðdáendur á öllum aldri, hérlendis og víða um veröld, er hún mikilvirkur myndskreytir og hönnuður.

Hugkvæmni, húmor og virðing fyrir fjölbreytileika alls lífs eru ákveðin leiðarstef í höfundaverki Áslaugar. Af skrifum hennar má margt gott og gagnlegt læra, en líka hrífast, verða hissa og hugsa hluti upp á nýtt.

Frá árinu 1990 hefur Áslaug ritað og myndlýst fjölda barnabóka, skrifað ljóð og leikrit, auk þess að taka þátt í myndlistar- og bókverkasýningum. Hennar nýjustu sköpunarverk eru ljóðabókin Til minnis og limrubókin Allt annar handleggur, sem komu út árið 2023 og bókin Skrímslaveisla sem kom út í fyrra (2024).“

Neðst á síðunni má finna þakkarræðuna. 

Happy and proud! Unexpectedly I received wonderful news in the first week of January: I was very honoured to receive an award from the Icelandic National Broadcasting Service’s Writers’ Fund, one of the oldest cultural awards in the country, established in 1956. The award ceremony for INBS’s Cultural Awards 2024 took place in a live program at the broadcasting house, also presenting music awards, the Word of the Year and more. 

The jury’s reasoning included, among other things:

“The Icelandic National Broadcasting Service’s Writers’ Fund award goes to Áslaug Jónsdóttir for her diverse artworks and contribution to Icelandic literature, children’s culture and visual arts. Áslaug is a versatile artist, but in addition to writing books that have fans of all ages, in Iceland and around the world, she is also a prolific illustrator and designer.

Ingenuity, humor and respect for the diversity of all life are guiding principles in Áslaug’s work. From her writings, one can learn many good and useful things, but also be fascinated, surprised and invited to think things over in new ways.

Since 1990, Áslaug has written and illustrated a large number of children’s books, written poems and plays, in addition to participating in art and book art exhibitions. Her most recent works are the poetry books ‘Til minnis’ and ‘Allt annar handleggur’, which were published in 2023, and the children’s book ‘Skrímslaveisla’, which was published last year (2024).”

My thank you speech (in Icelandic) is below. 

Tenglar | Links:
◼︎ Upptaka af beinni útsendingu frá afhendingu Menningarviðurkenninga RÚV 8. janúar 2025 | The prize award ceremony, live program recorded at The Icelandic National Broadcasting Service.
◼︎ Viðtal í Viðsjá, RÚV 9. janúar 2025 | Interview in Víðsjá radio program RÚV (INBS) Jan 9, 2025.
◼︎ RÚV frétt 8. janúar 2025 | The Icelandic National Broadcasting Service, news Jan 8, 2025
◼︎ Frétt á vef RSÍ | The Writers’ Union of Iceland news site.
◼︎ Frétt á vef Forlagsins | Forlagið publishing house news site.


RUV-8-jan-2025-2.jpg

 

ÞAKKIR
(eða: að hljóta viðurkenningu frá Ríkisútvarpinu
með 50 ára millibili)

Ráðherra, útvarpsstjóri, valnefndir og góðir áheyrendur!

Hjartans þakkir! Það er mikill heiður að hljóta viðurkenningu sem er kennd við Ríkisútvarpið, rótgróna menningarstofnun sem hefur verið mikilvægur hluti af daglegu lífi eins lengi og ég man eftir. Að fá verðlaun fyrir það sem ég hef starfað við megnið af ævinni, það gleður, hvetur og eflir. Það fær mig til að líta um öxl og það endurlit nær nú bara furðu langt aftur!

Það var til dæmis í þá tíð þegar tónlist og talað mál fengu að hljóma upphátt á heimilum. Nú heyrist varla tónn á milli hæða eða út um glugga. Við sveimum um í okkar eigin hljóðheimum með hlaðvörp og lagalista í heyrnartólum. Það hefur sína kosti en tímarnir eru sannarlega breyttir: sameiginleg hlustun eða áhorf heyra nánast sögunni til.

Ég held að í sveitinni hafi verið útvarp í svo til hverju herbergi. Dagskráin var spiluð eins og hún lagði sig frá morgni til kvölds einhvers staðar í húsinu: Í eldhúsinu, stofum og svefnherbergjum, í fjósinu og meira að segja í kartöflugarðinum. Við vildum alls ekki missa af miðdegissögunni svo rafhlöðu-drifnu útvarpi var dröslað með um garðinn. „Grænn varstu dalur“  í lestri Óskars Halldórssonar var alveg kjörinn til hlustunar þar sem við grófum okkur í gegnum moldina.

Auðvitað voru sögustundir barnatímans uppáhald og raddir lesaranna ógleymanlegar. Enginn var of gamall eða ungur fyrir Þorleif Hauksson og Bróðir minn ljónshjarta. Silju Aðalsteinsdóttur og Sautjánda sumar Patreks. Svo var það líka útvarpsleikhúsið magnaða og óskalögin öll: það skipti engu máli hvort þau voru ætluð sjómönnum eða sjúklingum, ungu fólki eða öldungum, hvort það var jazzinn hans Múla eða messurnar – við vorum alætur á útvarpsefni. Fréttatímar og lífsnauðsynlegar veðurfréttir voru helgistundir. Veðurstöðvarnar og sérstök staðarnöfnin mótuðu alveg einstakt landakort í huganum og í hlutföllum sem fundust ekki í kortabókum.

Nú er ég alveg að missa mig í nostalgíunni. Ég vil taka fram að ég er líka alsæl í núinu með hlaðvarpsþætti RÚV í eyrnasniglunum seint og snemma. Þó það nú væri!

En í þessu endurliti til bernskunnar rifjaðist upp fyrir mér að þetta er reyndar ekki fyrsta viðurkenningin mín frá Ríkisútvarpinu. Fyrir sléttum 50 árum – í janúar 1975 var efnt til samkeppni í barnatímanum og ég tók auðvitað þátt. Einhverjum vikum síðar fékk ég upphringingu um sveitasímann frá umsjónarmanni barnatímans, Gunnari Valdemarssyni, með tilkynningu um viðurkenningu fyrir myndir sem ég hafði teiknað við hinn ægilega ljóðabálk Stjörnufák eftir Jóhannes úr Kötlum.

En það var sem sagt í boði Ríkisútvarpsins að ljóðið var lesið upp í barnatímanum og ungir áheyrendur máttu senda inn myndræna túlkun sína. Þeir sem þekkja ljóðið vita að það er engin barnagæla. Ef það væri lesið í fréttatíma í dag myndi fylgja svona athugasemd: „við vörum við myndunum …“

„Einn hann stóð í auðnarríki
yfir hinu bleika líki …“

Barnaefnið 1975! Og ljóðinu lýkur svo:

„Jörðin tók að titra og stynja,
– tröllaborgin var að hrynja:
Loksins eftir langa mæðu
laukst nú saman þeirra gröf.“

En þetta var mjög ánægjulegt allt saman og ég naut mín með blað og blýant og sendi inn myndir sem seinna voru svo birtar í Stundinni okkar í sjónvarpinu.

Samtalið þarna um sveitasímann var nú ekki ýkja langt eða fjálglegt en ég man að Gunnar hrósaði mér fyrir líflegar og sannverðugar myndir: ég hlyti að hafa komið oft í stóðréttir! Nei, svaraði þessi 11 ára verðlaunahafi: aldrei.

Svona kom ímyndunaraflið sér strax vel!

En sköpunargleðin vex ekki úr engu. Hana þarf að næra svo hún vaxi og dafni. Hún þrífst á listinni sem fyrir er, til dæmis dramatískum ljóðum sem reyna á barnshugann, á því sem vel er gert og eftirminnilega. Sumt síast inn með tímanum og við skulum aldrei vanmeta börn og lítillækka þau með of auðmeltu efni.

Manneskjan þráir sögur, að fræðast og forvitnast til að skilja sjálfa sig. Til að fá botn í  þennan margslungna heim sem er jafn óskiljanlegur og mótsagnakenndur og hann hefur alltaf verið. Í dauðaleit skrunum við gegnum örsögur á samfélagsmiðlum í von um snert af hugljómun. Kjarni manneskjunnar er sá sami, þó umhverfið og sögurnar breytist. Og okkur skortir ekki sögurnar og raddirnar: þær flæða í stríðum straumi. Okkur skortir öllu heldur næði til að njóta og skynja og mögulega greina hismið frá kjarnanum – hreina tóninn í öllu skvaldrinu – og þá kannski, bara kannski, – náum við að skilja eitthvað ofurlítið. Stundum þurfum við líka það sem við óttumst mest í útvarpi: einfaldlega: – – – – – þögn.

Ég þakka fyrir mig.

Áslaug Jónsdóttir, 8. janúar 2025

Ljósmyndir | Photos: Kristrún Heiða Hauksdóttir 08.01.2025

Skrímslaveisla! | Monster Party!

Upplestur og útgáfuhóf: Skrímslaveisla er komin út og því verður fagnað með glaum og gleði á morgun laugardag 12. október, kl 14 í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39. Nýja bókin um skrímslin eru sú ellefta í röðinni og í þetta sinn stefnir í mikil veisluhöld hjá litla skrímslinu, sem býður til sín heimsfrægum og merkilegum skrímslum!

Útgefandi er Forlagið, sjá nánar hérSkrímslaveisla kemur einnig út á sænsku í nóvember, er væntanleg á dönsku nokkru síðar og á færeysku í janúar. 

Book release: A new book in the Monsterseries is out! The release will be celebrated tomorrow, Saturday, October 12, at 2 p.m. at Forlagið’s Bookstore, Fiskislóð 39. Skrímslaveisla – Monster Party – is the eleventh book in the series, and this time Little Monster is throwing a big party and inviting the most world-famous and distinguished monsters.

The publisher is Forlagið, see further information about the book here and in English here. Monster Party will be released in Swedish in November, is expected in Danish a little later and in Faroese in January.


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli klippt og skorin | Clear-cut monsters!

Skrímsli í bígerð: Fyrr í mánuðinum sendi ég nýjar myndlýsingar í skönnun, afrakstur vinnu undanfarinna mánuða. Ný bók um vinina þrjá: litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið kemur út í haust, ef allt gengur að óskum.

Aðferðin við myndlýsingarnar er hin sama og fyrr: ég skissa og teikna, klippi og raða, lita og lími. Ég hef oft reytt hár mitt (sem kann að útskýra hárafarið) yfir aðferðinni sem ég valdi fyrstu bókinni. Það gengur ekki að skipta algerlega um aðferð þó það megi auðvitað sjá einhverja þróun í myndsmíðinni frá því fyrir meira en 20 árum. En með límklístraða fingur hugsa ég mér stundum þegjandi þörfina og velti fyrir mér hversu margar þúsundir bita ég hafi klippt og klístrað í þágu skrímslanna. Kannski væri líka gaman að telja tennur, málaðar með pensli no. 1 eða 2 … Og af hverju ekki klippa þetta bara allt saman í tölvu? Það hef ég hugleitt líka og stundum notað þá aðferð í öðru samhengi. En þegar allt kemur til alls, er bara eitthvað ómótstæðilegt og fullnægjandi við það að vinna með höndunum: handleika verkfæri, liti, pappír. Raða, fella saman. Mistökin fylgja með, það handgerða skín einhvern veginn í gegn, þó myndvinnsla og prentun skapi síðan prentgripinn.

Gervigreindin á ugglaust eftir að gera betur. En hún verður aldrei annað en gervi. 

Monsters underway: A new book in the Monsterseries is in the making. Earlier this month I sent my illustrations for scanning, as a result of my work of the past months. A new book about the three friends: Little Monster, Big Monster and Furry Monster will hopefully be published this fall.

The technique I use is the same as before: I sketch and draw, cut and collage, color and glue. I’ve often torn my hair out (I know, doesn’t look good) because of this method I chose for the first book. It impossible to change the method now (at least after so many books in the series), although you can of course see some development in the image making since more than 20 years ago. But with sticky and glued fingers, I sometimes wonder how many thousands of pieces I have cut and pasted to make monsters. Maybe it would also be fun to count teeth, painted with brush no. 1 or 2… And why not just draw digitally and put it all together on the computer? I have thought about that too and sometimes use that method in other contexts. But after all, there’s just something irresistible and fulfilling about working with your hands: handling tools, colors, paper. Arranging, combining. Mistakes are included, the handmade is always present to some extent, although image processing and printing then create a printed and processed result.

The artificial intelligence will surely eventually do better. But it will never be anything but artificial.


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Orð um bók | On the radio

Orð um bækurÍ vikulegum bókmenntaþætti er útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir óþreytandi í að kynna margvíslegar bókmennir, með viðtölum við höfunda, upplestri og umfjöllun. Í síðasta þætti, sunnudag 30. apríl, fjallaði Jórunn meðal annars um ljóðbókina til minnis: og fékk mig til að lesa nokkur ljóð. Þættir Jórunnar, Orð um bækur, eru á RÚV, Rás 1 og þá má nálgast hér. Þá er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum.

Uppfært 6. maí: grein á heimasíðu RÚV, Lífið er alls staðar í kring, byggt á viðtalinu í þætti Jórunnar.

Í dag, fyrsta maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og ég óska öllum heilla í baráttunni.

Words on books: In her weekly literary program, radio host Jórunn Sigurðardóttir is tireless in introducing and casting light on a variety of literature, with interviews, readings and reviews. Last episode, Sunday, April 30, included a piece on my new poetry book, til minnis:, and I read a few poems. The radio program “Orð um bækur” (Words on Books), is on the Icelandic Public Radio, RÚV, Channel 1 and can be accessed here. The radio program can also be found on all main podcast apps.

Update May 6: An article on RÚV website, Lífið er alls staðar í kring, based on the interview in the radio program.

Today, the first of May, is the International Labor Day and I wish every worker success in their fight for better life.

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Dagur jarðar | Earth Day 2023

Dagur jarðarÍ dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Sólríkur sumardagurinn fyrsti nýliðinn og full ástæða til að fagna vorinu, lífinu í sverðinum, farfuglunum og öllu þar á milli. Gleðilegt sumar!

Earth DayToday is Earth Day. Last Thursday was the First Day of Summer in Iceland, the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar – a national holiday and an absolute favorite day for every Icelander. All in all time to celebrate spring, the awakening vegetation, birdsong and brighter days. Happy sping days!

Below: Álfabikar – Pixi Cup Lichen – Cladonia chlorophaea

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 04.03 – 19.04.2023

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Bókverk á RABF | Reykjavík Art Book Fair 2023

BÓKVERK: Bókverkamessan í Reykjavík, RABF – Reykjavík Art Book Fair, verður haldin dagana 30. mars til 2. apríl í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við ARKIR verðum þar og kynnum verk okkar. Meðal annars verðum við með nýja sameiginlega bókverka-möppu, í 20 árituðum eintökum. Allt ólík verk sem þó tengjast að innihaldi. Þar verður heftið mitt „höpp (af handahófi)“ meðal verka, en fjögurra laufa smárar spila þar rullu.

BOOK ART: RABF – Reykjavík Art Book Fair will be held at Reykjavík Art Museum Hafnarhús from March 30 to April 2. My art group ARKIR will be exhibiting and selling works at the fair, amongst them a new collective work: a folder of small books and booklets, in 20 signed copies. The works vary in content and medium, but are connected by a theme. My piece in the collection is the booklet „höpp (af handahófi) – my random luck“, a collection of photos of my findings of four (and five!) leaf clovers, documented in photos and dried items.

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2023

 

Áramót – 2022 kvatt: Dálítið dapureygur snjókarl varð að ófleygum snæunga þegar ég tók teiknipennann og hugsaði um nýtt ár og áramótin 2022-2023. Það fellst í því bæði von og beygur að hugsa um nýtt ár sem nýtt upphaf, eins og eitthvað sem getur vaxið og dafnað en líka eitthvað sem er svo órætt og óþroskað. Nýtt ár er útnefnt og krýnt til afreka: við ætlum okkar aldrei lítið, vonum það besta. 

Og desember hefur einkennst af fannfergi og frosthörkum – eftir óvenju mildan nóvember. Halda mætti að svona veðurlýsingar séu þurrar staðreyndir, en það má draga jöfnumerki milli veðurs og sálarlífs: við bölvum meira í ófærð og setjum í herðarnar í kuldanum. Kannski hjálpar að leita að fleiri nýklöktum snæungum þarna úti í sköflunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær. Ég óska ykkur öllum gæfu á árinu 2023. Hittumst heil!


Farewell 2022! A small, slightly sad-eyed snowman turned into a flightless snow-chick when I scribbled this card and thought about the new year 2023. There is both hope and unease to think of a new year as a new beginning, as something that can grow and prosper but also something that is so uncertain and unformed. A new year is crowned and we hope it will meet our expectations: and our ambitions and wishes are never small.

December has been snowy and cold – after an unusually mild November. You might think that these kinds of weather descriptions are dry facts, but you can draw a parallel between the weather and our inner life: we curse more than usual when we toil with shovels on impassable roads and mutter through scarfs in the cold. No hope for sun with the heavy storm clouds looming over. Maybe one should look for more newly hatched snowbirds out there?

Happy New Year 2023 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2023 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

Bókverk hjá Handverki og hönnun | Book art exhibition

BÓKVERK: Minn góði listahópur ARKIR opnaði á dögunum sýningu á bókverkum, textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR, en þar teflum við saman verkum sem tengjast á einhvern hátt þráðlistinni. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.

Sýningin opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Hún er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

 

BOOK ART: My art group ARKIR opened a new exhibition earlier this month, the textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Nokkrar nærmyndir ef verkum á sýningunni. Smellið á myndirnar til að stækka
Book details. Click on the images to enlarge.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir – Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir.

17. júní 2022 | The National Day of Iceland

Eitt eilífðar smáblóm … Ef ég nú hugsa mig um, þá er ég sjaldan í einhverri meiriháttar þjóð-hátíðarstemmingu á 17. júní. Mér finnst dagurinn hátíðlegur en ég hef eiginlega alla tíð forðast mannmargar þjóðar-samkundur á þessum degi. Langar ekkert sérstaklega til þess að pulsa mig upp með þjóðinni og hef aldrei farið í skrúðgöngu, til dæmis. Mig rámar óljóst í samkomur þar sem fjallkonur mér nákomnar stóðu á palli og til viðbótar einhver yfirþyrmandi leiðinleg skemmtiatriði og kökuát. Sautjánda júní árið 1974 fór fjölskyldan að Reykholti því öll þjóðin hélt upp á ellefu hundrað ára afmæli byggðar á Íslandi og Guðmundur frændi Böðvarsson hafði frumsamið hátíðarljóð sem þar var flutt. Borgfirðingar mættu vel. Og vorið hafði verið sólríkt og þannig var það líka í júní. Að morgni 17. júní var rætt hvort ég ætti að koma með eða vera heima, því ég var það illa útlítandi eftir heiftarlegt sólarexem. Ég var 11 ára, skoppandi út um allar þorpagrundir og Nieva-kremið sem var annars notað við öllu dugði þarna ekki. Ég man ekki eftir því að ég væri neitt miður mín yfir þessum umræðum en úr varð að ég fór með. Ég hélt mig til hlés með mitt fés, en leyfði mömmu að útskýra fyrir allskonar fólki afhverju barnið liti svona út. Það sem vakti áhuga minn á þessum ferðum á þjóðhátíðir var möguleikin á því að teknir væru einhverjir útúrdúrar, ekið um mér óþekkt landslag, stoppað í skógi – kjarrlendi. Það var toppurinn.

Auðvitað hef ég fagnað þjóðhátíðardeginum í góðra vina hópi, ekki síst í útlöndum. En ef það er eitthvað sem gerir mig að Íslendingi þá er það ekki stóra „húh-ið“ eða samkenndin með hjörðinni, heldur landið sjálft og náttúran. Ekkert hefur mótað mig meira en stórbrotið og hrjóstrugt landslagið, hömlulaus veðráttan og undrin sem í náttúrunni kvikna þrátt fyrir allt: allt þetta viðkvæma líf sem dafnar og deyr. Ég er alltaf jafn gáttuð á hverju vori og alveg jafn bit á haustin … Alls staðar mótar náttúran manninn, tunguna og hugsunina. Við eigum ekki landið, landið á okkur, það finnst aldrei betur en á stuttu íslensku sumri. –– Gleðilega hátíð!

⬆︎ Mynd efst | photo above: Lambagras (Silene acaulis) – moss campion.

⬆︎ Þjóðarblómið: Holtasóley (Dryas octopetala) – mountain avens – the national flower of Iceland.


The Icelandic National Day: Today is the National Day of Iceland, and I celebrate it with images of some of my favorite wild flowers that grow in the most barren places in Iceland every spring and survive the most unpredictable and harsh weathers of the North. Here a small selection of snap shots from our farm Melaleiti.

⬆︎ Lambagras (Silene acaulis) í nærmynd – moss campion, close up.

⬆︎ Gullmura (Potentilla crantzii) – alpine cincefoil.

⬆︎ Blálilja (Mertensia maritima) – oysterleaf.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.06 / 08.06.2022

Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!



JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
❤️
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish you all peace and joy! Thank you for giving my blog and my art some of your time. Love to you all!

© Áslaug Jónsdóttir 

Bókspjall og barnastund | What’s up Furry Monster?

Bókaspjall beint til þín: Í annað sinn var ákveðið að að blása af Bókamessu í Bókmenntaborg í nóvember, aftur vegna heimsfaraldurs og sóttvarna. Þess í stað var fjölbreyttri netdagskrá streymt á Facebook. Hér má kynna sér dagskrá og þætti á viðburðasíðu Bókmenntaborgarinnar á Fb. Barnabækur voru m.a. kynntar sunnudaginn 5. desember, þar með talin bókin Skrímslaleikur og fleiri bækur íslenskra höfunda. Þetta má sjá hér: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (Skrímslaleikur frá 22.10 mín).

Barnastund í bókabúð: Í nýendurvakinni bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 verður efnt til „barnastunda“ á laugardag og sunnudag. Við Sigrún Eldjárn ætlum að vera leggja saman krafta okkar með Rauðri viðvörun og Skrímslaleik. Hvað það verður veit nú enginn, en við verðum á staðnum kl 14 – 15 á laugardag, 11. desember. Hér er tengill á viðburðinn á Facebook. 


Online book readings: For the second year in a row, the City of Literature Book Fair, held in November each year, had to be canceled due to the Covid-19 pandemic. The fair is run by the Association of Icelandic Publishers and the Reykjavík UNESCO City of Literature. Instead a series of online readings and events was made: See (in Icelandic) the programme and the events Facebook. Skrímslaleikur (Monster Act) was on the programme on Dec 5, see: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (From 22.10 mín).

Authors visit on Laugavegur: “Mál og menning” old bookstore on Laugavegur 18 has been revived. The place now houses a bookstore, a bar / coffee house with live music, stand-ups and readings. On Saturday from 2pm to 3pm I will find myself in the children’s books section along with author/artist Sigrún Eldjárn where we will meet our audience and introduce our new books. Link to the event on Facebook.


🔗 Skrímslaleikur: fleiri fréttir, bókadómar og umfjöllun á þessum vef. | Monster Act: news and book reviews on this site.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Dagur íslenskrar tungu 2021 | Icelandic Language Day

Gleðilegan dag íslenskrar tungu! Hér fyrir ofan eru Leiðindaskjóðan og Fýlupokinn, persónur úr myndabókinni Gott kvöld, en í dag sem aðra daga ætti að forðast þeirra félagsskap og skemmta sér þess í stað með tungumálinu! Það er óhætt að með bóklestri í jólabókaflóðinu þegar nýjar bækur koma út nánast daglega og auðvitað bólgnar alnetið jafnt og þétt út af hlaðvörpum og hljóðbókum og allskyns textum, rituðum og rauluðum. Í tilefni dagsins langar mig til að mæla með uppáhaldsvefnum mínum, sem er auðvitað Málið.is. Sjáið til dæmis þessa fögru „orða-mynd“ af tengslum orðsins „orðgnótt“ . Hana má kalla fram þegar orðinu er slegið upp í málinu og fylgt eftir inn í íslenskt orðanet. Góða skemmtun á degi íslenskrar tungu!


Icelandic Language DayToday is Icelandic Language Day“day of the Icelandic tongue”, celebrated on 16 November each year on the birthday of the Icelandic poet Jónas Hallgrímsson. Due to covid-19-restrictions my almost yearly school visits are cancelled this time, but since every day is the day of the Icelandic language in schools in Iceland, I will do my visits later!

For those of you interested in the Icelandic language here are my recommendations for the day:

  • Jónas Hallgrímsson – Selected Poetry and Prose – Edited and translated with notes and commentary by Dick Ringler – the original poems in Icelandic and excellent translations in English.
  • Málið – web portal: “The objective of Málið (www.malid.is) is to facilitate digital searching for information on the Icelandic language and learning about language usage through simple, one-stop online access.”

Above are two characters from my book Gott kvöld (Good Evening) where I illustrated some of the odd creatures that appear in our language, and a book that I often choose to read in my school visits.

Happy Icelandic Language Day!


tenglar | links:
Meira um bókina Gott kvöld | More about the book Gott kvöld (Good Evening).
♦ Meira um leikritið Gott kvöld | More about the play Gott kvöld (Good Evening).

Contact: – Forlagid Rights Agency.

 

Teikning dagsins | And then I ate it

Teiknidagurinn: Alltaf má læra eitthvað nýtt! Samkvæmt bestu heimildum er sextándi maí dagur teiknilistarinnar. Svo ég ákvað að skissa í snatri það sem hendi var næst: hráefnið í kvöldmatinn. Reyndar eyddi ég deginum í að teikna og klippa myndlýsingar í næstu bók, en það er annað mál. Það er fátt betra fyrir sinnið en að teikna, að leyfa hugsuninni að tengjast höndinni og pára eitthvað á blað.

Drawing Day! Although I spent most of the day drawing, coloring and cutting paper for my next picturebook I decided I had to make a different kind drawing, – a quick sketch before dinner. I found out that today is Drawing Day and what better than to doodle your food? „Drawing Day is celebrated on May 16 and the best way to celebrate it is by expressing yourself through drawing just about anything you like.“ Happy Drawing Day!

Skissa/teikning gerð | Sketch/drawing made: 16.05.2021 ©Áslaug Jónsdóttir

Gleðilega góða daga! | Celebrating Earth, summer and books

Sjáðu! Áslaug Jónsdóttir

Gleðilegt sumar! Í gær var sumardagurinn fyrsti, dagur sem færir manni ævinlega sól í hjarta, sama hvernig viðrar. Degi Jarðar var líka fagnað í gær og vonandi geta sem flestir dagar verið dagar Jarðar, ekki veitir af. Sumarmyndin hér ofar er myndlýsing úr bókinni Sjáðu! sem kom út síðasta haust. Kannski svipar myndefnið dálítið til Geldingadala sem njóta nú frægðar vegna eldsumbrota.

Í dag er svo alþjóðlegur dagur bókarinnar og af því tilefni reis litla skrímslið upp af teikniborðinu (mynd neðar) og tók sér bók í hönd. Hjá mér eru nú allir dagar skrímsladagar, en ný bók í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið – já, og loðna skrímslið, kemur út í haust á þremur tungumálum, íslensku, sænsku og færeysku.

Days of celebration: Yesterday was the First Day of Summer in Iceland. A national holiday and an absolute favorite day for every Icelander, bringing light in our hearts no matter how the weather treats us. The days are getting brighter and winter is slowly stepping back. Yesterday was also Earth Day, putting focus on the most important issue of all: how we can restore our Earth. The illustration above is from my picturebook Sjáðu! (Look! 2020), picked for the occasion as the lambs are soon to be born and at the moment, new volcanos are forming in Iceland.

Today is the World Book Day so Little Monster (below) picked up a book to read. I am working on new illustrations for the next book in the book series about Little Monster and Big monster – and Furry Monster, so every day is a “Monster Day” at the drawing desk these days. The new book will be published in Icelandic, Swedish and Faroese this fall.

© Áslaug Jónsdóttir

Skrímslastund | Online storytime

Sögustund! Það er orðið langt síðan að skrímslin hafa fengið að fara út að hitta börn og bókaunnendur. Og þó covid-19 smit séu fá á Íslandi um þessar mundir verður auðvitað að hafa varann á og jafnvel skrímsli þurfa að huga að réttum sóttvörnum. Af sömu ástæðu er heldur ekki hóað í stórar upplestrarsamkundur en sögum og bókum miðlað stafrænt. Skrímslasögustund frá Bókasafni Reykjanesbæjar var streymt á Fésbók í dag, laugardaginn 27. febrúar, og upptökuna má spila næstu daga. Hér er hlekkur á viðburðinn sem er í boði Bókasafns Reykjanesbæjar: Notaleg sögustund

Reading time! It has been such a long time since the two monsters have gone out to meet their audience! And although the current situation of the covid-19 pandemic in Iceland is fairly good, all appropriate precautions must be taken. So no gathering of listener when reading in the Library of Reykjanesbær, but instead the event was streamed on Facebook today, Sat. Feb. 27th. See link here. It will still be available for few days on. 

p.s. Reykjanesbær is the biggest community on the Reykjanes peninsula, best known for the Keflavik International Airport. The Reykjanes peninsula has gained all our attention in the last few days since a earthquake swarm started in the area on February 24th. More information on the earthquakes here.

 

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

 

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Gleðilegt ár 2021! | Happy New Year!

Nýtt ár. Fyrsti dagur ársins var dálítið grár og gugginn við Skarðsheiðina, þrátt fyrir snjóinn sem lýsti upp landslagið. Á bak við Botnssúlur var þó fallega bleikur himinn sem minnti á að ekkert er alveg svarthvítt. Ég fagna nýju ári með von um bjartari framtíð okkur öllum til handa.

Goodbye 2020… and good riddance! Happy 2021 and many more! It feels as if 2020 was just in black and white: so much love and so much shit!
On the first day of the year Mt Skarðsheiði looked grey and gloomy – but then there was this soft pink color behind Botnssúlur mountains as a reminder of another color palette, another point of view. Wish you all a happier future!

Myndir dags.| Photo date: 01.01.2021

Skrímslin í Hróarskeldu | Little Monster and Big Monster in Roskilde Library

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Danska farandútgáfan af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim“ er nú í Roskilde. Það er auðvitað gleðilegt að geta sagt frá því að enn sé óhætt að bjóða börnum að koma í heimsókn á bókasafn, þó farsótt herji á heiminn. Auðvitað eru sóttvarnir og brúsi af handspritti nú partur af prógramminu. Sýningin heitir á dönsku Store Monster Lille Monster“ og er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýningin stendur til 15. nóvember 2020 í aðalbókasafni Roskilde.

Útgefandi bókaflokksins í Danmörku er Forlaget Torgard en alls hafa sex bækur komið út á dönsku.

A Visit to the Monsters – in Denmark: A small version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, is now in Roskilde city. I am so happy to see that libraries are still trying to keep up the good work and invite young readers to come for a visit despite the difficulties with the pandemic. Of course the standard hand sanitizer is now a part of the exhibition. 

The exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster will be at the main library of Roskilde City until 15 November, 2020.

The book series about the two monsters is published in Denmark by Forlaget Torgard

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Ljósmynd efst | Photo at top: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne
Sjáskot / screenshot: https://www.roskildebib.dk

Skrímslavaktin og sögustund á norsku | Monsters on watch and story time in Norwegian – Monsters in the Dark

Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.

Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.

 


Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket, sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Monster i mørket – sögustund á norsku

„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“


Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket. Click this link for the reading or on the video below.

Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.