Skrímslin mæta í afmæli! | The Monsters at the Nordic House Library birthday celebration

Skrímslastund! Árið 1968 opnaði Norræna húsið í Vatnsmýri og ári síðar var hið undurfallega bókasafn hússins formlega opnað. Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst 2019, verður haldið upp á 50 ára afmæli bókasafnsins með fjölskylduvænni dagskrá og veitingum. Klukkan 12:00-13:00 verður til dæmis sögustund í salnum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku fyrir börn og fjölskyldur þeirra, en þá verður lesið úr Nei! sagði litla skrímslið á þessum tungumálum og myndir sýndar á stórum skjá.
Við skrímslin óskum Norræna húsinu og starfsfólki bókasafnsins hjartanlega til hamingju með 50 árin!

Monster event! In 1968 the Nordic house, designed by Alvar Aalto, was opened in Reykjavík. A year later it’s beautiful library was opened, now celebrating 50 years of service with a family-friendly program next Sunday, on 11 August from 12-17. There will be a story hour in the auditorium for children and their families at 12-13, where Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) will be read in Icelandic, Danish, Norwegian, Swedish, Finnish, and Faroese and the illustrations shown on a big screen. A big happy birthday to the Nordic house library!

Umfjöllun um skrímslin á nýnorsku | New reviews in Norway

Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.

Á bókmenntavef Nynorsksenteret, Nynorskbok.no, er fjallað um báðar bækurnar og þar segir m.a.:

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.

Á bókmenntavefnum Svidal Skriveri er skrifað um Monsterknipe:

„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet.
Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.

Book reviews: Newly published translations of two books from the monster series, released earlier this summer by Skald in Norway, have received couple of nice reviews in online media. For reviews in Norwegian of Monsterbesøk (Monstervisit) and Monsterknipe (Monsters in Trouble) see following links: Nynorskbok.no / Nynorsksenteret and Svidal Skriveri: Ny sprett, 2019.


Fréttir og greinar vegna útgáfunnar: | Articles about the release:
• Sogn Avis: Monstersatsing på barnebøker: – Veldig stas å ta over stafettpinnen.
• Sunnmørsposten: Bles nytt liv i nynorsk barnelitteratur.
• Porten.no: Lokalt forlag satsar på dei yngste, har tilsett barnebokredaktør.

Skrímsli í vanda og Skrímsli í heimsókn á norsku | New titles in Norwegian

Útgáfutíðindi frá Noregi: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin og nú eru nýkomnar úr prentsmiðju Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda undir titlunum Monsterbesøk og Monsterknipe. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest og MonsterbråkHér má lesa kynningar og nokkrar síður úr Monsterbesøk og Monsterknipe á vef forlagsins Skald. Hér er líka skemmtileg frétt um útgáfuna.

Translations – Book release in NorwayTwo new books from the monster series have just been released in Norway: Skrímsli í heimsókn (Monstervisit) and Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by the titles Monsterbesøk and Monsterknipe. Our publisher in Norway, Skald, has published introductions and few pages online from the books, see the publishers website: Monsterbesøk and Monsterknipe. Previous titles in Norwegian are Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest and Monsterbråk.

Mynd | Image: screenshot © http://www.skald.no

Bækurnar um skrímslin hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
The monster series have been translated into many languages and they have received several awards and honors. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Skrímslaleikur | Playing with monsters at the Nordic House

Á bókmenntahátíð: Vinir skrímsla víða að úr veröldinni litu við í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta. Eftir upplestur á íslensku og arabísku úr bókunum um skrímslin var boðið til skrímslasmiðju og tóku bæði yngri og eldri gestir þátt. Túlkur í upplestri var Einar Jónsson, en á skjá mátti lesa myndir og enska þýðingu textanna. Viðburðurinn var hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík

At the Reykjavík Literary FestivalOn The First Day of Summer, April 25th, I gave a reading at the Nordic House in Reykjavík, as well as a workshop where both children and grown-ups took part. This was an Arabic-Icelandic program where I had good help from interpreter Einar Jónsson. We read from the book series about Little Monster and Big Monster in Icelandic and Arabic, while the illustrations and an English translation could be read from a screen. The program was a part of Reykjavík International Literary Festival.

Ljósmyndir | Photos: © Áslaug Jónsdóttir & © Thelma Rós Sigfúsdóttir / Norræna húsið

Börn og bókmenntahátíð | Program for children in Arabic at Reykjavík International Literary Festival

Íslenska og arabíska á bókmenntahátíð: Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður börnum flóttamanna og hælisleitenda boðið að fagna sumri með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins. Ásamt arabískumælandi túlki les ég úr bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og stýri myndlistarsmiðju fyrir skrímslavini. Viðburðurinn er hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl 14:00 í Norræna húsinu, sumardaginn fyrsta. Sjá hér á Fb. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á morgun 24. apríl 2019 og lýkur 27. apríl. Í dag, 23. apríl, má svo fagna Alþjóðlegum degi bókarinnar.

Workshop and reading: Reykjavík International Literary Festival offers an Arabic-Icelandic program for children in the Nordic House on The First Day of Summer, Thursday April 25th. Along with an Arabic interpreter, I will read from the book series about Little Monster and Big Monster. I will also hosts a workshop for monster friends of all ages. Place and time: The Nordic House, April 25 at 2-3 pm. See event on Facebook. The Reykjavík International Literary Festival starts tomorrow, April 24 2019, and runs until April 27. Today, April 23, is the World Book Day – so book lovers rejoice!

Ljósmynd | Photo: http://www.myrin.is

Skrímsli í sænskri lestrarbók | Läsresan – Monsters on a reading journey

Stór skrímsli gráta ekki – og allra síst þegar þau koma út í lestrarbók á sænsku. Pósturinn bankaði upp á og færði mér þessi höfundareintök á Degi barnabókarinnar fyrr í vikunni, sem var auðvitað skemmtilegt. Läsresan er metnaðarfull bók fyrir byrjendur í lestri, gefin út af skólabókaforlaginu Majema í Svíþjóð. Leyfi var veitt fyrir endurútgáfu á Stora monster gråter inte í heild sinni, en í dálítið breyttri uppsetningu í þessu safnriti sem inniheldur margar vinsælar bækur og bókarkafla, ásamt ítarefni.

Þess má geta að allar níu skrímslabækurnar eru fáanlegar á sænsku, því flestar hafa þær selst upp og verið endurútgefnar, nú síðast Skrímsli í heimsókn, Monsterbesök, sem var endurútgefin á síðasta ári, 2018.


Big Monsters Don’t Cry – and certainly not when they appear in a Swedish book for young readers and students, called LäsresanThe Reading Journey, published by Majema scholastic publishing in Sweden. The postman brought me these copies fresh from the press on the International Children’s Book Day, April 2nd. It’s a nice book full of carefully selected stories, and among them ‘Stora monster gråter inte‘. It is published in the anthology as a whole, although it had to be arranged a bit differently for this format.

For monster interested readers of the Swedish language it can also be pointed out that all the nine books from the Monster series are available in Swedish, since nearly all of them have been sold out and reprinted, most recently Monster Visit, Monsterbesök, in 2018.

Heimsókn til Lettlands | Visiting Latvia

Hjá góðum gestgjöfum: Í Norrænu bókasafnsvikunni 2018, sem var 12.-18. nóvember, átti ég því láni að fagna að vera boðin til Lettlands. Leiðin lá til Rīga, Sigulda og Júrmala en heimsóknin var í boði skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og bókaútgáfunnar “Liels un mazs”, sem síðsumars gaf út fyrstu bókina um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið eða Briesmonītis teica Nē!Hvarvetna var mér tekið með kostum og kynjum og ég naut leiðsagnar heimamanna um borgir og bæi. Lesendur hitti ég í skólum, leikskólum og bókasöfnum og var ævinlega leyst út með fallegum gjöfum, bókum og blómum. Hjartans þakkir fyrir móttökurnar! Paldies!

With marvelous hosts: In The Nordic Literary Week 2018, I had the honor of visiting Latvia for the first time. I did workshops and school visits that were planned by the Nordic Council of Ministers’ Office in Latvia and the excellent publishing house Liels un mazs, who released the first book in the Monster series earlier this year, titled Briesmonītis teica Nē!I went to Rīga, Sigulda and Jūrmala where I met young readers in schools, kindergartens and libraries. I was treated with such generosity by all my hosts, invited to guided tours of the townships, receiving lovely presents, books, flowers and good food. A truly warm welcome and wonderful reception everywhere! Paldies!

Paldies!


Skrímslavinnustofur: Hér fyrir neðan eru myndir frá vinnustofu barnanna í Domdaris-skólanum íRīga. Krakkarnir sköpuðu og fjölbreytt skrímsli og gátu unnið áfram með sköpunarverkin sem einfaldar leikbrúður.

Monster workshops: Photos from workshop and visit to Domdaris primary school in Rīga. The children created all sorts of monsters they could then use as simple puppets.


Frá vinstri | From left: Iveta Hamčanovska, Áslaug, Ligita Zīverte, Ieva Hermansone, Sanita Muizniece.

S! fyrir Sigöldu! Í bókasafninu í Sigulda hitti ég fleiri hópa barna úr nálægum leikskólum og skólum og þar skorti heldur ekkert á sköpunargleðina. Að þeirri vinnu lokinni fengum við góða leiðsögn um Sigulda kastala og innlit á vinnustofur handverksfólks. Við svifum með kláfferju yfir dalinn og þó að það rigndi daginn langan var fegurð svæðisins augljós, hvar skógur þekur ása og áin Gauja liðast um dalbotninn.

S! for Sigulda! I experienced a very nice visit to Sigulda where I held workshops for children from kindergartens and schools. Afterwards I had the chance to see a bit of the sights: the ruins of medieval Sigulda Castle, a peek into designer’s and craftmen’s studios and a fun ride in the cable car across the valley, running from Sigulda to Krimulda, offering a perfect bird’s-eye-view over the woods and the valley and the Gauja river. Although it rained that day the beauty of the scenery and the charm of the area was unmissable.

Hér fyrir neðan: Handagangur í öskjunni á bókasafninu í Sigulda. Skjáskot af myndasafni bókasafnsins í Sigulda. Hér á Apriņķis.lv má sjá ljósmyndir frá heimsókninni.

Below: At Sigulda County Library. For more photographs from the workshop and the visit see photos and text in Latvian here at Apriņķis.lv (or click on the screenshot below).

By the ruins of the medieval Sigulda Castle, where an opera festival is held in June every year. | Við rústir Sigulda kastala en þar er meðal annars haldin óperuhátíð í júní, ár hvert.


Monster friends in Jūrmala. | Skrímslavinir í Jūrmalas Alternatīvā skola.

Júrmala: Skrímslavini hittum við líka í Jūrmalas Alternatīvā skola og í nýju og glæsilegu bókasafni bæjarins (sjá fleiri myndir hér á Fb). Bærinn Júrmala liggur á þröngu eiði milli Rīgaflóa og árinnar Lielupe. Um ár og aldir hafa langar hvítar sandstrendur laðað þangað sumarleyfisgesti og bæinn allan prýða gömul og glæsileg timburhús. Þar blómstrar menningin líka, til dæmis í reisulegu tónlistarhúsinu, Dzintari tónleikahöllinni. Heimsókn í myndlistaskólann, Jūrmalas Mākslas skola, var sömuleiðis áhugaverð og fjölbreytni og fagmennska í listkennslunni aðdáunarverð. Skólabyggingin myndar ásamt bókasafninu og tónlistarskólanum miðstöð listmenntunar barnanna í Júrmala, sem er til mikillar fyrirmyndar.

JūrmalaWe also met energetic groups of monster friends at Jūrmalas Alternatīvā skola, as well as in the splendid new city library there. (See more photos here on FB). Jūrmala lies only about half an hours drive from Rīga, on a narrow strip of land between the Gulf of Rīga and the river Lielupe. It’s a popular seaside resort in the summertime but the long white and sandy beaches are also perfect for a relaxing stroll in wintertime. Just as in Sigulda and in Rīga, every spot breathes with a long history of culture. We were invited for a tour in the Dzintari Concert Hall, and visited the art school, Jūrmalas Mākslas skola, that along with the library and the music school forms a center of art, culture and education of exceptionally high quality.

Á ströndinni | at the beach by Jūrmala.


Kristīne Jonuša, Alīse Nigale, Áslaug, Sanita Muizniece – and Briesmonītis teica Nē! 

BókaútgáfanVitanlega var heimsókn til útgefenda á dagskránni. Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, kom út í sumar á lettneska hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Útgáfa Lies un mazs er sérlega fáguð og metnaðarfull, svo eftir hefur verið tekið, en forlagið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna fyrir starfið. Meðal annars hlaut Liels un mazs tilnefningu á úrvalslista Bologna bókamessunnar sem „besti útgefandi barnabóka í Evrópu“. Frumútgáfur þeirra eru augnakonfekt og augljóslega er skýr listræn stefna sem ræður vali útgefenda. Sannarlega upplífgandi viðhorf að gæði frekar en væntingar um metsölu ráði för. Alīse Nigale útgefandi og hennar fólk tóku sérlega vel á móti gestinum! 

Ég verð líka að þakka skipuleggjendum og leiðsögumönnum mínum sérstaklega: Ieva Hermansone frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og Sanita Muizniece, ritstjóra hjá Liels un mazs sem túlkaði fyrir mig og aðstoðaði í öllum vinnustofunum. Sanita er einnig ritstjóri hjá einni áhugaverðustu teiknimyndabókaútgáfu Evrópu og þó víðar væri leitað: kuš! komikss. Hér má lesa um útgáfuna.

PublishersVisiting my brilliant Latvian publishers in RīgaLiels un mazs, – was a thrill. Their original Latvian titles and projects are totally amazing. A fine artistic quality production. No wonder Liels un Mazs has received several recognitions for their work. Last year the publishing house was shortlisted for an award at the Bologna book fair as the “best children’s publisher of the year in Europe”. So I am very happy that the first book in the series about Little Monster and Big Monster, No! Said Little Monster, was published in Latvian by Liels un mazs earlier this year. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš.

I must mention the excellent organizers of my visit to Latvia: Ieva Hermansone from the Nordic Council of Ministers’ Office and my patient interpreter and helper in all the workshops: Sanita Muizniece, who is an editor at Liels un mazs, and also a editor and publisher of the remarkable comic-book production: kuš! comics, – an awesome and inspiring publication. See link!


Dagur í RīgaBorgin er bæði forn og fögur og eins og í fleiri borgum skapar vatn óviðjafnanlega stemningu og andrými. Rīga stendur við ósa fljótsins Daugava sem streymir lygnt til sjávar og endar þar sinn yfir 1000 km langan farveg. Að auki marka síkisskurðirnir, Pilsētas kanāls, elsta hluta borgarinnar. Ég hafði ekki mikinn tíma til að skoða borgina en eftir það stendur tvennt upp úr: matur og bókmenning. Fjórar byggingar mynda matarmiðstöðina Rīgas Centrāltirgus sem er dásamleg með öllu sínu ferskmeti: kjöti, fisk, mjólkurvörum, grænmeti og ávöxtum. Eins og aðrir Norður-Evrópubúar kunna Lettar þá list að salta, reykja, sulta og súrsa. Trönuber, sveppir, hunang, hnetur, epli og fleiri ávextir voru líka áberandi í haustuppskerunni. Þá var þjóðarbókhlaðan, Latvijas Nacionālā bibliotēka, ekki neitt augnagróm. Einfaldlega með glæsilegustu bókasöfnum heims. Þarna eru strax komnar tvær ástæður fyrir því að ég gæti hugsað mér að heimsækja Lettland aftur: matur og bækur …

A day in RīgaI had a lovely day in Rīga although I didn’t manage to see but a tiny portion of the city’s attractions. But what I saw made me want to visit Rīga again – as well as other parts of Latvia! Just as in many other cities, water shapes the mood. The wide river Daugava creates a serene atmosphere in the midst of this bustling city. As do the city canals, Pilsētas kanāls, the old moat of historic Rīga.

I fell for two sites in particular: One was the enormous and absolutely delightful food market, Rīgas Centrāltirgus, situated in four large halls, loaded with fresh meat, fish, dairy products, vegetables and fruit. And like many other nations of Northern Europe, Latvians know the art of preserving food by salting, smoking, conserving, pickling and fermenting. And of course making use of their many sorts of fresh native produce: berries, mushrooms, honey, nuts and fruits.

Another favorite was The National Library of Latvia, Latvijas Nacionālā bibliotēka, – simply breathtaking. Not only a grand piece of architecture but also a well-functioning establishment, with interesting exhibitions (like the traveling exhibition “To Be Banned” Baltic Books 1918-1940) and of course book collections of all sorts.

And now, I have already two very good reasons to visit Latvia again: food and literature…

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-15.11.2018

Meira um skrímslinÞví er við að bæta að meðhöfundar mínir að skrímslabókunum hafa líka verið á faraldsfæti. Um það má lesa á heimasíðum þeirra, hér hjá Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurna og samstarf höfundanna.
lesa bókadóma og umfjöllun.
… lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

More about the monstersI can add that my co-writers of the Monster series have also been traveling, see their blogs: Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read reviews and lists of translations.
… read all the latest news on the series.

Norrænar bókaveislur | Celebrating literature in Helsinki and Oslo

Katrín Jakobsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2018Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.

The Nordic Council awards 2018The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.

Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.

The Nordic nomineesTwelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki

Children’s book authors at Helsingfors Bokmässa. Moderator Karri Miettinen

Með „mömmu“ Einars ÁskelsÞað var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.

With Alfie Atkins “mom“It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.

Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gunnilla Bergström, Áslaug Jónsdóttir

VeturveðurVið Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!

Winter citiesDespite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!

Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki

Skrímslin í Danmörku | Little Monster and Big Monster in Denmark

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Hluti sýningarinnar Skrímslin bjóða heim hefur verið settur upp aðalbókasafni Gentofte, Gentofte Hovedbibliotek, undir heitinu Store Monster Lille Monster, og eru þessar myndir þaðan. Sýningin var löguð að verkefninu Fang fortællingen, – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar opnaði í september s.l. og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020. Von er á fleiri nýjum dönskum þýðingum á skrímslabókunum frá Forlaget Torgard í Danmörku.

Auk sýningarinnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eru settar upp sýningar byggðar á eftirfarandi bókum: Vikingesagn eftir Josefine Ottesen, Hr. Struganoff eftir Kim Fupz Aakeson, Min Mormors Gebis eftir Jakob Martin Strid, Mørkebarnet eftir Cecilie Eken, Garmanns Hemmelighed eftir Stian Hole, Kaskelotternes sang eftir Bent Haller, Lille Virgil eftir Ole Lund Kirkegaard, Nord eftir Camilla Hübbe og Den store djævlekrig eftir Kenneth Bøg Andersen.

A Visit the Monsters – in Denmark! A new version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen, was opened in September in Gentofte, and will run until December 1st. This smaller version of the exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now already booked until 2020, next traveling to Ballerup, also a township close to Copenhagen, opening in January, 2019. New books from the Monster series will be available soon in Denmark from the publishing house Forlaget Torgard.

Besides the exhibition about Little Monster and Big Monster there are exhibitions based on books by Josefine Ottesen: Vikingesagn, Kim Fupz Aakeson: Hr. Struganoff, Jakob Martin Strid: Min Mormors Gebis, Cecilie Eken: Mørkebarnet, Stian Hole:Garmanns Hemmelighed, Bent Haller: Kaskelotternes sang, Ole Lund Kirkegaard: Lille Virgil, Camilla Hübbe: Nord and Kenneth Bøg Andersen: Den store djævlekrig. For more information see: Fang fortællingen (’Catch the Story’).

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.

Ljósmyndir | Photos: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Vinnuferðir sumarsins | Two working trips

SumarflakkSumarið 2018. Sumarið sem kom ekki, sumarið sem fuðraði upp … Það fer nú varla fram hjá nokkrum manni að boðaðar loftslagsbreytingar eru ekki lengur hugmynd um ógn heldur áþreifanlegar staðreyndir. Hingað til höfum við á norðurslóðum verið svolítið stikkfrí. En ótíð og öfgafull veður, miklir hitar eða þá endalausar kalsarigningar hafa til dæmis ríkt á Norðurlöndum í sumar. Um alla Suður-Skandinavíu hafa þurrkar leikið lönd grátt svo ekki sér fyrir endann á afleiðingunum. Á meðan hefur ekki stytt upp á stórum svæðum á Íslandi svo mánuðum skiptir. Eftir tvær vinnuferðir í sumar, annars vegar til Svíþjóðar og hins vegar Danmerkur, er það þetta ástand og veðurbrigðin sem eru mér hvað minnisstæðust. Svo ekki sé minnst á sótsporið. En víða er fagurt og það var sjónarhornið sem hafði leitað í linsuopið, þegar að var gáð. Enda er fátt eftir ef við gefum fegurðina upp á bátinn. 

Summer travels: This has been a summer to remember. It will probably mark the time when climate changes have become more evident in many parts of the world, amongst them Scandinavia and the Nordic countries. Unusual draughts and heat vs heavy rainfall and cold winds in other areas have set their mark past months. Traveling the short flights from Iceland, where it had rained for months, to Sweden and Denmark where the hot sun turned the grass fields to useless patches of dust and the woods to dangerous zones of wildfires – was like traveling between different planets. Although I had my work to take care of during my trips, this is what troubled my mind. Still, when I went through my photos I could see it was blue skies and beautiful land- and cityscapes I had my eyes on. 


Á bókmenntahátíð í Åmål 

The gathering of monsters at Mobacken, Sweden.

Við skrímslahöfundarnir þrír, Áslaug, Kalle og Rakel, hittumst í Svíþjóð í júlí, en okkur var boðið á bókmenntahátíðina Bokdagar i Dalsland í sem haldin er í bænum Åmål í Vestur-Gautlandi. Þar tókum við þátt í „Barnens bokdagar“ og töldum það nokkra hetjudáð að koma fram í tjaldi á einum heitasta degi sumarsins. Gestrisni og móttökur í Åmål voru framúrskarandi og dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Áður en við héldum af stað saman til Åmål hittumst við hjá Kalle og Gitte konu hans í aðsetri þeirra á Móbakka í Upplöndum Svíþjóðar og þar í sveit er ekki síður tekið vel á móti gestum. Það var líka gaman að njóta verunnar í Stokkhólmi og hitta þar gott fólk og höfðingja heim að sækja, m.a. Nönnu Hermansson og þýðandann John Swedenmark. 

Literary festival in Sweden

An invitation to a literary festival, Bokdagar i Dalsland, was a good reason for us three authors of the Monster series: Áslaug, Kalle and Rakel, to meet in Åmål, Sweden, in July. And what a fine reception we had in Åmål! The festival had a varied and interesting program where we had a part in the childrens program: Barnens bokdagar. We first met at Kalle’s and his wife Gitte’s wonderful residence in Mobacken in Häverö in Uppland and then travelled by car to Åmål. Altogether enjoyable meeting with authors and the literary society of Åmål although the heat made performing in a tent quite a trial! I also had fine days in Stockholm and much valued and appreciated meetings with Nanna Hermansson as well as translator John Swedenmark. 


Með skrímslum í Danmörku

Í júní hélt ég til Kaupmannahafnar ásamt Högna Sigurþórssyni og kvaddi þar sýninguna Skrímslin bjóða heim. Við sýningunni tók bókasafnið í Gentofte en starfsfólk þar lagar hluta sýningarinnar að stóru verkefni sem nefnist Fang fortællingen – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar um skrímslin opnar í Gentofte Hovedbibliotek í september og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020.

A Visit to the Monsters – in Denmark

In early June I made a short trip to Copenhagen, along with artist and designer Högni Sigurþórsson, to see off and say goodbye to the exhibition A Visit to the Monsters that has now been handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen. The staff of the library is responsible for a new version of the exhibition, now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The new exhibition about Little Monster and Big Monster will open in the main library in Gentofte in September and is now already booked until 2020.

Flying from Denmark…

… to Iceland in June.

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Skrímsli í vanda tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 | Nomination for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018

Tilnefning! Í dag voru kunngjörðar tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar af Íslands hálfu: Skrímsli í vanda ogVertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir kynnti tilnefningarnar fyrir hönd íslensku dómnefndarinnar í Norræna húsinu en kynning fór einnig fram á sama tíma á barnabókastefnunni í Bologna á Ítalíu.

Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 2013, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn það haust.

Í umsögn valnefndar um Skrímsli í vanda segir:

„Bókin Skrímsli í vanda fjallar á yfirborðinu um viðbrögð litla og stóra skrímslisins við loðna skrímslinu sem er í heimsókn hjá litla skrímslinu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Þegar það er beðið að fara heim til sín kemur í ljós að það á hvergi heima. Þetta setur litla og stóra skrímslið í siðferðilega klípu sem þau leysa á endanum með sínum hætti. Sagan afhjúpar tilfinningar sem allir þekkja, jafnt börn sem fullorðnir, en af því að sagan er marglaga upplifir hver og skilur eftir sínum þroska og reynslu.

Myndirnar og textinn vinna mjög vel saman í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bókinni. Myndirnar eru litríkar og líflegar og undirstrika tilfinningar og viðbrögð skrímslanna. Leturbreytingar í textanum gera það líka og hjálpa til við að leggja áherslur í upplestri en gera það einnig að verkum að stundum verður textinn eins og hluti af myndunum.

Ekki er sagt með beinum hætti í textanum hvers vegna loðna skrímslið á ekki í neitt hús að venda. Á einni opnu bókarinnar eru myndir af hugsanlegum ástæðum, til dæmis eldsvoði, náttúruhamfarir og stríð. Myndirnar af loðna skrímslinu sýna að það er grátt leikið, með sáraumbúðir og plástur.

Þannig hefur Skrímsli í vanda ríka skírskotun til samtímans. Ástæðan fyrir því að sumir eiga engan tryggan samstað í tilverunni skiptir ekki öllu máli en viðbrögð samferðafólks gera það.“

Við skrímslahöfundar gleðjumst yfir tíðindunum og erum stoltir höfundar í afar góðum félagsskap. Aðrar tilnefndar bækur eru:

Danmörk: Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (myndskr.) og Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø.
Finnland: Kurnivamahainen kissa („Kisan með garnirnar gaulandi“, óþýdd) eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.) og Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Færeyjar: Træið („Tréð“, óþýdd) eftir Bárð Oskarsson.
Noregur: Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg og Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian.
Samíska málsvæðið: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja („Fyrirmyndar hreindýrahirðir“, óþýdd) eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.).
Svíþjóð: Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg og Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren.
Álandseyjar: Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.

Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Osló 30. október 2018. Sjá nánar á vef verðlaunanna.

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

Nomination! Today the national members of the adjudication committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize nominated 12 works for the award in 2018. Two books are nominated on behalf of Iceland: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) and Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels (Be invisible – the story of Ishmael’s escape) by Kristín Helga Gunnarsdóttir. Dagný Kristjánsdóttir presented the nominations on behalf of the Icelandic committee and at the same time all nominees were introduced at the Bologna Children’s Book Fair in Italy.

Monsters in Trouble is the ninth book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal. The seventh book in the series, Skrímslaerjur (Monster Squabbles), was nominated in 2013, the first year of the children’s book award.

The jury’s assessment of Skrímsli í vanda reads as follows:

“On the surface, Skrímsli í vanda (in English, “Monster in trouble”) is about two monsters, one big and one small, and how they react to a shaggy monster who visits the little monster and shows no sign of leaving. When the guest is asked to go home, it turns out that it has nowhere to go home to. This creates an ethical dilemma for the two monsters, which they manage to solve in their own way. The story examines feelings familiar to children and adults. Its many layers let the reader experience and understand the story according to their own maturity level and experience.

The illustrations and text form a synthesis to convey the story. The pictures are colourful and lively and depict the monsters’ feelings and reactions. The same is true of the alternating typography that shows where the emphasis is to be placed when reading aloud, which serves to make the text part of the illustrations.

The text does not come right out and say why the shaggy monster has no home. One spread has pictures of several possible reasons, including fire, natural disaster, and war. The pictures show a poorly looking shaggy monster bandaged up with plasters.

In this way Skrímsli í vanda makes a clear reference to present-day situations. The crucial thing is not the reason why someone doesn’t have a home but how those around them react.”

We the author-team are truly happy to receive this honor and are proud to be listed a amongst these great nominees and wonderful books:

Denmark: Lynkineser by Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (ill.) and Hest Horse Pferd Cheval Love by Mette Vedsø.
Finland: Kurnivamahainen kissa by Magdalena Hai & Teemu Juhani (ill.) and Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Faroe Islands: Træið by Bárð Oskarsson.
Norway: Ingenting blir som før by Hans Petter Laberg and Alice og alt du ikke vet og godt er det by Torun Lian.
The Sami Language Area: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja by Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (ill.).
Sweden: Fågeln i mig flyger vart den vill by Sara Lundberg and Norra Latin by Sara Bergmark Elfgren.
Åland: Pärlfiskaren by Karin Erlandsson.

The winner will be announced and the prize awarded in Oslo, on October 30, 2018. Further reading in English about the nominees and their books here.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction – read more about that here. Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Ljósmyndir | photos: © Norræna húsið / The Nordic House. SG & http://www.aslaugjonsdottir.com

Beint í hjartastað | Monster i knipa – Swedish reviews

Bókadómur – Norrtelje TidningSænska útgáfan af Skrímsli í vanda, Monster i knipa, kom út hjá bókaútgáfunni Opal í lok janúar og nú eru fyrstu dómarnir að birtast á vefmiðlum þar í landi. Margaretha Levin Blekastad skrifar afar jákvæðan ritdóm í Norrtelje Tidning: Prisbelönta Monster i knipa: “En berättelse med ett stort, varmt hjärta”‘ og segir þar meðal annars eitthvað á þessa lund, í grófri þýðingu:

Skrímsli í vanda er saga með hjartað á réttum stað, þar sem mannúð og mennska birtast í gervi úfinna skrímsla. Það er hreinn unaður að njóta mynda Áslaugar Jónsdóttur, fullum af drepfyndnum húmor, áhrifamikilli togstreitu og beittum tönnum. Það gildir ekki síst hjá litla skrímslinu sem fær að tjá gnægð tilfinninga með dapurlegu og dimmu augnaráði eða sagtenntum skellihlátri. […] Og, sem sagt, með drjúgum skammti af hlýju sem hittir beint í hjartastað.“

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Bókadómur – Romeoandjuliet.blogg.se: Á bókablogginu Romeo and Juliet fjallar Carolina Edwinzon um Monster i knipa og gefur bókinni 4 stig af 5.

„Det jag nog gillar mest med böckerna om Stora Monster och Lilla Monster är hur känslorna porträtteras, att det känns ärligt och igenkännande. … Boken vann nyligen den isländska motsvarigheten till svenska Augustprisets kategori för bästa barn- och ungdomslitteratur och jag kan absolut förstå varför.“


Book review – Norrtelje TidningThe Swedish version of Monsters in Trouble, Monster i knipa, was released in the end of January, published Opal Publishing House. Now we are receiving the first reviews in Sweden. Margaretha Levin Blekastad writes a nice book review in the Norrtelje Tidning newspaper: “Award winning Monsters in Trouble: ‘A story with a big, warm heart’. Following is a quote from the review – in Swedish!

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Book review – Romeoandjuliet.blogg.seA Swedish book blogger Carolina Edwinzon reviewed Monsters in Trouble (Monster i knipa) with overall rate: 4 out of 5. See link.

 

 

Verðlaunaskrímsli | The Icelandic Literary Prize 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017:
Þriðjudaginn 30. janúar voru Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Heiðurs aðnjótandi að þessu sinni voru: Unnur Þóra Jökulsdóttir fyrir Undur Mývatns: – um fugla, flugur, fiska og fólk, í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Kristín Eiríksdóttir fyrir Elín, ýmislegt, í flokki fagurbókmennta og Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler fyrir Skrímsli í vanda, í flokki barna- og ungmennabóka. Við skrímslahöfundar erum auðvitað himinlifandi og þakklát!

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Árið 2013 var í fyrsta sinn tilnefnt í flokki barna- og unglingabóka. Skrímsli í vanda er fyrsta myndabókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

„Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal er litríkt og fallegt verk sem tekur á viðfangsefni sem snertir okkur inn að kviku; marglaga saga fyrir alla aldurshópa, sem sómir sér vel í hinum glæsilega skrímslabókaflokki.“

Hér neðar á síðunni eru tenglar á fréttir um verðlaunin og neðst má lesa ræðustúfinn sem ég flutti af tilefninu.

Winners of the Icelandic Literary Prize 2017:
The Icelandic Literary Prize was presented on 30 January 2018 by President Guðni Th. Jóhannesson. The event took place at Bessastaðir, the presidential residence. Unnur Þóra Jökulsdóttir received the award for her book Undur Mývatns (The Wonder of Mývatn), in the category of non-fiction. Kristín Eiríksdóttir received the award for her novel Elín, ýmislegt (Misc.), in the category of fiction. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler received the award for the book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) in the category of children and young adult’s fiction.

This is a great honor for us authors and we are sincerely happy and grateful! The Icelandic Literary Prize was founded in 1989 and the category for children’s books was added in 2013. Skrímsli í vanda is the first picturebook to receive this prize. The jury’s motivation reads as follows:

“Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is a colorful and beautiful work that deals with subjects that touch us all deeply; a multilayered story for all ages, and an impressive addition to the Monster Series.”

Further below are links to news sites and articles, and at the bottom is my speech (in Icelandic) given at the prize celebration.

Áslaug Jónsdóttir (author and illustrator), Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir (editor at Forlagið), Kalle Güettler (author).


FRÉTTATENGLAR  |  NEWS LINKS:

Rithöfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – RÚV – (The Icelandic National Broadcasting Service) – ruv.is
• RÚV – Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent [myndband | video] ruv.is
• RÚV – Þakkarræða Áslaugar Jónsdóttur [myndband | video] ruv.is
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Miðstöð íslenskra bókmennta – Islit.is
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Forseti.is
Konur hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin – Skáld.is
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Félag íslenskra bókaútgefenda – fibut.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Reykjavík bókmenntaborg Unesco – bokmenntaborgin.is
Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna – Vísir – visir.is
• Kristín, Unnur og Áslaug hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin – DV – dv.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Rithöfundasamband Íslands – rsi.is
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda – IBBY – ibby.is 
Mývatn, Elín og skrímsli best – Morgunblaðið – mbl.is 

• Úr grein Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu 31. janúar 2018: Viðtal við Áslaug Jónsdóttur (pdf).

IN ENGLISH
• The Icelandic Literary Prize 2017 presented by President Guðni Th. Jóhannesson – Icelandic Literature Center
• Icelandic Literary Award Winners 2017 – Iceland Review – icelandreview.com
• Icelandic Literary Prize awarded – The Iceland Monitor – icelandmonitor.mbl.is
The Icelandic Literary Prize for 2017 – Reykjavík UNESCO City of Literature – bokmenntaborgin.is

IN SWEDISH: 
Norrteljetidning – norrteljetidning.se
Kalle Güettler hemsida30. jan + 31. jan
Bokförlaget OPAL – Vinnare av Islands litteraturpris!

IN FAROESE:
Rakel Helmsdal – Tíðindi


Forseti Íslands, ágætu gestir og áheyrendur;

Fyrir hönd okkar bókarhöfunda vil ég þakka hjartanlega fyrir þessa góðu viðurkenningu. Rakel Helmsdal átti því miður ekki heimangengt en biður fyrir góðar kveðjur og þökk.

Það er mér sérstök ánægja að standa hér, ekki einasta í hlutverki rithöfundarins, heldur líka sem myndhöfundur og bókateiknari. Ég veit að við unnum öll íslenskri tungu og viljum veg hennar sem mestan. En í baráttunni fyrir tungu og texta má ekki gleyma máli myndanna. Áhrifum þeirra getur verið erfitt að koma í orð, því þær höfða beint til tilfinninganna og oft er sjón sögu ríkari.

Í einni bóka Vilborgar Davíðsdóttur um Auði Djúpúðgu er eftirminnileg lýsing á aðförum norrænna manna í víkingi: þeir köstuðu á bál fagurlega myndlýstum ritum kristinna munka, en hirtu góðmálma og eðalsteina af spjöldum og bókarspennslum. Mér er nær að halda að bókaböðlar af þessu tagi eigi kannski nokkra afkomendur, ef marka má verðmætamatið og hve lítill greinarmunur virðist stundum gerður á því sem vel er unnið og lakar.

Sláum ekki slöku við þegar kemur að myndlýsingum og útliti bóka. Eflum myndlæsi og gerum alvöru úr því að hvetja íslenska bókateiknara til dáða. Til þess þurfa þeir meira en orðin tóm.

Á stundum hljómar misskilin umhyggja fyrir barnamenningu eins og hún sé þjálfun og undirbúningur fyrir æðri listir: fyrir „alvöru“ leikhús, „alvöru“ bókmenntir. Allt léttvægar æfingar fyrir börn og jafnframt fremjendur listarinnar – en hafi ekki raunverulegt listrænt gildi í sjálfu sér, sé ekki fullburða listsköpun því þeir sem njóta eru „bara“ börn.

Það má vel vera að starf okkar barnabókahöfunda stuðli að því að skaffa lesendur og áheyrendur framtíðar, læsa þegna í sífellt flóknara samfélagi, en við skrifum og myndlýsum vegna ástar okkar á þessari listgrein: bókum fyrir börn. Það eru listirnar sem gera okkur mennsk og öll menntun er til lítils ef þar skortir listina. Það sem mestu máli skiptir er ekki að sjá nafnið sitt á bókarkápu, jafnvel ekki það að fá stórkostlegar viðurkenningar eins og þessa, heldur sú nautn að hafa fengið að dvelja um hríð í heimi mynda, orða og sagna – og svo vonandi ná að opna þann heim fyrir fleirum.

Og heimur sagnanna er svo óendanlega fjölbreyttur. Ég er svo heppin að hafa eignast þar góða vini sem hafa fylgt mér í tæp sautján ár. Þessir vinir mínir eru loðnir og dálítið ljótir … Litla skrímslinu og stóra skrímslinu fylgdu ekki síðri vinir: meðhöfundar mínir Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Með þeim hef ég átt frjótt og einstakt samstarf með líflegum samræðum um hugmyndir, tungumál, tilfinningar og gildi. Við þekkjum skrímslin gerla og vera má að titrandi hjörtu, tannhvöss og hávær skrímsli eigi sér fyrirmyndir í samvinnu okkar. En það gildir líka um vináttuna og samhygðina.

Öll stjórnumst við af margvíslegum tilfinningum – jafnvel þegar við höldum að vitsmunirnir ráði. Að geta sett sig í spor annarra er öllum lífsnauðsyn því enginn er hólpinn fyrir óvæntum spuna örlaganna. Að skoða tilfinningar sínar – jafnvel í gegnum loðinn ham skapheitra skrímsla – getur kannski hjálpað stórum og smáum lesendum til að vega og meta mikilvægustu tilfinningar mennskunnar: samlíðun og réttlætiskennd. Við þurfum á því að halda, nú sem aldrei fyrr.

Ég vil að lokum þakka dómnefndinni fyrir að treysta okkur skrímslunum fyrir heiðrinum. Útgefendum okkar á Forlaginu og ritstjóra, Sigþrúði Gunnarsdóttur, þökkum við ljúft samstarf; – kærar þakkir.

Ljósmyndir | Photos: Valgerður B / Forlagið 30.01.2018

Monster i knipa | Book release in Sweden!

Skrímsli í vanda – á sænskuÞá er komið að útgáfudegi í Svíþjóð á sænsku útgáfunni af Skrímsli í vanda. Þar sér annar meðhöfunda minna, Kalle Güettler, um að kynna nýju bókina: Monster i knipa sem kemur út hjá bókaútgáfunni Opal. Um útgáfuboðið má lesa hér á heimasíðu Kalle, en það fer fram n.k. laugardag, 27. janúar kl. 13, í Bokslukaren við Maríutorg í Stokkhólmi. Bókin um skrímslin þrjú í vanda verður þá komin út á frumtungumálunum þremur: íslensku, færeysku og sænsku.

Monsters in Trouble – in SwedenThe Swedish version of Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler) is soon to be released. My co-author Kalle Güettler will introduce the new book: Monster i knipa, published by Opal, on Saturday 27 January at 1 pm at Bokslukaren, Mariatorget 2, in Stockholm. Read more about the event on Kalle’s website here or the book store’s homepage: here – in Swedish.

To read more about the Monster series click here.
For illustrations from the books and quotes from reviews: click here.
For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Neyðars skrímsl | Monsters in Trouble – in the Faroe Islands

Skrímslin á færeyskuÞá er hún komin út hjá Bókadeildinni í Færeyjum, Skrímsli í vanda, eftir okkur skrímslin þrjú: Rakel, Kalle og Áslaugu. Færeyska útgáfan ber titilinn: Neyðars skrímsl. Í frétt á vef Bókadeild Føroya Lærarafelags segir:

„Nú er níggjunda bókin um skrímslini komin! 

Hetta samstarvið og hesar myndabøkurnar um tey smáu skrímslini, sum, hóast navnið, eru sera fitt, eru væl umtóktar í mongum londum. Fyrst og fremst í teimum londum, har rithøvundarnir eru frá, men tær eru eisini týddar til nógv mál; í løtuni eru tær í hvussu er á 17 ymiskum málum.

Neyðars skrímslið í hesari bókini er Loðskrímslið, sum ongastaðni hevur at búgva og er illa fyri. Og sjálvandi má lítla skrímsl taka sær av tí, sjálvt um tað kanska fer at hava við sær, at Loðskrímslið ongantíð fer av stað aftur!

Hetta broytir alt tað, sum Stóra Skrímsl og lítla skrímsl høvdu ætlað sær at gera, men skrímslunum so líkt verður alt loyst í sátt og semju, tí vit eiga at hjálpa einum vini í neyð.

Bókin er 30 bls. og innbundin. Rakel Helmsdal, Kalle Güettler og Áslaug Jónsdóttir hava skrivað, og Áslaug hevur myndprýtt.“

Skrímsli í vanda er væntanleg á sænsku í byrjun ársins 2018. Útgefandinn er Opal í Stokkhólmi.

Book releaseThe new book in the Monster series, Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by Áslaug, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler, is now out in Faroese, published by BFL, Bókadeild Føroya Lærarafelags.

Read more about the three authors collaboration here. More information and illustrations from the previous books in the series here.

Fyndin og sorgleg í senn | Four star review!

Bókadómur: Í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 27. október, birtist ljómandi góður bókadómur um Skrímsli í vanda. Helga Birgisdóttir fjallar um texta, myndir, umbrot og hönnun og segir í niðurstöðu:
„Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa“.

Book reviewFréttablaðið newspaper brought a fine book review for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble  this morning. Critic Helga Birgisdóttir writes about text, illustrations, layout and design and concludes:
“A wonderful addition to a great book series, funny and sad at the same time, with reference to problems the whole world is dealing with and needs to solve.”

 

Skrímsli í vanda! | Monsters in Trouble!

Ný bók um skrímslin! Þá er hún komin úr prentun og út í búðirnar, nýja bókin um litla og stóra skrímslið eftir okkur norræna teymið: Áslaugu, Kalle og Rakel. Það ber nú helst til tíðinda að loðna skrímslið kemur á ný í heimsókn til litla skrímslisins. En það innlit er ekki vandalaust. Í kynningartexta á kápu segir:

„Æ, nei! Loðna skrímslið er aftur komið í heimsókn til litla skrímslisins. Stóra skrímslið vonar að það staldri stutt við. En það er nú eitthvað annað! Loðna skrímslið segist aldrei ætla heim til sín aftur!
Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.“

Hér má lesa eitt og annað um samstarf okkar höfundanna og ennfremur kynna sér hinar bækurnar átta hér.

New book! It’s here! It’s out in the stores, our new book: Monsters in Trouble, – by yours truly and my co authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. Furry Monster is back for a visit but this time it says it is never going home again! This must mean trouble!

Monsters in Trouble is the ninth book about Little Monster and Big Monster. Read more about the authors and our collaboration here and see samples from previous books in the series here.

Forlagið – vefverslun | Forlagid online shop. 

Skrímslabækurnar á Spáni | Book release in Spain

         

Tveir titlar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið komu út á dögunum hjá Sushi Books á Spáni. Það eru Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest á tveimur tungumálum: spænsku (kastilísku) og galisísku. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte sem hefur áður þýtt og gefið út fyrstu tvo titlana, Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Fyrstu tveir titlarnir komu út á fjórum tungumálum árið 2014: kastilísku, galisísku, katalónsku og basknesku. (Sjá neðar).

Með því að smella á bókakápurnar má lesa nokkrar síður úr bókunum. Meir um skrímslabækurnar má lesa hér.

Book releaseSushi Books in Spain have just launched two new titles in the Monster series in Spanish (Castilian) and Galician. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte that have previously published the first two books in the series, No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry in the Castilian, Galician, Catalan and Basque languages (2014), see below.

You can click on the book covers to read a few pages from the books. To read more about the Monster series click here.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

Skrímslin af borðinu! | Monsters in the making

Verkalok: Það er undurgott að ljúka verkefni sem hefur tekið langan tíma, hreinsa til á teikniborðinu, ganga frá verkfærum og ekki síst huga að nýjum verkum! Í síðustu viku lauk ég við myndlýsingar fyrir næstu skrímslabók sem verður eins og fyrri bækur gefin út á þremur tungumálum, móðurmálum höfundanna: á íslensku hjá Forlaginu, á færeysku hjá Bókadeildinni í Færeyjum og á sænsku hjá forlaginu Opal í Stokkhólmi.

Eins og ævinlega á síðustu metrunum er ég samt hlessa yfir því hvað þetta hefur allt tekið langan tíma og er jafnframt sannfærð um að verkið sé í alla staði ómögulegt. Þá er kominn tími til að halda áfram – og gera betur næst!

Hérna neðst í póstinum er lítið myndband frá vinnuborðinu. Ég væri auðvitað alveg til í að geta unnið svona hratt …

Cleaning the desk: Last week I finished the illustrations for the next book in the Monster series. As the previous books this ninth book in the series will be published in three languages, the mother tongues of the authors: Icelandic (Forlagið), Faroese (BFL) and Swedish (Opal).

It’s satisfying to clean the desk and stow away sketches and papers – and get ready to finish the layout and files for printing. Yet, as always when I wrap up a project and face delivery, I also feel frustrated: Why took it so long? Is this it, is this all I came up with? Then I know it’s time to move on, – and try to do better next time.

Down below is a short time-lapse video clip – showing some of my old-fashioned working methods: crayons and collage – in a wishful speed!

Monsters in the making – Áslaug from Áslaug Jónsdóttir on Vimeo.

Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Dagur barnabókarinnar | Happy International Children’s Book Day 2017

Skrímslafundur: Gleðilegur dagur barnabókarinnar er að kveldi komin. Það var vel við hæfi að ég eyddi deginum á ströngum vinnufundi með góðum vinum og samstarfsfólki: Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Við hittumst í þetta sinni í Þórshöfn í Færeyjum og fórum yfir nýjar sögur og handrit að bókum um litla og stóra skrímslið.

Við gátum líka fagnað opnun upplifunarsýningarinnar um skrímslin tvö, Skrímslin bjóða heim, sem opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, en ég birti án efa bráðlega myndir frá opnuninni og vinnunni við sýninguna.

Monster meeting! April 2nd 2017: I hope you all had a happy International Children’s Book Day! I spent the day accordingly, working on new stories and manuscripts for the series about Little Monster and Big Monster, collaborating with my friends and colleagues Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. This time we met in Tórshavn in the Faroe Islands where the interactive exhibition: a Visit to the Monsters opened in the Nordic House in Tórshavn on April 1st 2017. I will most definitely post information and photos from the opening very soon!

Skrímslin í Færeyjum | Travelling exhibition

Skrímsli á ferð: Brátt líður að því að litla skrímslið og stóra skrímslið bjóði færeyskum börnum heim og hreinlega inn á gafl til sín. Upplifunarsýningin um skrímslin tvö verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á barnmenningarhátíðinni Barnafestivalurinn 2017 og verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánar er sagt frá sýningunni og hátíðinni hér á heimasíðu Norðurlandahússins, en margar myndir og fleira um farandsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ má kynna sér á síðunni hér.

Einn þriggja höfunda skrímslabókanna er færeyska skáldkonan Rakel Helmsdal. Hún rekur líka eigið sitt brúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur og hefur sett upp brúðuleik um skrímslin tvö. Rakel undirbýr nú líka pappírsbrúðuleik þar sem hún nýtir myndlýsingarnar mínar úr skrímslabókunum sem efnivið og sprettibókarformið (pop-up) sem leiksviðið. Fyrstu drög má sjá á ljósmyndunum hér fyrir neðan.

Travelling Exhibition: The interactive exhibition Visit to the Monsters is soon to be opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as on of the events on the annual Children’s Festival. The exhibition will open on April 1st 2017 and is open until May 4th. Further information in Faroese here. The exhibition was originally on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. See photos and read more about the exhibition on the page here.

One of the three authors of the Monster series is the Faroese writer Rakel Helmsdal. She also runs her one-woman puppet-theater: the Karavella Marionett-Teatur and has played a puppet show with Little Monster and Big Monster. She is now preparing a show with paper puppets, basing her images and figures on my illustrations from the books, using the pop-up book art form as stage. The photos below show her first drafts. So, our Faroese friends of the two monsters may look forward to some exciting shows in Tórshavn in the coming months! See you in Tórshavn!

 

 

Hvað nú litla skrímsli? | What’s up Little Monster?

skrimslaskissjan-2017♦ MánudagsrissSkrímslin tvö eru alltaf eitthvað að bralla. Þau halda áfram að banka á dyr og setjast að mér við teikniborðið. Hvað þau taka sér næst fyrir krumlur og klær er leyndarmál eða öllu heldur óleyst mál! Við höfundarnir þrír: Áslaug, Kalle og Rakel, eigum handrit í skúffunum sem við höldum áfram að pússa og senda á milli. En vonandi verður ekki langt í næst bók.

Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim heldur brátt af stað í ferðalag og verður væntanlega opnuð í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 1. apríl næstkomandi.

Samið hefur verið um útgáfu á fleiri erlendum þýðingum á skrímslabókunum og verður sagt frá þeim útgáfum síðar.

♦ Monday sketchingLittle Monster and Big Monster tend to turn up at my desk time and again, bringing their odd stories to be told in pictures and words. We the three authors, Áslaug, Kalle and Rakel, have a few manuscripts we are working on. What the monsters are up to is still a secret, or still unsolved! But hopefully new books will come out of it before all too long.

The interactive exhibition Visit to the Monsters will go traveling and open in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands in April.

Rights have been sold for more books in the Monster series to be published abroad, more languages and titles. Further monster news about that when time comes!

Skissa dags. | Sketch date: Jan. 2017

Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn.

Skrimslakisi Áslaug 2015

Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til kynningar á heiðurslista IBBY árið 2016 og sem sjá má hér fyrir ofan. Í október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslistann fyrir myndlýsingar. (Sjá frétt hér). Valið er á heiðurslistann annað hvert ár, en bækurnar fá umtalsverða alþjóðlega kynningu. Þær eru kynntar á heimsþingi IBBY og fara um heiminn á farandsýningu á hin ýmsu bókaþing í tvö ár eftir það. Bækur sem tilnefndar hafa verið á heiðurslistann má svo finna á nokkrum völdum bókasöfnum víðsvegar um heiminn. Þetta er í þriðja sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY: árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

Á heiðurslista IBBY 2016 er einnig samstarfkona mín Rakel Helmsdal fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“. Frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er sem kunnugt ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Þau gleðitíðindi bárust svo í lok ágúst að Rakel hefði hlotið Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Til hamingju Rakel!

♦ International Literacy DayToday, September 8th, is the International Literacy Day and UNESCO celebrates its the 50th anniversary. In Iceland we also rejoice “Bókasafnsdagurinn” – The Library Day.

IBBY International has just released the video above, a presentation of all books nominated to the biennial IBBY Honour List 2016. On the list is Skrímslakisi (Monster Kitty) by the Nordic trio: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal – selected for the 2016 IBBY Honour List for illustration. Read the news in Icelandic here and all about IBBY Honour List here. The criteria goes as follows:

“The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”

The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the third time on the list; previously in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

On the IBBY Honour List 2016! is also my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. Only couple of weeks ago Rakel received the West Nordic Council’s Children and Youth Literature Prize for the book. Congratulations Rakel! Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

The Honour List catalogue and the selected books will be presented at the IBBY Congresses in Auckland, New Zealand in 2016. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs. Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept at the International Youth Library in Munich, the Swiss Institute for Child and Youth Media in Zurich, Bibiana Research Collection in Bratislava, IBBY in Tokyo and Northwestern University Library at Evanston, Illinois.

Celebrate the day: Read good books! Visit your library!

Below: two spreads from Skrímslakisi (Monster Kitty).