Ís á mýrarlæk | Ice and iron

Úti í mýri: Vatnið er rautt og gruggugt í mýrarlæknum í hlákunni. Hreyfing vatnsins mynstrar ísinn og myndar loftbólur sem titra undir ísskáninni. Í febrúar er allra veðra von. 

Colors of iron and ice: The melting ice on a creek in the bog is in contrast with the red and muddy water. The constantly running water leaves pattern in the ice and bubbles trapped underneath it. February is a bit like this: half-frozen and muddy. 

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.02.2021

Bóndadagur 2021 | The first day of Þorri

Litlir kallar: Gleðilegan bóndadag! Það er auðvitað frost á Fróni og fimbulkuldi í vindkælingunni.
Í Kjósinni æfðu menn ísklifur þegar ég átti þar leið um fyrir skemmstu. Ég horfði á þetta og hugsaði eins og barnið forðum: „En þeir mega þetta ekki – þetta eru svo litlir kallar!“ Að minnsta kosti ósköp smáir þarna utan í klakabungunum. Farið varlega, njótið þorrans.

Photo Friday: So cometh the month of Þorri, the fourth winter month. The first day is of Þorri is Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good food.
I was zooming in on some waterfalls in Kjósarskarð the other day, when I noticed these guys climbing the ice. I had no feelings of admiration for their feat, but as so very often when out in nature in wintertime I could only think of how small we all are. Take care all!

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.01.2021

Ís við strönd | Ice in the fjord

Froststillur. Stundum er eitthvað sem er sjálfsagt og hversdagslegt svo merkilegt í einfaldleika sínum. Eins og frosið vatn. Birtan sem endurkastast af ísnum. Í frostkyrrðinni um daginn var innsti hluti Hvalfjarðar lagður ís. Í fjörunni heyrðust misdjúpir tónar eins og úr öðrum heimi: gnestir og brestir þegar straumar og sjávarföll ýttu örlítið við ísnum svo í honum söng. Kaldra vetrardaga virðist nú ekki gæta lengi á suðvesturhorninu, en þess í stað fáum við fleiri daga með þíðviðri. Sjórekinn plastskór minnti á „fótspor“ okkar í náttúrunni og kannski ástæður þess hve fljótt ísinn hverfur.

Frost: Some things are so remarkable in its simplicity. Like frozen water. The reflection of light from the ice. We had few days of frost earlier in January and the inner most part of the fjord Hvalfjörður had frozen over. On the shore, deep sounds of the singing ice could be heard, like odd squeaks from another world, with the ice snapping and softly cracking when currents and tides pushed it a little. These frosty winter days do not seem to last long now, instead we get more days with rain and thaw. A red plastic shoe far out on the ice reminded us of our “footprints” in nature and perhaps the reasons why the ice disappears so quickly.

Myndir dags.| Photo date: 10.01.2021

Vetur | Winter

Vetrarveður eru oft æði grimm á Íslandi en á góðum dögum má líka njóta þess að skrafa við hross í haga og hlusta á lítinn læk sem hjalar undir ís.
Life in winter: Nature is partly hibernating and the weather is often harsh in Iceland. But calmer days can offer a quiet talk with a horse and the gentle sound of a small stream.

Myndir dags.| Photo date: 07.01.2021

Gleðilegt ár 2021! | Happy New Year!

Nýtt ár. Fyrsti dagur ársins var dálítið grár og gugginn við Skarðsheiðina, þrátt fyrir snjóinn sem lýsti upp landslagið. Á bak við Botnssúlur var þó fallega bleikur himinn sem minnti á að ekkert er alveg svarthvítt. Ég fagna nýju ári með von um bjartari framtíð okkur öllum til handa.

Goodbye 2020… and good riddance! Happy 2021 and many more! It feels as if 2020 was just in black and white: so much love and so much shit!
On the first day of the year Mt Skarðsheiði looked grey and gloomy – but then there was this soft pink color behind Botnssúlur mountains as a reminder of another color palette, another point of view. Wish you all a happier future!

Myndir dags.| Photo date: 01.01.2021

Vetrarsólhvörf 2020 | Winter solstice

Sólhvörf: Dagsbirtu naut aðeins í um fjórar klukkustundir í dag í Reykjavík. En nú fer daginn að lengja aftur, sólarhjólið snýst og vonandi eru bjartari tímar framundan. Myndin var raunar tekin 10. desember á Ægisíðu.
December 21st 2020. Today is the shortest day, longest night. We all long and wish for brighter days!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 10.12.2020

Brimströndin | Reykjanes peninsula

Föstudagsmyndir: Ýlir heitir mánuðurinn og eftir fremur milt og bjart haust hafa dagarnir verið heldur dimmir. Þegar sólin sýnir sig verðum við að þeysa út og safna ljósi, kannski á mynd til að njóta eftir myrkur, fremur en í húfur og pottlok eins og þeir bræður á Bakka. Þeir voru auðvitað bara á undan sinni samtíð og öllum sólarrafhlöðunum. Hugmyndir eru það sem skipti máli, svo leitum við lausnanna. Brátt er hörmungarárið 2020 á enda og það verður áhugavert að lifa þá nýju tíma sem verða að koma. Hvaða hugmyndir lifa og hvert stefnir?

Í stað þess að grufla frá sér allt vit er hressandi að koma sér út í storminn – leita í sólarátt út á suðurstrendur. Reykjanesið er vissulega vindbarið og gróðursnautt en landslagið er stórbrotið og byggðirnar og vitarnir eru merki óendanlegrar þrautseigju. Nokkuð sem okkur veitir ekki af núna.

Photo Friday: Ýlir – the second month of winter. After a rather mild autumn, the winter days have been dark and gloomy. When the sun appears, low at the horizon, we have to get out and “collect the light”, perhaps in a photo to enjoy after dark. The disastrous year 2020 will soon be over and it will be interesting to live the new times that must come. Ways need to change. What ideas will live and where do we go from here?

When your mind is churning, it’s refreshing to get out in the storm – towards the sunlight on the south coast. The Reykjanes peninsula is certainly windswept and barren, but the landscape is nevertheless spectacular and the small villages and lighthouses bear the marks of remarkable perseverance. Which is what we all need now.

↑ Horft yfir Húllið, til Eldeyjar.
↓ Stafnesviti, rústir við Stokkavör, Garðskagaviti.

↓ Karlinn, Kirkjuvogsbás.

↓ Til suðurskautsins… | Next stop south of Reykjanes peninsula: The South Pole…

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 24.11.2020

Í vetrarbyrjun | Fall, early winter

Gormánuður… Afsakið hlé, þögn og bið. Þannig eru tímarnir. Engar fréttir eru kannski bara góðar fréttir, en farsóttarþreytan reynir sannarlega á þolinmæðina. Þá eru göngutúrar heilsubót. Með þessum myndum sendi ég kveðjur til vina minna í útlöndum, því svo oft hafa heimsóknir þeirra leitt til eftirminnilegra göngutúra og ferðalaga í náttúrunni. Sakna ykkar, farið varlega.

Early winter. Pause. Silence. Social distancing and restrictions of all kinds. We are waiting. No news are good news, in some sense, but times are trying. Walking and hiking helps for sure. I post these photos with best wishes to my many friends abroad. I wish you could take a stroll with me, I miss you folks! And wherever you are: take care, stay safe!

 

↓ Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images to enlarge.

Myndir frá tímabilinu 16. október – 14. nóvember 2020. |  Oct 16 – Nov 14, 2020. Búrfell í Reykjanesfólkvangi, Geldinganes, Vatnsmýri, Nauthólsvík, Fossvogskirkjugarður, Grasagarðurinn í Laugardal, Heiðmörk.

Að taka upp hanskann | Yes, we have lost it …

Haustið 2020: Síðsumars skrifaði ég um þá von okkar flestra að ná mætti covid-19 smitum niður með hertum sóttvarnaraðgerðum, bæði á landamærum og innanlands. Sú von brást og við erum öll frekar pirruð og vonsvikin. Það er erfitt að sætta sig við að búa í heimi hrelldum af pestarfári og horfast í augu við gjörbreytta tíma. Á Íslandi var kannski eins og okkur þætti faraldur af þessu tagi tilheyra fyrri tímum: eins og svart-hvítar myndir frá liðinni öld eða galdrafár á miðöldum. Við treystum því að vísindin, lyf og hátækni reddi okkur í gegnum alla erfiðleika, og það mun vissulega fara svo, bara of seint fyrir suma.

Núna í miðri smitbylgju haustsins er því miður ekki annað hægt en að gefa okkur falleinkunn í almennri skynsemi og smitvörnum. Eftir vellukkað „átak“ vorsins gleymdum við góðum siðum og keyrðum allt í gang. Skolli sem við stóðum okkur vel í vor. Við erum góð í að redda okkur í spretthlaupunum. En svo tók kæruleysið við. Þetta varð vandamál einhverra annarra en okkar sjálfra. Útlendingar og utanbæjarfólk gátu tekið til sín sóttvarnarráðin. Sumir voru ævinlega hvergi bangnir. Til dæmis konan sem kom hlaupandi og skaut sér inn í lyftu með mér þegar pestin var hvað verst í vor og svaraði másandi þegar ég spurði hvort hún vildi ekki taka þá næstu: „Nei, ég er sko ekki hrædd við að fá kóvíd.“ Nei. Einmitt. Takk.

Ég studdi og styð enn allar sóttvarnaraðgerðir – sem eru hér reyndar alls ekki eins harðar og í mörgum löndum – og ég held að yfirvöld hafi yfirleitt brugðist rétt við. En „tilmæli“ og „traust“ er greinlega ekki nóg. Við reyndumst ekki traustsins verð. Nú þegar sóttvarnarlæknir er gagnrýndur fyrir of hörð viðbrögð vil ég taka upp hanskann fyrir heilbrigðisyfirvöld sem velja hinn óvinsæla kost: fyrirbyggjandi aðgerðir. Helsta röksemdin gegn þeim eru áhrifin á samfélagið allt, fórnarkostnaðurinn við hægagang í „hjólum atvinnulífsins“. Skilningsleysið á hinum raunverulega fórnarkostnaði við veikindi og dauðsföll covid-sjúklinga og tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið – fólkið sem vinnur þar – virðist alger. Menn eru kokhraustir, alveg þar til pestin snertir þá sjálfa.

Framtíðarspurningin, sem við eigum svo eftir að svara, er hvernig við ætlum og verðum að breyta lífsháttum okkar til að takast betur á við fleiri uppákomur af þessu tagi, því þær munu koma: hamfarir sem allar tengjast mislukkaðri umgengni okkar við náttúruna. Eins gott að hjól atvinnulífsins viti þá hvert þau eiga að snúa.

Autumn 2020: (Sorry, no translation for my main blog post this time). After getting covid-19 infections down to zero this summer in Iceland, we are now in high alert and the infections rate is as bad as last winter/spring, if not worse. I am a supporter of stricter rules, social distancing and what ever takes to keep the epidemic tolerably at bay in Iceland. We will get through this, but we will also have answer serious questions about our future, on how we must change our way of life to better deal with more incidents and disasters of this kind, because they will come: and they are all related to our failing relationship with nature, as well as social injustice. We know this, and we will have to find the “new normal”.

🎯 Myndin: tökum okkur á í sóttvörnum, en munum að hirða upp hanskana! Vinnum gegn plastmengun!
🎯 The photo: Stay safe but keep up the fight against plastic pollution!

Ljósmynd tekin | Photo date: 22.09.2020

Lífið í lúkunum | On the other hand

Kæra dagbók! Margt hefur gerst síðan síðast … Var það ekki svona sem allar dagbókarfærslur hófust eftir langa þögn og vanrækslu? Jæja, árið 2020 ætlar ekki að bregðast hvað varðar margvíslegar uppákomur, sér í lagi í upprunalegri merkingu þess orðs. Ég bloggaði síðast 10. ágúst. Nokkru síðar þann dag var ég komin með hönd í gifs og umbúðir eftir slæma byltu og áhugaverða bið og bíta-saman-jöxlum-já-takk-ég-þigg-lófafylli-af-parkódín grímuklædda viðveru á bráðamóttöku í miðjum heimsfaraldri. Eftirminnilegt.

Handleggsbrotið kollvarpaði ýmsum áformum í vinnu, þó ég reyndi að „einhenda“ mér það sem þurfti að gera. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar er ég að verða jafnvíg á báðar hendur – annarri hef ég ofgert, hin er í endurhæfingu – væntanlega næsta árið.

Þar sem ég horfði upp á þennan ónothæfa útlim sem ég þurfti að dragnast með og aðlagast eins og ókunnum aukahlut, þá gerði ég mér það til skemmtunar að dubba höndina upp í ýmis gervi og birta myndir af því á Instagrammi, þær fimm vikur sem höndin var í nauðsynlegum umbúðum. Þetta létti mér lund og viðbrögðin voru jákvæð. Skilyrðin voru að þessi „handavinna“ tæki skamman tíma, ég yrði að nota það sem væri „hendi næst“, ekki leggja í neinn kostnað heldur nota það sem væri í skúffum og skápum og ruslakistum. Það afhjúpast að ég geymi fáránlegustu hluti, mér finnst að allt muni vera hægt að nýta í sköpun á einhvern hátt.

Myndirnar má sjá hér á Instagram en kannski eiga þær eftir að rata í bók af einhverju tagi. Meira síðar!

Dear Diary! A lot has happened since last time … Wasn’t that how diary entries started after a long silence and neglect? Well, the year 2020 is not failing me in terms of a variety of bad happenings. I last wrote a blog post on August 10th. Some hours later that day, I had my hand in cast and wraps after a rough fall and an interesting waiting and biting-together-jaws-yes-thank-you-I-will-accept-a-handful-of-painkillers masked stay at the emergency room in the middle of a pandemic. Memorable. The broken arm overturned various plans in my work and life, but I tried my best to do what had to be done – “single handedly”. Now, almost two months later, I’m becoming quite equal on both hands: one is overworked, the other needs rehabilitation – for probably a year.

As I looked at my useless limb I had to drag along with me like a strange accessory, I decided to make it a daily task to dress my hand up as various characters and creatures and post photos of them on Instagram. That lasted for the whole five weeks I had my hand in the necessary bandage. It helped my mood and the response was positive. The conditions were that all the making could only take a short time, I would have to use what was “next to hand”, not put in any expense but use what was in drawers and cupboards and boxes of odd stuff. It may have revealed that I collect and keep the most ridiculous things, as I feel that practically everything can be used in some creative project.

The images can be seen here on my Instagram account, but they may later find their way into a book of some kind.

More news and blogposts coming soon!

Hvers virði er hamingjan? | Let it out?

Skoðun: Nú kallað eftir hagrænu uppgjöri vegna covid-19 farsóttarinnar og áhrifum mismikilla sóttvarna. „Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ er haft eftir Kára Stefánssyni. Þá er eins gott að fólk láti í sér heyra. Hvað viljum við? Getum við komið því til skila til fulltrúa okkar? Ég vil taka undir með þeim sem styðja auknar sóttvarnir. Við höfum misst fólk úr covid-19 og alltof margir kljást við langvarandi eftirköst veikinnar. Það eru beinu áhrifin. Þau eru óbætanleg. Svo er allt hitt. Heimurinn er ekki laus við veiruna og við erum ekki stikkfrí. En getum við skoðað hvers virði það er að ná nýgengi smita í landinu niður í algjört lágmark á ný?

Eftir kostnaðarsamt og viðamikið átak í vor tókst að ná innanlandssmiti niður í ekki neitt. Við gátum andað léttar, grímulaust. Fæstir höfðu hug á því að hendast til útlanda, enda nóg í boði heima fyrir. Við gátum aftur hitt vini, jafnvel faðmast. Hleypt gamla fólkinu okkar út úr sjálfskipaðri sóttkví. Ferðast um landið. Sótt samkomur og listviðburði með varúð. En: það varð að „opna landið“. Sem var reyndar opið fyrir, þó flugferðir væru strjálar. Ferðamenn höfðu hinsvegar ekki áhuga á að eyða fríinu í tveggja vikna sóttkví og ferðaþjónusta og flug var í uppnámi. Eins og allsstaðar í heiminum. Pressan var mikil frá þessum aðilum þó það væri reynt að gera opnun landsins að óumflýjanlegri allsherjar nauðsyn. Það var vitað fyrir að landamæraskimun næði aldrei öllum smituðum. Já, og svo voru blessuð börnin ekki skimuð. Um leið og við nutum frelsis á ný buðum við smitinu aftur heim. Það gerðu bæði Íslendingar og erlendir gestir okkar. Við erum komin aftur í sama far og í vor, sumpart verra því fæstir voru búnir að jafna sig eftir fyrstu dýfuna. Skólakerfið er í uppnámi, listviðburðum er frestað eða þeim aflýst, íþróttalíf er í biðstöðu, heilbrigðiskerfið komið í vörn og öll okkar umgengni við hvert annað litað af bölvun sóttarinnar.

Það kann að virka sem eigingjörn meinbægni að vilja hefta ferðlög og farmennsku. En stundum er vatnið líka sótt yfir lækinn og eins og bent er á: nú er að vega og meta kosti og galla. Langar mig að faðma ferðamann? Nei, mig langar að faðma vini mína. Bíð ég þess spennt að hitta útlendinga í lauginni? Nei, mig langar að sjá gamla fólkið mitt stunda sína heilsurækt í sundinu áfram, ná aftur þrótti eftir bakslagið fyrr á árinu. Er ég á leið til útlanda? Nei, mig langar að ferðast um Ísland án þess að þurfa að forðast fjölmenna staði (eða verða fyrir öskrum úr hátölurum!). Við vorum rétt að byrja að kynnast landinu okkar á ný eftir yfirtöku ferðamanna síðastliðin ár.

Við gerðum tilraun. Hún fór svona. Streymi fólks til og frá landinu ætti ekki að vera í boði nema með ströngum skilyrðum í smitvörnum. Ferðaþjónustan, sem var ef til vill í of hröðum vexti, verður að laga sig að nýjum tímum – eins og annars staðar í heiminum. Atvinnuleysi er hörmulegt, en rétt eins og við vissum ekki að ferðaþjónustan yrði atvinnuvegur svo margra, þá vitum við ekki hvaða tækifæri bíða í jafnvel allra nánustu framtíð. Við eigum að njóta þess að við búum á eyju og að fámenninu og landrýminu fylgir magnað frelsi. Það þarf enginn að óttast lokun landsins til eilífarnóns, fyrir utan þá staðreynd að tæknin hefur gert jarðarkúluna að landamæralausu samskiptasvæði.

Staðreynd: við höfum val um mikið/talsvert smit eða lítið/ekkert smit. Fárið stjórnast af harðari / slakari sóttvörnum. Smitstaðan hefur áhrif á daglegt líf okkar. Við verðum að láta í ljós hvaða lífi við viljum lifa: við viljum mennta börnin okkar, njóta eðlilegra samvista, stunda íþróttir, sækja leikhús og tónleika, stunda verslun og viðskipti; þora að nálgast náungann, þekkja takmörkin og virða þau – gleðjast saman og eiga samskipti án ótta og kvíða. Hamingjuna nærum við með þessum einföldu þáttum í lífi okkar. Hvers virði er hún?



Myndirnar: Myndin hér efst er úr Vatnsdalnum. Myndirnar fyrir neðan eru frá Kálfshamarsvík. Þar rakst ég á þessar ömurlegu menjar fáránlegust auglýsingaherferðar sem gerð hefur verið síðan einnar-nætur-gaman í Reykjavík var auglýst. Í Kálfshamarsvík er fögur náttúra og áhugaverð staðarsaga, kyrrð, fuglalíf, himinn og haf – og skærgulur öskurhátalari. Ólýsanlega heimskulegt. Gerum eitthvað betra.

The photos: (Sorry, no translation for my main blog post this time). The photos are from NW-Iceland, Vatnsdalur (above) and beautiful Kálfshamarsvík (below) – a victim of one of the worst advertising campaigns for tourism in Iceland, ever! I will not link to the campaign here, but the idea was that people could record their screaming and shouting to be broadcasted in remote, peaceful places in Iceland. Bad idea. Very bad. Luckily I was not screamed at – so I could enjoy the sound of the sea and the many birds living close to the old lighthouse.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.07.2020

Ganga | Hike

Föstudagsmyndir! Ég hef ekki haft tíma eða orku til að sinna heimasíðunni og blogginu, svo vinnufréttir bíða betri tíma. Þegar tíðindin eru misjöfn og þegar óróinn í veröldinni ætlar allt í sundur að slíta, þá er gott að hverfa út í náttúruna jafnvel þó í stutta stund sé. Ég tala ekki um þegar sólin skín og fegurðin í því einfalda og smáa eyðir öllum áhyggjum. Ég var í góðum félagsskap í grennd við Valahnúka, Helgafell, Kaldársel.

Photo FridayI have been too busy to update my webpage or blog so work news will just have to wait. But I wanted to post a few photos as my own memos. Times are extremely unrestful and the world is shaken. A walk in nature is a cure for a worried mind and a body tired of working at the desk. And when you are in the most perfect company and the sun is shining with all the small miracles of nature smiling at you, all is good! Where ever you are: take care, stay safe.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.07.2020

Lækur | Icelandic farm

Þetta fallega býli er Lækur í Leirársveit. Alla mína bernsku bjuggu þar þeir góðu bændur hjónin Einar Helgason og föðursystir mín Vilborg Kristófersdóttir. Í dag er Villa frænka borin til grafar og nú verða kaflaskil á Læk. Ég er þakklát fyrir allan velviljann og vináttuna sem þau hjónin sýndu og hugsa með hlýjum huga til stundanna við eldhúsborðið hjá Villu. Kveð hana með mynd úr Lækjarnesinu, hvar óx þessi fallegi brúskur af beitilyngi.

Minningargrein okkar Melaleitissystra um Vilborgu mun birtast í Morgunblaðinu.

This is my farewell to my aunt (born 1923) who passed away last week and will be buried today. This was her beautiful farm, where livestock and wildlife, cropland and wild nature was cherished alike. I will miss her.

Hér og hér eru fleiri myndir sem ég tók í Lækjarnesinu 2014.
Here and here are more photos I took at Lækur farm.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 15.08.2019 / 14.08.2014

Vor | Spring 2020

Föstudagsmyndir! Það vorar hægt en örugglega – og hvergi vorar fyrr en við ströndina. Þangað sækja farfuglarnir æti eftir langt flug, flugan kviknar í gömlu þangi, marflær lifna undir steinum. Fjaran er mér óendanlegur innblástur og það sem fjallagarpar myndu kalla stefnulaust ráp og heldur aumt rölt er mér andleg næring og uppspretta yndis. Við ströndina endurnýjast allt með flóði og fjöru tvisvar á sólarhring, þar finnst best að enginn dagur er eins. Þar má finna undursamlega örheima, en um leið tengingu við veröldina víða: við heimshöf og himingeim.

Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
gakktu við sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.¹

Photo FridaySlowly but surely spring is here – and nowhere earlier than at the seashore. The migratory birds rest there and feed after a long flight, the flies wake up from the drift seaweed, and amphipods start crawling from under rocks. The sea and the beach are an endless inspiration to me, and what heroic wanderers of the mountains would call aimless saunter and a trivial stroll, is for me a mental nourishment and source of joy. At the beach everything is renewed with the tides twice a day – no day is like the another. It’s easy to get immersed in the many curious micro-worlds, but at the same time get overwhelmed by the big ocean and the sky connecting everything in the world.


Grátt er ekki bara grátt: litir og mynstur í fjörunni. | Grey, but not just grey: colors and patterns at the beach:

 


Vorverk. Ágangur sjávar og landbrot við Melabakka hefur aukist ár frá ári og er nú 50-100 cm á ári. Í Melaleiti er því þörf á að endurnýja girðingar við ströndina reglubundið.
Spring chores: mending fences at the farm. The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up and is approx 50-100 cm / 20-40 inches pr year. At the family farm Melaleiti fences by the shore need renewal every few years.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.04.2020  ¹ Höfundur vísunnar er óþekktur.

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

Sumardagurinn fyrsti 2020: Fegin kveð ég veturinn og satt best að segja gæti ég þurrkað út nokkra mánuði án þess að sakna nokkurs. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonar: „bráðum kemur betri tíð“… Og dagarnir hafa lengst svo um munar: sólin rís fyrir klukkan sex að morgni og sest ekki fyrr en um hálf tíu að kvöldi. Vorið kemur.

Í gær, síðasta vetrardag, var alþjóðlegum degi jarðar fagnað víða um heim með sérstakri áherslu á baráttu í loftslagsmálum. Það er ekki seinna vænna. Rétt eins og í baráttunni við heimsfaraldurinn og veirusóttina þurfum öll að leggjast á eitt: breyta lífsháttum, venjum og kerfum. Það verður ekki auðvelt en kostir í stöðunni eru ekki aðrir.

Annars ætla ég að mæla með þeirri góðu skemmtun að fljúga flugdreka (það er til urmull leiðbeininga um heimagerða flugdreka – sem fljúga í alvöru – á netinu). Njótið dagsins, veðurs og vinda. Gleðilegt sumar!

First Day of Summer 2020: The First Day of Summer is celebrated in Iceland today. “Sumardagurinn fyrsti”  is a national holiday, the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar.

Yesterday, 22 April, the Last Day of Winter in Iceland, was also the international Earth Day, celebrated for the 50th time, and in 2020 with the urgent theme: Climate action. Just as with the coronavirus pandemic we must all react to the serious threat facing earth and human mankind. We have to find ways for a better future and now is the time. And yes, we can.

The First Day of Summer is the day where we enjoy outdoor games: try to fly a kite – enjoy the wind and now the clear air for most parts. Take care, stay safe.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 26.07.2008

Við Ægisíðu | Social distancing at the seashore

Föstudagsmyndir: Þrátt fyrir sjálfskipuð sóttkví og takmarkanir á samkomum þá freista göngutúrar, hjólreiðar og hlaup við Ægisíðu. Fólk reynir að forðast nálægð við ókunnuga, en ferskt sjávarloft og birtan í suðri hefur sitt aðdráttarafl og lækningamátt. Við Ægisíðu stendur höggmyndin Björgun úr sjávarháska, eftir Ásmund Sveinsson. Sendum þakkir til þeirra sem vinna ómetanleg björgunarstörf þessa dagana. Farið varlega.

Photo Friday: A moment at Ægisíða, Reykjavík, where social distancing is taken to a test. Despite self-imposed quarantine and ban on gatherings, the daily hiking, cycling and running at Ægisíða-seashore are tempting. People try to avoid being close to strangers, but the fresh sea air and the sunlight in the south have their appeal and healing power.
The sculpture on the right is Rescue by Ásmundur Sveinsson. My deepest thanks to all of those rescuing lives in these times. Take care all.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 07.04.2020

Í átt að sólu | Towards the sun

Föstudagsmyndir: Eins og svo margir sit ég við vinnu heima og fer ekki út á meðal manna nema brýna nauðsyn beri til. En það þýðir samt ekki að göngutúrar séu á bannlistanum. Fámennið á Íslandi hefur sína kosti og galla. Í þessu lúxuslífi innhverfunnar verður mér hugsað til þeirra sem vinna hörðum höndum við að sinna sjúkum, hjúkra, lækna og berjast gegn útbreiðslu veirufaraldursins. Vonandi getum við hin látið það fólk finna þá aðdáun og þakklæti sem það á skilið. Farið varlega.

Photo Friday: Working in solitude at home has been the norm for me for many years. But the social distancing is still an odd thing and new. We are not meeting friends and family, although not forbidden – yet. Belonging to a small population has its advantages and disadvantages. I praise the space we have to take walks without meeting a soul. It is a luxury. And in my privileged situation I can but only send my warmest thanks and admiration to all the health workers, laboratory technicians, doctors and nurses who are working around the clock to fight the virus pandemic. Take care all.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.03.2020

Allt á ís | On ice

Föstudagsmyndir: Vatn er undursamlegt efni í öllum sínum myndum. Enn er vetur og nú er svo margt sett á ís. Gott að minna sig á að vorið er í nánd, þíðan kemur og betri og bjartari dagar með hækkandi sól.

Photo Friday: Water is a wonderful substance, in all its forms. It’s winter still and so many things are put on ice these days. But spring is near and thaw will come. I wish you all better and brighter days!

Ljósmyndir teknar | Photos date: 09.10.2005

Ró og friður | Peace and quiet – and a cat

Föstudagsmyndir: Hvergi er betra næði að finna en í kirkjugörðum. Þegar kliður og kvabb keyrir úr hófi er gott að ráfa um stund í hljóðum garði eins Hólavallakirkjugarði.
Skuggarnir voru langir og skarpir og kötturinn fór sínar eigin leiðir.

Photo Friday: When the world is too noisy and troubled there are no places better go for tranquillity and peace than the cemeteries. A bit melancholic perhaps. Everything is a bit black-and-white these days, and so are these photos from Hólavallakirkjugarður, the old cemetery in Reykjavík. The shadows were long and sharp and the cat went its own way.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.03.2020

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Á flugi í frosthörkunum | Snow buntings

Föstudags-fuglamyndir! Mér hefur þótt æ sjaldgæfara að sjá stóra hópa af snjótittlingum, að minnsta kosti á SV-horni landsins, svo það var gaman að rekast á þennan hóp í byrjun janúar. Snjótittlingurinn er elskulegastur allra fugla á vetrum, tístið er svo glatt, flugið skemmtilegt og spektin, iðið og trítlið á grundinni gera þá ótmótstæðilega. Snjótittlingar (Plectrophenax nivalissólskríkjur að sumri) eru fræætur og duglegir að bjarga sér ef þeir komast í hverskonar fræ, grasfræ í moði og kornleifar á ökrum, svo næg fæða ætti að standa til boða, svo fremi að ekki séu hagbönn.

Photo Friday: These are favorite birds in winter time: the lovely snow buntings (Plectrophenax nivalis). Their happy tweet, joyful flight and busy running around in the burning cold and gloomy light makes them irresistible. They seem less common than before, at least in my parts of the country. This is perhaps due to climate changes, since big groups migrate from Greenland to Iceland in winter – while others migrate from Iceland to Scotland. Hard to tell. The snow bunting eats various seeds and there is plentiful around in the fields in the area, as long as the snow doesn’t get too deep.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01.2020

Stillur | In Heiðmörk park

Föstudagsmyndin: Frost og stillur við Helluvatn í Heiðmörk. Alltaf fallegt í friðlandinu, sama á hvaða árstíma er.
Photo Friday: I know the city lights are notoriously bright and colorful in December, but I still prefer the serenity of the easily accessible Heiðmörk park on the outskirts of Reykjavík. Where ever you are: enjoy the yuletide!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 24.11.2019

Hafið | Following the waves

Föstudagsmyndir – með röfli dagsins: Það er föstudagur og veðrið í borginni dásamlegt. Himinninn heiður og góðviðrisblár, svolítið mistur í suðri og inn um glugga berst fjörugt fuglatíst úr reynitrjánum þar sem naktar greinar svigna af rauðum berjum eftir gróðursælt sumar. Þar er veisla. Það er óvenju hlýtt, miðað við árstíma …

Sem oftar hefur mér dottið í hug að smella ljósmynd inn á bloggið í vikulok. Velja mynd, skrifa smá texta. En það stendur eitthvað í mér. Bæði að njóta veðursins og að verða eitthvað úr verki yfirhöfuð. Ritstífla, sköpunarfælni? Tja … Frammistöðukvíði? Já, já, það má alltaf finna einhverja kvöl og pínu tengda listsköpun. Ekkert nýtt þar.

Ég er bara… öhh… pirruð. Eins og flestir fylgist ég með umræðu um umhverfismál, með tilheyrandi kvíða og sektarkennd – en sú depurð er auðvitað engum og engu til gagns. Ég gæti teiknað upp tvo dálka, annan með heiðri og hinn með skömm: dregið í dilka vistspor mín í lífinu. Sumt hef ég ráðið við og tekið meðvitaða og upplýsta ákvörðun um og eitt og annað hefur komið af sjálfu sér. Margt hefur mér reynst erfitt að ráða við. Undir það fellur samábyrgð (samsekt) og hlutdeild mín í þjóðfélagi sem hefur löngum haft að sínum einkunnarorðum þetta fornkveðna og fáránlega: lengi tekur sjórinn við og þetta reddast.

Það er svo sem ekki séríslenskt að telja sig og samfélagið sem maður tilheyrir vera stikkfrí og utan við hin ýmsu jarðarstríð. En þarna kemur pirringurinn. Ég missi allt þol. Ítrekað koma fram einhverjir sjálfumglaðir hrokagikkir sem gera lítið úr umhverfisvanda jarðarinnar og hæðast að þeim sem berjast fyrir bættum heimi – eða öllu heldur: breyttum heimi. Mestu bjánarnir og böðlarnir eru illu heilli valdamenn eins og Trump og Putin, en álitsgjafar á Íslandi eru stundum síst skárri. Náttúru- og umhverfisvísindamenn hafa lengi mátt þola að vera þaggaðir niður, jafnvel keyptir og kúgaðir til að tala gegn betri vitund, enda vísindin oft í mótsögn við ráðandi samfélagsgerð, veraldarskipan sem byggir á ofneyslu, misskiptingu og græðgi. Baráttufólk í náttúruverndarmálum hefur verið haft að háði og spotti og baráttumálin smættuð og einangruð.

Já, það er væri nú meiri ógnin ef við þyrftum „að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“. Heimurinn er ekki að farast, nei, hann hefur alltaf verið á heljarþröm, segja aðrir. Það var nú til dæmis eitthvað annað þegar fjörusúpandi karlar í krapi máttu þola kjarnorkusprengjuógnina hangandi yfir sér. Þá var þannig hlaðið í vopnabúr Vesturlanda að gereyða mátti öllu lífi á jörðinni margsinnis. Einmitt. Rifjum það upp. Ég man gjörla eftir þessum kjarnorkukvíða á uppvaxtarárunum, skelfingu sem efldist reyndar bara þegar ég fylgdist með Tjernobyl-slysinu í beinni útsendingu á sínum tíma. Kjarnorkuógnin var raunveruleg. Fjöldi fólks mótmælti og barðist, árum og áratugum saman. Þar fór hugsjónafólk fram með margvísleg mótmæli, vísindamenn og almenningur, börn og ungmenni, og sjálfsagt í „óviðeigandi pólitískri baráttu á heimsvísu“ – ef veraldarvefurinn hefði speglað það allt. Þrýstingur og barátta friðarsinna og náttúruverndarfólks hefur skipt sköpum í sögunni. Stjórnmálamenn finna sjaldnast upp á breytingunum sjálfir. Atómbomban er ekki lengur sama ógnin. Heimurinn fórst ekki. En það er ekki þeim að þakka sem ypptu öxlum og sátu hjá, hvað þá þeim töluðu niður þá sem börðust gegn vitleysunni. 

Þetta reddast ekki neitt. Sjórinn tekur ekki lengur við. En mannkynið ferst líklega ekki, þökk sé þeim sem taka af skarið og spyrna við fótum, þeim sem breyta heiminum. 

Hafið: Það er þörf yfir ljós og leiðarvísa sem aldrei fyrr. Myndirnar af hafinu (sem tekur ekki lengur við) eru teknar við Melaleiti 15. september. Fyrir neðan er Þormóðsskersviti í fjarska, en franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst þar skammt frá, 16. september, árið 1936. Fjörutíu fórust, þar á meðal franski vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot. Einn skipbrotsmaður lifði af. Vitinn var byggður á árunum 1941–42.

Photo Friday: This turned out to be my Friday rant – and sorry, no translation available. The photos are taken during a storm and hight tide on 15th September at Melaleiti farm. Above: view to Faxaflói-bay. Below: the lighthouse at Þórmóðs-skerry in the distance. The lighthouse was built in 1941-42, close to where the French exploration ship Pourquoi-Pas? was wrecked 83 years ago, almost to the date, on 16th September 1936. The three-masted barque ship was designed for polar exploration, equipped with a motor and containing three laboratories and a library. Forty men on board died, among them the explorer and oceanographer Jean-Baptiste Charcot. Only one man survived.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.09.2019

Sumri hallar | Late summer, early fall

Vatnshorn, Skorradalur

Föstudagsmyndir: Eftir sólríkt og þurrt sumar sölna grös snemma og það er eins og haustinu liggi á. Snæfellsnesið var vindblásið í gær og í Skorradal fyrir rúmri viku voru haustlitir komnir á blöð og lyng. Bæjarlækurinn við Vatnshorn var nær þurr, en krækiberin safarík.

Photo Friday: After a dry and warm summer it feels as if autumn arrives early. The photos are from two trips, one I made yesterday to Snæfellsnes peninsula (photos below), the other to Skorradalur valley (photos above) the week before. In Skorradalur the grass had turned yellow and autumn colors were showing everywhere. The creek at the old farm Vatnshorn was almost dry, but the crowberries were sweet. The glacier Snæfellsjökull was hiding in the clouds, the wind was blowing the waterfalls upwards and the sea was rough. All pretty normal.

Svöðufoss, Snæfellsnes

Kirkjufell, Snæfellsnes

Ljósmyndir teknar | Photo date: Skorradalur 21.08.2019, Snæfellsnes 29.08.2019

Gleðilega hinsegin hátíð! | Happy Reykjavík Pride!

Hinsegin dagar hafa staðið yfir í meira en viku með viðamikilli dagskrá. Hápunkturinn er auðvitað Gleðigangan í Reykjavík í dag. Ég óska landsmönnum til hamingju með daginn og fjölbreytni lífsins í öllum regnbogans litum.

Days of prideToday is the last day of Reykjavík Pride, ending with the big festive parade, enjoyed by so many. Gleðigangan literally means “The Parade of Joy” – a wonderful way to protest against discrimination and fight for equal human rights for all. Happy parade! Enjoy the colorful diversity of life!

Ljósmynd tekin | Photo date: 13.08.2019

Í vari við Miðfjarðarsker | The storm and the ship

Föstudagsmyndir: Í vikunni kólnaði yfir landinu öllu og hvessti með miklu skýjafari og skúrum – snjókomu á hálendi og fjöllum nyrðra. Inn á Borgarfjörð skreið stórt þrímastra seglskip og varpaði akkerum við Miðfjarðarsker. Skipakomur inn á Borgarfjörð eru fátíðar, enda er siglingarleiðin afar varasöm. Mér fannst ótækt að hafa þennan gest fyrir augum án þess að vita hvað hann héti. Eftir nokkra leit fann ég út úr því þarna færi barkskipið Tenacious, sem er nýlegt skólaskip. Hér má lesa ferðalogginn og svo var mér bent á að hér megi fylgjast með skipaferðum almennt. Nú eru nætur að orðnar dimmar og um miðnætti var skútan uppljómuð og ævintýraleg úti á firðinum, hvar áður logaði Miðfjarðarskersviti, en hann brotnaði í brimsjó 1984 og sökk í sæ. Tenacious sigldi svo til Reykjavíkur þegar lægði daginn eftir.

Photo Friday: This last week the fine summer weather suddenly turned chilly and the wind blew up. It snowed in the highlands, rained in the lowland. As I watched the sky darken and the sea turn rough, I saw a large ship sail coming in Borgarfjörður-bay, dropping anchors close to Miðfjarðarsker – the skerry where there once stood a lighthouse, but sadly broke down in a big storm in 1984. I felt I had to know at least the name of this unexpected guest, that in the twilight became even more eye-catching. After a bit of a research I found out that the vessel was from the UK, the barque Tenacious, full of young adventures sailors learning the ropes. The voyage blog-log can be read here. By midnight the ship was all lit up, truly a beauty in the dark. The day after the winds were calmer and the Tenacious sailed on to Reykjavík.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-13.08.2019

Eyjar | Islands

Föstudagsmyndir: Ég heimsótti Vestmannaeyjar í júlí, í þriðja sinni um ævina. Tilefnið var gott, veðrið frábært og eyjarnar eins og ávallt: magnaður ævintýraheimur. Takk fyrir mig.

Photo Friday: I got an invitation to a birthday party in Vestmannaeyjar in July. My third visit to the Westman Islands and absolutely the best, a joyful occasion in wonderful weather. Always a beautiful place, a world of it’s own.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.-21.07.2019

Sumarsólstöður | Sterna paradisaea – Bird of the sun

Föstudagsmyndin: Enn kemur hún hingað, krían, þessi magnaði fugl sem flýgur póla á milli og freistar gæfunnar í svölu norðrinu á hverju sumri. Sannur sólarfugl sem ár hvert nýtur birtu tveggja sumra. Myndirnar eru teknar um miðnætti 21. – 22. júní við Melaleiti, en þar leggja kríurnar flugleið sína með ströndum á kvöldin, milli varpsvæða og fæðusvæða. Krían er einstakur flugfugl, hvernig sem á það er litið. Raunar er tilvera kríunnar hreint undur, ekki síst þegar litið er til sífellt brothættari vistkerfa jarðar. Líf hennar er vissulega „eilíft kraftaverk“.

Photo FridayThe arctic tern, Sterna paradisaea, was busy as always at summer solstice. I caught the terns flying pass our farm at midnight, while the sun was setting behind Snæfellsnes mountain range. There are some small colonies of arctic terns in our area and the nearby Grunnafjörður mudflat/estuary is an important feeding ground for many birds. The amazing kría, a magnificent flyer and a follower of light, is worth celebrating, no less than summer solstice. Her return to the cold north, migrating from the Antarctica, as earth’s vulnerable ecosystems tremble, is a true miracle.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.06.2019 – 11:54 pm … 00:12 am 22.06.2019

Tungl, sól og fjögurra blaða smári | Sun, moon and four leaf clovers

FöstudagsmyndirAf gömlum vana leita ég stundum að fjögurra blaða smára ef ég á leið fram hjá smárabeði. Og heppnin var með mér í gærkvöldi: ég fann nokkra marglaufa smára, bæði fjögurra og fimm blaða smára. Í góðviðrinu þessar vikurnar nýtur í senn sólar og mána á kvöldin, en gróður og jarðvegur er þurr og hita- og rykmistur breytir litum í fjarlægðinni. Nú er að óska sér varlega.

Photo Friday: I can’t pass a field of clovers without trying my luck to find a four leaf clover. Usually there are none – but once in a while there are several. And last night I also found five-leaf clovers! Now I better wish carefully.

The photos below are also from last night: clear skies and bright nights give a view to both sun and moon at the same time. In our parts it hasn’t rained for weeks so the soil is unusually dry, plants are making seed and blooming earlier and the haze of dust and heat changes the colors of the evening sky.

Ljósmynd teknar | Photo date: 13.06.2019

Sólríkir dagar í sumarbyrjun | Early days of summer

Föstudagsmyndir – farfuglar: Vefsíðunni hefur lítið verið sinnt undanfarnar vikur og mánuði. Ég þyrfti margar hendur til að vinna að öllu því sem ég vildi – svo ekki sé minnst á mörg höfuð. Hah! En þá er kannski kominn tími til að líta til fugla himinsins. Þessi Máríuerla (Motacilla alba) safnar vissulega ekki í hlöður – hún býr í hlöðu. Af og til flýgur hún af hreiðrinu og út og tilkynnir þá óðamála að allt sé samkvæmt áætlun. Og þó ég geti ekki alveg tekið undir það fyrir mitt leyti, þá erum við báðar ánægðar með sólina sem í svalri norðanáttinni vermir svo vel sunnanundir vegg.

Í vor hafa brandendur (Tadorna tadorna) annað slagið staldrað við á bökkunum við Melaleiti og það er ekki annað hægt að dást að þessum skrautlega fugli eins og karlinum hér neðst. Brandönd var sjaldséður gestur en er nú orðin varpfugl við árósa í Borgarfirði og víðar.

Photo Friday – Birds of passage: I have neglected my website last weeks and months, wishing I had extra hands or some spare thoughts to get more things done… So looking at the birds of the air might be a good and healthy thing, like the white wagtail (Motacilla alba), that indeed does not gather into barns, but nests in a barn. Regularly she comes out of the barn and tweets and twitters that all is going according to plan. Although I cannot agree for my part, we both like the warmth of the sun by the south facing wall, while cold dry winds blow from north.

Common shelducks (Tadorna tadorna) are not common at all in Iceland, although they are now settling in parts of Iceland and finding nesting grounds close to the rivers estuaries in Borgarfjörður, close to our family farm. In the spring they often have a stop at the cliff edges, looking over the bay, before they head further, – like this handsome male bird.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 21/22/23.05.2019